Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stefnl ad byggingu kirkju á Hörgaeyri undir Heimakletti: Norðmenn haf a sýnt f Yrði VÍgð á krístnitöku- áhugaá þátttökuímkefnlnuog' , 0M mÆmák. a fostudaginn fundaði atmæiinu ánð 2000 undirbúningsnefndmeð -Á sama stað reistu SkeggiÁsbjarnarson og og G'rssur bvíti fyrslo sendiherra Norðmanna. guðshús sem reist var bér á landi í kristni lÍE ÞAÐ hlaut að koma gott AMEN eftir Sigurðarmálið . . . 112 laxaholl í Norðurá Snarpur jarðskjálfti undir Hengli JARÐSKJÁLFTI sem mældist um 3 á Richter varð undir Hengli kl. 23.28 síðastliðið laugardagskvöld. Að sögn Sigurðar Rögnvaldssonar, jarðskjálftafræðings á Veðurstofu íslands, hefur mikil virkni verið á Hengilssvæðinu undanfarnar vikur. „Þetta er svona í nyrðri kantinum á því sem verið hefur að hreyfast. Þetta hefur náð alveg út á Mosfells- heiðina, en ekki mikið þarna að Henglinum heldur verið mest fyrir austan hann og suðaustan. Að því leyti er þetta nýtt,“ sagði Sigurður. Hann sagði að erfitt væri að spá um framvindu mála á þessu svæði en jarðskjálftafræðingar hefðu hálft í hvoru verið að búast við því undanfarin ár að jarðhræringunum á þessu svæði núna lyki með skjálfta sem gæti orðið um 5,5 á Richter. „Á árunum 1952-1955 var mikii virkni á Hengilssvæðinu og henni lauk með skjálfta upp á 5,5 norður af Hveragerði. Á aleinfaldasta lík- ani af þessu hugsa menn sér að það geti gerst aftur. Manni sýnist þetta vera svolítið svipuð atburðarás sem hefur verið þarna nú,“ sagði Sigurð- ur. ----♦ ♦ ♦ Mikil ölvun á Kald- ármelum MIKIL ölvun var á fjórðungsmóti hestamanna á Kaldármelum um helgina, að sögn lögreglu. Mótið fór nokkuð friðsamlega fram, en þó voru nokkrir pústrar og minniháttar meiðingar. Þurfti að færa fimm manns í fanga- geymslur lögreglunnar og voru fjór- ir teknir fyrir ölvun við akstur. Einnig þurftu nokkrir að fá húsa- skjól hjá björgunarsveitum vegna ölvunar. RÍFANDI veiði hefur verið í Norð- urá í Borgarfirði að undanförnu og hópur sem lauk þriggja daga veiðitörn á hádegi í gær veiddi 112 laxa. „Við erum stoltur og ham- ingjusamur hópur, Fjaðrafokið. Þetta var ógleymanleg veiðiferð og við slógum metið okkar frá síð- asta sumri, en þá fengum við 104 laxa á þessum sömu dögum,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson sem var með- al veiðimanna við Norðurá. Mikil ganga er í ána um þessar mundir, bæði stórlax og smálax, og fiskur um alla á. Alls voru þá komnir 466 laxar úr Norðurá og er hún afla- hæsta áin það sem af er sumri. Nái hún að halda þeim sessi í vert- íðarlok verður það fimmta sumarið í röð. „Frekar rólegt“ „Þetta hefur verið frekar rólegt, en menn eru þó aðeins að fá’ann og sjá lax nokkuð víða, sérstaklega neðanvert í ánni. Veiði hófst á miðvikudaginn og veiddi fyrsta hollið 11 laxa. Nú á hádegi var annar hópur að hætta með 11 laxa til viðbótar. Þetta er allt stórlax, 10-15 pund, og það er allt í lagi með vatnsmagnið í ánni ennþá,“ sagði Jón Arnar Guðbrandsson, kokkur í veiðihúsinu við Laxá í Dölum, í gærdag. Gott gengi í Leirvogsá „Þetta er bara þokkalega gott í Leirvogsánni. Það voru komnir 30 laxar á land á sunnudagskvöldið og var það tveggja stanga veiði í fimm daga. Það kom svo að minnsta kosti einn í morgun, en ég