Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 49 ! BRIDS IJmsjón (■uðmumliir Páli Arnarson SUÐUR spilar sex spaða og fær út tromp. Norður ♦ K53 r K972 ♦ 864 ♦ DGIO 1 111 Suður ♦ ÁDG106 r Á ♦ ÁKG53 ♦ ÁK Hann tekur slaginn heima ( og prófar einn spaða í við- | bót. I þann slag hendir vest- . ur laufi. Hvemig á suður að ( spila til að tryggja tólf slagi? Fullkomlega örugg leið er ekki til, en næstum því. A.m.k. ætti spilið alltaf að vinnast í 4-1-legu í tígli. Best er að taka tvisvar tromp í viðbót. Taka síðan ÁK í laufi og hjartaás, leggja niður tígulás og spila smáum tígli ( að heiman! I Norður , ♦ K53 ' V K972 ♦ 864 ♦ DGIO Vestur Austur ♦7 ♦ 9842 r G6 IIIIH f D108543 ♦ D1072 111111 ♦ 9 ♦ 987653 ♦ 42 Suður ♦ ÁDG106 r Á ♦ ÁKG53 ♦ ÁK Vestur fær slaginn og á um tvennt að velja: Spila blindum inn á lauf eða hjarta, ellegar tígli upp í gaffalinn. Austur hefði verið í sama vanda með fjórlitinn í tígii. í þessari iegu tapast spilið ef sagnhafí reynir að nota innkomuna á spaðakóng til að taka slagina á laufdrottn- ingu og hjartakóng. Austur mun trompa laufdrottningu og þá fær vestur tvo slagi á tígul. Með morgun kaffinu ÞAR sem þú hefur aðeins lagt á borð fyrir einn geri ég ráð fyrir að við tölum ekki ennþá hvort við annað. I DAG Árnað heilla /?/\ÁRA afmæli. í tilefni sextíu ára afmælis hjónanna xJ Usigurbjargar Siguijónsdóttur og Haraldar Sum- arliðasonar 19. júní og 2. júlí, hafa þau opið hús í Gullhöm- rum, Hallveigarstíg 1, á morgun, iaugardaginn 28. júní, frá kl. 17 til 19 og bjóða vini og vandamenn velkomna. fT r|ÁRA afmæli. Á tj V/ morgun, laugardag- inn 28. júní, verður fimmtug Sigríður S. Sigurðardóttir, Bjarkargnmd 18, Akra- nesi. Eiginmaður hennar, Ágúst Símonarson, verk- stjóri, verður fímmtugur 19. ágúst nk. í tilefni þessara tímamóta taka þau á móti ættingjum og vinum í Odd- fellowhúsinu, Kirkjubraut 54-56, Akranesi, á morgun, laugardaginn 28. júní, milli kl. 18 og 21. Ljósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 7. júní í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Elín Margrét Guðmundsdóttir og Hálf- dán Karl Þórðarson. Heimili þeirra er á Lauf- vangi 4, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 24. maí í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Sonja Ýr Eggertsdóttir og Ólaf- ur Guðmundsson. Heimili þeirra er í Vesturholti 4, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND Hafnarfirði BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. maí í Dómkirkj- unni af sr. Jakobi Hjálm- arssyni Hulda Gústafs- dóttir og Hinrik Braga- son. Heimili þeirra er í Reykási 26, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Á morgun, laugardaginn 28. júní, verða gefín saman í hjónaband í Sorkedalkirke í Osló Kristín Hrund Davíðsdóttir og Thron Alm. Heimili þeirra er á Pilotveien 10, 0384 Osló, en veislan verður haldin á Jans- bergveien 11, 0861, Osló. COSPER FYRIRGEFÐU, herra minn. Hvert fer þessi lest? STJÖRNUSPÁ eltir Frjnces Drakc KRABBI Afmælisbam dagsins: Þú ert góður hlustandi og ieggur þitt afmörkum til góðgerðamála. Hrútur (21. mars - 19. apríl) fHfc Sé ferðalag fyrirhugað, skaltu skipuleggja það vand- lega. Einhver ættingi þinn er ofurviðkvæmur þessa dagana, svo þú skalt koma honum til hjálpar í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Breytingar eru í uppsiglingu heimafyrir eða í vinnu og þér berast góðar fréttir. En þér fínnst einhver í fjölskyldunni sýna of mikla afskiptasemi. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Þú færð góðar fréttir, sem þú vilt hafa fyrir þig. Það er í góðu lagi, en félagi þinn gæti móðgast vegna þessa. Krabbi (21. júní — 22. júH) MS8 Jafnvægi ríkir í dag milli ástvina, vina og samstarfsfé- laga. Það sama á ekki við um yfirmenn. Þú gætir þurft að vinna yfírvinnu í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sestu niður með félaga í dag um til að ræða áríðandi mál er varða framtíðina. Þið munuð komast að niður- stöðu. Þú þarft að sýna fjöl- skyldumeðlim umhyggju þessa dagana. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ert í uppsveiflu og afkast- ar miklu í dag. Reyndu þó að slaka á með fjölskyldunni í kvöld. Vog (23. sept. 22. október) 25% Þú hefur svo mikið að gera í vinnunni, að þú þarft að hafna verkefnum. Leyfðu þér ekki að vera latur núna. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Eigi yfirmaður þinn eitthvað erfítt núna, ert þú rétti mað- urinn til að klappa á öxl hans. Gættu þess þó, að tala ekki um það við aðra. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) jfiO Þú ert svo fullur sjálfstrausts að aðrir gætu orðið afbrýðis- amir og litið þig neikvæðum augum. Láttu sem þú sjáir það ekki. Steingeit (22. des. - 19.janúar) m Þú gengur frá verkefnum í dag sem biðu úrlausnar og getur því um fijálst höfuð strokið í kvöld til að fara út og njóta listar. Vatnsberi (20. janúar- 18. febrúar) Félagi þinn er spenntur yfír ákveðnum hlut, en þið þurfíð báðir meiri tíma til að íhuga málið, áður en þið takið ákvörðun. Það eru of miklir peningar í húfi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Viðskiptin gefa vel af sér núna og þú færð óvænt ijár- hagslegt tækifæri. Gríptu gæsina, áður en það verður of seint. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Kasparov ennþá bestur manna SKAK Novgorod, Rúss- I a n d i: STÓRMÓT SEX KEPP- ENDA Gary Kasparov gerði jafntefli við Bretann Nigel Short í síðustu umferð og sigraði á mótinu. SKÁK þeirra var stutt en spenn- andi og endaði með því að Short fórnaði drottningunni til að ná þrá- skák. Vladímir Kramn- ik gat náð Kasparov með því að sigra Boris Gelfand. Hann beitti öllum brögðum til að freista þess að sigra Hvít-Rússann, en skákinni lauk með jafntefli í 76 leikjum. Það lauk mörgum for- vitni á þvi að sjá hvem- ig Kasparov myndi vegna eftir áfallið gegn tölvunni Djúpblá um daginn. Það virtist þó ekki sitja í honum, en hann varð þó undir í innbyrðis viðureign sinni við Kramnik. Short byijaði illa, en hlaut þijá og hálfan vinning í síðustu fjórum skákunum. Hann hefur lækkað á stigum að undanförnu og á lista FIDE, sem tekur gildi fyrsta júlí, er hann fyrir neðan þá Michael Adams og Matthew Sadler, sem hefur skotist upp eins og eldibrand- ur með góðum árangri á Ólympíu- mótinu í haust og Evrópumeistara- mótinu í vor. Skák Shorts og Kasparovs í síð- ustu umferð var einkar lífleg: Hvítt: Nigel Short Svart: Gary Kasparov Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Bc4 - e6 7. 0-0 - Be7 8. Bb3 - 0-0 9. f4 - b5 10. e5 - dxe5 II. fxe5 - Rfd7 12. Be3 - Rxe5 13. Dh5 - Rbc6 14. Rxc6 - Rxc6 15. Hf3 - b4 16. Hh3 - h6 17. Hdl - Da5 18. Rd5! - exd5 19. Hg3 - d4 20. Bd5 - Bg5 21. Bxg5 — Dxd5 Hvítur hefur verið mjög fórna- glaður og kominn tími til að finna þvingaða jafnteflisleið: 22. Bf6! - Dxh5 23. Hxg7+ - Kh8 24. Hg6+ - Kh7 25. Hg7+ Jafntefli, því hvítur þráskákar. Lognmolla í Árósum Átta af tíu skákum í fjórðu og fimmtu umferð alþjóðamótsins í Árósum í Danmörku lauk með jafn- tefli. I ijórðu umferð tókst Rússan- um Khalifman að leggja Lettann Kengis að velli og í fimmtu umferð tapaði Hannes klaufalega fyrir Dananum Peter-Heine Nielsen. Staðan eftir fimm umferðir er þessi: 1,—2. P-H. Nielsen og Khalifman 3 7« v. 3.