Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGOLFUR
HELGASON
inni sinni og málið var afgreitt því
hann var með þetta allt á hreinu
hjá sér eins og allt annað.
Ég kveð þig að sinni, elsku Ingi
minn, við hittumst síðar.
GUÐMUNDUR J.
GUÐMUNDSSON
+ Ingólfur Helga-
son var fæddur
á Kverngrjóti í
Saurbæ í Dalasýslu
17. janúar 1913.
Hann lést á sjúkra-
húsi Akraness 18.
júní siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Ingi-
björg Friðriksdótt-
ir og Helgi Helga-
son sem bjuggu á
Kverngijóti. Systk-
ini Ingólfs eru Sig-
rún, f. 1898, látin,
Ólafur, f. 1903,
dvelur á Sólvangi í Hafnar-
firði, Karl, f. 1904, látinn,
Björn, f. 1910, látinn, Helgi, f.
1914, búsettur á Blönduósi, og
hálfsystir Ingólfs er Margrét,
f. 1915, búsett á Selfossi.
Hinn 17. júní 1939 kvæntist
Ingólfur Ólafíu Elísabetu Guð-
jónsdóttur. Ólafía var dóttir
hjónanna Margrétar Jóhönnu
Gísladóttur og Guðjóns Magn-
úsar Ólafssonar sem bjuggu á
Þórstöðum í Bitru í Stranda-
sýslu. Við giftingu tóku þau
við búi í Gautsdal. Árið 1940
taka þau Hjört Ágúst Magnús-
son, f. 4. ágúst 1939, í fóstur
og ólu hann upp eins og sinn
eigin son. Hjörtur er trésmiður
og kennari í Reykjavík, kvænt-
Það er undarleg tilhugsun að
vita til þess að ég fái ekki að sjá
elskulegan tengdaföður minn aftur.
Samt er ég í hjarta mínu glöð yfír
því að hann þurfti ekki að beijast
við veikindin lengur. Núna eru þau
Ingi og Lóa glöð og ánægð yfir því
að hafa náð saman aftur. Það er
ekki nema eitt og hálft ár síðan
tengdamóðir mín dó, svo að það
var ekki langt á milli þeirra. Sökn-
uður Inga var mikill þegar Lóa dó,
þó að hún hafí verið búin að vera
lengi á sjúkrahúsinu gat hann allt-
af farið til hennar í heimsókn. Þau
voru yndisleg bæði tvö. Aldrei man
ég eftir ósamlyndi þeirra á milli í
þau ár sem ég hef tilheyrt þessari
fjölskyldu og kom ég inn í hana
árið 1963.. Alltaf eru mér minnis-
stæðar þær vikur sem ég var hjá
þeim uppi á Akranesi með Ingu
mína litla og Hjörtur minn var úti
á landi að vinna. Það var gaman
þegar Ingi kom heim á föstudögum,
ur Jónu Margréti
Sigurðardóttur og
eiga þau tvö börn,
Ingu Kolbrúnu og
Sigurð Ágúst. Síð-
an eignast þau tvo
syni. Þeir eru: 1)
Helgi, f. 30. októ-
ber 1941, rafvirki,
kvæntur Sigríði
Gróu Kristjánsdótt-
ur og eiga þau þrjú
börn; Kristján, Ól-
afíu Margréti og
Ingólf. Helgi og
Sigríður búa á
Akranesi. 2) Maggi
Guðjón, f. 30. maí 1949, tré-
smiður, kvæntur Sigrúnu Val-
garðsdóttur og eiga þau tvo
syni, Björn Val og Arnþór Snæ.
Þau búa einnig á Akranesi.
Barnabarnabörnin eru orðin
sex. Árið 1959 flytja Ólafía og
Ingólfur til Ákraness og
bjuggu þar eftir það, fyrst á
Heiðarbraut 35, síðan á
Brekkubraut 17 sem þau
byggðu sjálf og bjuggu þar í
tuttugu og átta ár. Þá fluttu
þau á Höfðagrund 16 og
bjuggu þar í rúm tvö ár en
fluttu síðla árs 1990 inn á dval-
arheimilið Höfða.
Utför Ingólfs Helgasonar fer
fram frá Akraneskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
alltaf með nammi í poka, bara fyr-
ir mig. Ég var eins og krakki sem
beið eftir föstudögum að fá nammi
í poka.
Tengdafaðir minn vann í bygg-
ingarvöruverslun á þessum tíma.
Alltaf var verið að kvabba í honum
um helgar að fara niður í verslun,
það vantaði hitt og þetta. Alltaf
sagði Ingi já, sama hvort var á
laugardegi eða sunnudegi. Af-
greiðslutími verslana hefur breyst
mikið síðan þá. Ingi var mikið fyr-
ir söng og einnig Lóa, enda fannst
þeim gaman að vera í góðra vina
hópi og voru vinirnar margir og á
öllum aldri.
