Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 20

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ _______________ÚR VERINU________________ Miklar breytingar framundan í landvinnslu ÚA Unnið á tveimur vöktum við nýja flakavinnslulínu GERÐUR hefur verið tveggja mánaða reynslusamningur milli Útgerðarfélags Akureyringa og Verkalýðsfélagið Einingu á Akur- eyri um nýtt vinnufýrirkomulag í tengslum við nýja vinnslulínu sem tekin verður í notkun hjá ÚA í júlí. Eftir verslunarmannahelgina verður vinnslufýrirkomulagi starfsfólks ÚA breytt þannig að unnið verður í frystihúsinu frá klukkan 7 á morgnana tii 7 á kvöldin. Unnið verður á tveimur vöktum, einni dagvakt frá klukkan 7 til 15.30 og síðdegisvakt frá klukkan 15.30 til 7. Um 100 manns koma til með að starfa á dagvakt- inni en rúmlega 30 manns á síð- degisvaktinni. Stefnt að betri nýtingu Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, segir að með breyttu vinnufýrirkomulagi sé stefnt að því að ná betri nýtingu á nýju línunni en auk þess séu í gangi áætlanir um ákveðið magn yfir árið og til að þær gangi eftir þurfí að koma til þessi vinnutími. Hann segir að starfsfólki fækki ekki með nýju fýrirkomulagi. „Auðvitað er hætta á að sumir vilji vinna dagvakt og við getum ekki boðið þeim það. En í öllum tilfellum getum við boðið starfs- fólki vinnu síðdegis og vitaskuld verður í þessu ákveðinn sveigjan- Engu starfsfólki verður sagt upp leiki, eins og gengur og gerist. Við erum þessa dagana að taka niður óskir starfsmanna og munum í framhaldinu vinna úr þeim," segir Guðbrandur. Stefnt á afkasta- hveljandi launakerfi Áður var unnið í frystihúsi ÚA frá 8 til 5 á daginn en í maí skipt yfír í sumarvinnutíma og unnið frá 7 á morgnana til 15.30. „Sumar- vinnutíminn hefur mælst sérlega vel fýrir meðal starfsfólks og okk- ur fannst því sjálfsagt að nota það fýrirkomulag áfram og nota þá síðdegisvaktina fýrir minni hóp starfsfólks. Á reynslutímanum munum við skoða ýmis atriði sem við höfum áhuga á að koma í gagn- ið í tengslum við nýju línuna. Með- al annars að þróa afkastahvetjandi launakerfi, sérstaklega hvað varð- ar snyrtiþáttinn sem hefur verið ákveðinn flöskuháls í vinnslunni. Báðum aðilum sem að samningn- um stóðu fannst tilhlýðilegt að byija á tveggja mánaða reynslu- tíma og miða við að samið verði um langtímafýrirkomulag að þeim tíma loknum. Starfsfólk okkar hef- ur verið mjög jákvætt í garð þess- ara breytinga og þegar greidd voru atkvæði um reynslusamninginn voru 85% hlynnt honum,“ segir Guðbrandur. Matthildur Siguijónsdóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Eining- ar, segist fyrir sitt leyti ánægð með reynslusamninginn, því hann komi í veg fyrir að 30-40 manns missi vinnuna. „Það er ljóst að síð- degisvaktin kemur í veg fyrir upp- sagnir. Við stóðum frammi fyrir því að fækka þyrfti starfsfólki ef ekki kæmi til þessi vakt. Hins veg- ar á eftir að koma í ljós hvemig þær breytingar sem nú standa fyr- ir dyrum hjá ÚA koma til með að þróast. Miðað við stöðuna í dag var því betra fyrir okkur að gera reynslusamning meðan verið er að reynslukeyra nýju vinnslulínuna. Það verður síðan að koma í ljós hvemig fyrirkomulagið reynist, hvernig gengur að afla hráefnis og fleira í þeim dúr. Ekki í samræmi við væntingar Það verður samt að segjast eins og er að starfsfólk ÚA hafði gert sér nokkrar væntingar varðandi breytingar innan fyrirtækisins, bæði gagnvart launum og vinnu, og þessi samningur er ekki alveg í samræmi við þær væntingar. En samningurinn var samþykktur og á heildina litið held ég að allir megi vel við una,“ segir Matthildur. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Nánast nýr Guðfinnur KE GUÐFINNUR KE frá Sandgerði er nú nánast sem nýr en skipið hefur á síðustu mánuðum verið endurnýj- að frá grunni. Áður en byijað var á breytingunum mældist skipið 29 tonn en er í dag 70 tonn og rúm- metrafjöldinn hefur aukist úr 84 í 196 rúmmetra. Breytt þrisvar sinnum á tuttugu mánuðum Á síðustu 20 mánuðum hefur Guðfinnur KE farið þrisvar sinnum í breytingar hjá skipasmíðastöðinni Ósey hf. í Hafnarfírði. í síðasta áfanganum var skipið lengt um 4 metra og hluti lestarinnar hækkað- ur. Sett var ný brú á skipið, skipt um hvalbak, ljósavél, rafmagn og allar innréttingar endumýjaðar í íbúðum og borðsal og smíðuð ný stakkageymsla. Samtals hefur Guðfinnur KE því verið lengdur um 8 metra, breikkað- ur um 1,2 metra og hækkaður um 0,5 