Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 33
1 t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1997 33 Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong cveðjuathöfn áður en þeir CHRIS Patten, fráfarandi landstjóri í Hong Kong, tekur við breska fánanum við landstjóra- bústaðinn í síðasta sinn. Reuter inar Hong Kong teknir niður rétt ætti í gær. tíð Hong Kong væri komin undir því, að staðið yrði við samning Breta og Kínveija frá 1984. Samkvæmt honum á Hong Kong að njóta frelsis í hálfa öld undir yfirskriftinni „eitt land, tvö kerfi“. Martin Lee, einn kunnasti baráttu- maður fyrir frelsi og lýðræói í Hong Kong, sagði við fréttamenn í gær, að frelsið hefði gert Hong Kong að perlu Austurlanda. „Fegurð perlunnar er frelsið, ef við glötum því, mun hún líka glata ljóma sínum.“ Skipakóngur tekur við af Patten Hong Kong. The Daily Telegraph. Reuter TUNG Chee Hwa, sem tók við embætti héraðsstjóra í Hong Kong í gær, stendur hér á milli Jiang Zemin, forseta Kína, og Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. TUNG Chee Hwa, sem tók við embætti héraðsstjóra í Hong Kong í gær, á mjög erfitt verk fyrir hönd- um og þarf að veija stefnu kínver- skra stjórnvalda í málefnum bresku nýlendunnar fyrrverandi þótt hann beri ekki ábyrgð á henni. Hann þarf að tryggja að Hong Kong verði stjórnað að minnsta kosti jafnvel og á nýlendutímanum og helst mun betur. Tung þarf að stuðla að frekari hagvexti í Hong Kong og koma í veg fyrir spillingu, sem hefur verið fylgifiskur efnahagsuppgangsins á kínverska meginlandinu. Hann þarf ennfremur að sætta sjónarmið Hong Kong-búa, sem krefjast frelsis og lýðræðis, og stefnu kínverskra stjórnvalda, sem eru staðráðin í að koma í veg fyrir að slík sjónarmið festi rætur á meginlandinu. Forðaðist sviðsljósið Það er því engin furða að Tung, sem er sextugur og fyn-verandi skipakóngur, skuli hafa verið tregur til að taka við embættinu. Þegar hann stjórnaði skipafélagi fjöl- skyldu sinnar, Orient Overseas Line, forðaðist hann fjölmiðla og sviðs- ljósið en aflaði sér öflugra vina á bak við tjöidin. Hann þurfti á þess- um vinum að halda um miðjan síð- asta áratug þegar fyrirtækið átti í miklum rekstrarörðugleikum. Skipafélaginu var bjargað með fjár- magni frá Peking og viðskiptajöfr- inum Henry Fok, sem er ef tií vill sá maður sem leiðtogarnir í Kína leita fyrst til þegar þeir þarfnast ráðgjafar um málefni Hong Kong. Fyrirtækið fékk jafnvirði 8,4 millj- arða króna að láni frá Kínverjum og fjölmiðlar í Hong Hong hafa velt því fyrir sér hvort Tung standi í svo mikilli þakkarskuld við kín- versk stjórnvöid vegna lánsins að hann þjóni frekar hagsmunum þeirra en íbúa eyjunnar. Sjálfur hefur hann sagt að svo sé ekki. „Onassis austursins" Tung fæddist í Shanghai en fjöl- skylda hans fluttist til Hong Kong þegar kommúnistar komust til valda í Kína árið 1949. Faðir hans var þekktur sem „Onassis austursins". Almenningur í Hong Kong leit á Tung sem hefðbundinn kínverskan kaupsýslumann, sem hneigðist til þess að leysa málin á bak við tjöld- in, og hann sýndi lítinn áhuga á stjórnmálum. Þegar Chris Patten varð land- stjóri skipaði hann Tung í fram- kvæmdaráð Hong Kong þar sem hann vildi fá þangað mann, sem studdi sjónarmið kínverskra stjórn- valda í ýmsum málum. Tung sagði sig úr ráðinu um mitt síðasta ár og hann var þá þegar talinn líkleg- astur til að verða fyrir valinu sem héraðsstjóri Hong Kong. Fyrsta merkið urn að Tung yrði valinn kom hálfu ári áður, þegar Jiang Zemin, forseti Kína, heilsaði honum einkar innilega á fundi í Peking. Það er ekki erfítt að sjá hvers vegna kínversk stjórnvöld töldu Tung best til þess fallinn að stjórna Hong Kong. Hann hafði notið vel- gengni í starfi, var virtur, þjóðræk- inn og ópólitískur. Vinir hans í Hong Kong og Peking lögðu fast að honum að gefa kost á sér í emb- ættið