Morgunblaðið - 27.06.1997, Side 60
Mem&t
-setur brag á sérhvern dag!
grtenm
grein
MED SPftmAsttl
(^) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Stóraukinn hestaútflutningur til Bandaríkjanna
100 hross flutt út
á fjórum mánuðum
MIKIL aukning hefur orðið á útflutningi hesta til Bandaríkjanna á
undanförnum misserum og fer hrossaútflutningur á þennan markað
áfram vaxandi. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs voru 99 hross
flutt frá íslandi til Bandaríkjanna samanborið við 114 á öllu árinu
1995. 45 reiðhestar og 54 graðfolar til undaneldis voru fluttir til
Bandaríkjanna á þessu tímabili og stefnir í metútflutning á þessu
ári á Bandaríkjamarkað.
Morgunblaðið/Ásdís
BJART veður var víðast hvar á landinu í gær og nutu borgarbúar
veðurblíðunnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var af
sundgestum Laugardalslaugarinnar.
Veður fer hlýnandi
norðanlands
Ávísana-
fals hef-
ur aukist
ÁVÍSANAFALS hefur færst í
vöxt á ný eftir að mikið hafði
dregið úr slíkum afbrotum frá
árinu 1993.
Samkvæmt upplýsingum frá
RLR jókst ávísanafals hratt allt
fram til ársins 1993. Þá fór að
draga verulega úr fölsunum og
voru þessi brot í lágmarki í
fyrra. Aftur fór að bera á ávís-
anafalsi á vetrarmánuðum og
hefur verið töluvert um það síð-
ustu mánuði.
„Eg get ekki skýrt þetta með
neinu viti. Mér dettur þó helst í
hug að ekki sé farið eftir þeim
reglum sem bankar og Kaup-
mannasamtökin hafa sett. Lang-
flestir eru komnir með debet-
kort þar sem á að vera tékka-
ábyrgðarnúmer. Kaupandi
tékka á að skrá það númer niður
á tékkann. Ef það er gert
ábyrgist bankinn tékka upp að
10.000 kr. í fæstum tilvikum
þegar um fölsun er að ræða hef-
ur þessum reglum verið fram-
fylgt,“ segir Grétar Sæmunds-
son, rannsóknarlögreglumaður.
Hann segir að í langflestum
tilfellum séu hinir brotlegu fíkni-
efnaneytendur sem séu að fjár-
magna neyslu sína.
Vextirá lang-
tímamarkaði
lækka áfram
VEXTIR á langtímabréfum héldu
áfram að þokast niður á við í við-
skiptum á Verðbréfaþingi Islands í
gær.
Ávöxtun spariskírteina til átta ára
var fyrir útboðið 5,60% en hafði í gær
lækkað í 5,49% á Verðbréfaþinginu.
Þá hafði ávöxtun húsbréfa lækkað úr
5,58% í 5,49% eða um 9 punkta.
Árni Oddur Þórðarson, hjá Búnað-
arbankanum, segir öll rök fyrir því
að vextir lækki áfram á næstunni og
stóraukin viðskipti með langtímabréf
sýni þær væntingar sem séu uppi um
lækkun vaxta.
■ Mörg/18
--------------
Seðlabankinn um EMU
Óljós áhrif
á íslenskt
efnahagslíf
ÓLJÓST ER hvaða áhrif fyrirhugað
Efnahags- og myntbandalag Ew-
ópusambandsins (EMU) mun hafa á
íslenskt efnahagslíf. Myntbandalagið
mun fela í sér að núverandi gjald-
miðlar aðildarríkja ESB hverfa en í
staðinn kemur ein mynt, evró (evra),
og einn seðlabanki, Seðlabanki Evr-
ópu. íslendingar geta að óbreyttu
ekki tekið þátt í Myntbandalaginu
þar sem aðild að því er bundin við
ESB-aðild.
Seðlabankinn hefur sent frá sér
skýrslu þar sem fjallað er ýtarlega
um EMU og reifaðir ýmsir kostir í
peningamálum, sem íslendingar
kunna að standa frammi fyrir á
næstu árum. Þar kemur fram að
áhrif bandalagsins á íslenskt efna-
hagslíf séu óljós og ráðist ekki síst af
því hversu víðtækt það verði.
■ Meta þarf/30
BJART veður var víðast hvar á
landinu í gær, en búist var við því
að það myndi þykkna upp í nótt
með sunnankalda og að í dag yrði
dálítil rigning eða súld, einkum
vestanlands, en þurrt og bjart veð-
ur að mestu norðaustanlands.
Farið er að hlýna um norðanvert
landið eftir óvenju kaldan júnfmán-
uð. Á Akureyri mældist 15 stiga
hiti í gærmorgun og þrátt fyrir
norðaustan golu var 13 stiga hiti
og heiðskírt á Raufarhöfn.
Unnur Ólafsdóttir veðurfræð-
ingur segir veður enn í svalara lagi
en allt sé þetta á réttri leið og
áfram muni vera hlýtt og sólríkt
fyrir norðan.
Búist er við því að um helgina
verði smáskúrir eða súld vestan-
lands en þurrt að mestu og bjart
veður austanlands og norðan. Hiti
verði á bilinu 6 til 18 stig og hlýjast
á austanverðu landinu.
