Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27.JÚNÍI997 35 BALDUR LÍNDAL + (Tryggvi) Bald- ur Líndal, efna- verkfræðingur, fæddist á Lækja- móti í Víðidal, Þor- kelshólshreppi, V- Húnavatnssýslu, 17. ágúst 1918. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Steinvör Sigurðar- dóttir Líndal, hús- móðir og kennari, f. 7.1.1888 á Lækja- móti, d. 19.7. 1950, og Jakob Hansson Líndal, bóndi, hrepp- stjóri og kennari, f. 18.5. 1880 á Steiná I Svartárdal, Bólstað- arhlíðarhreppi, A-Húnavatns- sýslu, d. 13.3. 1951. Jakob var sjálfmenntaður jarðfræðingur og stundaði jarðfræðirann- sóknir í hjáverkum. Systkini Baldurs voru: Sigurður J. Línd- al, bóndi og hreppsljóri á Lækjamóti, f. 29.11. 1915, d. 8.12. 1991, og Margrét Jakobs- dóttir Líndal, húsmóðir og kennari í Reykjavík, f. 29.5. 1920. Baldur var þríkvæntur. Fyrsta kona hans 5.7. 1943 var Kristín R.F. Búadóttir, f. 25.2. 1925 á Ferstiklu í Hvalfjarðar- strandarhreppi, Borgarfjarð- arsýslu. Þau slitu samvistir eft- ir stutta sambúð og áttu ekki börn. Önnur kona Baldurs 8.10. 1948 var Amalía Líndal, f. Go- urdin, rithöfundur, frá Cam- bridge, Massachusetts, Banda- ríkjunum, f. 19.5.1926, d. 29.11. 1989. Þau slitu samvistir eftir 19 ára sambúð. Börn þeirra: 1) Tryggvi Valtýr, mannfræð- ingur og rithöfundur í Reykja- vík, f. 3.5. 1951. 2) Ríkarður Eðvarð, Ph.D., sálfræðingur í Toronto i Kanada, f. 20.5.1952. Sambýlismaður hans er Mark Hensaw, fasteignasali. 3) Eirík- ur Jón, Ph.D., sálfræðingur í Kópavogi, f. 31.12. 1955. Kona hans 29.12. 1981 er Halldóra Gísladóttir, myndlistarmaður, f. 12.4. 1951. Sonur hennar, stjúpsonur Eiríks, er Böðvar Kári Ástvaldsson, háskólanemi, f. 31.12. 1971. 4) Jakob Emil, arkitekt i Kópavogi, f. 5.9. 1957. Kona hans 29.12. 1981 er Sigríður Nanna Sveinsdótt- ir, framkvæmdastjóri, f. 11.2. 1959. Börn þeirra eru Eiríkur Birkir, f. 12.12. 1983, Eva Guð- björg og Baldur Emil (tvíb.) f. 5.11. 1996. 5) Anna Elísabet, talmeinafræðingur í Toronto í Kanada, f. 22.1. 1962. Maður hennar 7.9. 1994 er Aybars Castaban, kerfisfræðingur í Toronto í Kanada, f. 5.11.1958. Sonur þeirra er Erol Líndal Muzaf- fer, f. 3.11. 1995. Þriðja kona Bald- urs 30.11. 1974 er Ásdís Hafliðadótt- ir, framkvæmda- stjóri, f. 19.2. 1940 i Reykjavík. Hún lifir mann sinn. Börn hennar frá fyrra hjónabandi og stjúpbörn Bald- urs eru: 1) Hafliði Skúlason, félags- fræðingur og markaðsstjóri, f. 18.4. 1958. Kona hans 18.8. 1979 er Valdís Krisljánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 1.6. 1959. Börn þeirra eru: Ásdís Rósa, f. 10.5. 1991, Hafdís Edda, f. 10.9. 1992, dáin sama dag, Mímir, f. 27.8. 1993. 2) Snorri Már Skúlason, sagn- fræðingur og fréttamaður, f. 14.9. 1965. Sambýliskona hans er Ragnheiður Halldórsdóttir, rekstrarverkfræðingur, f. 31.1. 1966. Dóttir þeirra er Hugrún, f. 16.12. 1991. 3) Svava Skúladóttir, kennari, f. 20.11. 1967. Sambýlismaður hennar er Skúli Þórisson, sölu- maður, f. 4.4. 1965. Dætur þeirra eru Agnes Una, f. 16.4. 1991 og Anna Karen, f. 26.3. 