Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, dvalarheimílinu Víðihlíð, Grindavík, áðurtil heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, lést að kvöldi þriðjudagsins 17. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, Birna Costantino, Einar Enoksson, Klara Enoksdóttir, Árný Enoksdóttir, Pétur Enoksson, Helga Enoksdóttir, Munda Pálín Enoksóttir, Jóseph Costantino, Sigurður Indriðason, Guðmundur Þorsteinsson, Eðvarð Ragnarsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, SIGURÐUR HANNES JÓHANNSSON brunavörður, Hamarsbraut 14, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. júní. Jarðarförin auglýst síðar, Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Krístján Valby Gunnarsson, Guðrún Karla Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurður Kristinn Lárusson, Kristjana Ósk Sigurðardóttir, Vilborg Áslaug Sigurðardóttir, Jóhann Sigmundsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR (Stella), Sólvallagötu 45, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 29. júní. Björn R. Lárusson, Edda Ársælsdóttir, Hrafnhildur Lárusdóttir, Torbjöm Gustafsson, Heimir Lárusson Fjeldsted, Guðrún Guðmundsdóttir, Eggert Lárusson, Birgir Lárusson, Sigurbjörn Lárusson, barnabörn og barnabarnabarn. Kristín A. Linfeld, Ola Linfeld, Sofia Linfeld, Karl Óskar Linfeld. Ástvinur okkar, eiginmaður, faðir og sonur, ÓLAFUR VALGEIR EINARSSON, sjávarútvegsfræðingur, starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar íslands, verður kvaddur í Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Ölafs Valgeirs, sparireikningur 14-601510 í íslandsbanka, Lækjargötu (0513), en fé úr þeim sjóði mun rehna til styrktar bágstöddum í Namibíu. Ásdís Einarsdóttir, Jóna Valdís Ólafsdóttir, Ásgerður Ólafsdóttir, Valgerður Ólafsdóttir, Vilhjálmur Ólafsson, Ásgerður Ólafsdóttir, Einar Egilsson. HOLMFRIÐUR ÓLAFSDÓTTIR KRAGH + Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh fæddist í Reykjavík 29. ág- úst 1913. Hún lést á Vífilsstöðum 22. júni síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Er- lendsdóttir, f. 7.7. 1886, d. 18.1. 1950, og Ólafur Theódór Guð- mundsson, bygg- ingarmeistari, f. 24.11. 1873, d. 4.3. 1950. Alsystkini Hólmfríðar voru Erlendur Steinar, f. 1912, Sig- ríður Ó. Mckenzie, f. 1917, Val- gerður, f. 1919, d. 1927, Ólafur Theodór, f. 1922, d. 1989, og Kristján Valgeir, f. 1927. Hálf- systkini hennar, börn Ólafs Theodórs, voru Valgerður, f. 1899, d. 1978, Sigurður, f. 1901, d. 1970, Vigdís, f. 1904, d. 1926. Hólmfríður giftist 1933 Hans Kragh, tæknifulltrúa hjá Símstöðinni í Reykja- vík. Hans var fæddur 24.12. 1908 og lést 9.12. 1978. Þau bjuggu megnið af sinum hjúskap á Birkimel 6b og þar hefur Hólmfríður átt áfram heimili síðan Hans lést. Hólmfríð- ur og Hans eignuðust ekki afkomendur en bróðir Hólmfríðar, Krislján Valgeir, átti heimili hjá þeim frá því er foreldrar þeirra féllu bæði frá 1950. Síðustu þijú árin hefur Hólmfríður að mestu dvalist á Vifilsstöðum. Útför Hólmfríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Látin er Hólmfríður P. Ólafsdóttir Kragh, eða Fríða Kragh eins og hún var nefnd í daglegu tali. Ég kynnt- ist Fríðu þegar ég kynntist konu minni, Sólveigu, en hún er bróður- dóttir Fríðu. Eg man hve mér fannst Fríða hafa yfir sér heimsborgaralegt yfirbragð. Framkoman „elegant" og fáguð. Fríða var ætíð það sem kallað er heimavinnandi húsmóðir. Hún hélt heimili fyrir Hans bónda sinn og bróðurinn Kristján. Hans vann alla sína starfstíð hjá Símstöðinni í Reykjavík. Þetta var áður en tímale- ysi og streita tóku völd og þá var almennt að menn höfðu klukkutíma í