Ingi spilaði mikið á orgel þegar
hann bjó fyrir vestan og einnig við
kirkjuathafnir í Garpsdalskirkju.
Dagbók hélt hann í mörg ár um
veður, heimsóknir og ýmsa at-
burði. Þegar menn voru að velta
fyrir sér hvenær þetta eða hitt
hefði gerst fletti Ingi upp í dagbók-
BJARNHEIÐUR
JÓHANNSDÓTTIR
Bjarnheiður
Jóhannsdóttir
var fædd í Reykja-
vík 30. júlí 1901.
Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
4. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Tómas-
dóttir, f. 20. apríl
1866, d. 11. janúar
1943, frá Seli í
Grímsnesi í Árnes-
sýslu, og Jóhann
Björnsson, f. 1.
mars 1865, d. 14.
janúar 1939, frá
Hjallanesi í Landsveit í
Rangárvallasýslu. Systkini
Bjarnheiðar voru: Oddfríður,
Ragna, Guðrún, Tómas, Guð-
jón og Bjarni sem einn er á
lífi. Aður eignaðist Helga
dóttur, Guðbjörgu Alexand-
ersdóttur.
Útför Bjarnheiðar var gerð
frá Fossvogskirkju 13. júní.
Jarðsett var í Gufuneskirkju-
garði.
Nú blundar fold í blíðri ró,
á brott er dagsins stríð,
og líður yfir land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
(Jón Helgason)
Frænka mín, Bjarn-
heiður Jóhannsdóttir,
hefur lokið sínum jarð-
vistardögum. Hún ólst
upp í Reykjavík hjá
foreldrum sínum í stór-
um systkinahópi. Ung
að árum réðst hún til
hjónanna í Háteigi,
Ragnhildar Pétursdótt-
ur húsmæðrakennara
og Halldórs Þorsteinssonar skip-
stjóra. Þar dvaldi hún í 18 ár, sem
hún jafnan minntist með gleði. Þá
vann hún í Alþýðubrauðgerðinni.
En lengst vann hún sem forstöðu-
kona (eða verslunarstjóri) í mjólkur-
búð í húsi Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, eða þar til hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Hún Heiða frænka, eins og hún
var oftast kölluð, var einstök kona.
Það geislaði frá henni góðmennskan
og allra götu vildi hún greiða. Hún
giftist ekki og eignaðist ekki börn,
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu
að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Jóna Margrét.
Elsku afi.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Okkur systkinin langar með
nokkrum orðum að kveðja elsku
afa okkar. Ekki er nema rúmlega
eitt og hálft ár síðan Lóa amma
lést. Þau hefðu átt 58 ára brúð-
kaupsafmæli hinn 17. júní síðastlið-
inn ef bæði hefðu lifað.
Margs er að minnast og margs
er að sakna þegar hugurinn leitar
til baka.
Knattspyrnuvöllurinn og ÍA voru
afa mikils virði og eyddi hann þar
löngum stundum. Þegar við
systkinin komum upp á Akranes
fengum við stundum að fara á völl-
inn með afa og fylgjast með æf-
ingaleikjum. Ef viðraði ekki nógu
vel, sátum við bara með teppi yfir
okkur þar til veðrinu slotaði. Ekki
fannst okkur það minna gaman.
Þegar afi flutti svo inn á Dvalar-
heimilið Höfða sá hann kostinn við
það að geta horft út á völlinn út
um gluggann hjá sér.
Afi var góður maður og mjög
réttlátur og þó að hann segði það
ekki beint með orðum, þá fann
maður væntumþykjuna og að hann
var stoltur af okkur og fylgdist
með hvernig okkur gekk í leik og
starfi. Tara Margrét langafabarn
var líka mjög hænd að honum og
saknar hans mikið.
Elsku pabbi, Helgi, Maggi Guð-
jón og fjölskyldur, megi Guð
styrkja ykkur í sorginni.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá hug þinn og þú munt
sjá að það sem veldur sorg þinni
var gleði þín. (Kahlil Gibran)“
Blessuð sé minning afa.
Inga Kolbrún og
Sigurður Ágúst Hjartarbörn.
en hún var einstaklega barngóð. Ég
er bróðurdóttir hennar og átti heima
í sveit. Ég minnist jólapakkanna frá
Heiðu frænku. Þeir geymdu margt
fallegt sem heillaði sveitastelpuna.
Ég man ekki afa minn, en Helgu
ömmu man ég sem fallega eldri
konu. Gaman var að koma í heim-
sókn til þeirra. Var þá gjarnan hitað
súkkulaði, því eins var tekið á móti
stelpunni og fínum frúm.