Á árunum 1995, 1996 og í janúar
til apríl á þessu ári voru fluttir út
samtals 187 reiðhestar til Banda-
ríkjanna, 60 á árinu 1995, 82 í fyrra
og 45 á fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs. Hefur hlutur Banda-
ríkjamarkaðar farið vaxandi í
heildarútflutningi hesta frá Islandi
en á árinu 1995 nam heildarútflutn-
ingur reiðhesta 1.249, útflutningur-
inn jókst í 1.362 í fyrra og frá ára-
mótum út aprílmánuð voru 520
hestar fluttir úr landi.
Útflutningsverðmæti á þriðja
hundrað milljóna kr. á ári
Alls voru fluttir út 54 folar til
undaneldis til Bandaríkjanna á ár-
inu 1995 en það ár var heildarút-
ílutningur hesta til undaneldis
1.178. I fyrra voru alls fluttir 1.307
hestar til undaneldis frá Islandi og
þar af fóru 79 til Bandaríkjanna. Á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
voru fluttir 449 hestar til undaneld-
is frá íslandi og þar af voru 54
fluttir til Bandaríkjanna, sem er
sami fjöldi og á öllu árinu 1995.
Verðmæti útflutnings lifandi
hrossa er orðinn umtalsverður
hluti af útflutningi landbúnaðar-
vara frá Islandi, en á árinu 1995
nam fob-verðmæti heildarútflutn-
ings hesta frá íslandi 216 milljón-
um kr. í fyrra voru fluttir út lifandi
hestar fyrir 243 millj. kr. og á
fyrstu fjórum mánuðum þessa árs
hafa verið fluttir út hestar fyrir um
82 milljónir króna.
ÁKVEÐIN hafa verið fargjöld hjá
Islandsflugi í áætlunai-flugi félags-
ins sem hefst samkvæmt nýrri
áætlun á þriðjudaginn kemur. Far-
gjald verður 6.900 kr. báðar leiðir á
öllum leiðum nema 5.900 kr. til
Vestmannaeyja. Fargjald aðra
leiðina verður 4.900 kr. og 3.900 til
Eyja.
Islandsflug flýgur frá 1. júlí frá
Reykjavík til Akureyrar, ísafjarð-
ar, Hólmavíkur, Egilsstaða, Gjög-
urs, Siglufjarðar, Sauðárkróks,
Vesturbyggðar og Vestmannaeyja.
Fargjöld á öllum leiðunum verða
hin sömu, 6.900 kr. báðar leiðir og
4.900 kr. aðra leið nema til Vest-
mannaeyja þar sem gjaldið verður
5.900 og 3.900 kr. Þessi fargjöld
eru án skilyrða um lengd eða
ferðadaga.
Markaðurinn ræður
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Islandsflugs, segir
að hér sé um kynningarfargjöld að
ræða og markaðurinn ráði síðan
hversu lengi þau verða í boði á
hverri leið. Hér sé um verulega
lækkun að ræða og megi t.d. benda
á að fullt fargjald Islandsflugs milli
Morgunblaðið/Þorkell
Með Con-
corde í
ævintýraför
UM 200 franskir ferðamenn komu
hingað til lands um klukkan 18 í
gær með tveimur hljóðfráum
Concorde-þotum í eigu Air
France. Um boðsferð var að ræða
á vegum fransks fyrirtækis og
hugðust ferðamennirnir halda aft-
ur utan um klukkan 5 í nótt, eftir
ellefu stunda viðdvöl. Halldór
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Safaríferða, sem skipulögðu dvöl
ferðamannanna hérlendis, segir
að um ævintýraför sé að ræða.
„Ferðafólkið ferðast um á 40 sér-
útbúnum jeppum og ætlar að
skoða miðnætursólina á Reykja-
nesi, fara í Bláa lónið, út að
Reykjanesvita og á fleiri staði.
Þetta á að vera nýtt ævintýri í alla
staði og sem betur fer leikur veðr-
ið við fólkið,“ segir hann.
Reykjavíkur og Egilsstaða hafi
verið tæplega 17 þúsund krónur
báðar leiðir að undanförnu en skil-
yrt fargjöld hafa verið mun lægri.
Ómar segir að þriggja manna
áhafnir verði í 46 manna ATR vél-
um félagsins, tveir flugmenn og ör-
yggisvörður sem sjái um farþega.
Ekki verðstríð
Til samanburðar má nefna að
fullt fargjald Flugfélags Islands er
í dag 12.930 kr. milli Isafjarðar og
Reykjavíkur báðar leiðir, 17.330
kr. milli Egilsstaða og Reykjavíkur
og 14.130 kr. milli Akureyrar og
Reykjavíkur en skilyrt fargjöld á
þessa staði eru talsvert lægri eða á
bilinu 7-12 þúsund krónur. Páll
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Flugfélags Islands, kvaðst að-
spurður í gær ekki rjúka til og gefa
út nýja verðskrá við þessa tilkynn-
ingu Islandsflugs. „Viðbrögð okkar
eru að skoða stöðuna og sjá við-
brögðin. Við höfum líka lægri far-
gjaldaflóru, skilyrtu fargjöldin, og
munum mæta samkeppninni sem
verður á þessum leiðum því við
ætlum að vera á þessum markaði
áfram,“ sagði Páll.
Sama fargjald hjá fslandsflugi
til allra staða nema Vestmannaeyja
Verðið 6.900
kr. báðar leiðir