matarhlé. Það var því í hvetju há- degi að sporléttur maður gekk Suð- urgötuna meðfram gamla kirkju- garðinum til að hitta sína frú, snæða og ræða málin. Ég var það lánsamur að koma um tíma nokkuð oft til þeirra í hádeginu og verða vitni að þessari föstu hefð margra áratuga og um leið að upplifa þá elsku sem var á milli Fríðu og Hansa. Þau voru .samhent í einu og öllu og KR var þeim eitthvað alveg heilagt. Enda ekki furða, Hans hafði verið keppnismaður í knattspyrnu fyrir KR til margra ára og eftir að skórn- ir fóru á hilluna tóku félagsstörfin fyrir félagið þeirra við. KR skipaði stóran sess í lífi þeirra hjóna. Það auðveldaði mér inntökuna í hádegis- samfélagið að hafa sömu trúna og þau hjón hvað KR varðaði. Hans lést 9.12. 1978 og var það óvænt fráfall og mikið áfall. Hann hafði þá hætt störfum einni viku áður og ekkert sem benti til annars en að þau ættu mörg góð ár eftir saman. Fríða og Hans voru barnlaus en frá því 1950 var til heimilis hjá þeim bróðir Fríðu, Kristján Valgeir. Fríða og Hans voru samtaka í að reynast Kristjáni vel og eftir fráfall Hans bjuggu þau Kristján bæði áfram á Birkimelnum. Samband þeirra var sérstaklega náið og fal- legt, velferð Kristjáns var Fríðu allt. Fríða hafði átt við vanheilsu að stríða til nokkurra ára og dvalist að mestu síðustu þijú árin á Vífilsstöð- um og þar lést hún. Hún tók þeim örlögum með sínu góða geði og jafn- lyndi og dásamaði mjög þá velvild sem starfsfólkið á Vífilsstöðum sýndi henni ætíð þann tíma sem hún dvaldi þar. Fríða var sem fyrr segir ætíð mjög jákvæð, en hún var undir lokin tilbúin til að kveðja þennan heim og hitta sinn kæra Hansa á nýjan leik. Einu áhyggjur hennar voru hvernig Kristjáni hennar myndi farnast. Nú er það ættingja og vina að sjá til þess að ævikvöld hans verði nota- legt. Dómkirkjan var kirkja Fríðu eins og svo margra af eldri borgurum Reykjavíkur, hvar svo sem þeir hafa sett sig niður innan borgarmark- anna. í Dómkirkjunni var hún fermd, þar giftu þau sig, þar var Hans jarðs- unginn og þar vildi hún láta útför sína fara fram. Þann tíma er þau bjuggu á Birkimelnum og Hans vann í miðbænum var gamli kirkjugarður- inn miðja vegu milli þeirra og fram hjá honum var gengið oft á dag í nær fjörutíu ár. Þar hvílir Hans í dag og þar munu þau hvíla saman. Hringnum er lokað og gengin er góð kona. Börn okkar Sólveigar, Hrund og Steinar Þór, sakna þess að geta ekki, vegna dvalar erlendis, fylgt góðri frænku síðasta spölinn. Þau senda kærar kveðjur og við þökkum samfylgdina. Sveinn H. Skúlason. Hólmfríður Ólafsdóttir Kragh lést á Vífilsstaðaspítala sunnudaginn 22. júní eftir löng og erfið veikindi. Kynni okkar hófust fyrir tæpum 30 árum er ég leigði íbúð í sama húsi og þau hjón, hún og Hans heitinn Kragh, bjuggu í ásamt Kristjáni, bróður Fríðu. Ég var ósköp feimin við þau í fyrstu, en síðan þróaðist það þannig að ég varð smám saman kostgangari hjá þeim hjónum. Alltaf um kvöldmatarleytið kom Hans nið- ur til mín, bankaði og kallaði „mat- ur“, eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Þau hafa ályktað sem svo að rétt- ast væri að sjá til þess að þessi pía borðaði ætan bita. Þetta var þeim svo eiginlegt að ég tók vart eftir fyrr en löngu síðar. Þannig vill al- mættið trúlega að við vinnum verkin okkar. Mér var ekki í kot vísað því Fríða var einkar góður kokkur og hafði gaman af matargerð. Þykir mér ég aldrei hafa goldið þeim fósturlaunin sem skyldi. Síðan liðu tímar og ég eignaðist börnin mín tvö og fylgdist FALLEGIROG LISTRÆNIR LEGSTEINAR m tfsíensÁÁönnun mk lensn nonnun 15% AFSLÁTTUR Á GRANÍTSTEINUM AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18 SÓLSTEINAR Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 Fríða grannt með þeim, enda mátu þau hana mikils. Fríða var ákaflega hlý og góð manneskja, jákvæð, lagði ekki illt orð til annarra og tróð ekki skóna niður af samferðafólki sínu. Hún og umhverfi hennar var ætíð hið snyrtilegasta. Hún naut þess að hlýða á tónlist og lagði á yngri árum stund á píanónám. Kristjáni bróður sínum var hún alltaf til mikils stuðn- ings en hann fæddist mjög heyrnar- skertur. Hann hefur um áratugi búið undir sama þaki og Fríða. