Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 57 MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Draugurinn Susie (Susie Q)k 'h Jólin koma (Jingle All the Way)k k Leyndarmál Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)-k k 'h Eigi skal skaða (First Do No Harm)-k ★ ★ Ótti (Fear)k k'h Jack (Jack)kk Vondir menn í vígahug (Marshall Law)k 'h Helgi í sveitinni (A Weekend in the Country)k k k Köid eru kvennaráð (The First Wives CIub)k k k Ofbeldishefð (Violent Tradition)k k'h Óvæntir fjölskyldu- meðlimir (An Unexpected Family) kkk Flagð undir fögru skinni (Pretty Poison) k 'h Eiglnkona efnamanns (The Rich Man ’s Wife)k 'h Djöflaeyjan (Djöfiaeyjan)k k k 'h Plágan (The Pest)k k k Krákan: Borg englanna (The Crow: City ofAngels)k Allt fyrir aurana (IfLooks Could Kill)'h Nornaklíkan (TheCraft)kk Óskastund (Blue Rodeo)k Gillian (To Gillian on Her 37th Birthday)k k 'h MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP HIV smitaður ef tir nauðgun Roger Rabbit snýr aftur BÍÓGESTIR sem skemmtu sér vel á „Who Framed Roger Rabbit?“ geta farið að hlakka til að sjá fram- haldsmyndina. Síðan myndin sló í gegn árið 1988 hefur Disney-fyrir- tækið haft framhald á pijónunum en nú fyrst virðast hjólin vera farin að snúast. Alan Menken, sem hefur séð um tónlistina fyrir flestar af teiknimyndum Disney síðustu árin, hefur að sögn samið raddskrá fyrir framhaldsmyndina í anda gömlu Busby Burkley söngleikjamyndanna. Framhaldsmyndin verður þó ekki eiginlegt framhald heldur á að segja söguna af því hvernig Roger Rabbit kynntist söngkonunni kynþokkafullu Jessicu, flutti með henni til Holly- wood og hóf að leika á móti Baby Herman í Maroon teiknimyndunum. Hvort framhaldið hlýtur fern Ósk- arsverðlaun eins og „Who Framed Roger Rabbit?" mun tíminn síðan leiða í ljós. Kúrekinn Clooney j NYJASTI Leðurblökumaðurinn George Clooney er nú í viðræðum ' um að leika á móti Will Smith í ( „Wild Wild West“. Myndin er byggð á sjónvarpsþáttaröð sem var sýnd vestanhafs á milli 1965 og 1970. Aðalsöguhetjur þáttanna voru leyniþjónustumennirnir Artemus Gordon og James T. West sem voru sendir af forsetanum, Ulysses S. Grant, til þess að rannsaka mál í villta vestrinu. | Barry Sonnenfeld ætlar að leik- I stýra „Wild Wild West“ og Will Smith ætlar að leika James T. I West, en hans persóna var aðalhlut- verkið í þáttunum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Clooney vill ekki leika aðstoðarmann West, Artemus Gordon, nema að hlutverkið verði stækkað og þeir félagar látnir vera jafnmiklar hetjur. Ef Clooney samþykkir handritið eftir breytingar fara tökur af stað á næsta ári þar sem hann og Smith eru báðir með samninga sem þarf að uppfylla fyrst. Clooney er skuld- bundinn til þess að leika barnalækn- inn Doug Ross í Bráðavaktinni, og í spennumyndinni „Out of Sight“ á móti Jennifer Lopez, en Smith er með samning um að leika í „Enemy of the State“ sem Tony Scott ætlar að leikstýra. Kvik- mynda- fréttir ilómskeifiö fær falleinkunn \\. *rs, mi Kl'fiSW' 688 W. VSk Forsetafrúin er frábær NáMijlyiúi ?)í UuChiíiU KoiiíuU Yfirgaf mig fyrir yngri mánn líivnwiföyó Ínfc>hí'iJVj uiajuiB:-.-' Á Kúhunni ineö Hiu fni Gunnlmigssyni <§ Bimi fílöndal Stórstyrjöld um iítiö blaö & Vibnundvir OvIKi-.ua saklaus! •••'iiii l'joöin urn Geininns- oti i ',i iðmundarrnnlið. íslenska StJaudi fiiðUfötóðiii i GíjUupkOllluni tviii M.miilíf Þau voru TOM Cruise gefur sér góðan tíma til þess að vinna með Stanley Kubrick. Hægagangnr hjá Kubrick DANNY DeVito er í samninga- viðræðum um að leikstýra „The Little Things" hjá Warner Bros. en til stendur að fá Robert DeN- iro til þess að leika aðalhlutverkið. Handritið að „The Little Things" er skrifað af John Lee Hancock og fjallar um lífsþreytta löggu og reglufastan rannsóknar- lögreglumann sem eltast við rað- morðingja. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Kate Hudson, 18 ára dóttir Goldie Hawn og söngvar- ans Bill Hudson, hefur fengið hlutverk í „Ricochet River“. Mynd- in segir frá uppvexti þriggja skóla- félaga í norðvesturríkjum Banda- ríkjanna. Framleiðandinn Jeremy Thom- as, sem vann m.a. við „The Last Emperor", „Stealing Beauty", og „Crash“, ætlar að reyna sjálfur við að leikstýra mynd. Hún ber titilinn „All the Little Animals" og er spennumynd með John Hurt, Daniel Benzali, og Christ- ian Bale í aðalhlutverkunum. ROBERT DeNiro leikur lík- lega næst undir stjórn Danny DeVito. STANLEY Kubrick er ekkert að flýta sér þegar hann gerir kvik- myndir. í Hollywood eru nokkrir leikstjórar montnir af því að vera í 100 daga tökuklúbbinum en þeir komast ekki með tærnar þar sem Kubrick hefur hælana. Tökur á „The Shining" tóku í kringum 200 daga og nú virðist kappinn á góðri leið með að slá það met. Tökur á nýjustu mynd hans „Eyes Wide Shut“ með Tom Cruise og Nichole Kidman í aðalhlutverkunum hófust í nóvember á síðasta ári og standa enn. Samkvæmt nýjustu yfirlýsing- um frá stjórnarformönnum Wamer Bros., sem framleiða myndina, er stefnt að því að tökum ljúki í Lond- on 1. september. Cruise og Kidman gerðu sér greinilega grein fýrir því að tökur kæmu til með að verða tímafrekar þar sem í samningum þeirra er enginn lokadagur nefndur. Harvey Keitel sætti sig hins vegar ekki við þennan hægagang. Eftir að hafa dvalið í London heilan mánuð, og eingöngu farið fram fyrir kvik- myndatökuvélarnar nokkrum sinn- um, sagði hann upp. Leikstjórinn Sidney Pollack hljóp þá í skarðið og tók við hlutverki Keitel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.