Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 26

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hnoss og grýla TÓNLIST Sigurjónssafn FIÐLUTÓNLEIKAR Verk eftir J.S. Bach og Karóllnu Eiríksdóttur (frumfl.). Hlíf Sigur- jónsdóttur, fíðla. Myndlistarsafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 24.júní kl. 20.30. HINAR sex partítur og sónötur Bachs frá Köthenárunum fyrir fiðlu án undirleiks eru meðal stærstu furða tónbókmennta. Erfiðlega hef- ur gengið að skýra praktískan til- gang þeirra, því kröfurnar sem þær gera til flytjandans voru og eru varla af þessum heimi, og vandséð hvaðan uppfærsluhefð af þeirra gráðu ætti að vera komin á tilurðar- tíma. Eins og sagði í stuttum en velskrifuðum tónleikaskrártexta þykir líklegt að Bach hafi hugsað tónsmíðarnar sem lærdómsríkar æfingar fyrir fiðluleikara. Enda má til sanns vegar færa, að Bach var öðrum þræði mjög „dídaktískt" þenkjandi höfundur - invensjónim- ar og Veltempraða hljómborðið eru meðal frægra dæma - og þá ekki aðeins hvað varðar spiltækni, held- ur einnig tónsmíðafæmi. Þar sem einleiksfiðluverk eiga í hlut hefur fyrirmynd Bachs skilað sér til fjölda seinni tíma tónhöfunda (nefna mætti t.d. Ysaye og Bartók), og sem prófsteinn á leikni og túlkunarhæfi- leikum standa enn þann dag í dag engin önnur einleiksfiðluverk ofar þessum sex gimsteinum frá 1720. Fiðluleikurum hefur löngum staðið nokkur stuggur af téðum verkum sem eðlilegt er, enda eru þau tiltölulega sjaldséð á reykvísk- um tónleikaskrám. En framfarir í íslenzkum hljóðfæraleik hafa verið gífurlegar á undanförnum áratug- um, og kannski er ekki sízt til marks um það, þegar „tutti“-fiðlari úr Sinfóníuhljómsveitinni sem ekki hefur lagt einleiksbrautina sérstak- lega fyrir sig ræðst á garðinn þar Karlakór- inn Stefnir í Búdapest KARLAKÓRINN Stefnir úr Mos- fellsbæ og Kjós flutti Sálumessu eft- ir Franz Liszt í Matthíasarkirkjunni í Búdapest 24. júní sl. Fjölmenni var á tónleikunum, enda ekki á hveijum degi sem Sálumessa Liszt er flutt í heild, jafnvel í heima- landi tónskáldsins, segir í kynningu. Flutningur verksins þótti takast afar vel. Var hrifning áheyrenda svo mik- il að þeir klöppuðu flytjendum lof í lófa, enda þótt slíkt tíðkist alls ekki í kaþólskum kirkjum. Einsöngvarar með kómum em Garðar Thor Cortes, Gísli Magnús- son, Eiríkur Hreinn Helgason og Stefán Jónsson. Organleik annast Ferenc Utassy og fimm ungverkskir tónlistarmenn leika á trompet, bás- únur og pákur. Stjórnandi er Lárus Sveinsson, sem stjórnað hefur kóm- um um árabil. Kórinn heldur tónleika í Vín á næstu dögum, bæði fyrrnefnda Sálu- messu og tónleika með ísienskum sönglögum. ------------------ Opinni sýningn að ljúka „OPIN sýning“, sem boðað var til i Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, er að ljúka og er þetta síðasta sýningar- helgi. Óllum var boðið að koma og setja upp verk á meðan húsrúm leyfði og sýna fjölmargir listamenn verk sín í safninu. Gestur safnsins í setustofu úr röð- um Félags Sslenskra myndlistar- manna er Ásgerður Búadóttir. sem hann er hæstur. í því sam- hengi var frammistaða Hlífar