Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKÓLABÍÓ
Sl'MI 552 2140
Háskólabíó Gott 'bíó
FRUMSÝNING: ÓVÆTTURINN
TOM SIZEMORE
PENELOPE ANN MILLER
FRÁ FRAMLEIÐANDA TtRMINATOR OG AUENS
I O DONNEL
Myndin er byggö á sönnum atburöum í lífi rithöfundarins Ernest Hemingway
sem leiddi til þess aö hann skrifaði hina frægu skáldsögu Vopnin kvödd.
Leikstjórn: Richard Attenborough
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.10.
Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B. i. 12 ára.
The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens
meö Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í
aðalhlutverkum og framleiðandi er Gale
Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiðslu
„science fiction" mynda á borð við Terminator
2, Aliens og the Abyss. The Relic er mögnuð
spennumynd sem þú verður að sjá.
Sýnd kl. 4.B0, 6.45, 9 og 11.15. Bönnuð innan ? ára.
★ ★★ mCDV ★★★ ÓHT Rás2
W™ llfl jl
ENlliÁf ER HLÍITI!
Háðung
Ridicule
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
UNDIRD/UP^LA NDS
Dragðu-anda.nn djúpt
Emrein perla í
’ festi íslenskrar
náttúru.
ifö,- Þingvallavatn,
. Geysir Gullfoss
P og Myvatn.
Náttura
islands frá
alveg nýju
sjónarhorni
■/Wi
Sýnd kl. 5.30. Enskt tal, ótextað.
ÁTT PÚ EFTIR
AÐ SJA KOLYA
Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar
Styrktarklúbbur
í Eyjum
STOFNAÐUR hefur verið styrkt-
arklúbbur fyrir knattspyrnuna í
Vestmannaeyjum. Fyrirkomulagið
er á þann veg að stuðningsmenn fá
gull-, silfur- eða bronsskírteini eftir
því hversu vel þeir styðja liðið.
Ýmis fríðindi fylgja aðild að
klúbbnum. Efnt var til happdrættis
meðal klúbbfélaga og upp kom nafn
Hallgríms Tryggvasonar, sem hafði
gengið í hann nokkrum mínútum
áður. Hann hlaut hljómtækjasam-
stæðu af Akai-gerð frá versluninni
Brimnesi í Vestmannaeyjum. Af-
hending fór fram í hálfleik á leik
ÍBV og KR.
Morgunblaðið/Sigfús
HALLGRÍMUR Tryggvason vinningshafi tekur við samstæðunni frá Svavari Sigurmundssyni, Brim-
nesi, og Jóhannesi Olafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV.
Kynþokka-
fullur
leikari
► ER Brad Pitt kynþokkafyllsti
maður í heimi? Það er mat blaðs-
ins Elle. Brad segir í viðtali við
blaðið að hann vildi frek-
ar vera virtur fyrir leik
en dáður fyrir útlit-
ið. Hins vegar
neitar hann því
ekki að útlit-
ið hafi
hjálpað
honum á
frama-
braut-
inni.
Afleit auglýsing
TONLIST
Geisladiskur
„TJÚTT“
„Tjútt“, geisladiskur hljómsveitar-
innar Skitamórals. Skitamóral skipa
Gunnar Olason gítarleikari og söngv-
ari, Herbert Viðarsson bassaleikari,
Amgrímur F. Haraldsson gitarleik-
ari, Jóhann Bachmann trommuleik-
ari og Karl Þ. Þorvaldsson hljóm-
borðsleikari. Hljómsveitin gefur sjálf
út, Spor dreifir. 33,59 min.
HIN séríslenska „stuðhljómsveit“
er sérkenniiegt fyrirbæri. Hvert sum-
ar fer um landið grúi sveita sem
hamast við að vera í sem mestu
„stuði“ með tilheyrandi hamagangi
og látum og ef annað bregst, til að
mynda lagasmíðar, frumleiki eða
hæfileikar í hljóðfæraslætti eða söng,
má alltaf reyna að ganga feti fram-
ar; vekja athygli fyrir dónaskap eða
fyllerí eða almennt klúður. Ekki er
ástæða til að amast við menningar-
fyrirbrigði sem þessu, gerir kannski
ekki svo mikið til þegar menn eru
augafullir á sveitaballi, en verra þeg-
ar hljómsveitirnar taka að gefa út
líkt og Skítamórall leggur á lands-
menn með breiðskífu sinni „Tjútti".
Plötur eins og „Tjútt“ eru yfirleitt
gefnar út sem einskonar auglýsing
fyrir sumarið, til að vekja athygli á
að miklir stuðboltar séu á leið um
landið. Ekki er gott að segja fyrir
um hvemig vertíðin á eftir að reyn-
ast Skítamóral, spyijum að leikslok-
um, en vafaatriði að plata sem gerð
er af öðru eins metnaðarleysi og
„Tjútt“ eigi eftir að íjölga ballgestum.
Upphafslag plötunnar, titillag
hennar, er barnalega dónalegt og
svo heldur fram, niðursuðu-hana-
stélspopp næst á dagskrá, þá mærð-
arballaða, síðan kemur „alvarlega
lagið", þá stuðlagið og loks rennur
platan út í sandinn, því síðustu 16
mínúturnar eru ekki nema uppfyll-
ing, þar á meðal ömurleg endurgerð
á „Sælunni" og sérkennilegur graut-
ur sem kallast Meira fjör, meira fjör.
Sá, og reyndar lokaiagið, er tekinn
upp á Gauki á Stöng og betur hefði
tækið bilað eða bandið slitnað.
Textar á plötunni eru merkilega
lélegir og á köflum svo kauðslegir
að varða ætti við lög: „ég bíð spennt-
ur eftir næsta dag (svo) / því ég
fíla að spila þetta lag“ I einu lagi
plötunnar, í lausu lofti, má heyra
að Skítamóralsmenn hafa einhvern
metnað, og reyndar er hljóðfæraleik-
ur viða vel af hendi leystur, sérstak-
lega stendur hrynparið sig vel.
„Tjútt“ er þó afleit auglýsing fyrir
hljómsveitina Skítamóral og þegar
við bætist ljótt umslag og illa unnið
eru frekar líkur á héraðsbresti en
-bót þegar Skítamórall heldur inn-
reið sína.
Árni Matthíasson
Stallone gagnrýndur
SYLVESTER Stallone er ekki sá
vinsælasti þessa dagana meðal íbúa
í Miami. Fyrir nokkru bað hann
yfirvöld í borginni að girða af
gönguleiðir í grennd við villu sína
og bar við öryggisástæðum. Leikar-
inn er ekki einn um þessa ósk og
er studdur af sumum nágrönnum
sínum.
En Stallone lét hliðið ekki duga
og kom fyrir baujum í sjónum í
kringum hús sitt. Á þær var letrað
„Aðgangur bannaður" og segir
Stallone þá ástæðu fyrir athæfinu
að almenningur hafi siglt inn í
einkaflóa hans. Lögreglan andmælti
þessum gjörðum leikarans og sagði
hann ekkert leyfí hafa til þess að
setja baujurnar upp. Leikarinn féllst
á endanum á að færa baujurnar nær
ströndinni og breyta áletruninni á
þeim í viðvörun um grynningar.