Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska & ' 1 | **»». ] t*. ' © KFS/Oistf. BULLS í J (fhóbi þí/w x-tl&ái. vas&,ykJbur við o lugguruury^ F~'^\ Ferdinand Smáfólk IT 5 PROBABLY N0B0DY IMPORTANT Ég held að ég hafi heyrt í Það er líklega enginn Þú hefur rétt fyrir þér ... einhveijum við dyrnar ... mikilvægur. Við erum varla mjög mikilvægir... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hundar og menn Frá Andreu Oddsteinsdðttur: VIÐ hjónin erum lengi búin að vera hundeigendur. Maðurinn minn þýddi t.d. á sínum tíma bók eftir ísland- svininn mikla og ljúfa, Mark, sál- uga, Watson og hét hún „Hundurinn minn“ í þýðingu hans. Við höfum fyrir sið að fara með gömlu tíkina okkar, Tátu, út að ganga minnst þrisvar sinnum á dag og höfum alltaf með okkur poka til að þrífa upp eftir hana eins og lög gera ráð fyrir. Oftast lá leiðin að gras- flötinni þar sem gróðurstöðin var einu sinni, rétt fyrir neðan gamla Kennara- skólann við Laufásveg, en við erum nýflutt úr Þingholtunum og búum nú á Rauðalæk. Rétt fyrir hvítasunnu ókum við með Tátu okkar og lögðum bílnum okkar sunnarlega við Laufásveginn vegna þess að við vorum eitthvað tímabundinn þann daginn. Halldór fór út með hundinn okkar, en ég sat eftir í bílnum og meðan ég beið sá ég eldra fólk vera að bera dót út í Cherokeejeppa og hugsaði sem svo að það væri á leið í sveitina og átti mér einskis ills von, en fyrr en varði kemur maðurinn askvaðandi að bíln- um okkar, heldur yggldur á brun og brá og rífur upp dýrnar með miklum látum og vandar mér ekki beinlínis kveðjurnar og spurði: „Get- ið þið, helvítis pakkið ykkar, ekki látið hundskömmina ykkar skíta heima í Miðstræti hjá ykkur?“ Og svo bætti hann því við að hann væri búinn að taka margar myndir af okkur! Mér er spurn til hvers? Því næst gekk hann yfir götuna og leit yfir grasflötina þar sem Halldór var með Tátu, en hann lét þau alveg afskiptalaus, enda vissu þau ekkert af honum. Að svo búnu sneri kapp- inn aftur til mín og var svo kurteis að „skreyta" bílrúðuna mína með hráka sínum. Mér var illa brugðið, en setti samt í mig kjark og sagði við hann „þér ættuð að skammast yðar, ef þér kunnið það“. Rétt er að geta þess að ofangreind grasflöt er ekki einkalóð. Hún er með öðrum orðum í eigu Reykjavíkurborgar, enda opin almenningi. Vonandi hefur eigandi Cherokee- jeppans átt yndislega hvítasunnu- helgi í faðmi íslenskrar náttúru, al- veg ótruflaður af samviskubiti og iðrun. ANDREA ODDSTEINSDÓTTIR, Rauðalæk 7, Reykjavík. Andrea Oddsteinsdóttir. Sífellt öryggisleysi sjúkl inga, sumar eftir sumar Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: SAMTÖKIN Lífsvog taka heilshugar undir greinaskrif Félags ungra lækna til heilbrigðisráðherra, er birt- ust í Mbl. þann 25. 6., þar sem þeir benda á óraunsæjan sparnað, og hugsanlegar afleiðingar af slíku fyr- ir sjúklingana. í grein þeirra er á skýran hátt varpað ljósi á þá þætti er geta leitt til mistaka í greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinganna, undir álagi því er vinnuaðstæður sumarlokana geta skapað. Mistök á þessum vettvangi verða ekki aftur tekin, það er staðreynd er menn hljóta að þurfa að horfast í augu við fyrr en síðar. Sjúklingar þeir er í slíku lenda munu nefnilega sækja ábyrgð á hendur rekstraraðila þjónustunnar á hverjum tíma eftir þeim leiðum er til þess eru færar. Þótt enn þurfi að ryðja braut réttlætisins í þeim efnum, hafa Lög um réttindi sjúkl- inga nú litið dagsins ljós í framsetn- ingu og flutningi heilbrigðisnefndar Alþingis, en þar er að finna spor í rétta átt, til dæmis hvað varðar eign sjúklinga á upplýsingum þeim er um þá eru færðar í sjúkraskýrslur. Áherslur á upplýsingaskyldu heil- brigðisstarfsmanna til handa sjúkl- ingum sem og almenna mannvirð- ingu er einnig að finna í lögum þess- um. Lífsvog vill hvetja almenning til þess að kynna sér lög þessi er taka gildi 1. júlí, en vilja um leið þakka ungum læknum fyrir að reyna að opna augu stjórnvalda í hinni mjög svo afstæðu sparnaðarhyggju er viðgengst enn á þessum vettvangi. f.h. Samtakanna Lífsvog. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, ÁSDtS FRÍM ANN SDÓTTIR. „Hórdómur mikill“ Frá Margréti Hansen: ÞAÐ ER alltaf gaman að lesa grein- arnar hans Halldórs Þorsteinssonar, nú síðast í Morgunblaðinu þann 24. júní, en ég hnaut nú um nokkur orð í greininni. Hann býst við aukningu á hjónaskilnuðum í kjölfar ranglátra skattabreytinga. Orðrétt: „Eftir skilnað gæti t.d. fráskilinn maður hugsanlega leigt fyrrverandi eiginkonu sinni her- bergi eða gert hana að ráðskonu hjá sér svona á pappírnum og þá færu þau að búa saman í opinberum hórdómi...“ En nú er mér spurn, væri ekki eins hægt að snúa þessu alveg við og konan leigði þá fyrrverandi manni sínum herbergi og gerði hann að ráðsmanni hjá sér svona á pappírnum? Nei og aftur nei, svona einfalt er það bara ekki, því í langflestum hjónaböndum ennþá er aðeins mað- urinn skrifaður fyrir íbúð og eignum og ég vísa til aðvarana Svölu Thorlacíus hdl. þar sem hún segir að alltof oft gerist það við skilnað eða fráfall maka að konan sitji eft- ir eignalaus þar sem á pappírunum eigi hún í rauninni ekkert. Eg vil þess vegna vara konur við þessu, ef svona fer í skattamálum, hafið vaðið fyrir neðan ykkur og gangið frá eignaskiptapappírum á undan skilnaðarpappírum, því eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. MARGRÉT HANSEN, Ásholti 2,105 Rvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt ti! að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.