Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 37 SIGURÐUR ÖRN ARNARSON + Sigurður Örn Arnarson var fæddur í Lúxem- borg 12. ágúst 1973. Hann lést af slys- förum í Manchester á Englandi 17. júní siðastliðinn. For- eldrar hans eru Karen Sigurðar- dóttir flugfreyja, f. 14.12. 1949 í Reykjavík, og Örn Jóhannsson flug- virki, f. 3.7. 1949 á Akureyri. Karen er dóttir Sigurðar Jónssonar og Guðbjargar Siguijónsdóttur. Öm er sonur Jóhanns Indriða- sonar og Hugljúfar Jónsdóttur. Systkini Sigurðar Arnar eru Jóhann Már, f. 7.4 1978, og Svanhvít f. 22.3 1985. Dóttir Sigurðar Arnar er Kolbrún Karen, f. 17.12. 1993. Barns- móðir Sigurðar er Erla María Skaptadóttir, f. 15.8. 1973. Þau slitu samvist- ir. Foreldrar Erlu eru Kolbrún Sig- urðardóttir og Skapti Gíslason. Sigurður Örn ólst upp í Lúxemborg til tólf ára aldurs en þá flutti fjölskylda hans til íslands og hefur búið í Garðabæ síðan. Hann gekk í Garða- skóla og eftir grunnskólapróf lagði hann stund á rafeindavirkjun í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Sig- urður Örn starfaði um skeið hjá Ópal og íslensku sælgæti. Arið 1993 hóf hann störf sem flugþjónn hjá flugfélaginu Atl- anta og starfaði á vegum þess í Manchester er hann lést. Útför Sigurðar Arnar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ, í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Yndislegur frændi er fallinn frá, svo hræðilega snöggt. Alltaf svo ein- lægur, kurteis og hlýr. Minningar okkar um hann eru margar og yndis- legar. Siggi þorði að vera öðruvísi, að hafa sínar eigin skoðanir, og það gerði hann svo einstakan. Við minn- umst skemmtilegra heimsókna til Lúxemborgar, þar sem svo margt var brallað. Hann var alltaf mikill grall- ari og draumur hans sem lítill strákur um að verða áhættuleikari, varð til þess að uppátækin urðu mörg. Litrík- ur og skemmtilegur persónuleiki hans kom okkur ávallt í gott skap. Þegar Siggi er tólf ára flyst fjöl- skyldan heim til íslands. Þá taka við ný áhugamál og á tónlistin hug hans allan. Hann lærði á pfanó og einbeitti sér að því að semja lög og leika uppáhaldslögin sín eftir eyr- anu. Siggi var fljótur að ná tökum á tónlistinni og hljómborðið fylgdi honum ævinlega hvert sem hann fór. Seinna bættust við fleiri hijóð- færi og nýiega hafði hann keypt sér trompet sem hann hafði svo lengi óskað sér að eignast. Hann hafði mikið dálæti á Mozart og snemma lagði hann sig fram við að leika verk hans. Það þurfti aldrei að ganga á eftir Sigga til að fá hann til þess að spila. Hann var alltaf reiðubúinn, hvort heldur sem var í heimsóknum eða á jólaböllum. Þar sem fjölskylda Sigga starfar við flugið, urðu ferðalögin mörg. Hann kynntist því mörgum spenn- andi stöðum sem ýttu undir ævin- týraþrá. Starfið sem hann fékk síð- ar hjá flugfélaginu Atlanta átti því svo vel við hann. Hann var góður tungumálamaður og það kom hon- um til góða í starfi hans sem flug- þjónn. Sigga líkaði vel í starfinu því hann naut þess að ferðast. Hann dvaldist langdvölum í útlöndum, oft marga mánuði í einu. Nýlega hafði hann verið heima þar sem hann gat verið með litlu dóttur sinni, Kolbrúnu Karen, sem var honum svo kær. Litli sólargeisl- inn, sem er svo lík honum á allan hátt. Það er svo sárt að þau fái ekki að vera lengur saman. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Elsku Karen, Össi, Jóhann, Svan- hvít, Kolbrún Karen og Erla. Megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðri stundu og minningin um góðan dreng lifa. Marta, Gylfi, Þórunn Heiða, Guðmundur, Edda, Guðlaugur og synir. Þú varst svo ungur og lífsglaður. Ég var ekki búin að þekkja þig í nema tæp sex ár, við kynntumst þegar við vorum bæði 18 ára og trúlofuðum okkur stuttu seinna. Það var margt sem við brölluðum sam- an, tvö eða með vinum okkar. Við eignuðumst Kolbrúnu Karen þegar við vorum búin að vera saman í tvö ár, þú varst svo stoltur af henni. Ég man þegar þú hélst á henni pínu kríli faðmaðir hana að þér og sagðir ég elska hana, þú varst svo