Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
I_____________________
MORGUNBLAÐIÐ
ÍP
ÍP
Sersending af BSM-símum
á otruiegu verði!!!
• Fæst í fjölmörgum litum
• Þyngd 21 Og /’pSkfc'
• Símanúmera- í f ipc
birting I cWÖjef
• 70 tíma hleðsla
(200 tíma fáanleg)
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
íp
íí
• Þyngd 169g
• 85 tíma hleðsla (2ja vikna
hleðsla fáanleg)
• 100 númera símaskrá
• Símanúmerabirting
• Möguleiki á fax/modem-
tengingu
• Tekur bæði
stórt og lítið
símakort
ffer
CffO/C£
GSM-aukahlutir:
SUMARTILBOD
BÚMMl
Heimilistæki hf
GSM-hulstur,
bnkveikjarasnöf§É£-
og sumarbolur.
Ómissandi í ferðalagicfc-S
TÆKNI-OC TÖLVUDEILD
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
umboðsmenn um land allt
« I ® «
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
Stórstjörnur
eru kröfuharðar
STÓRSTJÖRNUR Hollywood fá
ekki eingöngu borgaðar svimandi
háar upphæðir fyrir leik sinn, þær
fara einnig fram á að ýmsum skil-
yrðum sé fullnægt ef þær sam-
þykkja að leika í kvikmynd. Tökum
John Travolta sem dæmi. Nýlega
tók Variety saman hvaða kröfur sá
sjarmur gerði þegar hann ætlaði
að leika fyrir Roman Polanski í
„The Double" á síðasta ári. Kröf-
umar sem eru ótrúlegar og sérvitr-
ingslegar voru allar samþykktar en
engu að síður hætti Travolta við
að leika í myndinni á síðustu
stundu.
Travolta átti að fá greiddar 17
milljónir Bandaríkjadala fyrir „The
Double" en það eru hans hefð-
bundnu laun þessa dagana. Auk
þess fór hann fram á að Mandalay
Entertainment, sem ætlaði að fram-
leiða myndina, borgaði laun og
uppihald fjölmargra aðstoðar-
manna. Travolta ferðast ekki einn.
Hann hefur með sér her aðstoðar-
manna, þjálfara, förðunarmeistara,
öryggisvarða, nuddara, áhættuleik-
ara, og bílstjóra. Einnig fylgir Tra-
volta hans einkakokkur en það var
ekki nóg í þetta skipti. Travolta fór
líka fram á að fá að stjóma hverjir
hefðu umsjón með fæðinu fyrir allt
starfsliðið við upptökur.
Travolta neitaði að hanga á töku-
stað meira en 12 tíma á dag, og
aðeins einn eða tvo daga í viku
mátti fara fram á að stjaman skil-
aði af sér löngum samtölum fyrir
framan kvikmyndatökuvélarnar.
Upptökur áttu að fara fram í Par-
ís, og til þess að komast þangað
heimtaði Travolta að Mandaley
leigði einkaþotu hans og borgaði
jafnframt fyrir að hafa hana til
taks allan upptökutímann. Að lok-
um vildi stjarnan að Mandaley flytti
einkahjólhýsi hans til Parísar.
Venjulegar kröfur
Travolta er ekki einn um að gera
slíkar kröfur. Framleiðendur sem
þurfa að semja við stórstjörnur
Hollywood segja að kröfur Travolta
séu nokkuð hefðbundnar. Bmce
Willis, Demi Moore, Arnold
Sehwarzenegger, Julia Roberts,
Jack Nicholson, Melanie Griffith,
Eddie Murphy, Michelle Pfeiffer,
Harrison Ford, Denzel Washington,
Tom Cruise, Mel Gibson, Barbra
Streisand, og fleiri virðast geta far-
ið fram á hvað sem er og fengið
það í gegn í samningum.
Til þess að halda stjörnunum í
góðu skapi verða framleiðslufyrir-
tækin oft að leggja út allt að tvær
milljónir í ýmsan kostnað í viðbót
við launaávísun sem er á bilinu 12
til 20 miiljónir. Sylvester Stallone
og Sharon Stone vilja t.d. ekki ein-
SHARON Stone og fleiri
stjörnur mæta ekki á tökustað
nema fyrsta flokks líkams-
ræktaraðstaða sé á staðnum.
JOHN Travolta er ekki lítil-
látur, ljúfur, kátur þegar
kemur að sérkröfum í samn-
ingum.
göngu að einkaþjálfararnir fylgi
þeim hvert fótmál. Þau fara einnig
fram á að komið sé upp veglegri
líkamsræktaraðstöðu þar sem tökur
fara fram.
í hvað fleira fer kostnaðurinn?
Jim Carrey réði sérstakan kokk
fyrir gæludýrið sitt, litla eðlu, þegar
hann lék í „Ace Ventura 2“ og lét
framleiðandann borga helminginn
af launum og kostnaði. Geena Dav-
is var með fjóra förðunarmeistara
þegar upptökur fyrir „Cuttthroat
Island“ fóru fram á Möltu. Hún var
samt ekki ánægð og lét senda eftir
þeim fimmta frá Los Angeles, og
framleiðslufyrirtækið borgaði að
sjálfsögðu brúsann. Robin Williams
vill alltaf hafa BMW eða aðra glæsi-
bifreið til umráða á tökustað, og
svona mætti lengi telja.
Allar stjörnur hafa þó ekki svona
dýran smekk. Það eina sem Jack
Lemmon fer alltaf fram á er að fá
tvö eintök af New York Times send
á hótelherbergið á tökustað, og
glæný rúmföt á rúmið.
MYMDBOMP
Misheppnuð mynd
Regnboginn
(Rainbow)
Fjölskyldumynd
★
Framleiðandi: Nicholas Clermont
og Robert Sidaway. Leikstjóri: Bob
Hoskins. Handritshöfundur: Ashley
og Robert Sidaway eftir bók þeirr-
ar fyrrnefndu. Kvikmyndataka:
John Palmer. Aðalhiutverk: Bob
Hoskins, Terry Finn, Jakob Tiern-
ey, Saul Rubinek og Dan Akroyd.
90 niín. Bandaríkin. Háskólabíó
1997.
MYNDIN er öllum leyfð. Saga
um hinn tíu ára Mike sem sér regn-
bogann koma við jörðina. Hann
kallar til vini sína og bróður, sem
öll fara upp í
regnbogann og
lenda á hinum
enda hans.
Regnboginn hef-
ur eflaust verið
ágætis bók með
fallegum boð-
skap, en þessi
kvikmynd er
misheppnuð og
klisja í alla staði. Leikstjórnin er
þar fremst í flokki, en hún er ótrú-
lega léleg. Handritið er bæði lang-
dregið og persónurnar óspennandi.
Það hefði þurft að ýkja allar hliðar
þessarar myndar svo hún virki og
ljá henni meiri ævintýrablæ í alla
staði. Hoskins hefur fengið Saul
Rubinek og Dan Akroyd til að fara
með minniháttar hlutverk. Þeir eru
menn sem yfirleitt skila sínu
skammlaust, en það verður ekki
sagt um frammistöðu þeirra hér.
Börnin hefðu líka mátt vera betri
leikarar, því útgeislun þeirra hefði
getað lyft myndinni ögn upp. Mynd-
in er sönnun þess að hinn stórgóði
leikari Bob Hoskins á ekki að fara
út fyrir sitt sérsvið aftur.
Hildur Loftsdóttir.