Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR l.JÚLÍ 1997 25 ERLENT Reuter Mannréttindadómstóll Evrópu Brot á friðhelgi einkalífs að hlera síma starfsmanns Strassborg. Morgunblaðið. BRESKA ríkið var í síðustu viku dæmt brotlegt við Mannréttinda- sáttmála Evrópu í máli fyrrverandi lögreglukonu sem taldi að siminn hjá sér hefði verið hleraður. Málavextir voru þeir að lögreglu- konan, Alison Halford að nafni, var skipuð aðstoðaryfirlögregluþjónn í Merseyside árið 1983 og varð þar með hæst setta konan í bresku lög- reglunni. Næstu árin sótti hún ítrekað um æðri stöður í lögregl- unni en án árangurs. Höfðaði hún þá mál á hendur innanríkisráðu- neytinu og Merseyside lögreglunni og hélt því fram að sér hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis. Hún féll þó frá málshöfðuninni í ágúst 1992 í kjölfar samkomulags um að hún hætti störfum hjá lög- reglunni og fengi bætur að fjárhæð 15.000 pund. Halford taldi að vegna málshöfð- unarinnar hefði hún sætt ofsóknum af hálfu vissra aðila innan Mers- eyside lögreglunnar. Þeir hefðu meðal annars komið sögusögnum um hana til fjölmiðla, sakað hana um agabrot og hlerað bæði heima- síma hennar og vinnusíma til að afla sönnunargagna gegn henni. Bar Halford fram kvörtun við breska kærunefnd er fjallar um símahleranir. í febrúar 1992 var henni tilkynnt sú niðurstaða að bresk lög frá 1985 um símahleranir hefðu ekki verið brotin hvað heimasíma hennar áhrærði. Nefndin taldi sig ekki hafa heimild til að tilgreina hvort þetta væri vegna þess að engar hleranir hefðu átt sér stað eða hvort fengin hefði verið lögleg heimild til þeirra. Þingmaður í kjördæmi Halford beitti sér í máli hennar en fékk þau svör frá innanríkisráðuneytinu að hleranir sem einskorðuðust við inn- anhússsímkerfi lögrelunnar í Mers- eyside féllu utan við gildissvið lag- anna frá 1985 og til þeirra þyrfti ekki sérstaka heimild. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ósannað að símtöl Halford heima fyrir hefðu verið hleruð en ágreiningslaust væri að vinnusími hennar hefði verið hleraður. Dóm- stóllinn kvað einróma upp þann dóm að brotið hefði verið gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans er verndar friðhelgi einkalífs. Dómvenja væri fyrir því hjá dómstólnum að telja símtöl úr vinnusíma falla undir frið- helgi einkalífs. Ekkert benti til þess að Halford hefði verið vöruð við því að sími hennar kynni að verða hler- aður og þess vegna mátti hún treysta því að símtöl hennar væru trúnaðarmál. Bresku lögin frá 1985 hefðu ekki tekið til innanhússsím- kerfa í opinberum stofnunum og því væri ekki unnt að telja að skil- yrði 8. gr. mannréttindasáttmálans um að símhleranir byggðust á laga- heimild væri uppfyllt. Einnig hefði breska ríkið brotið gegn 13. gr. sáttmálans þar sem kærandi hefði ekki átt þess neinn kost að leita réttar síns fyrir breskum stjórnvöld- um. Voru Halford dæmd 10.000 pund í miskabætur og 25.000 pund í lög- mannskostnað. Japanir hafa áhyggjur af framtíðinni Ungt fólk í minnihluta Tókýó. Reuter. ÞAU tímamót hafa orðið í Japan, að aldrað fólk, 65 ára eða eldra, er orðið fjölmennara en unga fólkið eða þeir, sem eru 15 ára og yngri. 