ánægður. Hálfu ári seinna fluttum við inn í íbúð sem við vorum búin að kaupa. Hún var svo lítil að við komum ekki öllu dótinu okkar inn í, en okkur leið samt vel. Þú hafðir svo gaman af því að spila á hljómborðið þitt, það var gaman að hlusta á þig og sjá hvað þú naust þín vel þegar þú varst að spila, það var alveg sama á hvaða hljóðfæri þú spilaðir, þú lærðir fljótt á það. Þó fannst þér alltaf vænst um píanóið, þú hafðir músíkina í þér. Það er sárt að Kolbrún Karen skuli ekki fá að njóta þín lengur og við öll, þú varst alltaf svo góður við hana enda var hún algjör pabba- stelpa. Eftir að við hættum saman þegar hún var um eins og hálfs árs fannst henni svo gaman að koma til þín og vera hjá þér og talaði mikið um þig þegar þú varst í flug- vélinni eins og hún sagði alltaf. Þér fannst gaman að starfa sem flug- þjónn, og varst ánægður að geta ferðast um allan heim. Ég man þegar þú komst síðast heim og ég sagði Kolbrúnu Karen það sama dag að pabbi væri að koma heim. Þá hoppaði hún af gleði og sagði: Pabbi minn, og tilkynnti öllum það í leikskólanum að pabbi hennar væri að koma. Þegar ég kom að heimsækja ykkur og var að tala við þig þá sagði hún: Mamma, ertu ekki að fara heim? Hún vildi vera viss um að fá að hafa þig ein í friði, hún var svo stolt af þér. Við munum sakna þín mikið. Ég sagði við þig áður en þú fórst út síðast: Þú hringir í mig áður en þú kemur í ágúst og góða ferð. Já, takk, sagðirðu. Ég vildi að ferðin hefði verið eitthvert annað, en ég veit að þú ert að gera einhverja aðra hamingjusama og ég veit að þér líður vel. Þótt við sættum okkur ekki við þetta, eins og ég sagði við mömmu þína: Af hvetju hann? Og fyrsta sem ég hugsaði: Ég er búin að missa vin minn og Kolbrún Kar- en pabba sinn. Þú lifir í minning- unni og góð minning er gulls ígildi, guð geymi þig, Siggi minn. Elsku Karen, Össi, Svanhvit, Jó- hann og Kolbrún Karen, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Erla María. Siggi minn, ég vildi að ég væri ekki að kveðja þig. Aldrei hugsaði Þeir sem guðirnir elska, deyja ég að svona myndi koma fyrir. ungir. Þessi orð komu í huga minn þegar faðir þinn fiutti mér þessa voðafrétt að þú hefðir látist af slys- förum úti í Englandi. Við skiljum illa og sættum okkur ekki alltaf við, hve lífið getur verið hart og að okk- ur fínnst miskunnarlaust. Svo er nú þegar fjölskylda okkar varð fyrir þessu höggi, svo skyndi- lega og óvænt. En tilgangurinn hlýt- ur að vera einhver. En það er ekki ætlast til að við ráðum fram úr þeirri gátu, hvers vegna ungir og efnilegir unglingar eru sviptir lífinu, sem þeir eru að byrja að lifa, en örvasa gamalmenni, að mestu út úr heiminum, eiga að heita lifandi. Sigurður minn Örn, margar eru þær minningarnar, sem við amma þín eigum frá æskuárum þínum, hér heima og úti í Lúxemborg í leik og starfi. Allar eru þær bjartar og við eigum öll þessar minningar saman. A þessari stundu getum við ekki gert mikið. En þó getum við frænd- ur og vinir verið samtaka í að vera hvert öðru góð og öllum öðrum, því að sálarlíf okkar hefur ekki gott af að fyllast heift og illsku út í fólk eða tilveruna. Amma þín og þú náðuð vel saman í tónlistinni. Þið gátuð spilað sam- an, þú á hljómborðið og hún á orgel- ið og harmoníkuna. Þeim stundum gleymum við ekki. Og einn lifandi sólargeisla skildir þú eftir handa okkur. Það er dóttir þín, Kolbrún Karen, þriggja ára dúlla, sem var þér svo kær og við munum öll ann- ast hana okkur til ánægju og minn- ingu þinni til sóma. Við amma þín áttum í miklum vanda, því að sólarhring eftir lát þitt áttum við bókaða ferð með Maxim Gorki í 12 daga á norður- slóðir, ferð sem endar í Bremerhav- en. En allir sem við töluðum við ráðlögðu okkur að fara í ferðina og á jarðarfarardaginn verðum við á siglingu með vesturströnd Noregs. Hugur okkar ömmu er hjá ykkur öllum í dag og alla aðra daga og ég veit að við komumst yfír þetta áfall. Ó guðir, þér sem okkur örlög vef svo undarleg. (St.St.) Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra og systkina með ósk um góða heimkomu Sigurðar Amar til Guð- anna. Jóhann Indriðason, Hugljúf Jónsdóttir, afi og amma. Elsku Siggi. Mig langar til þess að skrifa þér nokkur kveðjuorð, elsku frændi minn. Þú varst alltaf svo yndislegur og hlýr, þú varst algjör perla. Þú varst svo góður við allt og alla. Og þú varst ótrúlega blíður og ég veit að það fór ekki fram hjá neinum sem þekkti þig. Ég man eftir því þegar við vorum lítil þá fannst mér þú svo ótrúlega heiðarlegur, þú skrökvaðir t.d. aldrei, ekki einu sinni þótt það hefði komið sér vel fyrir þig og þú hefðir komist upp með það. Mættu fleiri vera eins og þú, elsku Siggi, því þá væri heimurinn miklu betri. Stundirnar sem við áttum saman í þessu lífí voru ekki eins margar og þær hefðu þurft að vera. Enda bjóst þú hjá fjölskyldunni þinni úti í Lúx- emborg til 12 ára aldurs þangað heimsótti ég ykkur einu sinni. Það var yfir jól 1980. Ég man ekki mik- ið frá þessari ferð, en tvennt man ég þó mjög vel. Það var þegar þú fræddir mig á því hvað vespa var og þegar þú sagðir að ég væri besta frændsystir þín. Manstu, ég svaf á mjög mjóum sólbekk í stofunni ykk- ar? Samt ekki mjórri en það að við kúrðum, lásum og spjölluðum öll þijú, þú, ég og Jóhann sem var ekki orðinn tveggja ára. Þið voruð svo yndislegir báðir tveir. Mér fannst ég eiga fallegustu frændur í heimi. Eitt kvöldið var ég að lesa fyrir ykkur bók, ekki neitt sorglegt en samt var eitthvað sem minnti mig á að ég ætti svakalega bágt alein í útlandinu. Ég útskýrði tárin þannig að vespa (sem ég hélt að væri útlensk mýfluga) hefðu flogið í augað á mér. Þú varst ekki sáttur við þessa útskýringu og sagðir mér að allar vespur væru sofandi á ve- turna, og jafnvel þó ein væri vak- andi þá mundi hún frekar vera að leita að mér í stað þess að fljúga í augun á fólki. Svo tókstu utan um hálsinn á mér og kreistir mig, klapp- aðir mér og kysstir á kinnina og sagðir: Svona, svona, bráðum sérðu pabba þinn og mömmu aftur. Svona varstu alltaf góður og ég var hins vegar ofsalega þakklát að vera ekki með vespu í auganu. Kvöldið eftir spurðir þú mig hvort ég vissi hvem- ig við værum skyld. Auðvitað vissi ég það, orðin tíu ára gömul. Ég sagði þér að pabbi þinn og mamma mín væm systkini og við þar af leið- andi systkinabörn. Þú virtist vita allt um það og sagðir dálítið pirrað- ur, ég átti ekki við það, vissir þú t.d. ekki að ég væri frændbróðir þinn. Svo faðmaðirðu mig og sagðir að ég væri besta frændsystir þín. Mér þótti ofsalega vænt um að heyra þetta þó ég viti núna að allir eru bestir í þínum augum. Elsku Siggi, ég man líka þegar ég hitti þig og Erlu í bænum þegar litla fallega stúlkan ykkar var nýfædd. Það var í fyrsta sinn sem ég sá hana, hún var svo falleg og þið svo stolt og hamingjusöm. Þú varst allt- af svo stoltur af öllum. Þú varst stoltur af pabba þínum og mömmu og Jóhanni og Svanhvíti og þér þótti svo vænt um fjölskylduna þína og litlu dóttur þína. Ég veit að ef eitt- hvað hjálpar fjölskyldunni þinni á þessum erfíða tíma þá ert það þú, því minningin um þig lifir alltaf og minningin um þig, elsku Siggi minn, á eftir að hjálpa fólki að takast á við lífið að nýju. Ég óska þér alls hins besta á nýja staðnum, elsku frændi minn. Elsku Össi, Karen, Jóhann og Svanhvít og Kolbrún Karen, ykkar missir er mestur og ég bið allt hið góða í þessum heimi að styrkja ykk- ur og hjálpa á þessum sorgartíma. Elsku amma og afí, mamma, Marta og Gulla, þið eigið samúð mína alla. Blessuð sé minning um yndisleg- an dreng. Þín Hugljúf (Hulla) frændsystir. Elsku frændi, okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Það er hart þegar ungt fólk er kall- að burt í blóma lífsins, en ég veit að þetta hefur tilgang. Við hjónin erum svo glöð að þú komst heim fyrir stuttu, til að vera með elsku litlu dóttur þinni, og fara með hana í sveitina að sjá dýrin. Við þökkum þér fyrir píanóleikinn sem við feng- um svo oft að njóta, og allar yndis- legu samverustundimar sem við áttum saman, bæði hér á íslandi og erlendis þegar þú komst að heim- sækja okkur. Að lokum, kæri frændi, biðja Gulla og Árni þér blessunar Guðs og þakka þér allt frá liðinni tíð. Elsku Kolbrún Karen litla, Karen, Össi, Jóhann og Svanhvít, Guð veri með ykkur og veiti ykkur styrk. Innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Megi guð vera með ykkur. Þú ert sem bláa blómið, svo blíð og hrein og skær. Ég lít á þig, og lðngun mér líður hjarta nær. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra bamið mitt. (Heine.) Kveðja Erna og Bergþór. Elskulegi frændi. Aðeins örfá orð til þín. Þær komu eins og reiðarslag fréttimar um að þú værir farinn frá okkur, svona ungur og áttir allt lífið framundan. Elsku Siggi, hjartans þökk fyrir samvemstundirnar, gleðina, hlátur- inn, tónlistina og allt sem þú gafst okkur. í hjarta okkar lifír minningin um þig, einlægan og skemmtilegan frænda. Elsku Karen, Össi, Jóhann, Svan- hvít, Kolbrún Karen og aðrir að- standendur, Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ég fel í forsjá þina, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þín frændsystkini. Guðbjörg, Þóra, Einar og Sigríður. Elsku Siggi minn, hér er smá- kveðja til þín. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fógm lykjast þín. Líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Ég bið góðan Guð að styrkja ást- vini þína. Megi ljósið ætíð fylgja þér, kæri frændi. Harpa Másdóttir. Siggi víkingur flaug um heiminn með bros á vör. Hann var einlægnin uppmáluð, sagði það sem hann meinti og meinti það sem hann sagði. Með sínu heilbrigða viðhorfí til lífsins og því að viðhalda baminu í sér tókst honum að lifa lífínu á þann hátt sem flest okkar dreymir aðeins um. Þar sem Siggi var, þar var tón- list. Hann ferðaðist um allan heim með Roland-hljómborðið sitt og galdraði úr því hvem smellinn á fætur öðmm. Ekkert hljóðfæri var óhult þegar Siggi var annars vegar og trompetinn sem hann var nýbúinn að kaupa sér var næstur. Hann vildi meina að tilraunir hans með hljóð- færið hljómuðu eins og veikur fíll, en hann var staðráðinn í að sigrast á hljóðfærinu eins og hann gerði við hljómborðið, bassann og gítarinn. Siggi var með eindæmum úrræða- góður, hvort sem hann festi gítar- streng með bréfaklemmu eða tengdi heilu hljóðkerfín með Leathermann- inn að vopni. Eitt var það sem átti hug hans og hjarta, litla dóttir hans Kolbrún Karen. Það mátti glöggt sjá þegar hann var á leið heim til Islands í byijun júní, eftirvæntingin var svo mikil. Hægt var að lesa stoltið og umhyggjuna úr svip hans. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með Sigga víkingi. Hans er og verður sárt saknað úr hópnum. Við biðjum góðan Guð að varðveita og styrkja fjölskyldu hans. Blessuð sé_ minning hans. Asdís, Guðbjörg Inga og Karl. Elsku hjartans vinur minn, nú er komið að kveðjustund og allar góðu minningamar sem ég á um þig streyma um huga minn. Allar eru þær tengdar góðum stundum, þó sérstaklega úr Völu. Ég man þegar ég mætti fyrst í Völu, hvað þú tókst vel á móti mér. Upp frá því myndað- ist innilegt vinasamband á milli okk- ar og áttum við margar ógleyman- legar stundir upp frá því. Síðasta samtal okkar var þegar þú hringdir í mig og sagðir að þú værir að fara út til að vinna sem flugþjónn, þú varst svo spenntur. Ég á eftir að hugsa mikið um þig og þú átt alltaf stað í hjarta mínu. Ég þakka guði fyrir að hafa kynnst þér í þennan stutta tíma en minning- amar eru óteljandi, elsku vinur minn. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, elsku Siggi minn. Megir þú hvíla í friði. Ég sendi mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til Kolbrúnar, Erlu, Kar- enar, Amars, Jóhanns, Svanhvítar, Hugljúfar og Jóhanns Indriðasonar og annarra aðstandenda. Megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur á þessari erfiðu stund í lífínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín vinkona Ásmunda. • Fleiriminningargreinarum Sigurð Öm Arnarson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.