Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EINAR JAKOB ÓLAFSSON + Einar Jakob Ól- afsson fæddist á Siglufirði 12. nóvember 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 27. júní síðastliðinn. Hann var fjórði í röð sjö systkina, hjón- anna Ólafs Gott- skálkssonar og ÓI- ínu Björnsdóttur. Fyrri kona Einars var Unnur Stefáns- dóttir, þau slitu samvistir. Þau áttu fjögur þörn, Krist- jönu, Ólaf Óskar, Ólínu Sigríði og Garðar. Seinni kona Einars er Helga Sigtryggs- dóttir, hún á sex börn. Einar stundaði sjóinn frá fimmtán ára aldri en hóf nám í múraraiðn árið 1946 og lauk sveinsprófi á Siglufirði 1950. Utför Einars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. ir sínar að rekja. Gjam- an varð Siglufjörður fyr- ir valinu, þegar ferðalög bar á góma, því það var honum mjög mikilvægt að heimsækja bemsku- stöðvar sínar. Ég minn- ist Einars með trega og söknuði, góður drengur er genginn. Guð geymi þig, elsku Einar minn, og ætla ég nú að vitna í eina af mínum uppá- haldsvísum eftir þig á kveðjustund. Vertu traustur og tryggur drengur tipaðu fegurð ást og trú. Hamingjan er sem hörpustrengur og hljómar eins og lifír þú. Elsku Helga mín og aðrir ástvin- ir. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég ykkur öllum. Blessuð sé minning Einars Ólafssonar Guðborg Hákonardóttir. Það var á þjóðhátíðardaginn okk- ar, 17. júní sl., að Einar, minn kæri vinur til margra ára, lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur. Ég kynntist Einari fyrst fyrir meir en tveim tugum ára, er hann og tengdamóðir mín, Helga Sigtryggs- dóttir, mgluðu saman reitum sínum. Margs er að minnast frá liðinni tíð og áttum við margar ánægjustundir saman, og var þá gjaman lagið tekið í góðra vina hópi. Einar hafði mjög gaman af söng og ekki þurfti hann að biðja mig nema einu sinni um að taka lagið með honum, ef svo bar undir. Em þær ófáar stundimar sem við höfum sungið saman og ylja þessar minning- ar mér nú mjög mikið. Einar var í mínum huga stórbrot- inn persónuleiki og hefur hann alla tíð átt stóran sess í mínu hjarta. Þegar ég missti ástkæran föður minn árið 1981 mjög skyndilega, sagði Einar: „Dada mín, nú verð ég bara að reyna að vera pabbi þinn og þú stelpan mín.“ Og Einar lét ömgglega ekki sitt eftir liggja að reynast mér vel þá, eins og hann hefur alla tið gert síðan. Það var gaman að tala við Einar og var hann ekki að fara í kringum hlutina. Hann sagði það sem honum fannst hveiju sinni og fór ekki í nein- ar grafgötur með það. Stundum var haft á orði að hann ætti til að full- yrða kannski einum of mikið ef skeggrætt var um einhver málefni, en hann vissi hvað hann söng. Einar var hagmæltur mjög og liggja ófáar vísumar eftir hann. Þeg- ar ég var að dást af vísum hans, sem ég gjaman skrifaði niður eftir honum ef tækifæri gafst, sagði hann bara, þetta em bara hugsanir mínar sem ég krota niður. En þær eru margar hveijar gullmolar í mínum huga. Það var ánægjulegt að fylgjast með því hve Helga og Einar áttu margt sameiginlegt, og ber þá hæst ferðalög, skíðaíþróttir og útivem al- mennt. Hann var ákaflega hreykinn af Helgu og þarf engan að undra sem til þekkja. Hún reyndist honum góður vinur í gegnum tíðina og dáðist ég að henni við dánarbeð Einars, hversu dugleg og sterk hún var. Einar var mikill skíðamaður og hafði oft keppt í skíðaíþróttinni heima í Siglufirði, þangað sem hann á ætt- Einar var fjórði í röð sjö barna hjónanna Ólafs Gottskálkssonar og Ólínu Bjömsdóttur. Snemma byijaði hann að aðstoða föður sinn í búverk- um og snerist með honum daginn út og daginn inn. Svo þrekmikill var hann, að níu ára gamall tók hann þátt í skíðagöngu, sem hann var