Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 12
 12 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ h Í FRETTIR BRIDS Montccatini, Italíu EVROPUMOTI SVEITAKEPPNI Evrópumótið í sveitakeppni er haldið i Montecatini Terme á Ítalíu, dagana 14.-29. júní. ísland tekur þátt í opnum flokki og kvennaflokki. Tromphundarnir voru ekki eins verðlausir og sýndist ÍSLENSKA liðið í opna flokkn- um lét slæmt tap gegn Spáni á miðvikudagskvöld ekkert á sig fá og vann góðan sigur á Króatíu í 29. umferð í gærmorgun, 23-7. Spilin í leiknum virtust ekki bjóða upp á mikil tilþrif, en íslensku spilararnir, einkum þó Guðmund- ur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, náðu að nýta tækifærin sem buðust. Þeir Guðmundur og Þorlákur höfðu heppnina með sér í þessu spili: Austur gefur, allir á hættu Norður ♦ 74 ♦ D86 ♦ 62 ♦ ÁG10752 Vestur Austur ♦ D10532 ♦ G ¥754 ¥ G103 ♦ G7 ♦ 1098543 ♦ 983 ♦ KD4 Suður ♦ ÁK986 ¥ ÁD92 ♦ ÁKD ♦ 6 ur spilaði tígli, sem Guðmundur drap með kóng, og spilaði laufi á ás og trompaði lauf heim í þeirri von að KD kæmi niður í laufinu. En svo var ekki og spilið leit nú hálf vonleysislega út. En það var einn örlítill mögu- ieiki eftir enn. Guðmundur Páll spilaði tíguldrottningu og vestur féll beint í gildruna. Tromphund- arnir hans virtust verðlitlir og ekkert betra við þá að gera en trompa tökuslagi sagnhafa. Vest- ur trompaði því tíguldrottninguna en þá var spilið skyndilega unnið. Guðmundur Páll yfirtrompaði, trompaði lauf með ás, tók hjarta- drottningu og spilaði hjarta á kóng í blindum þar sem laufsla- girnir biðu. Dýrt dobl A stórum bridsmótum eins og Evrópumótinu má í öllum hornum heyra spilara segja hver öðrum hryllingssögur af eigin mistökum og annarra. Ein sú mergjaðasta, sem heyrst hefur í Montecatini er eftirfarandi af frændum okkar Svíum. Svíar voru að keppa við Þjóð- veija og fyrri hálfleikur hafði ekki gengið sérlega vel. Og um miðjan síðari hálfleikinn kom þetta spil upp: Norður gefur, enginn á hættu. Norður ♦ - ¥ ÁKD103 ♦ Á1097 ♦ KD76 Vestur Austur ♦ ÁK10632 ♦ D98 ¥ 62 ¥ G75 ♦ DG643 ♦ K852 ♦ -- ♦ G108 Suður ♦ G754 ¥984 ♦ -- ♦ Á95432 Það vinnast 7 lauf í NS en leið- in þangað er ekki greið og við annað borðið lentu Svíarnir Björn Fallenius og Mats Nilsland í slysi. Nilsland opnaði á 1 hjarta með norðurspilin, Fallenius sagði 2 hjörtu í suður og Tomasz Gotard í vestur stökk í 4 spaða. Þá dobl- aði Nilsland til að sýna góð spil og Fallenius passaði. Til að bæta gráu ofan á svartj bytjaði Nils- iand á að spila ÁKD í hjarta, Gotard trompaði, tók trompin með svíningu gegnum suður og spilaði tígli og Nilsland stakk upp ás. Slétt staðið og 590 til Þjóð- veija. Við hitt borðið var sagnserían ótrúleg, þar sem Peter Fredin og Magnus Eriksson sátu AV og Wolfgang Rath og Michael Tomski NS: Vestur Norður Austur Suður PF WR ME MT 1 hjarta pass 1 spaði 2 spaðar 4 spaðar! pass pass!! dobl!!! 4 grönd pass 5 lauf pass 6 Iauf pass 7 lauf!! Við annað borðið spiluðu þau Nikica Sver og Pavo Marinkovic 3 grönd í NS og fengu 11 slagi. En við hitt borðið komust Guð- mundur Páll og Þorlákur alla leið í 6 hjörtu í NS. Vestur spilaði út tígli sem Guð- mundur Páll tók með ás. Það lá beinast við að reyna að fría spað- ann, svo Guðmundur spilaði ás og kóng í spaða en austur tromp- aði og útlitið var ekki gott. Aust- GUÐMUNDUR Páll Arnarson fékk hjálp andstæðinganna þegar hann vann slemmu í leiknum gegn Króatíu í gær. Morgunblaðið/GSH Undirritaður hefur sjaldan ver- ið jafn óspar á upphrópunarmerk- in í sagnseríu á prenti. 