1993. Baldur varð stúdent frá MA 1939 og lauk B.Sc. prófi í efna- verkfræði frá MIT í Boston 1949 og var við framhaldsnám í sama skóla 1955. Hann var verkfræðingur hjá raforku- málasljóra frá 1949 og sjálf- stætt starfandi ráðgjafarverk- fræðingur frá 1961. Baldur hannaði og ók fyrstur Islend- inga á vetnisbíl árið 1945, hafði frumkvæði að kísilgúrvinnslu í Mývatni og sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Vann á 8. áratugn- um ítarlega úttekt á möguleik- um á magnesíumframleiðslu á Reykjanesi. Starfaði við fjölda verkefna á sviði efnavinnslu í Bandarikjunum og Mið-Austur- löndum og fyrir Virki hf. í Mið- og Suður-Ameríku og Afríku. Hann hafði nýlega fengið styrk frá ESB til frumrannsókna á framleiðslu etanóls sem elds- neytis og annarra afurða úr lúpínuseyði þegar hann lést. Baldur Líndal fékk Hina ís- lensku fálkaorðu 1968, Verð- laun Ásu Guðmundsdóttur Wright 1972 og gullmerki Verkfræðingafélags íslands 1985. Útför Baldurs fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þar eð aðrir munu verða til að ijalla hér um bakgrunn og störf föður míns heitins, vil ég nú ein- ungis snara hér úr ensku nokkrum brotum úr umfjöllunum móður minnar sálugu, Amalíu Líndal, um hann, úr útgefnum ritum hennar. Hér segir fyrst frá kynnum þeirra í Massaehusetts í Bandaríkj- unum, árið 1948, í sjálfsævisögu- legri landkynningarbók hennar, Ripples from Iceland, sem kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1962. „Eg hitti eiginmann minn, sem síðar varð, í Félagi erlendra náms- manna í Cambridge; en þangað fór ég reglulega til að taka þátt í hin- um eldheitu samræðum hinna til- gerðarlausu erlendu nema; sem voru svo ólíkir hinum sýndar- mennskulegu nemum við viðskipta- deijd Bostonarháskóla. í fyrstu þótti mér meira til hans koma en honum til mín. Mér fannst hann vera hlédrægur og náms- hestalegur, og hann hafði tilhneig- ingu til að svara spurningum mín- um um ísland með eins atkvæðis orðum, en þó af mikilli athygli. Fyrsta samtalið okkar hefði senni- lega fjarað alveg út ef hann hefði ekki allt í einu fengið sinadrátt í fótlegginn og farið að stynja. „Nuddaðu hann,“ ráðlagði ég honum, „og stattu síðan upp eins hratt og þú getur, áður en þú ferð að finna mikið til aftur.“ Hann hlýddi nú þessu, og sinadrátturinn hvarf þegar við þetta. Við skiptumst í kjölfarið á reynslusögum um sinadrætti í fót- leggjum, og fórum svo í framhaldi af þessu að tala um áhugamál og sitthvað annað smálegt. Það gladdi mig mjög þegar ég komst að því að hann var mjög gefinn fyrir að fara í langar gönguferðir einn sér; að honum þótti gaman að dansa; að hann málaði olíumálverk; og að hann sæi greinilegan skyldleika á milli listarinnar og verkfræðinn- ar.^ Á meðan hann talaði um námið sitt, og það sem hann vonaðist til að gera þegar hann sneri aftur heim til íslands, kom glampi i aug- un á honum, og hann hélt áfram tali sínu, þindarlaust, altekinn af eigin ákefð.“ Síðari tilvitnun mín er úr viðtali Amalíu við Baldur sumarið 1968, í tímariti henanr Sixty-five Degre- es; A Readers Quarterly of Ice- landic Life and Thought, sem kom út á íslandi á árunum 1967-1970. Hér er gripið niður í niðurlag greinarinnar, sem fjallar um upp- hefð efnaiðnaðar og skyldra greina á íslandi. „Nú komum við að hinni mikil- vægu staðsetningu íslands á heimskortinu. Ljóst er að það ligg- ur mjög vel við bæði innflutningi og útflutningi afurða. Staða þess í Norður-Atlandshafinu mitt á milli hinna tveggja helstu iðnsvæða heims veitir margháttaða