og hann féllst að lokum á það seint á síðasta ári. 400 manna nefnd, sem Kínveijar skipuðu, kaus hann héraðsstjóra í desember og hann fékk 320 atkvæði. Höfðar til þjóðarstoltsins Þegar Tung hefur rætt um breyt- ingarnar í Hong Kong hefur hann einkum höfðað til þjóðarstolts Kín- verja og lagt áherslu á að hann vilji tryggja sem mesta einingu meðal íbúanna. „Með samþykki alls heims- ins munum við hverfa aftur til föðurlandsins með sæmd,“ sagði hann í viðtali nýlega. „Við verðum þá virðulegir Kínverjar og ekki leng- ur kínverskir íbúar undir nýlendu- stjórn Breta.“ Tung þykir vingjarnlegur og ein- lægur í framkomu og mörgum íbú- um Hong Kong geðjast að „föður- legri“ framgöngu hans. Lýðræðis- sinnar og margir ungir Hong Kongbúar eru hins vegar óánægðir með íhaldssemi hans og stífni í ýmsum málum. Óánægjan óx þegar Tung gerði ráðstafanir til að tryggja að löggjafarþing Hong Kong yrði afnumið og skerða þegnréttindi íbú- anna sem sögð voru ógna „þjóðar- hagsmunum“ Kínverja. Lítil spenna í lofti „HÉR er hvorki mikil spenna í lofti né sérstakur hátíðleiki ríkjandi,“ segir Per Henje, viðskiptafræðingur hjá VIB, sem staddur er í Hong Kong. Per starfaði í borginni sumar- ið 1994 og fór þangað nú í tilefni valdaskiptanna. „Mér finnst borgarbúar ekkert sérlega spenntir og margir eru þreyttir á enda- lausri umfjöllun um valda- skiptin. Flestir telja að litlar breytingar verði við valda- skiptin en þó er ekki laust við að sumum sé dálítið órótt,“ segir Per. Hann kvaðst ekki sjá að þátttaka í hátíðahöldunum væri almenn, það væri helst að mótmælendur hefðu sig í frammi. Fyrstu dagar vikunn- ar eru frídagar og hafa marg- ir borgarbúar notað tækifærið og farið eitthvert annað, að sögn Pers. Hann átti þó von á því að margir færu út á götur um miðnættið og að næturlífið yrði án efa með líf- legra móti. í kvöld standa kínversk yfirvöld fyrir enn einni hátíð þar sem valda- skiptunum verður fagnað og er búist við því að flugelda- sýningin á henni verði ennþá tilkomumeiri en sú sem var við sjálf valdaskiptin. Per sagði að samanborið við 1994, þegar hann bjó í borginni um tíma, væri sjálfs- traustið meira. „Þá var óvissa, menn vissu ekki hvað tæki við. Nú eru menn öruggari og það endurspeglast í hluta- bréfa- og fasteignamarkaðn- um, þar sem verðið hefur ekki verið hærra en nú.“ Hátíðarhöld um allt Kína Peking. Reuter. AFHENDING Hong Kong hefur snert mjög viðkvæman streng í kínverskri þjóðarsál og Kínverjum finnst, að nú loks sé nýlendutímanum lokið. Þús- undir manna streymdu í gær til Pek- ing til að taka þátt í hátíðarhöldunum þar en annars var haldið upp á þennan atburð um allt landið. í Zhengzhou í Henan-héraði ók mikil fylking bifhjólamanna um götur borgarinnar og í Mohe, nyrst við Rúss- land, voru gerðir eldar meðfram landa- mærunum. Á bökkum Huangpu-árinn- ar í Shanghai söng 10.000 manna kór byltingarsönginn „Án kommúnista- flokksins væri hið nýja Kína ekki til“ og í Shenzhen léku ljónadansarar list- ir sínar þegar 509 hermenn héldu af stað til Hong kong. Mest var um að vera á Tiananmen- torgi í Peking þar sem 100.000 manns, sem boðið var sérstaklega, fylgdust með klukku telja niður síðustu mínút- urnar af valdatíma Breta í Hong Kong. Á Tiananmen-torgi var lýðræðishreyf- ing kínverskra stúdenta kæfð í blóði 1989. Fólk kom alls staðar að úr Kína til að fylgjast með hátíðarhöldunum á Tiananmen-torgi og því urðu margir fyrir vonbrigðum þegar her- og lög- reglumenn ráku burt alla, sem ekki hafði verið boðið sérstaklega. „Þetta er til skammar,“ sagði maður nokkur, sem rekinn var burt ásamt félögum sínum. „Við komum alla leið frá Nank- ing til að taka þátt í þessu.“ Það var í Nanking árið 1842, að Bretar og Kínveijar bundu enda á Ópíumstríðið með samningum um, að Hong Kong yrði bresk nýlenda. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.