Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 LISTIR MÖRÓUNBLAÐIÐ Saga Ríkisútvarpsins Fyrstu ein- tökin afhent Morgunblaðið/Þorkell CHRIS Stott skáldar í tré á sýningxi trérennismiða. Skáldað í tré ÚTVARP Reykjavik nefnist bók eft- ir Gunnar Stefánsson þar sem rakin er saga stofnunarinnar í máli og myndum frá upphafi til ársins 1960. Bókin er rituð á vegum Ríkisútvarps- ins en útgefandi er Sögufélag. Ritnefnd skipuðu Andrés Bjöms- son, fyrrverandi útvarpsstjóri, Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri og Jón Þórarinsson tónskáld. Á frétta- mannafundi í gær voru fyrstu eintök- in afhent ritnefndinni og gestum, en þetta er jafnframt fyrra bindi bókar- innar. Heimir Steinsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, stóð fyrir því á upp- hafsárum sínum í stóli útvarpsstjóra að láta rita sögu Ríkisútvarpsins og sagði hann að sér hefði komið á óvart að sagan hefði aldrei verið fest á blöð og einnig að ekki væri neitt bókasafn til í Ríkisútvarpinu. í bókinni er sagt frá aðdraganda og upphafi útvarps á íslandi og hvernig stofnunin festist í sessi. Þá er fjallað um pólitísk átök um út- varpið og hljómsveitarmál og þá er fátt eitt upptalið. / bókinni er hátt á annað hundrað mynda og er blaðsíðufjöldi 420. Prentsmiðjan Oddi sá um vinnslu hennar og Halldór Þorsteinsson hannaði kápu. SÝNING á verkum trérenni- smiða er nefnist Skáldað í tré, stendur nú yfir í húsi Land- græðslusjóðs. Alls eiga 19 rennismiðir rúmlega 200 verk á sýningunni, sem jafnframt er sölusýning og gestur sýningar- innar er Chris Stott frá Eng- landi. Trérennismiðir stofnuðu með sér félag fyrir þremur árum og fyrir tveimur árum var haldin fyrsta handverkssýning- in þar sem eingöngu var notað- ur íslenskur smíðaviður. Þá hvatti félag trérennismiða til stofnunar Viðarmiðlunar Skóg- ræktarinnar í fyrra til að leggja meiri áherslu á þennan þátt skógræktar og skógarnytja. Félagið færði Viðarmiðlun Skógræktarinnar Grenisvepp að gjöf eftir Kristján Heiðberg á sérstakri kynningu á fimmtu- daginn og að loknum kaffiveit- ingum brá Chris Stott sér á rennibekkinn og sýndi gestum VASI úr Hlyn eftir Jírislján Heiðberg. nokkrar aðferðir við renni- smíði. Sýningunni lýkur 29. júní. Morgunblaðið/Þorkell FJÓRIR útvarpssljórar samankomnir með hið nýja rit ásamt höf- undi. Frá vinstri: Andrés Björnsson, Markús Örn Antonsson og Heimir Steinsson, allir fyrrverandi útvarpssljórar, Pétur Guðfinns- son útvarpsstjóri og Gunnar Stefánsson höfundur bókarinnar. Draumurinn um stóra sinfóníuhljómsveit TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Rakhmanínov og Mahler. Einleikari: Richard Simm. Stjómandi: Guðmundur Óli Gunnars- son. Fimmtudagurinn 26. júní, 1997. LÍKLEGA verður seint sett á laggimar 100-120 manna sinfóníu- hljómsveit, því mörgum þykir enn nóg um að hér starfi 60-70 manna sveit. Sú aðferð að slá saman Sinfóníuhljómsveit íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, gefur þeirri hugmynd byr undir báða vængi, að stofna megi til stór- tónleika af og til, með því að kalla til starfa allt verkfært fólk við flutn- ing meiriháttar tónverka. Þetta gerði Paul Zukofsky og meðal ann- ars flutti hann, með sinfóníuhljóm- sveit æskunnar, Titan sinfóníuna, eftir Mahler, sem nú var á efnis- skránni. Tónleikarnir hófust á Píanókon- sert nr. 2, eftir Sergej Rakhman- inov. Konsert þessi er eftirlætisverk margra píanóleikara, leikandi skemmtilega samið fyrir píanóið en bæði formið, úrvinnsla stefja og samspil píanósins og hljómsveitar- innar ákaflega einfalt. Það sem þessi konsert hefur, umfram þann þriðja (1909), sem er meistaraverk, eru syngjandi falleg stefín, sem all- ir kunna. Stefræn úrvinnsla er ekki margbrotin og píanóið er oft undir- leikari hljómsveitarinnar, eins og t.d. í kynningu upphafsstefsins í 1. þætti. Þar af leiðir að útfærslan fyrir píanóið er að miklu leyti brotn- ir hljómar og reyndar er sú vinnuað- ferð nær allsráðandi, t.d. fyrir „vinstri höndina". Á móti brotnum hljómum koma hamrandi hljóm- klasar en þrátt fyrir tónefnislega einhæfni er konsertinn glæsilegur í hljóman. Richard Simm lék verkið mjög vel og af