2 spaðai' Fredins voru eðlilegir, þrátt fyrir spaðasögn suðurs, og norður var því að reyna að sýna spaðaeyðu með stökkinu í 4 spaða. Suður var ekki með á þeim nótum og nú gat Fredin passað niður 4 spaða. En hann hélt að suður hefði verið að reyna að fæla AV frá geimi með því að blekkisegja 1 spaða, og NS væru nú komnir í vandræði. Hann doblaði því og horfði svo á andstæðingana renna sér í óhnekkjandi alslemmu. Þetta spil kostaði Svíana 19 impa og leikurinn tapaðist 10-20. Islendingar græddu á þessu spili í leiknum við Hollendinga. Við annað borðið spiluðu Hollend- ingar 5 hjörtu dobluð og unnu með yfirslag, 750 til Hollands. Við hitt borðið spiluðu íslendingar 6 lauf og fengu 940 fyrir og 5 impa. Guðm. Sv. Hermannsson I 1 I I i í. i ■! I Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. júlí 1997 er 25. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 25 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 5.000 kr. skírteini = kr. 582,30 Vaxtamiði með 10.000 kr. skírteini = kr. 1.164,60 Vaxtamiði með 100.000 kr. skírteini = kr. 11.646,00 Hinn 10. júlí 1997 er 23. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í l.fl.B 1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 23 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.205,30 Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1997 til 10. júlí 1997 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. lnnlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. júlí 1997. Reykjavík, 21. júní 1997 SEÐLABANKÍ ÍSLANDS Forstjóri íslenskrar erf ðagreiningar Viðkvæmar persónulegar upplýsingar ekki skráðar KÁRI Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að það sé ekki rétt að fyrirtækið hafi í hyggju skrá upplýsingar um blóðforeldra ætt- leiddra barna né aðrar viðkvæmar persónulegar upplýsingar um fólk, eins og skilja hafí mátt á viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær við Friðrik Skúlason, en þessir tveir aðil- ar hafa tekið upp samyinnu um skráningu á ættum ailra íslendinga. n Kári segir að um misskilning sé að ræða. Aldrei hafi staðið til að skrá viðkvæmar persónulegar upp- Q lýsingar enda sé það bannað sam- kvæmt lögum. Eingöngu sé um að ræða skráningu á ættfræðiupplýs- ingum. Andlát ÞORÐUR KRISTLEIFSSON VIÐ frágang á andlátsfrétt um Þórð Kristleifsson, menntaskóla- kennara og söngstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, urðu þau leiðu mistök að hluti fréttarinnar féll út. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum og birtir fréttina á ný. Þórður lést 24. júní, 104 ára að aldri. Hann fæddist á Uppsölum í Hálsasveit en ólst að mestu leyti upp á Stóra-Kroppi, en foreldrar hans fluttu þangað þegar hann var fjögurra ára gamall. Þórður var síðan við nám í skóla sr. Ólafs í Hjarðarholti veturna 1913-1915 og _ við söngnám í Þýskalandi og Ítalíu 1920-1927. Næstu þrjú árin var hann stunda- kennari í Reykjavík, en gerðist síð- an kennari á Laugarvatni. Þar að auki þjálfaði hann kóra víðs vegar i: i um landið og gaf m.a. út söngva- safnið Ljóð og lög. Starf hans að söngmálum hafði mikil áhrif á al- þýðusöng á íslandi. Þórður Kristleifsson kenndi þýsku í menntaskóla um árabil. Hann var nemendum sínum minn- isstæður sem mikilhæfur maður og kraftmikill kennari. Þórður var sonur Kristleifs Þor- steinssonar á Stóra-Kroppi, fræði- mannsins alkunna. Hann hvatti föður sinn til starfa og gaf út rit hans, sem nú eru meðal merkustu heimilda um líf og störf Borgfirð- inga seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Þórður var kvæntur Guðrúnu Eyþórsdóttur, en hún lést árið 1983. Síðustu árin dvaldi Þórður Kristleifsson að Droplaugarstöðum í Reykjavík. l L i ' t: j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.