Sig- uijónsdóttur á fjölsóttum tónleikum í Laugamesi sl. þriðjudagskvöld verulegur sigur, jafnt fyrir hana sjálfa sem fyrir strengjaleikarastétt landsins almennt. Upphitunarverkið var E-dúr- partítan (nr. 3), e.t.v. árennileg- asta stykkið af öllum sex. Hressi- Iegt prelúdíustefið með fallandi ferhljómi í fyrstu 2 töktum og ví- valdísku ondeggiando-skoppi í 3. er svo smitandi fjaðurmagnað að Bach notaði það oftar en einu sinni í öðrum verkum, auk þess sem ýmsir hafa síðar orðið til að út- setja prelúdíuna fyrir aðskiljanleg- ustu áhafnir. Hlíf lék hana á góðum hraða með vel mótaðri bergmáls- dýnamík. Loure-þáttinn lék hún mjög fallega með döprum undirtóni og öruggum tvígripum, og mótaði einnig Menúettana tvo vel, sérstak- lega hinn síðari. „Ekkóin“ duttu nokkuð upp fyrir í Bourrée-þættin- um, en lokaþátturinn (Gigue) steinsmall með leiftrandi sveiflu, þrátt fyrir smáslys í lokin, og var yndislega laus við hið yfirdrifna rúbató sem nú virðist í tízku að troða inn í jafnvel dansþætti Bachs. Burtséð frá einstaka óvæntri gloppu var spilið í heild öruggt og sannfærandi. Karólína Eiríksdóttir samdi Hugleiðingu fyrir einleiksfiðlu fyrir Hlíf í fyrra, og var hún nú frum- flutt. Verkið er í einum kafla, frem- ur stutt og - eins og nafnið bend- ir til - fremur innhverft í anda; með orðum tónleikaskrár „byggt á hugmyndum sem þróast áfram og birtast í ýmsum myndum, eins konar tilbrigði án stefs.“ Þó að verkið væri víða kröfuhart, t.a.m. í inntónun þegar tónbil gerðust stórstíg, bar það annars lítt keim af virtúóskri tæknisýningu. Oft- lega fékk maður á tilfinningu að verið væri að lýsa e.k. „samtali" tveggja ólíkra persóna, sem birtust m.a. í andstæðum staccató- og le- KONUR frá ullarverkstæðinu á Þingborg koma í heimsókn og vinna úr ull í Byggðasafni Árnes- inga í Húsinu á Eyrarbakka laug- ardag og sunnudag milli kl. 14-17. Mikil hefð hefur verið fyrir tóvinnu og vefnaði í Húsinu í gegnum tíðina. Um Eyrarbakka- verslun fór einnig ull bænda af öllu Suðurlandi til útflutnings, bæði óunnin ull auk tóskapar frá heimilunum — vefnaður á árum áður en siðar einkum prjónles. gatóleik, og eins og í öllum innlif- uðum samræðum hitnaði mönnum í hamsi, áður en allt féll í ljúfa löð að lokum. Önnur verk Karólínu hafa að vísu sagt undirrituðum meira en þetta, en samt var heild- stæður þokki yfir tónsmíðinni, og leikurinn bar vott um töluverða yfirlegu. Tónleikunum lauk með 2. Partítu Bachs í d-moll, sem hefur þann eina galla ef svo mætti kalla að vera „bakþungt," því hin fræga loka- chaconna er lengri í síðum talið en allir hinir þættirnir samanlagt, 6 af 11 alls. í fyrri þáttum verksins gekk Hlífi bezt í Allemöndunni (I.), þar sem leikurinn var gæddur þokka þess er kann að gefa sér svigrúm til að forma, svo og í Gig- unni, er rann létt og lipurt með dágóðri sveiflu, þó að einleikarinn hefði þurft að rífa sig upp úr minnis- gloppu af aðdáunarverðum vilja- styrk í lok Saraböndunnar næst á undan. Chaconnan mikla, hnoss og grýla allra fiðluleikara, er ekkert lamb að leika sér við. Þegar menn hafa loks brotið sér leið yfir tækniþrösk- ulda hinna 64 