öryggi, nokkuð blátt áfram, sérlega í fyrsta þættinum. Hægi þátturinn var fallega leikinn og í candesunum sýndi Simm, að hann er leikinn píanisti. Þrátt fyrir ágætan leik vantaði þó á köflum reisnina og kraftinn, til að halda í við hljómsveitina, sérstaklega „martellato" kraftinn í „maestoso“ niðurlagi konsertsins. Þama hefði mátt stilla betur saman hljómsveit og einleikara, því í raun er það samspil hljómaskrautsins í píanóinu og laglínunnar í strengjunum, sem skiptir máli en blásturshljóðfærin mynda aðeins hinn hljómræna bak- grunn. Titan sinfónían eftir Gustav Mahler, sú nr. 1 , dregur undirtitil sinn af nafni á skáldsögu eftir Jean Paul Richter. Titan er dregið af nafni á grísku risunum, sem nefnd- ir voru Titanar og voru afkvæmi Úranusar og Gaju (jarðarinnar) Seifur, hálfbróðir þeirra sigraði Tit- ana í orrustu og voru þeir fjötraðir og keyrðir niður í Tartaros, ógnar- djúp jarðarinnar og eins og Stein- grímur Thorsteinsson þýðir söguna „liggja þeir þar umkringdir eir- veggjum og þreföldu náttmyrkri". Titan sinfónían fjallar ekki um þetta efni, en á þó nokkra samsvörun, því margt í verki Mahlers er í raun hugleiðing um tilveruna og dauð- ann. Sagan af Titönum er og túlkuð sem barátta hinna ótömdu náttúru- afla, sem Seifur hemur. í verki Mahlers blandast saman barnaleg gamansemi, fallegur leikur og smá- legur ótti, sem síðar átti eftir að plaga tónskáldið. Titan nafnið er því aðeins notað vegna stærðar verksins. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði af öryggi og mótaði t.d. þriðja kaflann mjög fallega. í heild gætti hann þess að ofgera aldrei í hraða og hélt vel utan um verkið. Guðmundur hefur á undanförnum árum sótt sér reynslu og unnið vel, bæði fyrir norðan og með ýmsum hópum sunnan heiða og er þessi vinna að skila sér, svo að það fer að hylla undir, að við íslendingar eignumst alvöru hljómsveitarstjóra. Tónleikamir marka tímamót, er fá menn til að horfa til framtíðar, bæði varðandi hljómsveitarstjórann Guðmund Óla Gunnarsson og að stofnað verði til flutnings stórverka, með fullskipaðri stórri sinfóníu- hljómsveit af og til. Jón Ásgeirsson. Stykkishólmskirkja. Tónleikar feðgina SUMARTÓNLEIKAR í Stykk- ishólmskirkju á morgun, laug- ardag, eru þeir fjórðu í tón- leikaröðinni. Jósep Blöndal, yf- irlæknir við st. Franciskus- sjúkrahúsið í Stykkishólmi hef- ur veg og vanda af þessum tónleikum, en þeir eru haldnir í tilefni af fímmtíu ára afmæli hans. Með honum leika þijú af börnum hans, þ.e. Björn, kontrabassaleikari, Smári, trommuleikari og Sigurbjörg María, píanóleikari. Sjálfur leikur Jósep á píanó. Auk þess taka þátt í tónleikunum Daði Þór Einarsson, skólastjóri Tón- listarskóla Stykkishólms er leikur á trompet og básúnu, sonur hans, Kristjón, leikur á trompet, Jón Svanur Pétursson leikur á víbrafón og Hólmgeir Sturla Þórsteinsson leikur á píanó. Efnisskráin verður blönduð klassískri og léttri tónlist. Aðgangur er ókeypis en fólki er gefinn kostur á að styrkja hljóðfærakaupasjóð Tónlistar- skóla Stykkishólms. Gítarleikur í Húsafells- kirkju GÍTARLEIKARINN Símon H. Ivarsson heldur tónleika á morgun, laugardag, kl. 17, í Húsafells- kirkju. Á tón- leikunum leik- ur Símon flamenco- tónlist og mun hann kynna einkenni lag- anna fyrir áheyrendum. Flamenco- lögin sem Símon leikur eru m.a. hinn til- þrifaríki Bulerias, hið austræna Fandango, tregablandið Sole- ares og Colombian, ríkulega litað af suður-amerískum áhrifum, segir í kynningu. Sýningarlok hjá Jóni Inga í Eden JÓN Ingi Sigurmundsson opn- aði málverkasýningu í Eden, Hveragerði, 16. júní sl. Sýning- unni lýkur sunnudaginn 29. júní. Sigrid Valtingojer sýnirí Japan SIGRID Valtingojer, grafík- listakona, opnar einkasýningu 1. júlí nk. í boði í Gallerís Heian í Kyoto, Japan, en galleríið sér- hæfír sig í sýningum á grafík. Sigrid mun sýna 22 verk frá sl. 10 árum; nýjustu tréristurn- ar úr röðinni „Mantra“ og myndir (ætingar) úr röðinni „Landslag". Sum þessara verka hafa þegar hlotið verðlaun á grafíkbiennölum í Japan, segir í kynningu. Gallerí Heian er staðsett í hjarta borgarinnar. Símon H. ívarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.