langyngstur í, og varð í þriðja sæti. Við látum það ekki á prent, það sem faðir hans las yfir honum og þeim bræðrum Rögnvaldi og Birni, þegar hann kom heim frá þeirri keppni. Fimmtán ára byijaði hann að stunda sjóinn og var á sjó þar til hann hóf nám í múraraiðn 1946. Hann lauk sveinsprófi á Siglufirði 1950. Hinn 29. maí 1944 rann upp stór stund í lífi Einars er hann kvæntist Unni Stefánsdóttur, ungri stúlku sem var af skagfirskum og hún- vetnskum ættum. Eignaðist hann með henni fjögur mannvænleg börn. Þau skildu, þá áttu þau heima í Álf- heimum 21. Einar byggði sér mörg heimili á iífsleiðinni. Hann byggði ofan á Hlíðarveg 3 á Siglufirði, hús föður síns. Frá Siglufirði fór hann til Skagastrandar. Frá Skagaströnd fór hann til Reykjavíkur. Ekki hafði hann dvalið lengi í Reykjavík þegar hann reisti sitt eigið heimili í Álf- heimum 21, svo eftir skilnaðinn reisti hann þeim Helgu Sigtryggs- dóttur myndarlegt heimili í Snæ- landi 3. Helga er af ísfirsku bergi brotin og ólst upp við svipaðar að- stæður og Einar á Siglufirði, við snjó og skíði, enda nutu þau þess dyggilega að vera á skíðum saman, ekki síst á Siglufirði eða ísafirði þegar öldungamót voru haldin þar. En öldungamót á skíðum sóttu þau saman hvert á land sem var. Þá var hann ekki síðri í lokahófum þeirra þegar hann hafði dreypt á „guða- veigum" og lék og söng við hvern sinn fingur. Einar var félagi í Skíðafélagi Reykjavíkur, bæði í stjórn og sem brautarlagningamaður, bæði í stökki og göngu. Margan tímann var hann búinn að sitja í troðara, ýmist við að leggja gönguslóðir eða stökkbrautir. Er mér óhætt að skila þökkum til allra í Bláfjöllum, fyrir góðar stundir með þeim. Kolviðar- hóll, Hveradalir og Hellisheiði áttu ekki síður huga hans, þegar hann var á skíðum. Þekkti hann hvern hól og hverja þúfu á þeim slóðum, því mörgum Thule-mótum var hann búinn að taka þátt í, ásamt bræðrum sínum og frændum, það sanna bikarar og myndir sem eru í öndvegi á heimili hans. Hafði hann oft gaman af að rifja upp ferðir á Thule-mótin og var eins og glampi kviknaði í augum hans við þá upp- rifjun. Einar var múrarameistari og eru mörg verk eftir hann sem slíkan, Tollstöðin í Reykjavík er það mesta, verkfræðideild Háskólans og Raf- veituhúsið við Grensásveg. Einn er sá þáttur í sögu frænda míns sem ég hef ekki minnst á og líklegast fæstir vita af, að hann gat sett saman ljóð og vísur við lög, sem hann kunni. Þessi þáttur kom fram þegar hann fór að hægja á vinnu, orti hann þá mörg ljóð og vísur til Helgu og söng þær fyrir börnin og barnabörnin. Sorgin er mikil þegar Einar kveð- ur, en fráfall hans kom okkur sem eftir lifa ekki mjög á óvart, þó svo við vonumst til að honum batnaði svo hann gæti verið lengur með okkur og glatt okkur með söng og kæti. Helga, börn og barnabörn, Guð blessi ykkur öll í sorg ykkar. Við hittum hann örugglega hressan og kátan þegar við leggjum af stað yfir móðuna miklu þar sem hann tekur á móti okkur með söngvum sínum og ljóðum. Ágúst Björnsson. Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Alveg síðan ég man eftir mér hefur mér verið sögð sagan af því þegar ég bjó ásamt foreldrum mín- um við hliðina á ömmu og afa, þá var það þannig að ef hurðin fram á gang var opnuð af einhveijum átsæðum var ég horfin út á ganginn og yfir í íbúðina til ömmu og afa sem opnuðu hurðina þegar þau heyrðu krafsað í hana eins og það væri lítill hundur. Þegar inn var komið fór ég alltaf beint upp í fang- ið á afa og laumaði hann upp í mig einum og einum bita af einhverju góðgæti á milli þess sem hann söng fyrir mig og ömmu og fór með vís- ur. Við upprifjun á þessari sögu hlýnar mér um hjartarætur því þær eru svo margar minningarnar sem hann afi skilur eftir sig. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð + Þorbergur Rúnar Sveins- son fæddist 11. júlí 1950. Hann lést 12. júní siðastliðinn. Útför Þorbergs fer fram frá Askirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Þegar hringt var í mig og mér tilkynnt að stórvinur minn, Beggi, væri dáinn var eins og tíminn stoppaði. Þetta gat ekki verið, við sem fórum í heilmikinn bíltúr rúm- um sólarhring áöur. Þetta var ferð sem við vorum fyrir löngu búnir að ákveða en veðrið hafði komið í veg fyrir að það hefði verið hægt. En þennan dag hringdi Beggi í mig og sagði nú væri gott ferða- veður og var ákveðið að fara þá um kvöldið. Við keyrðum í Garðinn þar sem Bergur ætlaði á sínum tíma að setjast að með barnsmóður sinni, Sigríði, en var hætt við á síðustu stundu, við keyrðum einnig að Seltjörn en þar er hægt að renna fýrir fisk. Fátt þótti Begga skemmtilegra en að renna fyrir fisk þó svo að hann ætti erfitt um vik vegna sjúkdóms síns. Hann fór til að mynda alltaf á hveiju ári í Fljótin en þar ólst hann upp nán- ast ofan í Fljótaánni, þar leið hon- afa Einar og bið guð að hjálpa öllum okkur sem eigum um sárt að binda. „Og þegar þú hefur náð ævitind- inum, þá fyrst munt þú hefja fjall- gönguna. Ég er ekki jafnfús til far- ar og vindurinn, semt verð ég að kveðja.“ (Spámaðurinn.) Helga Jóhannesdóttir. Einar hennar mömmu er dáinn. Okkur systkinin langar að minn- ast Einars með örfáum orðum. Fyrstu kynni okkar af honum voru þegar hann fór að venja kom- ur sínar í Úthlíðina til mömmu. Var þá margur kaffisopinn drukk- inn og oft hlustuðum við á sögurn- ar frá æskustöðvum hans á Siglu- firði, þar var besta skíðaland í heimi og ekki vantaði nú sólina þar að hans sögn og kannski var hún í hjarta hans þegar hann hugsaði um æskustöðvar sínar. En mikið reyndist þú okkur systkinum, mökum og ekki síður börnum okkar vel þegar á þurfti að halda, þá stóðst þú eins og klett- ur við hlið okkar eins og þú ættir í okkur hvert bein og þökkum við þér það, Einar minn. Ekki skorti nú sönginn og gleð- ina í kringum þig þegar allur hóp- urinn kom saman á góðri stund að ógleymdum þeim ferðum í sumarbústaðinn og öðrum ferðum sem farnar voru í gegnum árin. Þið náttúrubörnin, þú og mamma, áttuð örugglega ykkar bestu stundir þegar þið fóruð til fjalla, ýmist í fjallgöngur eða á gönguskíði, og að ógleymdum beijaferðunum því að hver árstími átti sinn sjarma hjá ykkur. Og þið komuð eins og unglingar til byggða eftir hveija ferð. En nú, Einar minn, ert þú kom- inn til hærri fjalla með mikið út- sýni vítt og breitt og efumst við ekki um að þú eigir eftir að fara til beija og eða á skíði þar. Nú kveðjum við krakkarnir hennar Helgu, drengskaparmanninn Einar J. Olafsson, guð geymi þig. Við sendum mömmu, börnum Einars, barnabörnum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna frá- falls hans og megi guð vera með ykkur. Reikar oft um langa leið í leit að unaðsstundum. Um heimahagann hugurinn líður í hamingju ástúð og hlýju. (EJÓ.) Börn Helgu, makar og barnabörn. um best. Við ætluðum loksins sam- an í Fljótaána í júlí. Vorum búnir að panta veiðileyfi, ætluðum að veiða í tvo daga en síðan að slaka á og ferðast svolítið um næsta nágrenni við Fljótin. Þar ætlaði Beggi að sýna mér helstu staði, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Nú er Beggi lagður af stað í lengra ferðalag og jafnframt það síðasta, nú er hann laus úr viðjum sjúk- dómsins, laus við hjólastólinn og öll þau höft sem þjökuðu hann. Þorbergur Rúnar Sveinsson en það hét hann fullu nafni, oftast kallað- ur Beggi, var drengur góður og mér mjög kær vinur. Við höfðum