hitti aðeins handhafa annars veiðileyfisins. Þetta er mjög falleg- ur lax og hálfu pundi þyngri að jafnaði en á sama tíma I fyrra,“ sagði Skúli Skarphéðinsson, veiði- vörður við Leirvogsá, í gærdag um gott gengi veiðimanna fyrstu veiði- dagana. Menn sáttir við Selá Fyrsta hollið í Selá lauk þriggja og hálfs dags veiði á hádegi í gær og veiddust 11 laxar að sögn Garð- ars H. Svavarssonar á Vakursstöð- um. „Laxinn veiðist víða, allt upp í Bjarnarhyl og er nær allur stór, 10 til 13 pund. Veiðin byijaði í Hofsá á föstu- daginn og gengur mjög hægt. Á hádegi eru komnir 6 laxar á land, Qórir 11-15 pund og tveir 8,5 og 4 pund. Menn sjá laxa hér og þar, en fáa,“ sagði Garðar Svavarsson ennfremur um fyrstu veiðidaganna í ánni. Glæðist í Gljúfurá Holl í Gljúfurá, sem lauk tveggja daga veiði á hádegi á föstudag, veiddi 10 laxa og voru þá komnir 20 laxar á land. Flestir veiddust laxarnir í Ósnum og að sögn veiði- manna er enn lítið gengið í efri hiuta árinnar þótt vatnsmagn sé alls ekki óhagstætt. Laxarnir eru flestir 4-6 pund, stærst 10 pund. Úr ýmsum áttum Lax er nú farinn að veiðast í Soginu, einn í Ásgarði og tveir í Bíldsfelli, þar af annar 21 punds hængur. Lax hefur sést víðar og bleikjuveiði að auki verið góð og fiskur vænn. Lífleg veiði hefur verið á efsta svæði Stóru-Laxár síðustu daga, einn daginn dró t.d. sami veiðimað- urinn þijá á land, 10-17 punda. Einna best hefur veiðst á efsta svæðinu og fiskur er þar víða. Loks kom skot í Rangárnar sem hafa byijað þunglega. I gærmorg- un veiddust átta laxar og voru þá komnir alls um 25 laxar á land. Nýverið veiddist 7 punda nýgeng- inn sjóbirtingur á Neðra-Horni og ullu upp úr honum laxaseiðin. Evrópunefnd IMorðurlandaráðs Ræddu við æðstu ráðamenn ESB Siv Friðleifsdóttir Norðurlanda-, Nærsvæða- og Evr- ópunefnd Norður- landaráðs voru staddar hér á landi í síðustu viku vegna funda. Siv Friðleifsdóttir er varaformaður Evrópu- nefndarinnar, sem kom hingað til lands í beinu framhaldi af heimsókn nefndarinnar til Brussel. - Hvað er Evrópnnefnd Norðurlandaráðs? „í byijun árs 1996 var skipulagi Norðurlandaráðs breytt í kjölfar þess að þijú Norðurlandanna, Danmörk, Svíþjóð og Finn- land höfðu gengið í Evr- ópusambandið. Þetta voru erfiðar breytingar og það lá mikil vinna í þeim en mönnum fannst tímabært að endurskoða skipulag og starfsemi ráðsins til að mæta breyttum tímum. Áður starfaði Norðurlandaráð i fagnefndum, eins og þjóðþingin gera, og einnig vann hvert land innan sinnar landadeildar. Nú starfar það hins vegar í þremur stórum nefndum í stað allra litlu fagnefndanna. Þessar nefndir eru Norðurlandanefnd, Nær- svæðanefnd og Evrópunefnd. Norðurlandanefndin fjallar um Norðurlönd auk þess sem hún fer með hefðbundin norræn sam- starfsverkefni, eins og menning- armái. Nærsvæðanefndin fer með umhverfismál og samskipti við nærsvæðin, þar á meðal Eyst- rasaltsríkin. Evrópunefndin fer svo með Evrópumál, þ.e. sam- starf Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu og önnur Evrópumál. Önnur breyting á ráðinu er sú að í stað þess að löndin vinni í landadeildum erum við nú að starfa í pólitískum flokkahópum.