Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 43 HAFÞÓR VESTFJÖRÐ SIG URÐSSON + Hafþór Vest- fjörð Sigurðs- son • fæddist í Reykjavík 16. febr- úar 1943. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 22. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður Hjálmar Þorsteinsson frá Neðri Miðvík í Aðal- vík, f. 6. mars 1918 (iátinn), og Matt- hildur Valdís Elías- dóttir frá Elliða í Staðarsveit, f. 21. mars 1923. Hafþór var elstur í hópi systkina sinna, en þau eru Ragnar, Elías, Þor- steinn, Sigþór (látinn) og Hjör- dís. Hinn 10. ágúst 1968 kvæntist Hafþór eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Helgadóttur, fulltrúa hjá Kennarasambandi íslands, f. 3. febrúar 1942 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson frá Ytra-Sveinseyri í Tálknafirði, f. 16. febrúar 1902 (látinn), og Marta Jónsdóttir frá Suðureyri í Tálknafirði, f. 11. júní 1907 (látin). Synir Hafþórs og Mar- grétar eru: 1) Helgi, tölvunar- fræðingur, f. 7. desember 1969, kvæntur Guðlaugu Eddu Sig- geirsdóttur, lyfjatækninema, f. 25. desember 1972, og eiga þau eina dóttur, Ástu Margréti, f. 4. mars 1995. 2) Sig- urður, B.A. í guð- fræði, f. 5. ágúst 1972, sambýliskona hans er Cecilia Möne, jarðfræðing- ur, f. 25. janúar 1969. Hafþór lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum 1965. Hann hóf kennslustörf við Leirárskóla sama ár og kenndi síðar við Árbæjarskóla _ í Reykjavík. Árið 1969 var hann ráð- inn við nýstofnaðan skóla á Húnavöllum í Austur- Húna- vatnssýslu og starfaði þar í sex ár, fyrst sem kennari og síðar sem skóiastjóri. Þá kenndi hann í eitt ár við Breiðholtsskóla i Reykjavík, en fluttist síðan til Hallormsstaðar þar sem hann starfaði sem skólastjóri við grunnskólann í fjögur ár. Hafþór fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur árið 1980. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og síðar við smíðakenn- aradeild Kennaraháskólans. Hann var ráðinn kennari við Álftanesskóla 1985 og starfaði þar til dauðadags. Útför Hafþórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá nemendum og kennurum í uppeldisvísinda- deild Kennaraháskóla íslands Fyrir hönd nemenda og kennara við uppeldisvísindadeild Kennara- háskóla íslands vil ég minnast Haf- þórs V. Sigurðssonar, kennara við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi. Kynni okkar hófust síðastliðið haust þegar Hafþór hóf nám til meistaragráðu við Kennaraháskóla íslands. Hann reyndist sérlega ljúf- ur í viðkynningu, hæglátur og hugs- andi, hlýr og geðþekkur. Hafþór hafði góðar forsendur til að hefja framhaldsnám, vandaður skólamaður með mikla reynslu af kennslu, bæði almennri kennslu, mynd- og handmenntakennslu og skólastjórn. Sem sérsvið í fram- haldsnáminu valdi Hafþór sér list- og verkgreinar, enda hafði hann betri grunn en flestir aðrir til að sækja fram á því sviði. Auk langrar kennslureynslu hafði hann aflað sér margháttaðrar viðbótarmenntunar, bæði með því að setjast í Myndlista- og handíðaskólann um tveggja ára skeið, 1980-1982, og með því að taka smíðar sem valgrein í almennu kennaranámi við Kennaraháskóla íslands veturinn 1990-1991. Þá fylgdist Hafþór vel með þróun í kennslu list- og verkgreina hér heima og erlendis. Hann hafði mik- inn áhuga á tölvum og nýtti sér tölvutæknina í þekkingarleit sinni. Með tölvusamskiptum hafði hann skapað sér sambönd við stofnanir og sérfræðinga víða um heim. Þá hafði Hafþór fengist talsvert við námsefnisgerð, m.a. skrifað náms- efni um viðarfræði, sem hann hafði áhuga á að auka og þróa. Hafþór var í stjórn Félags íslenskra smíða- kennara og félagsmaður í Félagi íslenskra myndmenntakennara. I verkefnum sínum í framhalds- náminu lagði Hafþór sig sérstaklega eftir að kanna hvernig kennarar gætu auðgað kennslu sína með því að nýta lista- og minjasöfn með markvissum hætti í skólastarfi. Hann byggði á þekkingu sinni á tölvutækni og bjó til vefsíður um safnfræðslu á veraldarvefnum, svo efnið gæti gagnast sem flestum. Á vefinn setti hann ábendingar um hvernig kennarar gætu notað söfn í kennslu, hugmyndir að verkefnum og kennsluleiðbeiningar, auk marg- víslegs fróðleiks um safnamál. Þessi verk vann Hafþór af sérstakri alúð, áhuga og þekkingu. Hafþór átti sér fjölmörg hugðar- efni. Auk almennrar lista- og menn- ingarsögu var saga íslensks hand- verks honum sérstaklega hugleikin. Sem dæmi má nefna að í tómstund- um safnaði hann upplýsingum um íslenskar fiðlur og langspil, skráði þau hljóðfæri sem hann fann og gerði af þeim vinnu- og smíðateikn- ingar. Hann hafði mikinn áhuga á hljóðfærasmíði og