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þeim Fríðu og Hans Kragh og eftirlifandi bróður hennar, Kristjáni, sem nú þarfnast styrktar. Far þú í friði og guð blessi þig og þína, Fríða inín. Helga Hrönn Þórhallsdóttir. Þegar undirritaður var að alast upp í föðurhúsum áttu foreldrar mínir fjölmennan og fjölskrúðugan vinahóp. Þá var ekkert sjónvarp til að trufla fólk frá því að hittast og gleðjast, tala saman og vera saman. Mér eru enn í barnsminni öll þau boð og samkvæmi sem haldin voru á heimili mínu, þar sem þessi stóri kunningja - og venslahópur gerði sér dagamun. Fólk mætti prúðbúið til leiks og gekk hægt um gleðinnar dyr. Samræður, söngur, spila- mennska. Allt í stíl. Allt með þessum siðprúða menningar- og yndisþokka, þar sem karlmennirnir voru sjentil- menn og konurnar heillandi skemmtilegar. Og stundum fengum við krakkarnir að vera með og þar var ekkert kynslóðabil og þar var engin yfirborðsmennska. Hver var það sem hann var og kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. í þessum föngulega hópi var Fríða Kragh. Geislandi falleg, brosmild og jákvæð, ljóshærð fegurðardrottning með manni sínum, óaðskiljanlegur vinur fjölskyldunnar. Það segir nokkuð um þann hug sem við börn- in bárum til þessarar konu að ég á enn í fórum mínum ljóð sem ég samdi, tíu ára gamall, til hennar fertugrar, hálfgert ástaljóð sem end- aði svona: Að vera með Friðu lífið er enga stund að líða, lofuð sé hún, líka hér, lengi lifi Fríða. Þetta litla og barnalega ljóð, seg- ir allt um þann hug sem ég, tíu ára gamall snáðinn, bar til þessarar óvandabundnu konu. Og allt frá þessum æskudögum mínum fylgdist hún með fjölskyldu okkar og var partur af henni, fijáls- leg í fasi, gestrisin, glöð. Umfram allt glöð. Fríða var eiginkona Hansa Kragh, sem var frægur fótboltaspilari með KR í tíð föður míns, spilafélagi hans, veiðifélagi og vinur í raun. Hansi var sérstakt glæsimenni, alltaf til fara eins og hann væri klipptur út úr enskri heldrimannastétt, beinn í baki, fríður sýnum, ijaðurmagnað göngulag, háttprúður, hófsamur og hæverskur. Með Fríðu við hlið sér var þetta flottasta parið í Reykjavík. Það sér maður á myndum og man í minningunni. Ég hef leitað að lýs- ingarorði sem hentar en finn ekkert betra en þetta enska og besta: þau voru elegant. Nú er hún horfin hún Fríða eftir margra ára veikindi og er sjálfsagt frelsinu fegin. En aldrei gleymast gömul kynni og aldrei gleymist hennar fölskvalausa vináttu við okk- ur systkinin og mömmu og pabba og nú er þessi kynslóð að hverfa og ekkert við því segja. Það er lífsins gangur. En mikið hljóta þetta að hafa verið dýrðlegir dagar, sem þetta fólk átti og nú geta þau bráðym hist aftur öll, þarna hinum megin, prúð- búin og glæsileg og rifjað upp þær stundir, þegar reykvísk alþýða, reyk- vískar fjölskyldur, stigu vals á Borg- inni og nutu íslenskrar náttúrufeg- urðar í tíðum fjallaferðum og gerðu sér glaðan dag í kyrrlátri og menn- ingarlegri samvist. Það var reisn yfir þessu fólki. Það var reisn yfir henni Fríðu. Blessuð sé minning hennar. Ellert B. Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.