við- skiptaaðstöðu sem fáar þjóðir geta státað af; og því er lítill vafi á að efnaiðnaður og aðrar skyldar grein- ar munu halda áfram að gegna þar miklu og vaxandi hlutverki. Við Islendingar munum þurfa þessa vaxtar við, bæði til að auka stöðug- leikann í hagkerfinu okkar, og til að skapa atvinnutækifæri handa vaxandi fjölda íbúa. Og sem betur fer þarf ekki að reiða sig á ósk- hyggju til að ná þessum markmið- um, heldur þarf einfaldlega að nýta eitthvað af þeim náttúruauðlindum sem þegar liggja fyrir okkur; ósn- ertar og ónotaðar." Tryggvi V. Líndal. Þeir verða að missa sem eiga. Fyrir því höfum við fengið að finna sem áttum Baldur Líndal að. Sökn- uðurinn nístir því við kveðjum ein- stakan mann sem var gefandi fram á síðasta dag. Það var sumarið 1974 sem móð- ir mín, Ásdís Hafliðadóttir, þá ein- stæð þriggja barna móðir, og Bald- ur, einstæður faðir, giftu sig og hófu sambúð í Kópavoginum. Bald- urs beið erfitt verkefni. Að vinna traust okkar systkinanna sem vor- um á viðkvæmum aldri, tortryggð- um breytingar og vildum hafa mömmu útaf fyrir okkur. Baldur nálgaðist okkur af nærgætni eins og honum einum var lagið og með fangið fullt af umburðarlyndi og hlýju ávann hann sér traust okkar og ást á undra skömmum tíma. Ekki með tilgerð, heldur einlægni og yfirvegun sem var hrein og sönn. Upp frá þessum tíma var Baldur okkur sem faðir og oft meira en það. Hann var kjölfestan í ólgusjó, þegar erfiðleikar steðjuðu að, þegar óhörðnuðum unglingum fannst allt vera að bresta. Þá þurfti hann ekki annað en leggja höndina á öxl manni og veröldin leit betur út. Það var nefnilega ekki stíll Baldurs að básúna tilfinningar í orðum, hann lét þær í ljósi með svipmóti sínu og góðlegum augunum. Þannig huggaði hann, með blik í auga og bros á vör. Nú hefur Baldur lygnt þeim aftur í síðasta sinn og eftir stend ég og þakka örlögunum fyrir að hafa ruglað reytum okkar sam- an. En Baldur var ekki einungis gæddur fágætum mannkostum, hann var einnig merkilegur vísinda- maður. Frumkvöðull sem yfirleitt var á undan sinni samtíð. Hann hannaði og ók fyrstur íslendinga á vetnisbíl fyrir hálfri öld, hann var hugmyndafræðingur að kísilgúr- vinnslu í Mývatni og átti stóran þátt í sjóefnavinnslu á Reykjanesi svo eitthvað sé nefnt. Og þó Baldur væri kominn við aldur var hugurinn ennþá frjór en hann vann að athygl- isverðum tilraunum á afurðum úr lúpínuseyði þegar hann lést og höfðu þær rannsóknir m.a. vakið athygli Evrópusambandsins. Eg kveð í dag mann sem kenndi mér meira um lífið og tilveruna en flestir aðrir. Það gerði hann ekki með umvöndunum eða vegvísun, heldur með því að vera hann sjálf- ur. Ef mér aðeins tækist að tileinka mér brot af þínum mannkostum yrði ég betri maður. Ég þakka sam- fylgdina, elsku pabbi, þú munt allt- af eiga stað í hjarta mér. Snorri Már Skúlason. Með Baldri Líndal efnaverkfræð- ingi er genginn einn af frumhetjum jarðhitanýtingar hér á landi á síð- ari hluta þessarar aldar. Hann var sá fyrsti sem helgaði sig því mark- miði að finna nýjar leiðir til að nýta þessa orkulind í iðnaði fyrst og fremst. Hann hafði hlotið menntun sina við einn þekktasta verkfræðiskóla Bandaríkjanna, Massachusetts Institute of Techno- logy og er hann kom heim þaðan hóf hann störf hjá