“ - Hvernig starfar Evrópunefnd- in? „Við erum búin að vera að fóta okkur áfram í þessum nýju vinnubrögðum og sem lið í því hefur Evrópunefndin gert ýmis- legt, m.a. haldið tvær ráðstefnur um ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins. Á þessar ráðstefnur hafa komið utanríkisráðherrar Norðuriandanna, norrænir þing- menn á Evrópuþinginu og fólk sem er í lykilstöðum í Evrópu- nefndum þjóðþinganna. Þessar ráðstefnur hafa verið vettvangur norrænu landanna gagnvart ríkj- aráðstefnunni þar sem við bæði fylgjumst með því sem þar er að gerast og ýtum á eftir mál- um.“ - Hvað voruð þið að gera í Brussel? „Þetta var þriggja daga heim- sókn og við hittum m.á. Emmu Bonino frá Ítalíu, Anitu Gradin frá Svíþjóð, og Erkki Liik- anen frá Finnlandi, sem öll eiga sæti í fram- kvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og fara þar með ákveðna málaflokka. Við hittum þau á sérstök- um lokuðum fundum og var þetta því kjörið tækifæri til að ræða við valdamesta fólkið í Evrópusambandinu um það sem Norðurlöndin setja efst á sinn forgangslista. Ég vil taka það fram að sjávarútvegsmál voru ekki rædd við Emmu Bonino enda stóð það ekki til. Hins veg- ar kom fram í máli hennar að nú er tekið meira tillit til neyt- endamáia innan sambandsins en ►Siv Friðleifsdóttir er fædd i Ósló árið 1962. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982 og BS- prófi ísjúkraþjálfun frá Há- skóla íslands árið 1986. Hún starfaði fyrst sem sjúkraþjálf- ari en var kosin í bæjarstjórn Seltjarnarness, sem fulltrúi bæjarmálafélagsins, árið 1990. Hún var endurkjörin árið 1994 og kosin á þing árið 1995 fyrir Framsóknarflokkinn á Reykja- nesi. Siv á sæti í utanríkis- nefnd, heilbrigðisnefnd og fé- lagsmálanefnd. Hún á einnig sæti í Norðurlandaráði þar sem hún er varaformaður Evrópu- nefndar. Einnig er hún fulltrúi Islands í Vestur-Evrópusam- bandinu. verið hefur, en hún fer með þau mál.“ - Hvernig er samstarfi Norður- landanna og samskiptum við Evrópusambandið háttað? „í Brussel áttum við fund með öllum sendiherrum Norðurland- anna, sem staðsettir eru í Bruss- el, þar sem þeir gerðu grein fyr- ir því hvemig þeir vinna saman að norrænum málum. Þar kom m.a. fram að samstarf norrænu landanna í Brussel er aðallega óformlegt samstarf bæði á milli sendiherra og sendiráða. Það era haldnir fundir á milli fagaðila en auk þess hringja þeir mjög mikið sín á milli. Það eru ekki miklar stofnanir í kring um þetta sam- starf en sendiherrarnir sögðu það þó skilvirkt. Einnig kom fram að íslendingar eru mjög ánægðir með það upplýsingastreymi sem þeir fá frá þeim Norðurlöndum sem eru í Evrópusambandinu. Þá kom það fram að sumir sendiherrarnir telja að þegar fleiri lönd komi inn í Evrópusam- bandið, sem er fyrirsjáanlegt þó það verði ekki alveg á næstunni, muni Norðurlöndin þurfa að vinna meira sam- an innan Evrópu- sambandsins. I dag eru 15 lönd í sam- bandinu og ekki hægt að tala um neina norræna blokk innan þess þar sem Norð- urlöndin hafa talið sterkara að tala hvert fyrir sig og koma sam- eiginlegum sjónarmiðum ítrekað á framfæri. Á næstu árum er sennilegt að löndum sambands- ins fjölgi jafnvel upp í 27 og þá aukast líkur á að Norðurlöndin þurfi að vinna meira saman til að rödd þeirra heyrist." Fáum mikil- vægar upp- lýsingar frá IMorðurlönd- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.