Heiða var félagskona í Kvenfélagi
Hvítabandsins og hefur örugglega
verið dugmikill liðsmaður þar sem
annars staðar. Hún bjó lengi á
Bræðraborgartíg 55 ásamt foreldr-
um sínum, en síðar keypti hún sér
íbúð í Stangarholti 14, þar sem hún
bjó sér einstaklega fagurt heimili.
Hún var mjög starfsöm kona. Mér
fannst hún alltaf vera að sauma eða
pijóna eitthvað fallegt.
Heilsu hennar tók að hnigna og
dvaldi hún síðustu árin á Sólvangi
í Hafnarfírði. Vil ég þakka starfs-
fólki þar fyrir góða umönnun og
hlýtt viðmót henni til handa. Sér-
stakar þakkir til frænku minnar,
Helgu Ragnarsdóttur, sem lengi var
sem hennar hægri hönd.
Allt er svo kyrrt, svo undurrótt
um alheims víðan hring.
Ver og i bijósti, hjarta hljótt,
og himni kvöldljóð syng.
(Jón Helgason)
Hvíl þú í friði, kæra frænka.
Guðríður Bjarnadóttir.
+ Guðmundur J.
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
22. janúar 1927.
Hann lést í Banda-
ríkjunum 12. júní
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 23.
júní.
Fréttin um að vinur
minn Guðmundur J.
Guðmundsson væri
látinn kom mér mjög
svo á óvart. Tveimur
dögum fyrir brottför
þeirra Guðmundar og Elínar til
Bandaríkjanna voru þau stödd á
læknastofu minni sem svo oft
áður. Guðmundur var þá hinn
hressasti og lék á als oddi og
hlakkaði mikið til þessarar hinstu
ferðar sinnar. Nú voru kaflaskipti
í lífi þessa mikilhæfa verkalýðsfor-
ingja, hættur störfum og framund-
an blasti við friðsælt ævikvöld.
Ládeyða var ekki Guðmundi að
skapi í daglegu lífi. Oft er það
þannig í lífinu að menn, sem stað-
ið hafa í eldlínunni, verða ekki
langlífir eftir að lífsmunstrið
breytist. Ekki veit ég um neinar
haldgóðar læknisfræðilegar skýr-
ingar á þessu.
Kynni okkar Guðmundar, Elínar
og barna þeirra hafa staðið í rúm
þijátíu ár. Ávallt leituðu þau til
mín með sín læknisfræðilegu
vandamál sem og önnur. Einnig
gat ég leitað til þeirra hjóna sem
veittu mér alltaf allan sinn stuðning
og vináttu sem hefur verið ómetan-
leg gegnum árin.
Guðmundur var barn síns tíma,
réttur maður á réttum tíma. Hann
var ekki stjórnmálamaður í orðsins
fyllstu merkingu en aftur á móti
mikill diplomat í öllum samskiptum
og hugsjónamaður. Það má segja
að Gumundur hafi fórnað sér ætíð
og alfarið fyrir „litla manninn" og
barist fyrir því að rétta hans hlut-
skipti í þjóðlífinu.
Seinustu árin átti Guðmundur
við nokkra vanheilsu að stríða, sem
ekki virtist þó alvarlegs eðlis. Svo
kom fréttin, að Guðmundur væri
allur. Marga góða vini hef ég átt
um ævina, en nú er einn af mínum
bestu vinum horfínn. Marga hildi
háði vinur minn öll þau ár, sem
hann starfaði og ávallt verið sigur-
vegari. Seinustu orrustunni tapaði
hann, en að fá að deyja standandi
og gangandi í átt til síns sólseturs
er hreinn lúxus, þótt ótímabær sé.
Elin mín og fjölskylda. Þið stóð-
uð alltaf við hlið hans og studduð
og áttuð hlutdeild í hans sigrum.
Ég vildi hafa sagt svo miklu meira
um þennan fallna foringja. Sem
betur fer heldur lífið áfram, þótt
sorgin sé sár. Störf Guðmundar
Jaka munu halda minningu hans á
lofti um ókomna tíð.
Haukur Jónasson.
