Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Lúpínuiðnaður á
Suðurlandi II.
Undanfarin þrjú ár
höfum við Baldur
Líndal efnaverkfræð-
ingur, sem lést fyrir
skömmu, unnið að
undirbúningi verk-
smiðju sem ynni úr
lúpínuhráefni etanól,
fóður, lífrænan áburð
og beiskjuefni.
Lúpínan er belgjurt
og eru til mörg af-
brigði af henni. Elstu
minjar um nýtingu
lúpínu eru frá 4500 f.
Kr. frá Suður-Amer-
íku, en þar fundust
fræ í indíánagröf. Til
eru veggmyndir frá
því um 2000 f.Kr sem sýna lúpínu-
plöntur bæði frá Miðjarðarhafinu
og svo S-Ameríku. Fræ lúpínunnar
eru afar næringarmikil, ámóta og
sojabaunir og væri lúpínan aðal-
fæðujurt mannkynsins ef ekki
kæmu beiskjuefnin til. Beiskjuefnin
eru alkaloidar og notar lúpínan þau
til að veijast skordýrum og svepp-
um. Tekist hefur að rækta sæta
lúpínu en þá urðu mikil vandamál
með sveppasýkingar.
Bindur mikinn
koltvísýring
íslenska lúpínan er ættuð frá
Alaska og barst hingað til landsins
í eldspýtnastokk sem
Hákon Bjarnason,
fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri, tíndi í.
Hún er að mörgu leyti
sérstæð fyrir það að
hún er t.d. margær.
Hún safnar i forðarót
á sumrin, sem hún
notar svo á næsta ári
til að koma sér upp.
Þegar rótin er þrotin í
júlíbyijun má slá hana,
ef menn vilja losa sig
við hana og þá deyr
hún. Hún kemur upp
með miklum krafti
þegar í maí og ber fræ
frá miðjum júlí út ág-
úst. Það skiptir miklu máli hvenær
frætekjan fer fram upp á það að
fá sem mesta uppskeru. Við frætök-
una er lúpínan slegin, en aðeins
fræin hirt og ljárinn skilinn eftir. í
Evrópu er lúpínan aðallega ræktuð
vegna fræjanna og er þá um ein-
æra lúpínu að ræða. Jurtin er plægð
niður í jörðina. Hér hefur lúpínan
verið notuð í landgræðsluskyni,
enda vex hún við skilyrði þar sem
engin önnur planta þrífst. Það
myndast mikið köfnunarefni út frá
rótum lúpínunnar, en hún bindur
líka mikinn koltvísýring í jörðu, eða
um 7 tonn á ári á hektara lúpínuak-
urs.
Það togast á mjög andstæð og
sterk sjónarmið með notkun lúpín-
unnar, en henni er auðvelt að halda
í skefjum og þegar hún er búin að
gegna sínu hlutverki þá er hægt
að rækta t.d. skóg þar sem hann
gat ekki áður þrifist.
Etanólframleiðsla
Upphaflega var það hugmynd
okkar Baldurs að geija úrgangs-
pappír frá Hollandi og eima með
jarðgufu frá Krýsuvík. Úrgangs-
pappírinn hækkaði hins vegar í
verði svo það var ekki hægt. Þá var
farið að leita eftir öðrum kolefnis-
ríkum massa og beindist athyglin
að lúpínunni. Mikil þróun hefur
verið í geijunartækni á lífmassa og
er núna t.d. í byggingu í Bandaríkj-
unum verksmiðja sem nýtir úrgang
af maísökrum og á að framleiða
fóður og etanól.
Lúpínuakur er ódýr í ræktun.
Aðalkostnaðurinn er frækostnaður,
en hann væri hægt að lækka veru-
lega. Ræktunarkostnaður á hektara
gæti verið um 15.000 kr. Hver hekt-
ari gæti gefið af sér um 4 tonn af
þurrefni á 20 ára tímabili. Upp-
skerutíminn væri frá miðjum águst
til loka októbers.
Talið hefur verið að etanólverk-
smiðjur þurfi að vera mjög stórar
til að vera hagkvæmar. I okkar
athugunum þá höfum við talið að
Ásgeir
Leifsson.
LÍNURITIÐ sýnir áætlaðan bindingarhraða kolefnis í jarðvegi I
lúpínusáningu á örfoka landi. Línuritið birtist í grein eftir Þor-
berg Hjalta Jónsson og Úlf Óskarsson, í Skógræktarritinu 1996,
og er birt með góðfúslegu leyfi höfunda.
afköst hennar þurfi að vera um
50.000 tonn á ári, eða rúmlega
60.000.000 1.
Á Suðurlandi er mikið af eyði-
mörkum sem samt eru véltækt land.
Samkvæmt mati sem við höfum
fengið, þá er flatarmál véltækra
eyðimarka á Suðurlandi frá Þor-
lákshöfn til Mýrdalssands um
60.000 ha og sandamir undir
Vatnajökli gefa um 40.000 ha til
viðbótar.
Um 4 kg þarf af þurrefni lúpínu
til að framleiða 1 1 af etanóli, þ.a.
