Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Aukinn útflutningur Sólar-Víking til Grænlands og Færeyja Svalinn langvinsæl- asta tegundin SÓL-VÍKING hf. hefur náð umtals- verðum árangri í útflutningi á ís- lenskum ávaxtadrykkjum til Fær- eyja og Grænlands. Eru að jafnaði flutt út 35 tonn af drykkjum í hveij- um mánuði og nemur verðmæti þeirra um fjórum milljónum króna. Fjórar drykkjartegundir Sólar eru einkum seldar til Færeyja og Græn- lands; Svali, Brazzi, Trópí og Sólrík- ur. Svali er vinsælasta vörutegund- in í þessum útflutningi og nemur hún yfirleitt um 75% af hverri send- ingu, bæði í verðmæti og magni. Ávaxtadrykkir frá Sól og nú Sól-Víking hafa verið seldir til Færeyja frá 1984 en útflutningur til Grænlands hófst á þessu ári. í febrúar síðastliðnum fóru nokkrir íslenskir útflytjendur til Nuuk á vegum útflutningsráðs í tengslum við NUUREK vörusýninguna þar sem íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu. í ferðinni komst á samband milli Sólar og græn- lensku verslunarkeðjunnar KN- Brugsen. Jón Scheving Thorsteins- son, markaðsstjóri hjá Sól-Viking, segir að í fyrstu hafi drykkirnir ein- ungis verið til sölu í þremur verslun- um keðjunnar í höfuðstaðnum Nuuk en á næstunni verði þær boðnar í öllum níu verslunum hennar víðs vegar um landið. Jón Scheving segir að forsend- urnar fyrir góðum árangri á Græn- lands- og Færeyjamarkaði séu örar og reglulegar samgöngur þangað annars vegar og öflugt markaðs- starf hins vegar. „Royal Arctic Line og Eimskip eru í samstarfi um Grænlandsflutninga og fer nú skip á þriggja vikna fresti þangað. Þess- ar öruggu samgöngur eru lykillinn að velgengni íslenskra útflytjenda þar. Er skemmst frá því að segja að Sól-Víking hefur sent vörur í hverri ferð. Nemur magnið nú um 15 tonnum á mánuði og verðmætið um 1,5 milljónum króna. Önnur ís- lensk fyrirtæki hafa einnig selt vör- ur til Grænlands og má þar nefna Frón, Emmess ís, Mjólkursamsöl- una og Ágæti.“ Jón Scheving segir að útflutning- urinn til Færeyja hafi gengið afar vel undanfarið og vaxið um rúmlega 20% frá síðastliðnu ári. „Við seljum aðallega ávaxtasafa til Færeyja en einnig nokkuð af smjörlíki og við- biti. Nú seljum við vörur þangað fyrir 2-3 milljónir króna á mánuði en vaxandi sölu þökkum við öflugri markaðsherferð. Teiknimyndaaug- lýsingin með Svalabræðrum hefur t.d. vakið mikla athygli i færeyska sjónvarpinu. Þá höfum við verið heppnir með umboðsaðila en það er fyrirtækið PM-heildsöla, sem sér um alla mjólkurdreifingu á eyjunum." Samtök verslana í Evrópu Þjónustugjöld af greiðslu- kortum kærð Italir fagna met- sölu á Eni- bréfum Róm. Reuter. ÍTALIR munu hagnast um 7,8 milljarða dollara á þriðja áfanga sölu sinnar á hluta- bréfasölu í risaorkufyrirtæk- inu Eni eftir einhver mestu tilboð, sem um getur í heimin- um, að sögn ítalska fjármála- ráðherrans, Carlo Azeglio Ciampi. Ciampi sagði að miðað við framboð hefðu þrisvar sinnum of margir skrifað sig fyrir hlut- afé. ítalska fjármálaráðuneyt- ið gerir nú ráð fyrir að hlutur þess í Eni minnki í 51,5% úr 69,,1% nú. ítalir ætluðu upphaflega að minnka hlut sinn í 54,6%. „Salan hefur gengið stór- kostlega vel,“ sagði Ciampi. Um 830,000 ítalir skrifuðu sig fyrir Eni hlutafé og einnig kom fram mikill áhugi fjár- festingastofnana víða um heim. „Þetta er eitthvert mesta söluátak, sem fram hefur farið í heiminum," sagði ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins, Mario Draghi. Þjóðverjar vantrúaðir á evró Bonn. Reuter. FLESTIR Þjóðverjar telja ekki að sameiginlegur evrópskur gjaidmiðill verði tekinn í notk- un