Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ I LANDIÐ Hveragerði, blómstrandi bær Hveragerði - Mikið verður um dýrðir í Hveragerði nú um helgina en þá eru þar haldnir hinir árvissu „Blómstrandi dagar“. Er þessi helgi tileinkuð heilbrigði og heilsusam- legu líferni. Af því tilefni er efnt til kynningar- og sölusýningar í íþróttahúsi bæjarins á vörum og þjónustu er tengist því sviði. Fjöldi uppákoma verður í bænum alla helgina og mikið um að vera. Á laugardagsmorgni er boðið uppá örnefnagöngu um bæjarfélagið. íþróttafélagið Hamar mun síðan sjá um alls kyns íþróttaviðburði sem almenningur getur tekið þátt í svo sem blakmót utandyra og línu- skautaknattleik á laugardeginum og boltaþrautir fyrir yngstu kyn- slóðina á sunnudeginum. Golfmót verður haldið á nýjum stórglæsileg- um golfvelli í Gufudal á laugardag og á sunnudag verður boðið þar uppá golfkennslu. Ennfremur mun verða ókeypis í tennis og golf á Hótel örk ásamt bíói fyrir börnin. Listsýningar, grillveisla, dans- leikur, bjórhátíð og margt fleira munu síðan freista gesta bæjarins þessa helgi. En það sem einatt vek- ur hvað mesta athygli er það þegar Drottningarholan, ein stærsta bor- hola landsins, er látin blása í daln- um innaf Hveragerði. Það er ógleymanlegt að verða vitni að þeim ægikrafti sem brýst úr iðrum jarðar við þann gjörning. Skrúfað er frá Drottningarholunni á föstudag klukkan 18 en á laugardag og sunnudag klukkan 17. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MIKIÐ verður um dýrðir í Hveragerði um helgina. Morgunblaðið/Kr.Ben. Dýpkun mnsiglingarmnar í Grindavík á undan áætlun Gnndavík - Dýpkunarframkvæmd- ir í innsiglingunni til Grindavíkur- hafnar hafa gengið mjög vel og lætur nærri að verkið sé tveimur mánuðum á undan áætlun. Að sögn Jóns Sigurðssonar bæjar- tæknifræðings er það veðrið sem skiptir sköpum um það hversu vel hefur gengið því verktakinn J&K Petersen ehf. frá Færeyjum hefur ekki orðið fýrir neinum töfum af þeim sökum frá því framkvæmdir hófust í vor. Upphaflega var áætlað að dýpk- unarframkvæmdunum yrði lokið í október og voru þá teknar með í reikninginn hugsanlegar tafir vegna veðurs en nú stefnir í að verkinu ljúki í endaðan ágúst. Áætlaður heildarkostnaður við gerð innsiglingarinnar til Grinda- víkur er 700 milljónir króna, sem skiptist í dýpkun 500 milljónir og varnargarðar 200 milljónir, en verkið verður unnið í nokkrum áföngum á næstu árum. í vor var samið við færeyska fyrirtækið J&K Petersen ehf. um dýpkun fyrsta áfanga sem er 13.500 fermetra svæði í innsigling- unni frá hafnargörðunum þar sem dýpkun lauk 1996 og út að innri snúning. Dýpi á svæði því sem dýpka á er nú frá 3-5 metra djúpt og skal dýpka niður á 7 metra. Svæðið er mest 35 metra breitt og 430 metra langt. Samningsupp- hæð þessa áfanga er 156 milljónir króna. Dýpkunarfyrirtækið færeyska sá um dýpkunarframkvæmdir í Grindavíkurhöfn á síðasta ári og skilaði því verki fljótt og vel svo þeir eru því orðnir hagvanir á þess- um slóðum. t í Skemmtisiglingar á Húnaflóa Blönduósi - Húni II, sem er 130 tonna eikarbátur, lagði í sína fyrstu skemmtisiglingu út á Húnaflóa frá Blönduósi sl. mið- vikudag. Þessum bát, sem er smíðaður árið 1963, hefur verið breytt í skemmtisiglingaskip og er hann gerður út frá Skaga- strönd. Eigandi og útgerðaraðili Húna II er Þorvaldur Skaftason frá Skagaströnd og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að útgerð skipsins miðaðist við ósk- ir neytenda. Hægt væri að skyggnast eftir hvölum, fara lengri eða skemmri ferðir um Húnaflóann eða ferja fólk yfir á Strandir. Góð veitingaaðstaða er um borð þannig að félög og fyrirtæki gætu þess vegna hald- ið árshátíðir sínar úti á Húnaflóa og svo spillir ekki að eigandinn er liðtækur gítarleikari og vél- stjórinn kann sitthvað fyrir sér í dragspilsleik. Þorvaldur var bjartsýnn á framtíð þessarar útgerðar og sagði lítil takmörk fyrir þvi hveiju mætti brydda upp á í tengslum við útgerð skipsins. Einum Blönduósing sem stóð á bryggjunni og tók á móti Húna II varð að orði þegar skip- ið lagðist að bryggju að líklega væri þetta fyrsta skemmtiferða- skipið sem komið hefði til Blönduóss, að minnsta kosti á þessu ári. Morgunblaöið/Jón Sigurðsson ÞORVALDUR Skaftason í stafni Húna II sem gerður er út til skemmtisiglinga um Húnaflóa. Keflavíkurflugvöllur: Miklar endurbætur á stærsta flug’skýlinu Vogum - Allsherjar endurnýjun á þaki stærsta flugskýlis varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli stendur yfir. Að sögn Friðþórs Eydals, blaðafull- trúa varnarliðsins, var þriðjungur verksins unninn síðastliðið sumar, og er vonast til að verkinu, sem upphaflega átti að ljúka á næsta árij verði lokið í haust. Islenskir aðalverktakar sjá um framkvæmdina sem er áætlað að kosti 420 milljónir króna í ár. BS þakpappalagnir ehf. eru meðal und- irverktaka við þakvinnuna. Sumar- liði Jónsson, einn eigenda fyrirtæk- isins, segir flugskýlið 15 þúsund fer- metra að stærð og þakið stærsta verkefni fyrirtækisins til þessa, en það er tæplega tveggja ára. Sjálfur er Sumarliði með 29 ára reynslu sem hefur komið sér vel í verkinu. Hann segir alls 7 lög lögð ofan á járnið sem er neðsta lag á þakinu, en það eru 4 lög af pappa, eitt af gifsplötum og tvö lög af einangrun. Við þakvinnuna starfa 22-28 starfsmenn. Inni í flugskýlinu hafa Keflavíkurverktakar unnið við end- urnýjun verkstæðis- og skrifstofu- húsnæðis fyrir um 56 milljónir króna og er þeim framkvæmdum að ljúka. ; I r HAGKAUP ® TOYOTA —Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.