1. júní síðastliðinn voru öldung- arnir 50.000 fleiri en börnin og er það afleiðing miklu færri fæðinga en áður og aukins langlífis. „Lengi hefur stefnt í þessa átt og þetta er jafnframt í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sem gamla fólk- ið hefur vinninginn yfir ungdóm- inn,“ sagði í tilkynningu frá jap- önsku stjórninni. Um síðustu mán- Flóð á Ítalíu AKRA flæddi í Val Chiavenna á Norður-Ítalíu eftir stöðuga rigningu á sunnudag, og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferðinni þar sem spáð var enn frekari úrkomu og hætta var talin á aurskriðum. í Pýreneafjöllum í Frakklandi var annarskonar úrkoma, þar féllu 60 sentimetrar af snjó og umferð stöðvaðist af þeim sökum. En í Belgrad, höfuðborg Serbíu, var gífur- lega heitt á sunnudag, og mældist hitinn 40 gráður í skugga. Undirbúa áhættusama viðgerð í Mír Koroljov. Reuter. YFIRMENN rússnesku geimferðaá- ætlunarinnar gáfu áhöfn geimstöðv- arinnar Mír um það fyrirmæli í gær að búa sig undir áhættusama aðgerð til að freista þess að koma raforku- kerfi stöðvarinnar aftur í lag. Geimfaramir voru beðnir að hefja þegar í stað æfingar undir viðgerð innan Spektr-rannsóknastofunnar. Vegna viðgerðarinnar þurfa þeir að klæðast geimgöngubúningum og voru hvattir til að æfa sig í öðrum hlutum geimstöðvarinnar uns birgð- afar kemur með varahluti og vistir. í gær var frá því skýrt, að birgða- farinu yrði skotið á loft frá Bajkonur- stöðinni í Kazakhstan næstkomandi laugardag, 5. júlí sem þýðir að það ætti að leggjast upp að Mír tveimur dögum seinna. Geimförunum er ætlað að tengja sólrafhlöður Spektr inn á orkukerfi geimstöðvarinnar en til þess þurfa þeir að tengja framhjá rannsóknar- stöðinni sjálfri. í því felst að skipta um hlera að Spektr svo tengja megi 20 raforkukapla gegnum hana. Tak- ist þeim ekki að loftþétta hlerann að nýju leiðir það til þess, að sögn full- trúa bandarísku geimferðastofnunar- innar (NASA) að áhöfnin verði að yfirgefa stöðina og hraða sér til jarð- ar í sérstöku flóttafari. Geimfaramir um borð í Mír hafa ekki fengið þjálfun í að gera við göt af því tagi sem urðu á byrðingi Spektr við áreksturinn í síðustu viku. Að sögn Vladímírs Solovjovs, aðstoðaryf- irmanns Mír-áætlunarinnar, er sú viðgerð mjög flókin og því yrði beðið með að freista viðgerðar á gatinu þar til ný áhöfn yrði send til Mír í ágúst nk. Tekist hefur að ná upp eðlilegum loftþrýstingi, raka- og súrefnisstigi í Mír í kjölfar bilunar vegna áreksturs ómannaðs birgðafars við stöðina sl. miðvikudag. Gangstíga fyrir kýrnar Ósló. Reuter. NORSKU bændasamtökin leggja til að gerðar verði sérstakar kúagang- brautir yfir þjóðvegi og sett upp aðvörunarskilti til þess að draga úr ákeyrslum á kýr yfir sumarmán- uðina. Hafa bændasamtökin komið með margvíslegar ábendingar um hvern- ig draga megi úr hættu á árekstri við búfénað í sveitum. Auk þess að leggja sérstakar gangbrautir fyrir kýr með viðeigandi stöðvunarlínu þvert yfir þjóðvegi vilja þau að gular miðlínur eftir vegunum verði fjar- lægðar því kýrnar hræðist þær. Tals- maður bændasamtakanna í Romsdal og Mæri segir mörg dæmi þess þar um slóðir, að kýrnar nemi staðar við gulu miðlínurnar og vilji með engu móti stíga yfir þær. aðamótvoru 19,54 milljónir Japana 65 ára eða eldri en 19,49 millj. 15 ára eða yngri. Þessir tveir aldurs- hópar eru rétt rúmlega 30% þjóðar- innar. Búist er við, að þessi þróun haldi áfram og verði gamla fólkið hálfu fleira unga fólkinu árið 2025. Þróunin í þessa átt hefur hvergi verið hraðari en í Japan og er farin að valda verulegum áhyggjum. Uti- lokað þykir, að unnt verði að halda uppi sömu eftirlaunum og nú og vinnufæru fólki fækkar hlutfalls- lega ár frá ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.