eftir áætlun 1. janúar 1999 samkvæmt skoðanakönnun. Sextíu af hundraði þeirra sem spurðir voru fyrir frétta- tímaritið Der Spiegel kváðust ekki tetja að áætlunin mundi hefjast á réttum tíma, en 39% höfðu trú á því. SAMTÖK verslunarinnar, Félag ís- lenskra stórkaupmanna, hafa ásamt öðrum félagsmönnum EuroCommerce, hagsmunasamtaka evrópskra fyrirtækja í milliríkja- verslun, smásöluverslun og vöru- dreifingu, hafa lagt fram kæru til Samkeppnisstofnunar Evrópusam- bandsins, European Commission’s Competition, vegna gjaldtöku banka og greiðslukortafýrirtækja á þjónustugjöldum vegna greiðslu- kortaviðskipta. Að sögn Stefáns S. Guðjónsson- ar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar, Félags íslenskra stórkaupmanna, hafa aðildarfélög innan EuroCommerce samtakanna þungar áhyggjur af gjaldtöku banka og greiðslukortafyrirtækj- anna á þjónustugjöldum vegna greiðslukorta þar sem ekki hefur verið hægt í aðildarlöndunum, að Danmörku undanskilinni, að heim- færa kostnaðinn yfir á kortanotend- ur. Heldur hafa þjónustugjöldin bitnað á öllum neytendum þar sem verslanir hafa neyðst til að velta þeim út í verðlagið. „Við viljum gera allt til þess að verja vöruverð- ið þannig að það sé sem minnst háð fjármögnunarhreyfingum viðkom- andi fyrirtækis. Enda kom það fram í könnun, sem EuroCommerce stóð m.a. fyrir, að gjaldtaka bankanna og greiðslukortafyrirtækjanna fyrir þessa þjónustu er mjög há og hún er í sumum tilvikum hærri heldur en sem nemur hagnaði af viðskipt- um með greiðslukort. EuroComm- erce samtökin hvetja því til þess að skýrari reglur verði settar um þjónustugjöldin og þau gerð gegn- særri þannig að þau bitni ekki á þeim neytendum sem nota ekki greiðslukort." Stefán segir að FÍS hafi lengi barist fyrir því að fyrirkomulagi um gjaldtöku þjónustugjalda verði breytt. „Við tókum meðal annars þátt í gerð tillögu að frumvarpi til laga um greiðslukortaviðskipti sem gerði ráð fyrir breytingu á gjaldtöku fyrir þessa þjónustu. Þetta frum- varp tók mið af þeim reglum sem gilda um þessi mál í Danmörku en þar eru þjónustugjöldin ekki sett út í verðlagið heldur þurfa korthafar að greiða þau þegar viðskipti með kortum eiga sér stað. FÍS kynnti ásamt fleiri samtökum tillöguna fyrir viðskiptaráðherra fyrir nokkr- um árum en því miður bólar ekkert á viðbrögðum viðskiptaráðuneytis- ins. Gjaldtaka þjónustugjalda er mjög óeðlileg í ljósi þess að það eru bank- arnir sem hafa mest hagræði af notkun greiðslukorta og okkur sýn- ist að þeir séu að taka mjög ríflega þóknun fyrir þá þjónustu sem veitt er. Nýlega lækkaði VISA þjónustu- gjöldin um eina krónu en við höfum ekki samið um neina breytingu á þjónustugjöldum enda viljum við ekki ijúafa samstöðu verslunarinn- ar í Evrópu sem fram kemur í kæru EuroCommerce samtakanna. Við fögnum að sjálfsögðu þessari lækkun á þjónustugjöldunum en því miður er þetta gjald enn allt of hátt,“ segir Stefán S. Guðjónsson. græn: Islenski loðnuveiðlflotinn leitaði VNVaf Kolbeinsey Kolbeinsey Norski loðnuveiðifloiinn beið átekta við ath.stað A 67 3Ó’N 10WV ISLAND Fiskistofa gaf út leyfi fyrir 30 norsk loðnuskip Loðnuveiði mátti hefjast á miðnætti LOÐNUVERTÍÐIN hófst um mið- nætti og voru 34 íslensk skip við loðnuleit í gærdag. Flest skipin leita nú á stóru svæði norðvestur úr Kolbeinsey en lítið hafði fundist þegar síðast fréttist. Fiskistofa gaf í gær út veiðileyfi fyrir 30 norsk skip innan íslensku lögsögunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Land- helgisgæslunni höfðu 25 norsk skip „bókað“ sig til veiðanna um miðjan dag í gær. Skipin biðu þá öll við