60.000 ha geta gefið 50.000 tonn.
Ef etanólið er notað til íblöndunar
við bensín þá verða tekin úr umferð
um 3,5 kg af koltvísýringi fyrir
hvern lítra af etanóli miðað við að
bensíni sé brennt.
Hver hektari Lúpínuakurs heftir
þannig um 10 tonn af koltvísýringi
og 60.000 ha þannig 600.000 tonn.
Þetta er meira en samsvarar þeirri
aukningu sem er að eiga sér stað
og þau áform sem eru á leiðinni
vegna orkufrekrar stóriðju. Þetta
er ódýrasta koltvísýringshefting í
heiminum af því hún kostar minna
en ekkert.
Afurðir verksmiðjunnar væntan-
lega borga heildarkostnað við rækt-
un og flutning hráefnis, gufuöflun,
stofn- og rekstrarkostnað verk-
smiðjunnar.
Beiskjuefni úr lúpínu
Þýskt fyrirtæki hefur stundað
þróunarstarf á lúpínuafurðum í 20
ár. Það hefur fullhannað verksmiðju
Hveragerði - Fóst-
bræðrasaga hin nýja
ÓHÆTT er að segja að töluverð-
ir skruðningar hafi átt sér stað í
bæjarmálapólitík Hveragerðis á
yfirstandandi kjörtímabili. Ástæða
þess að hin undarlegasta staða
hefur komið upp í bæjarstjórn er
tilhneiging tveggja bæjarráðs-
manna, sem voru í meirihluta, að
fara fram úr sjálfum sér. Það er
með ólíkindum að slíkt skuli mögu-
Iegt, en þessum tveimur töfra-
mönnum tókst þó íþróttaafrekið í
bili með því að mynda meirihluta
bæjarstjórnar með meirihluta Sjálf-
stæðisflokksins og minnihluta
vinstra kvalræðisins. Síðan hafa
meirihlutamenn innan minnihlut-
ans reynt að stofna nýjan Sjálf-
stæðisflokk í Hveragerði, og veit
enginn hvort hann á að þjóna stofn-
MikicS úrvfll df
fallegum rúmfátnaði
endunum einum eða
leggja línurnar í lands-
málapólitíkinni.
Svikið loforð
Víst er um það, að
þær lítt skiljanlegu
hræringar, sem átt
hafa sér stað i bæjar-
málapólitík Hvera-
gerðis eru af manna-
völdum, en hvorki
jarðskjálftum að
kenna eða yfirnáttúru-
legum spennubreyt-
ingum. Þegar Einar
Mathiesen var ráðinn
bæjarstjóri var það
loforð tekið af honum
að hann blandaði sér ekki í bæjar-
málapólitíkina. Reyndar þá og líka
fyrir kosningar var sérstaklega um
það talað í hópi okkar sjálfstæðis-
SkóUvOrðustig 21 Sími 551 4050 Reykiavtk.
NY
UNDIR-
FATALÍNA
SUMARTILBOÐ Gluggatjaldaefni 20% afsláttur ttL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
manna, að kjörnir full-
trúar í bæjarstjórn
réðu ferðinni í öllum
ákvörðunum. Bæjar-
stjórinn yrði starfs-
maður okkar og ekki
yrðu viðhöfð sömu
vinnubrögð og á kjör-
tímabilinu á undan,
þar sem þáverandi
bæjarstjóri réð ferð-
inni.
Fljótlega eftir að
Einar tók við bæjar-
stjórastarfinu fór að
bera á því að hann
Janus blandaði sér í bæjar-
Bjarnason málapólitíkina og kom
strax til árekstra milli
þáverandi forseta bæjarstjómar, og
Einars. Var því ljóst að bæjarstjór-
inn ætlaði að hafa að engu þau
ákvæði sem hann var ráðinn eftir.
Til að tryggja enn frekar framgang
sinna mála við að bijóta ráðningar-
samkomulagið fékk hann bæjar-
ráðsmennina Hafstein Bjamason og
Gísla Pál Pálsson til liðs við sig við
að sniðganga forseta bæjarstjómar.
Ráðabruggið
Þeir þremenningar, sem lögðust
á móti oddvita sjálfstæðismanna,
ákváðu að láta btjóta á mannaráðn-
ingum, þar sem þeir vissu að hann
hafði stífar meiningar í þeim efn-
um. I upphafi árs 1996 voru þeir
þremenningar byijaðir að undirbúa
að koma forseta bæjarstjórnar frá.
Um það era til vitnisburðir. Mér
hefur borist vitneskja um að um
Jónsmessuleytið í fyrra bauð Gísli
Páll Pálsson til samkvæmis á heim-
ili sínu. Þar voru flestir þeirra sem
vora á framboðslista sjálfstæðis-
manna við síðustu bæjarstjórnar-
kosningar. Þegar leið á kvöldið
losnaði um málbeinið hjá Hafsteini
Bjarnasyni. Vitni urðu að því að
hann orðaði þá að nú þyrftu þeir
félagar ekki lengur á forseta bæjar-
stjórnar að halda. Þeir ákváðu að
halda friðinn fram yfír afmælishá-
tíð Hveragerðis, en undirbúa að-
gerðir um haustið, þ.e. að láta
bijóta á mannaráðningum. Öll þessi
framvinda var sett á svið af Einari
bæjarstjóra, Gísla Páli og Haf-
steini.