metra. Skipt hefur verið um aðalvél og skrúfubúnað og allt lagna- og rafmagnskerfí. Til stend- ur að gera enn frekari breytingar á skipinu, hækka allt dekkið og skipta um perustefni. Eins og fimm stjörnu hótel Guðfinnur KE fór á veiðar á ný eftir breytingamar 18. júní sl. Sig- urður Friðriksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Guðfínni KE, segist feikilega ánægður með breyting- amar. „Allur aðbúnaður fyrir mannskapinn er eins og best verður á kosið. Nú er þetta eins og á fímm stjörnu hóteli. Plássið í lestinni hef- ur einnig aukist gríðarlega mikið. Þegar búið verður að hækka allt dekkið komast fyrir 86 kör í lest- inni í stað 36 áður. Við höfum átt mjög gott samstarf við strákana hjá Ósey og það er með ólíkindum hveiju þeir hafa áorkað. Ég hef farið með bátinn þrisvar til þeirra og er alltaf jafn hissa þegar þeir hafa lokið sér af. Nú er maður ekki lengur á bát, heldur kominn á skip,“ segir Sigurður. Reuter Tennumar lakkaðar CLAUDIA Amphlett, starfs- maður breska náttúrugripa- safnsins í London, lakkar tenn- ur eftirlíkingar af risaeðlu, sem gerð er eftir beinagrind sem fannst í Surrey árið 1983. Um er að ræða risaeðlu af tegund- unni Baryonyx, sem nærðist aðallega á fiski. Upprétt var hún um þrir metrar á hæð. Senda á eftirlíkinguna til Okay- ama í Japan i næstu viku, þar sem verið er að opna nýtt nátt- úrugripasafn. Indónesar segja frá láti skæruliðaforingja Dauðdaginn þyk- ir grunsamlegur Jakarta. Reuter. HERINN í Indónesíu tilkynnti í gær, að David Alex, annar æðsti foringi uppreisnarmanna á Austur- Tímor, hefði látist af sárum mörg- um klukkustundum eftir að hann var handtekinn. Þykja þessar kringumstæður fremur grunsam- legar og hafa vakið upp ýmsar spurningar. Slamat Sidabutar, yfírmaður indónesíska hersins á Austur- Tímor, sagði í Dili, höfuðborg landsins, að Alex hefði látist í borg- inni aðfaramótt fimmtudags en þangað hefði hann verið fluttur til að læknar gerðu að sárum hans. Ólíkar frásagnir Talið er, að Alex hafi verið ann- ar æðsti maður 200 skæruliða í hemaðararmi Fretilin-flokksins, sem berst fyrir sjálfstæði A-Tímor en Indónesíuher lagði landið undir sig 1975. Indónesar segja, að Alex hafi verið svo illa særður, að ekki hafi reynst unnt að bjarga honum en eftir öðmm heimildum er haft, að Alex og fjórir menn aðrir hafí ver- ið handteknir á miðvikudags- morgni skammt frá Baucau, ann- arri stærstu borg landsins. Hafi hann aðeins verið með skotsár á fótleggjum og verið fluttur til Dili eftir yfirheyrslu. Þá era einnig fréttir um, að fjölskylda hans hafí reynt að fá lík hans en verið sagt, að búið væri að grafa það. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational segja, að pyntingar séu daglegt brauð hjá indónesíska hemum á Austur-Tímor en Sam- einuðu þjóðirnar hafa aldrei viður- kennt innlimun landsins í Indónes- íu. Stuðningsmenn sjálfstæðibar- áttu A-Tímorbúa í Astralíu hafa hvatt sendiherra landsins í Jakarta til að hefja strax rannsókn á þessu máli. Rússneska lögreglan gerir upptækt ólöglegt áfengi Landinn bestur í bremsuvökva Moskvu. Reuter. LÖGREGLAN í Moskvu lagði ný- lega hald á hundrað þúsunda flaskna af landa, sem selja átti sem vodka, og þótti mjöðurinn svo gör- óttur, að hann var sendur til endur- vinnslu í efnaverksmiðju. Þar var honum breytt í bremsuvökva og glerúða. Sagði rússneska Interfax- fréttastofan frá þessu í gær. Þessi stórfellda bruggun átti sér stað í Norður-Ossetíu í Kákasus- héruðunum og vora flöskurnar, 340.000 talsins, fluttar til Moskvu í 70 járnbrautarvögnum. Þá fann lögreglan einnig 1,5 milljónir flaskna af vodkalíki í Moskvuborg og fjögur tonn af alkóhóli að auki. Dauðsföll af völdum áfengis- drykkju hafa meira en tvöfaldast í Rússlandi það sem af er þessum áratug og er mikið af ódýra og varasömu bruggi á markaðnum. Vladímír Jarmosh, formaður í samtökum rússneskra áfengis- framleiðenda, segir, að eitran af völdum gervivodka kosti allt að 100.000 Rússa lífið á ári hveiju og er sú tala allt að þrefalt hærri en yfirvöld gefa upp. Að hans mati svarar landadryklq'an til 71% af áfengisneyslunni í landinu og hann metur tekjutap ríkissjóðs af þeim sökum til rúmlega 180 millj- arða ísl. kr. Áfengisbraggun og -sala vora að mestu orðin fijáls í Rússlandi en Borís Jeltsín, forseti landsins, vinnur nú að því að færa þessa starfsemi aftur undir ríkið, að ein- hveiju leyti að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.