athugunarstað Á en héldu inn í lög- söguna um leið og tilkynning um leyfisveitingu Fiskistofu hafði bor- ist frá norskum stjórnvöldum. íslenski loðnuskipaflotinn er nú nánast allur kominn á miðin en veið- ar máttu hefjast um miðnætti í gær. Oddgeir Jóhannesson, skip- stjóri á Hákoni ÞH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lítið hefði fundist af loðnu á miðunum. Þó hefði Bjarni Ólafsson AK fundið torfu langt norður úr Horni en hún hafí verið lítlfjörleg. Hann sagði ein- hver skip hafa leitað langt norður og norðaustur af landinu en lítið séð. „Veiðin byrjaði í fyrra mun aust- ar, langt norður úr Langanesi. Það hafa nokkur skip leitað þar núna en ekkert fundið. Við mættum fær- eysku skipi sem var að koma norð- austan að, en hafði ekkert séð enda sjávarkuldi mikill á þessum slóðum. Við höfum verið að þvælast hér í ís og því erfitt við þetta að eiga,“ sagði Oddgeir. Biðu eftir grænu ljósi Fiskistofa gaf út leyfi í gærmorg- un fyrir loðnuveiðum 30 norskra skipa innan íslenskrar landhelgi í einu. Fleiri skip mega þó vera innan lögsögunnar svo framarlega sem þau séu ekki að veiðum. Skipin þurfa að sigla í gegnum sérstaka athugunarstaði á leið sinni í lögsög- una og biðu um 25 norsk skip við einn þeirra um miðjan dag í gær og biðu þess að tilkynning bærist frá norskum stjórnvöldum þess efn- is að íslensk stjórnvöld hefðu gefið grænt ljós á veiðarnar. Gert er ráð fyrir að á bilinu 80-90 norsk skip muni sækja á íslandsmið á loðnu- vertíðinni. Á síðustu loðnuvertíð máttu einnig vera 30 norsk skip að veiðum innan landhelginnar í einu en veiðarnar voru þá ekki bundnar sérstöku leyfi Fiskistofu líkt og nú. Fengu síld Sigurður VE var í gær á síldveið- um innan lögsögu Jan Mayen en Sunnuberg GK fékk þar síld um helgina. Skipin fóru nokkuð á und- an öðrum á miðin til að kanna möguleika á síldveiðum á svæðinu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var engin veiði hjá skipun- um í gær. Gott útlit á mörkuðum Mjög góðar markaðshorfur eru nú á sölu loðnuafurða og ástand á mörkuðum með því betra sem sést hefur um áraraðir, að sögn Sólveig- ar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR mjöls. Hún segir verð á mjöli svipað og á síðasta ári, um 405 pund tonnið eða um 47.400 íslensk- ar krónur. Á móti komi að pundið hafí hækkað mikið frá því í fyrra. Verð á lýsi sé hins vegar um 100 dollurum hærra en á síðasta ári og sé nú um 550 dollarar tonnið eða um 38.500 krónur. Sólveig segir birgðir í landinu litlar og markaði mjög sterka. Lítil veiði hefur verið í Suður-Ameríku og segir Sólveig það hjálpa mikið til á mörkuðum, bæði hvað varðar mjöl og lýsi. Byggðastefnan í Noregi Auknir styrkir til nýsmíða á skipum FRÁ og með þessum mánaðamótum á norski fiskiskipaflotinn kost á fjárfestingarstyrkjum úr þróunar- sjóði atvinnuveganna en tilgangur sjóðsins er meðal annars að efla atvinnuuppbyggingu á landsbyggð- inni. Styrkirnir eiga að renna til ný- smíði eða breytinga á skipum, sem fengið hafa smíðastyrk, og í ein- staka tilfelli er leyfilegt að veita þá til kaupa á notuðu skipi. Það á þó aðeins við um Finnmörk og Norður-Troms. Skip, sem veiða á grunnslóð og eru á bilinu 15 til 34 m löng, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um þessa styrki en hvað stóru skipin varðar, sem sækja lengra, skulu skip með aflahlutdeild hafa forgang. Það á einnig við um skip, sem reyna að vinna betur úr auka- afla og úrgangi. Auk þessa hefur verið opnað fyr- ir áhættulán og tryggingar vegna nýsmíða þar sem ekki er um smíða- styrk að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.