þekkst í nokkur ár og urðum nán- ari vinir með hveiju árinu og má segja að við yrðum nánari vinir eftir að við hættum að vinna sam- an en við unnum saman í um þrjú ár. Ég reyndi að heimsækja Begga minnst einu sinni í viku og hringdi oft þess á milli. Þetta var orðið partur af mínu lífi að heyra í og heimsækja Begga reglulega. Það verður erfitt að fylla þetta tóm sem myndast núna eftir að hann er allur og ég veit að þetta á við um fleiri. Það eiga margir um sárt að binda því Beggi var vina- Glæsileg kafeihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGAR 1 SÍMUM 562 7575 & 5O5O 925 | HOTEL LOFTLEIÐIR ÍBi ICCLANDAIR HOTELS ÞORBERGUR R. SVEINSSON Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Fyrstu kynni •mín af þér voru veturinn 1987 þegar ég kom ný inn í fjölskylduna. Þórir kynnti mig fyr- ir afa Einari og Helgu sem bjuggu fyrir neðan fjölskyldu hans í Snæ- landinu. Þegar ég fór með þér á gönguskíði sá ég að útivera og ís- lenska náttúran áttu hug þinn all- an. Á veturna fóruð þið Helga með skíðin upp á fjöll og á sumrin ferð- uðust þið mikið um landið og nutuð útiverunnar. Þú sagðir mér stoltur frá því að þú værir Siglfirðingur, en þangað fórum við tvisar sinnum saman á ættarmót, sem auðkenndust af gleði og söng. Börnin í fjölskyldunni drógust að ykkur Helgu. Sonur okkar Þórður Axel var svo lánsamur að kynnast þér og fá að hlusta á allar skemmti- legu frásagnimar. En við foreldr- arnir munum sjá til þess að Guðrún Stella kynnist þér í gegnum allar þær góðu minningar sem við eigum um þig. Þegar við Þórir keyptum íbúðina okkar hjálpaðir þú okkur ásamt fleirum í ættinni að hlaða veggi og múra það sem þurfti. Svoleiðis er þér best lýst, alltaf tilbúinn að hjálpa. Það er skrítið til þess að hugsa að þú lítir ekki til okkar í Beijarimann og fáir þér kaffibolla eins og þú gerðir stundum. Þú komst labbandi upp stigann og sagðir alltaf: „Ég ætlaði nú bara að athuga hvernig þið hefðuð það“ og síðan vildir þú hitta langafabörn- in þín. Ég votta Helgu ásamt öðrum ástvinum samúð mína. Guð veri með ykkur á þessari erfiðu stund. „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Úr Spámanninum.) Elsku Einar. Minning þín lifir í hjarta okkar. Guð blessi þig. Þín Margrét. /y 0 Fleiri minningargreinar um Einar Jakob Óiafsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. margur, ég kom aldrei í heimsókn til Begga öðruvísi en það væri einhver hjá honum, oftast fullt hús. Hann hafði lag á að laða fólk að sér. Þannig hafði Beggi eitthvað við sig sem fólk heillaðist af, var alltaf hress og bar vanda- mál sín ekki á torg. Það var frek- ar að fólk leitaði til hans með sín vandamál. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta á aðra. Sagt er að mað- urinn sé tveir menn, sá sem við sýnum öðrum út á við og svo sá sem enginn kemst að. Ég held að Begga hafi ekki alltaf liðið eins vel og hann sýndi. Ég held að undir niðri hafi honum oft liðið illa en hann lét aldrei á neinu bera. Beggi hefði mátt fara svolít- ið betur með sig núna allra síð- ustu ár. Það var búið að fara með hann nokkrum sinnum á spítala eftir hjartakast og læknarnir bún- ir að biðja hann um að fara sér hægar bæði hvað varðar mat, tób- ak og fleira en Beggi var ekki fyrir boð og bönn og gerði yfir- leitt það sem honum fannst best sjálfum. Eitt er ég viss um að þó svo við komumst ekki í Fljótin saman núna þá eigum við eftir að fara saman þegar við hittumst á ný og skoða þá staði sem hann ætlaði að sýna mér. Ég vil að lok- um votta móður hans og systkin- um, syni og Sæunni, sem var hon- um svo kær, mína dýpstu samúð. Grétar Pétur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.