Aðförin og ályktunin
Á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins
Ingólfs seint í október gerðu þeir
félagar tilraun til að kollvarpa
stjórn félagsins og fella formann-
inn. Á þann fund smöluðu þeir liði
en höfðu ekki erindi sem eríiði.
Stór meirihluti stóð vörð um félag-
ið og á fundinum var samþykkt að
skora á bæjarfulltrúana að hætta
þegar samstarfi við H-listann.
Að reka menn
og aðra
Þeir sem ekki hafa stutt valda-
brölt Gísla Páls Pálssonar og Ein-
ars Mathiesen hafa fengið að finna
fyrir því. Gísli Páll ræður yfir elli-
heimilinu Ási, sem á eignir upp á
að minnsta kosti hálfan milljarð í
Hveragerði, en samkvæmt laga-
Vinnubrögð af þessu
tagi dæma sig sjálf, seg-
ir Janus Bjarnason, og
eru ekki að skapi Hver-
gerðinga.
heimildum þarf það ekki að greiða
full gjöld til bæjarins af sínum eign-
um hér. Dæmi um hefndaraðgerðir
Gísla Páls er m.a. mál Bjarna Krist-
inssonar, pípulagningarmeistara,
sem unnið hefur hjá Dvalarheimil-
inu Ási í allnokkurn tíma. Honum
var sagt upp störfum eftir fund hjá
Sjálfstæðisfélaginu Ingólfl, þar
sem samþykkt var að víkja þeim
Gísla Páli og félögum úr félaginu.
Bjarni situr í stjórn félagsins. Hann
er eini starfandi pípulagningar-
meistarinn í Hveragerði. Nokkrir
vinna hjá Gísla Páli sem vilja ekki
fórna lífsviðurværi sínu á bylting-
araltarið. Aðrir hafa verið hiklaust
reknir. Meðal þeirra sem hafa verið
látnir taka pokann sinn eru Kjartan
Björnsson, verktaki, Ólafur Leós-
son, Röra- og Stífluþjónustunni
ehf. og svo fyrmefndur Bjarni.
Vitað er að verktaka var hótað, að
ef hann segði sig ekki úr Sjálf-
stæðisfélaginu Ingólfi fengi hann
ekki vinnu hjá Dvalarheimilinu
Ási. Hann skrifaði á listann. Fleiri
fengu sömu hótanir. Þá er flestum
Hvergerðingum enn í fersku minni
þegar þeir ráku í hefndarskyni
verkstjóra áhaldahúss bæjarins,
undir því yfirskyni að verið væri
að hagræða.
Þurrabúðin
En svo komu önnur atvinnumál
til sögunnar, þar sem allt var greið-
ara við afgreiðslu. Sumarið 1995
var að venju auglýst eftir afleysing-
arfólki í sundlaug bæjarins. Meðal
margra umsækjanda voru einstæð-
ar mæður og atvinnulaust fólk sem
hafði fjölskyldur á framfæri.
Bæjarstjórinn Einar Mathiesen,
mun hafa hátt í fimm hundruð
þúsund krónur á mánuði. Það þykja
góð laun fyrir fjölskyldu og svo
fylgja eflaust fríðindi. Kona Einars
Mathiesen var meðal þeirra sem
sóttu um stöðu sundlaugavarðar.
Hún fékk stöðuna en fjöldi umsækj-
enda hélt áfram að búa að litlu.
Gæfa og
gjörvileiki
Engum dylst að heilu hverfín eru
ófrágengin í gatnagerð í Hvera-
gerði, þar sem margir búa. En í
málefnasamningi Gísla Páls við
vinstri menn kemur fram, að mal-
bika skuli heila götu í Hveragerði,
Hverahlíð, en Dvalarheimilið Ás á
flestar byggingar við götuna. Sé
litið yfír eignalista dvalarheimilis-
ins í Hveragerði, sem er samkvæmt
lögum meira og minna á opinberu
framfæri, eru Frumskógar 15,
heimili Gísla Páls, 15,7 millj. að
brunabótamati, Heiðmörk 36,
heimili Einars Mathiesen, bæjar-
stjóra, 9,4 millj. að brunabótamati,
Varmahlíð 6, bústaður forstjóra
Grundar, dóttur Gísla Sigurbjörns-
sonar og móður Gísla Páls, 9,1
millj. að brunabótamati, Hverahlíð
4, bústaður ekkju Gísla Sigur-
björnssonar, 33,5 millj. að bruna-
bótamati, Hverahlíð 8, bústaður
dóttur Gísla Sigurbjörnssonar, 5,8
millj. að brunabótamati. og Blá-
skógar 15, bústaður dóttur Gísla