Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 16

Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ I LANDIÐ Hveragerði, blómstrandi bær Hveragerði - Mikið verður um dýrðir í Hveragerði nú um helgina en þá eru þar haldnir hinir árvissu „Blómstrandi dagar“. Er þessi helgi tileinkuð heilbrigði og heilsusam- legu líferni. Af því tilefni er efnt til kynningar- og sölusýningar í íþróttahúsi bæjarins á vörum og þjónustu er tengist því sviði. Fjöldi uppákoma verður í bænum alla helgina og mikið um að vera. Á laugardagsmorgni er boðið uppá örnefnagöngu um bæjarfélagið. íþróttafélagið Hamar mun síðan sjá um alls kyns íþróttaviðburði sem almenningur getur tekið þátt í svo sem blakmót utandyra og línu- skautaknattleik á laugardeginum og boltaþrautir fyrir yngstu kyn- slóðina á sunnudeginum. Golfmót verður haldið á nýjum stórglæsileg- um golfvelli í Gufudal á laugardag og á sunnudag verður boðið þar uppá golfkennslu. Ennfremur mun verða ókeypis í tennis og golf á Hótel örk ásamt bíói fyrir börnin. Listsýningar, grillveisla, dans- leikur, bjórhátíð og margt fleira munu síðan freista gesta bæjarins þessa helgi. En það sem einatt vek- ur hvað mesta athygli er það þegar Drottningarholan, ein stærsta bor- hola landsins, er látin blása í daln- um innaf Hveragerði. Það er ógleymanlegt að verða vitni að þeim ægikrafti sem brýst úr iðrum jarðar við þann gjörning. Skrúfað er frá Drottningarholunni á föstudag klukkan 18 en á laugardag og sunnudag klukkan 17. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MIKIÐ verður um dýrðir í Hveragerði um helgina. Morgunblaðið/Kr.Ben. Dýpkun mnsiglingarmnar í Grindavík á undan áætlun Gnndavík - Dýpkunarframkvæmd- ir í innsiglingunni til Grindavíkur- hafnar hafa gengið mjög vel og lætur nærri að verkið sé tveimur mánuðum á undan áætlun. Að sögn Jóns Sigurðssonar bæjar- tæknifræðings er það veðrið sem skiptir sköpum um það hversu vel hefur gengið því verktakinn J&K Petersen ehf. frá Færeyjum hefur ekki orðið fýrir neinum töfum af þeim sökum frá því framkvæmdir hófust í vor. Upphaflega var áætlað að dýpk- unarframkvæmdunum yrði lokið í október og voru þá teknar með í reikninginn hugsanlegar tafir vegna veðurs en nú stefnir í að verkinu ljúki í endaðan ágúst. Áætlaður heildarkostnaður við gerð innsiglingarinnar til Grinda- víkur er 700 milljónir króna, sem skiptist í dýpkun 500 milljónir og varnargarðar 200 milljónir, en verkið verður unnið í nokkrum áföngum á næstu árum. í vor var samið við færeyska fyrirtækið J&K Petersen ehf. um dýpkun fyrsta áfanga sem er 13.500 fermetra svæði í innsigling- unni frá hafnargörðunum þar sem dýpkun lauk 1996 og út að innri snúning. Dýpi á svæði því sem dýpka á er nú frá 3-5 metra djúpt og skal dýpka niður á 7 metra. Svæðið er mest 35 metra breitt og 430 metra langt. Samningsupp- hæð þessa áfanga er 156 milljónir króna. Dýpkunarfyrirtækið færeyska sá um dýpkunarframkvæmdir í Grindavíkurhöfn á síðasta ári og skilaði því verki fljótt og vel svo þeir eru því orðnir hagvanir á þess- um slóðum. t í Skemmtisiglingar á Húnaflóa Blönduósi - Húni II, sem er 130 tonna eikarbátur, lagði í sína fyrstu skemmtisiglingu út á Húnaflóa frá Blönduósi sl. mið- vikudag. Þessum bát, sem er smíðaður árið 1963, hefur verið breytt í skemmtisiglingaskip og er hann gerður út frá Skaga- strönd. Eigandi og útgerðaraðili Húna II er Þorvaldur Skaftason frá Skagaströnd og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að útgerð skipsins miðaðist við ósk- ir neytenda. Hægt væri að skyggnast eftir hvölum, fara lengri eða skemmri ferðir um Húnaflóann eða ferja fólk yfir á Strandir. Góð veitingaaðstaða er um borð þannig að félög og fyrirtæki gætu þess vegna hald- ið árshátíðir sínar úti á Húnaflóa og svo spillir ekki að eigandinn er liðtækur gítarleikari og vél- stjórinn kann sitthvað fyrir sér í dragspilsleik. Þorvaldur var bjartsýnn á framtíð þessarar útgerðar og sagði lítil takmörk fyrir þvi hveiju mætti brydda upp á í tengslum við útgerð skipsins. Einum Blönduósing sem stóð á bryggjunni og tók á móti Húna II varð að orði þegar skip- ið lagðist að bryggju að líklega væri þetta fyrsta skemmtiferða- skipið sem komið hefði til Blönduóss, að minnsta kosti á þessu ári. Morgunblaöið/Jón Sigurðsson ÞORVALDUR Skaftason í stafni Húna II sem gerður er út til skemmtisiglinga um Húnaflóa. Keflavíkurflugvöllur: Miklar endurbætur á stærsta flug’skýlinu Vogum - Allsherjar endurnýjun á þaki stærsta flugskýlis varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli stendur yfir. Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafull- trúa varnarliðsins, var þriðjungur verksins unninn síðastliðið sumar, og er vonast til að verkinu, sem upphaflega átti að ljúka á næsta árij verði lokið í haust. Islenskir aðalverktakar sjá um framkvæmdina sem er áætlað að kosti 420 milljónir króna í ár. BS þakpappalagnir ehf. eru meðal und- irverktaka við þakvinnuna. Sumar- liði Jónsson, einn eigenda fyrirtæk- isins, segir flugskýlið 15 þúsund fer- metra að stærð og þakið stærsta verkefni fyrirtækisins til þessa, en það er tæplega tveggja ára. Sjálfur er Sumarliði með 29 ára reynslu sem hefur komið sér vel í verkinu. Hann segir alls 7 lög lögð ofan á járnið sem er neðsta lag á þakinu, en það eru 4 lög af pappa, eitt af gifsplötum og tvö lög af einangrun. Við þakvinnuna starfa 22-28 starfsmenn. Inni í flugskýlinu hafa Keflavíkurverktakar unnið við end- urnýjun verkstæðis- og skrifstofu- húsnæðis fyrir um 56 milljónir króna og er þeim framkvæmdum að ljúka. ; I r HAGKAUP ® TOYOTA —Bl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.