Raforkumála- skrifstofunni, þar sem á þeim tíma var unnið að því undir stjórn Jak- obs Gíslasonar að fínna nýjar Ieiðir til að nýta orkulindir landsins. Þar starfaði Baldur til 1961, þegar verkfall verkfræðinga gerði það að verkum að hann, eins og margir verkfræðingar á þeim tíma, setti á fót eigin verkfræðistofu. Á þeim vettvangi starfaði hann æ síðan. Baldur gerði margvíslegar til- raunir með vinnsluferla til nýtingar jarðhita, t.d. reisti hann búnað til tilrauna með brennisteinsvinnslu við Námafjall. Hann var einnig frumkvöðull og hugmyndasmiður að Kísiliðjunni við Mývatn, sem nú hefur starfað farsællega í meira en 30 ár. Síðar vann hann einnig lengi við þróun sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Baldur gerði sér far um að skoða á breiðum grundvelli öll þau tæki- færi sem virtust geta komið til greinatil nýtingarjarðhitans. Hann var sennilega sá fyrsti í heiminum, sem það gerði á kerfisbundinn hátt. Snemma bjó hann til sk. Líndal línurit, sem sýnir til hvers konar nota heitt vatn eða gufa við mis- munandi hitastig hentar, allt frá raforkuvinnslu við hæstu hitastigin til snjóbræðslu og fiskeldis við þau Iægstu. í þetta línurit er nú vitnað í ýmsum myndum hvarvetna í heiminum þar sem rætt er eða rit- að um nýtingu jarðhita. Mjög oft var leitað til Baldurs sem ráðgjafa af erlendum og innlendum aðilum og verkefnin eru því orðin ærið mörg sem hann hefur komið nærri. Eins og jafnan er með rannsókna- og þróunarverkefni leiða þau ekki alltaf til framleiðslufyrirtækja á borð við Kísiliðjuna, en eru engu að síður nauðsynlegur undanfari sh'kra tækifæra. Baldur var einkar hógvær maður og lítið fyrir að trana sér fram og láta á sér bera. Hann hlaut marg- víslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Á seinni árum tók hann að sér leiðbeiningar- og kennslustörf á sínu sviði við Jarðhitaskólann hjá Orkustofnun og gaf þannig erlend- um nemendum skólans veganesti af reynslu sinni. Fyrir það er nú þakkað. Við Ólöf vottum Ásdísi og fjöl- skyldu innilega samúð okkar. Guðmundur Pálmason. Kveðja frá félögum í Rótarýklúbbi Kópavogs Baldur Líndal efnaverkfræðing- ur, einn elsti félaginn í klúbbi okk- ar, er nú lagstur til hinstu hvílu. Hann gekk í klúbbinn fyrir 25 árum og var forseti hans árið 1994 til 1995 eftir að hafa verið ritari nokkrum árum áður. Hann hefur einnig setið í mörgum nefndum í klúbbnum. í maímánuði sl. var hann útnefndur Paul Harris félagi. Baldurs verður væntanlega fyrst og fremst minnst fyrir vís- indastörf sín á sviði efnaverk- fræði. Hann hefur verið þátttak- andi í að setja upp alla meiri hátt- ar efnavinnslu í landinu síðastliðin 40-50 ár. Sem dæmi má nefna Kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn, Saltvinnsluna á Reykjanesi, Orku- verið í Svartsengi og Þörunga- vinnsluna á Reykhólum. í þessum málum hefur hann ýmist verið frumkvöðull, ráðgjafi eða hönnuð- ur og stundum allt í senn. Bæði í starfi og sem rótarýfélagi var Baldur fullkomlega virkur allt til dauðadags. Framkoma hans í klúbbnum einkenndist af lítillæti. Hann var hljóðlátur, traustur og gegn félagi. Allt sem hann lagði til mála einkenndist af jákvæðni og því að leysa mál. Baldur var að því er virtist alltaf í góðu jafn- vægi, hægur og rökfastur og hafði lag á því að láta