-6. Kengis, Hellers, Rosentalis og Schandorff 2 Á v. 7,—10. Hannes Hlífar, Adams, Larsen og Curt Hansen 2 v. Það er óhætt að segja að Hannes sé í góðum félagsskap og mótið er ekki nema hálfnað. Jónsmessumót Hellis Jónsmessan er í þessari viku og i tilefni af því efnir Taflfélagið Hellir til svokallaðs Jónsmessumóts föstudaginn 27. júni. Tímasetning mótsins er fremur óvenjuleg, en það hefst klukkan 22. Tefldar verða hrað- skákir og búast má við að mótinu ljúki ekki fyrr en eftir miðnætti. Eins og gefur að skilja er það því eingöngu opið fullorðnum. Jóns- messumótið verður haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1, efstu hæð. Öllum, sem hafa aldur til, er heimil þátt- taka. Góð verðlaun eru í boði. Skráning fer fram á mótsstað, en einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti. Tölvupústfang Taflfé- lagsins Hellis er hellirvks.is Frá Taflfélagi Hreyfils Starfsemi Taflfélags Hreyfds var lífleg síðastliðinn vetur og teflt að jafnaði tvisvar í mánuði. Skákmeist- ari Hreyfils 1997 varð Heiðar Þórð- arson og hlaut hann hinn eftirsótta farandbikar „kónginn“ sem renndur er úr íslensku birki. í öðru sæti varð Jónas Kr. Jónsson og Ármann Gunnarsson í því þriðja. Aðalhraðskákmót T.F.H. er Drottningarmótið, þar er einnig teflt um veglegan farandgrip. Þar sigraði Friðbjörn Guðmundsson, en í öðru og þriðja sæti urðu þeir Trausti Pétursson og Jónas Kr. Jónsson. Firmakeppni T.F.H. er haldin árlega til styrktar skáksveit sem félagið sendir til þátttöku í skák- þingi NSU, sem er Skáksamband norrænna sporvagnastjóra, en Tafl- félag Hreyfils hefur tekið þátt í starfi sambandsins frá árinu 1956. í firmakeppninni tóku þátt eft- irtalin fyrirtæki: Esso, Stóri- hjalli, Frami, Hjólbarðastöðin, Hjólbarðahöllin, Höfðadekk, Guðmundur Arason hf., Nes- radíó, Kassagerð Reykjavíkur, Rafkaup, TM, Úr og skart og Þrep hf. Úrslit urðu þau að Úr og skart (keppandi Frið- þjöm Guðmundsson) sigraði, en í öðru sæti varð Höfðadekk (keppandi Jónas Kr. Jónsson). I þriðja sæti varð Guðmundur Arason hf. (keppandi Guð- mundur Arason sjálfur). Taflfélagið þakkar þessum fyrirtækjum sem þátt tóku í firmakeppninni fyrir veittan stuðn- ing og ekki síst Olíufélaginu hf., sem veitti sérstakan utanfarar- styrk. í maí fóru síðan eftirtaldir skák- menn til Málmeyjar í Svíþjóð á veg- um félagsins til þatttöku í Skák- þingi NSU: Baldur ísberg, Jóhannes Eiríksson og Guðbjartur Guð- mundsson, sem lengi hefur leitt taflfélagið og er nú heiðursfélagi þess. Allir stóðu skákmennirnir sig vel, hver í sínum flokki, en Jóhann- es sigraði í III. flokki sem gefur rétt til þátttöku í II. flokki næst og kom heim með veglegan verð- launagrip. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson KASPAROV NOVGOROD XIX. styrkleikafl. stíg 1 2 3 4 5 6 VINN: STIG 1 Gary Kasparov RUS 2.795 XX 0'Á r/2 1% 'Á'Á 11 6'Á 17 2 Vladimir Kramnik RÚS 2.740 VA XX 10 'AfÁ 1 'Á 'ÁfÁ 6 15 3 Nigel Short ENG 2.690 0 % 01 XX 0/2 01 11 5 14 4 Jevgení Barejev RÚS 2.665 0'Á '/a'A 1 'Á XX 0'Á 1/2’/2 4'á 10 5 Veselin Topalov BÚL 2.725 'Á'Á 0'Á 10 1'Á XX 00 4 10 6 Boris Gelfand HVR 2.700 00 'Á'Á 00 'Á'Á 11 XX 4 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.