Kveðja að vestan
Kæri félagi og vinur! Ekki reikn-
uðum við með því að kveðjustund
væri svona skammt undan, þegar
við áttum saman löng símtöl í síð-
asta mánuði og fram til þess að
þú lagðir upp í þitt langþráða sum-
arfrí. Þar hvattir þú okkur Vest-
firðinga til dáða og gafst okkur
góð ráð úr þínum mikla reynslu-
brunni um kjaramál og starfsemi
verkalýðshreyfingar. Þar voru
ekki margir sem þú, er gátu og
kunnu að miðla af reynslu, með
fram-setningu sem auðvelt var að
skilja svo sá sem hlustaði fann
fljótt að þar fór ekki bara maður
sem var launaður starfsmaður
verkalýðs-félags, heldur maður
sem af ást-ríðu fyrir velferð ann-
arra lagði nótt við dag þegar því
var að skipt.a til að ná fram réttlát-
um breytingum í þjóðfélaginu, til
að jafna og bæta laun og lífskjör
fólks, með það að
leiðarljósi að öll störf
væru .þýðingarmikil
fyrir þjóðfélagið og
lífsafkomumöguleikar
fólks ættu því að
byggjast á sem mest-
um jöfnuði.
Oft er rætt um þig
sem hinn harða bar-
áttujaxl með hnefann
á lofti, en við sem
þekktum þig vitum að
þér lét miklu betur að
ná fram áföngum í
kjaramálum með fyrir-
tölum í viðræðum við
atvinnurekendur og stjórnvöld þar
sem rök og réttlætishugmyndir
voru aðalvopnin. Fáum lét betur
að nýta sér rökræðuna studda sög-
um úr lífi þjóðar og verkalýðshreyf-
ingar, og fá þannig málum þokað
fram á við. Hitt mátti jafnframt
öllum vera ljóst, að ef hin mildari
leið ekki dugði, þá vissir þú af
langri reynslu að grípa varð til
hörku til að vernda lífsbjörgina.
Við sjáum nú á eftir þér sem hollum
ráðgjafa í hinu þýðingarmikla starfí
næstu ára að leiðrétta það mis-
gengi á lífskjörum sem átt hefur
sér stað að undanförnu.
Við vorum í okkar samstarfi í
flestum málum sammála. Réttara
væri að segja, að þínar skoðanir
almennt á eðli verkalýðsbaráttunn-
ar hafi ég átt auðvelt með að sam-
þykkja og ég get fullvissað þig um
að sem betur fer er líkt á komið
með meirihluta láglaunafólks í
landinu.
Við tilheyrðum „svörtu klíkunni“
innan verkalýðshreyfingarinnar,
sem vildi fara aðrar leiðir í kjara-
málunum 1989. I kjölfarið tókst
síðan hin fræga „þjóðarsátt". Við
vorum hjartanlega sammála um að
rétt væri að breyta aðferðum í
kaupgjaldsmálum um sinn og þú
varst örðum fremur lykilmaðurinn
í því hvað vel tókst til. Við vorum
lika jafnsammála um, að af-
rakstrinum ætti að skipta jafnar
milli þegnanna en raun hefur orðið
á og þess vegna studdir þú okkur
Vestfirðinga svo dyggilega í okkar
sjö vikna verkfalli. Þú bentir mér
réttilega á, að við værum ekki að-
eins að beijast fyrir fáeinum krón-
um í launaumslagið, heldur fyrir
grundvallarþáttum verkalýðsfé-
laga, sjálfum samningsréttinum.
Þar fannst þér mælirinn fullur og
tókst á hendur sjálfboðastörf við
að fá félaga okkar úr verkalýðsfé-
lögum víða um landið til að standa
við bakið á okkur Vestfirðingum
með stuðningsyfirlýsingum og fjár-
framlögum. Ég veit að þín orð
höfðu víða úrslitaáhrif í þeim efn-
um.
Þú sagðist nokkrum sinnum í
símtölum okkar sakna þess að hafa
ekki lengur völd eða áhrif í verka-
lýðshreyfingunni. Þarna er ég aldr-
ei þessu vant ósammála þér. Áhrif
þín á störf í verkalýðsfélögunum
verða um ókomna framtíð sá
sprengikraftur sem mun leiða til
þess að réttlætinu í launamálum
munu verkalýðsfélögin ná fram
innan tíðar.
Kæri vinur. Þín er nú sárt sakn-
að af fjölskyldu, vinum og vanda-
mönnum. Þín fjölskylda var alltaf
stór og fór jafnvel stækkandi.
Henni tilheyrðu allir þeir fjölmörgu
sem þú hafðir afskipti af, alltaf til
hjálpar og aðstoðar. Oft leitaði fólk
til þín um aðstoð og til að fá góð
ráð í vanda. Hitt var líka jafn oft
að þú áttir frumkvæðið, það var
eins og þú hefðir þá alltof sjald-
gæfu tilfinningu að vita hvar að-
stoðar var þörf.
Vertu sæll, vinur og félagi. Von-
andi getum við látið verða af ætlun
okkar þó það verði á öðru tilveru-
stigi, að gæða okkur á „horfnum
sjónarmiðum" eins og forðum á
Lækjarbrekku.
Pétur Sigurðsson, Isafirði.