tilbrigða um hljóma- röð við hnígandi þrábassastef, hefst glíman við að byggja upp heildar- strúktúr í styrk og blæ, og hefur mörgum orðið fótaskortur á hvoru tveggja, hreint burtséð frá því hvort líkamlegt úthald endist til eður ei. Það kom því minna á óvart að ein- leikaranum skyldi stöku sinnum fatast flugið yfir gímaldið en að jafn margt skyldi heppnast jafn vel og raun bar vitni, t.d. þegar dúr-til- brigðin hófust undir miðju, eða í óarío/ag'e-tilbrigðunum nokkru síð- ar. Helzt saknaði maður þó löngu crescendóanna tveggja sem ákveðin hefð er fyrir. Fylgjendum „upphaf- legs“ flutningsmáta kann að þykja þau óþarfa íhlutun úr rómantíkinni - en í löngu verki sem þessu mynda þau svipmikla hápunkta sem fæstir vilja vera án. Ríkarður Ö. Pálsson Þingborgarkonur, sem hafa að- setur í gamla skólahúsinu í Hraungerðishreppi, hafa um ára- bil unnið að því að endurvekja og viðhalda ullarvinnslu í margvís- legu formi. Þær hafa iíka hvatt til betri með- ferðar ullarinnar, eins og Eyrar- bakkakaupmenn, sem létu sér annt um þessa útflutningsvöru. Eru því Þingborgarkonur kær- komnir gestir í Húsið þessa helgi, segir í kynningu. TÓVINNA og vefnaður hefur löngum verið stundað í Húsinu á Eyrarbakka. Ullarvinna í Húsinu á Eyrarbakka ERLENDAR BÆKUR SONURINN SEM HVARF Jacquelyn Mitchard: Bak við ystu sjónarrönd „The Deep End of the Ocean“. Viking,1996. 434 s. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey gerði skáldsöguna „The Deep End of the Ocean“, sem fær íslensku þýðinguna Bak við ystu sjónar- rönd þegar hún kemur út hjá Vöku-Helgafelli síðar á árinu í þýðingu Björns Jónssonar, að metsölubók í Bandaríkjunum þeg- ar hún hvatti áhorfendur sína til þess að lesa hana. Þeir tóku við sér svo um munaði. Viking forlagið prentaði aukalega 640.000 eintök og níu dögum síðar var sagan komin á topp banda- rísku metsölulist- anna. Höfundur hinnar óvæntu metsölubókar, Jacquelyn Mitc- hard, var ger- samlega óþekktur enda var um fyrstu bók hennar að ræða en hún hóf að skrifa hana eft- ir að eigin- '' 'KSTa maður . bók,- hennar lést 'Hti b*Hda»- úr krabbameini fyr- 'Zhe/j^ ir nokkrum árum. Segir Mitchard, sem er lausráðin blaðamaður á fimmtugsaldri í Madison í Wisconsin, að hún byggi söguna á draumi sem hana dreymdi. Hún fjallar um viðbrögð foreldra og systkina í fimm manna íjölskyldu þegar yngsta barninu er rænt úr hótelanddyri. Varla er hægt að ímynda sér auðveldari og vandmeðfarnari aðferð til þess að grípa athygli lesandans og halda henni en lýsa áhrifum bamsráns á aðstandendur og oft er mjög óþægilegt að lesa Bak við ystu sjónarrönd. Aðferðin er auðveld vegna þess að eðli málsins samkvæmt þarf höfundur- inn nær ekkert að hafa fyrir því að setja hnút í maga lesandans með átakanlegum sorgarviðburði og herða þangað til hann verkjar. En það er jafnauðvelt að misbjóða tilfinningum hans með ódýram meðölum reyfarans. Mitchard tekst að forðast þær gryfjur. Sag- an er eitthvað annað og meira en spennusaga þótt hún búi yfir mörgum einkennum hennar (bíótryllir eins og „Ransom", sem fjallar einnig um barnsrán, er hlægilega einfeldingsleg í