hlutina gerast hljóðlega, þ.e. án alls fyrirgangs. Eitt skemmtilegasta dæmið um þetta er eftirfarandi: Baldur á 5 börn og 3 fósturbörn. Þau hafa öll tekið háskólapróf. Þar af eru tveir doktorar. Mér er tjáð að ekkert þeirra hafi fundið fyrir neins konar þýstingi í þessa átt. Það bara gerð- ist. Við kveðjum félaga okkar með söknuði og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs. J. Ingimar Hansson. Fyrir skömmu hringdi Baldur Líndal til mín. Hann hafði tekið saman sögu rannsókna á kísilgúm- um við Mývatn og tilrauna með nýtingu hans. Hann vildi bera und- ir mig nokkur atriði. Þar kom í samtali okkar að ég spurði Baldur að því við hvað hann væri að fást nú. Á sinn hægláta máta skýrði hann mér frá hugmyndum og verk- efnum, sem hann væri að skoða. Meðal annars kvaðst hann vera að kanna leiðir til þess að binda eitt- hvað af þeim koltvísýringi, sem streymir út í andrúmsloftið frá umferð og verksmiðjum hér á landi. Þannig var Baldur Lindal. Hann leitaði stöðugt leiða til þess að nýta íslenskar náttúruauðlindir og bætá innlenda framleiðslu til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. í þessu sambandi var hann sá hugmynda- ríkasti maður sem ég hef kynnst. Baldri féll heldur aldrei verk úr hendi. Hann stundaði sínar athug- anir og rannsóknir með hægð en þrotlaust. Baldur Líndal vann lengi á Raf- orkumálastofnun hjá Jakobi Gísla- syni, raforkumálastjóra. Jakob var svipaður Baldri að ýmsu leyti. Hann var athugull mjög og sá tækifærin víða. Baldur og Jakob áttu því leið saman. Kynni mín af Baldri voru nánust þau 20 ár sem ég var framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs ríkisins. Baldur kom iðulega með hugmynd- ir sínar til Rannsóknarráðs og ég lærði fljótt að á Baldur væri í þeim efnum gott að veðja. Með Baldri var unnið að athugun á nýtingu ýmissa náttúruauðlinda og þróun margs konar framleiðslu. Of langt mál yrði að telja það allt upp. Einna eftirminnanlegastar eru mér þó rannsóknir Tómasar heitins Tryggvasonar jarðfræðings og Baldurs Líndals á nýtingu kísilg- úrsins við Mývatn. Sú framleiðsla er að því leyti óvenjuleg að kísilgúr er venjulega unninn úr þurrum námum. Vinnsla úr vatni er því nokkuð sérstök. Með nýtingu jarð- hitans leysti Baldur með ágætum það viðfangsefni. Með þessum rannsóknum lagði Baldur Líndal grundvöllinn að byggingu Kísiliðj- unnar. Af öðrum rannsóknarverkefn- um, sem Baldur sinnti, vil ég nefna nýtingu á jarðsjónum á Reykja- nesi. Þótt ekki yrði úr þeirri stór- felldu salt- og efnaframleiðslu, sem Baldur vildi reisa þar, urðu rann- sóknir hans grundvöllur að salt- verksmiðjunni, sem ég efa ekki að mun með tímanum verða gott fyrir- tæki. Baldur Líndal kaus að vinna sin verk og rannsóknarstörf í kyrrþey. Hann var lítt fyrir fjölmiðla og auglýsingamennsku gefinn. Þvi má vera að færri geri sér grein fyrir því en vera ætti, hve merkur braut- ryðjandi er með Baldri genginn. Eiginkona mín, Edda, vann í mörg ár hjá raforkumálastjóra með Baldri Líndal. Hún mat hann mik- ils Við hjónin erum þakklát fyrir kynni okkar af Baldri og vottum eiginkonu hans og afkomendum dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson. 0 Fleirí minningargrcinar um Baldur Líndal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.