Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLABÍÓ Sl'MI 552 2140 Háskólabíó Gott 'bíó FRUMSÝNING: ÓVÆTTURINN TOM SIZEMORE PENELOPE ANN MILLER FRÁ FRAMLEIÐANDA TtRMINATOR OG AUENS I O DONNEL Myndin er byggö á sönnum atburöum í lífi rithöfundarins Ernest Hemingway sem leiddi til þess aö hann skrifaði hina frægu skáldsögu Vopnin kvödd. Leikstjórn: Richard Attenborough Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.10. Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.15. B. i. 12 ára. The Relic er vísindaskáldsaga í anda Aliens meö Tom Sizemore og Penelope Ann Miller í aðalhlutverkum og framleiðandi er Gale Anne Hurd sem er fræg fyrir framleiðslu „science fiction" mynda á borð við Terminator 2, Aliens og the Abyss. The Relic er mögnuð spennumynd sem þú verður að sjá. Sýnd kl. 4.B0, 6.45, 9 og 11.15. Bönnuð innan ? ára. ★ ★★ mCDV ★★★ ÓHT Rás2 W™ llfl jl ENlliÁf ER HLÍITI! Háðung Ridicule Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. UNDIRD/UP^LA NDS Dragðu-anda.nn djúpt Emrein perla í ’ festi íslenskrar náttúru. ifö,- Þingvallavatn, . Geysir Gullfoss P og Myvatn. Náttura islands frá alveg nýju sjónarhorni ■/Wi Sýnd kl. 5.30. Enskt tal, ótextað. ÁTT PÚ EFTIR AÐ SJA KOLYA Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðustu sýningar Styrktarklúbbur í Eyjum STOFNAÐUR hefur verið styrkt- arklúbbur fyrir knattspyrnuna í Vestmannaeyjum. Fyrirkomulagið er á þann veg að stuðningsmenn fá gull-, silfur- eða bronsskírteini eftir því hversu vel þeir styðja liðið. Ýmis fríðindi fylgja aðild að klúbbnum. Efnt var til happdrættis meðal klúbbfélaga og upp kom nafn Hallgríms Tryggvasonar, sem hafði gengið í hann nokkrum mínútum áður. Hann hlaut hljómtækjasam- stæðu af Akai-gerð frá versluninni Brimnesi í Vestmannaeyjum. Af- hending fór fram í hálfleik á leik ÍBV og KR. Morgunblaðið/Sigfús HALLGRÍMUR Tryggvason vinningshafi tekur við samstæðunni frá Svavari Sigurmundssyni, Brim- nesi, og Jóhannesi Olafssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍBV. Kynþokka- fullur leikari ► ER Brad Pitt kynþokkafyllsti maður í heimi? Það er mat blaðs- ins Elle. Brad segir í viðtali við blaðið að hann vildi frek- ar vera virtur fyrir leik en dáður fyrir útlit- ið. Hins vegar neitar hann því ekki að útlit- ið hafi hjálpað honum á frama- braut- inni. Afleit auglýsing TONLIST Geisladiskur „TJÚTT“ „Tjútt“, geisladiskur hljómsveitar- innar Skitamórals. Skitamóral skipa Gunnar Olason gítarleikari og söngv- ari, Herbert Viðarsson bassaleikari, Amgrímur F. Haraldsson gitarleik- ari, Jóhann Bachmann trommuleik- ari og Karl Þ. Þorvaldsson hljóm- borðsleikari. Hljómsveitin gefur sjálf út, Spor dreifir. 33,59 min. HIN séríslenska „stuðhljómsveit“ er sérkenniiegt fyrirbæri. Hvert sum- ar fer um landið grúi sveita sem hamast við að vera í sem mestu „stuði“ með tilheyrandi hamagangi og látum og ef annað bregst, til að mynda lagasmíðar, frumleiki eða hæfileikar í hljóðfæraslætti eða söng, má alltaf reyna að ganga feti fram- ar; vekja athygli fyrir dónaskap eða fyllerí eða almennt klúður. Ekki er ástæða til að amast við menningar- fyrirbrigði sem þessu, gerir kannski ekki svo mikið til þegar menn eru augafullir á sveitaballi, en verra þeg- ar hljómsveitirnar taka að gefa út líkt og Skítamórall leggur á lands- menn með breiðskífu sinni „Tjútti". Plötur eins og „Tjútt“ eru yfirleitt gefnar út sem einskonar auglýsing fyrir sumarið, til að vekja athygli á að miklir stuðboltar séu á leið um landið. Ekki er gott að segja fyrir um hvemig vertíðin á eftir að reyn- ast Skítamóral, spyijum að leikslok- um, en vafaatriði að plata sem gerð er af öðru eins metnaðarleysi og „Tjútt“ eigi eftir að íjölga ballgestum. Upphafslag plötunnar, titillag hennar, er barnalega dónalegt og svo heldur fram, niðursuðu-hana- stélspopp næst á dagskrá, þá mærð- arballaða, síðan kemur „alvarlega lagið", þá stuðlagið og loks rennur platan út í sandinn, því síðustu 16 mínúturnar eru ekki nema uppfyll- ing, þar á meðal ömurleg endurgerð á „Sælunni" og sérkennilegur graut- ur sem kallast Meira fjör, meira fjör. Sá, og reyndar lokaiagið, er tekinn upp á Gauki á Stöng og betur hefði tækið bilað eða bandið slitnað. Textar á plötunni eru merkilega lélegir og á köflum svo kauðslegir að varða ætti við lög: „ég bíð spennt- ur eftir næsta dag (svo) / því ég fíla að spila þetta lag“ I einu lagi plötunnar, í lausu lofti, má heyra að Skítamóralsmenn hafa einhvern metnað, og reyndar er hljóðfæraleik- ur viða vel af hendi leystur, sérstak- lega stendur hrynparið sig vel. „Tjútt“ er þó afleit auglýsing fyrir hljómsveitina Skítamóral og þegar við bætist ljótt umslag og illa unnið eru frekar líkur á héraðsbresti en -bót þegar Skítamórall heldur inn- reið sína. Árni Matthíasson Stallone gagnrýndur SYLVESTER Stallone er ekki sá vinsælasti þessa dagana meðal íbúa í Miami. Fyrir nokkru bað hann yfirvöld í borginni að girða af gönguleiðir í grennd við villu sína og bar við öryggisástæðum. Leikar- inn er ekki einn um þessa ósk og er studdur af sumum nágrönnum sínum. En Stallone lét hliðið ekki duga og kom fyrir baujum í sjónum í kringum hús sitt. Á þær var letrað „Aðgangur bannaður" og segir Stallone þá ástæðu fyrir athæfinu að almenningur hafi siglt inn í einkaflóa hans. Lögreglan andmælti þessum gjörðum leikarans og sagði hann ekkert leyfí hafa til þess að setja baujurnar upp. Leikarinn féllst á endanum á að færa baujurnar nær ströndinni og breyta áletruninni á þeim í viðvörun um grynningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.