saman- burði). Hún er saga um fjölskyldu- harmleik og lýsir af sterku innsæi missinum sem sérstaklega móðirin upplifir - hún kennir sér um hvem- ig fór - og hvemig eldri sonurinn á heimilinu finnur fyrir höfnun móður sinnar, sem aðeins er skugginn af sjálfri sér eftir atburð- inn. Hvernig faðirinn bregst við sonarmissinum og þunglyndi eig- inkonunnar og áhrifunum sem ránið hefur á nánasta flölskylda- fólk. Einnig hvemig vinir, lögregl- an og samfélagið bregst við. Fórn- arlömbin era ófá í hildarleik sem þessum. Mitchard velur tvö sjónarhom á atburðina. Annarsvegar sjáum við þá gerast með augum Beth, móð- urinnar, sem lítur andartak af þriggja ára gömlum syni sínum, Ben, í anddyri hótelsins þar sem á að halda 15 ára afmæli mennta- skólaárgangsins hennar. Mitchard lýsir í smáatriðum fyrstu mínútun- um eftir ránið, klukkustundinni, klukkustundunum, fyrsta hálfa sólarhringnum, fyrsta sólar- hringnum, fyrstu dögunum, vikun- um, mánuðunum og áranum sem Beth lifir sonarmissinn á mjög svo raunsæjan hátt. Þetta er oft grimmileg lesning og átakanleg en líka full af skilningi og samúð. Lesandinn fylgir móðurinni niður í það svartasta þunglyndi sem vænta má að kona í hennar kring- umstæðum getur sokkið í þar til hún verður nánast lifandi dauð. Mitchard vinnur mæta vel úr hugsunum hennar og öllum þeim tilfinningum sem bijótast um í henni en höfundurinn segist hafa viljað skrifa um fólk sem þyrfti að lifa af atburð sem ekki væri hægt að lifa af. Eftirmáli atburðarins er einnig séður með augum eldri son- arins á heimilinu, Vincents, sem heldur er ekki laus við sektar- kennd og finnur að það er hvergi pláss fyrir hann í lífi móðurinnar og hann fjarlægist fjölskylduna smám saman en á annan hátt en móðirin. En Mitchard gerir meira en að lýsa barnsráni og eftirmálum þess. Hún notar atburðinn til þess að kryfja fjölskylduvandamál sem kannski margir kannast við og samskipti innan fjölskyldu sem fá að þróast í átt til eyðilegging- ar. Ránið var þó það sem seldi bókina. Höfundurinn hafði ekki lokið við nema um 100 síður þeg- ar hún seldi Viking-forlaginu sög- una fyrir hálfa milljón dollara. Hollywood tók fijótlega við sér og kvikmyndarétturinn var seldur framleiðandanum Peter Guber og leikkonunni Michelle Pfeiffer fyrir 300.000 dollara. „Ef eitt af mín- um börnum létist," segir Jaquelyn Mitchard, „mundi ég fara inn í skáp hjá mér og tyggja á regnkápunni minni Jiað sem eftir er. Ég meina það. Astin á manns börnunum er eins og ást í þijú- hundraðasta veldi.“ Mitchard er ein af fjölmörgum höfundum sem senda frá sér sína fyrstu bók og fá fyrir hana millj- ónir króna. Aðrir í þeim flokki eru m.a. Amy Tan og Robert James Waller, sem skrifuðu met- sölumbók í fyrstu tilraun. Mitc- hard minnist þess að hún hafi verið í skýjunum þegar henni hafði tekist að selja þessa sína fyrstu bók en fijótlega tóku að hrannast upp skýjabakkarnir. Hún átti eftir að skrifa bókina. Þannig ganga kaupin fyrir sig á eyri amerísra bókmenta. Það má óska Mitchard til hamingju með að hún lauk bókinn með láði. ARNALDUR INDRIÐASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.