leitaði víða fanga í því efni. Sumu af þessu kom hann fyrir á vefsíðum sínum á veraldar- vefnum. Undir miðjan júní áttum við kenn- arar og nemendur í meistaranáminu saman nokkra ánægjulega daga í Kennaraháskólanum. Þá sem fyrr var Hafþór virkur í öllu okkar starfi og lagði margt gott til málanna á sinn ljúfmannlega máta. Hafþór kom til mín í Kennaraháskólann nokkrum dögum áður en hann varð bráðkvaddur. Hann var nokkuð þreyttur eftir annasaman vetur í námi og kennslu, en samt fullur til- hlökkunar að takast á við verkefnin framundan. Hafþór ræddi hug- myndir sínar um endurbætur á safnafræðsluefni sínu og sagði mér frá kennaranámskeiði um notkun safna í kennslu sem hann hafði tek- ið að sér að undirbúa og batt mikl- ar vonir við. Ekki fór á milli mála að hann hafði ákveðið að láta að sér kveða á sviði safnafræðslu. Þar var réttur maður á réttum stað. Hafþór V. Sigurðsson hverfur frá okkur langt um aldur fram. í djúpri sorg er huggun í minningunni um einstakan hagleiks- og hugsjóna- mann, vitra og góða manneskju. Á þá minningu fellur enginn skuggi. Við þökkum kynni af góðum dreng. Fjölskyldu hans sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingvar Sigurgeirsson, dósent við Kennaraháskóla Islands. Kveðja frá starfsfélögum Á hátíðarstund við skólaslitin í vor kvöddumst við starfsfélagarnir og reiknuðum öll með að sjást aftur að hausti. En skjótt skipast veður í lofti, dauðinn kveður dyra og enn erum við minnt á það hversu örstutt er á milli lífs og dauða. Hafþór okkar er horfinn, við fáum ekki að njóta ná- vistar hans og starfa framar. Hann var hrifsaður burt í blóma lífsins. Hans verður sárt saknað af okkur vinnufélögunum og nemendum sem þótti sérstaklega vænt um hann og töluðu oft um hversu góður kennari hann væri. Það var ljúft að vera í návist Hafþórs, hæglæti hans og hógværð kallaði á virðingu umhverfisins og alltaf var stutt í kímnina og hlátur- inn. Störf hans einkenndust af sam- viskusemi, listrænum hæfíleikum, fallegu handbragði og sköpunar- gleði. Með þessum orðum viljum við heiðra minningu Hafþórs, kveðja hann og þakka fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta hans og návist- ar. Hlutirnir sem til eru í skólanum eftir hann munu ávallt minna okkur á góðan dreng, kennara og starfsfé- laga. Margréti, Sigurði, Helga og öðrum ástvinum Hafþórs sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau. Fyrir hönd starfsmanna Álftanes- skóla, Erla Guðjónsdóttir. Það er skrýtið að hugsa til þess að hann Hafþór, smíða- og mynd- menntakennarinn okkar sem hefur kennt okkur frá því í fyrsta bekk i Álftanesskóla, sé allt í einu dáinn. Hann var mjög góður kennari og þótti okkur öllum mjög vænt um hann. Við eigum ótal margar mynd- ir og hluti sem minna okkur á frá- bæra kennslu hans. Svo þig langar til fiðrildalands? Jæja, lærðu þá minn vængjaða dans og flýttu þér; síðan fylgirðu mér í flugstigu regnbogans. (Þorsteinn Vald.) Hann Hafþór sagði okkur að hon- um þætti afar vænt um þetta ljóð og hann skrifaði það líka í allar minningarbækur okkar. En nú þurfum við víst að kveðja hann en vonandi líkist sá staður, þar sem hann er nú, fallega Fiðrilda- landinu hans. Að lokum viljum við votta að- standendum hans og fjölskyldu, okkar innilegustu samúð. Stefjahreimur Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið, mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran, - endurheimti í hafið. (Einar Ben.) Nemendur Hafþórs í smíði og myndmennt í 7. bekk í Álftanesskóla Berglind Veigarsdóttir, Freydís Guðný Hjálmarsd., og Sigríður Ása Júlíusd. Legg ég nú bæði l!f og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Litla stúlkan hlustaði: „Afi Haf- þór er hjá Guði. Hann fór að sofa og vaknar ekki aftur.“ Hún svaraði brosandi: „Afi Hafþór vaknar til Guðs.“ Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Elsku afi minn. Ásta Margrét Helgadóttir. t Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, HÁKON ARNAR HÁKONARSSON, varð bráðkvaddur föstudaginn 27. júní. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.30. Hákon Sigtryggsson, Oddný Gestsdóttir, Margrét Arnarsdóttir, Nina Dröfn Arnarsdóttir, Sigrún Hákonardóttir, Sólveig Hákonardóttir, Karin Hákonardóttir, t Eiginmaður minn og faðir okkar, EBBI JENS GUÐNASON, Kópavogsbraut 1A, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni sunnudagsins 29. júní. Guðbjörg Helga Sigurbjörnsdóttir, Lind Ebbadóttir, Sigurveig Ebbadóttir og Gerður Ebbadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR GUÐNÝ BJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Mánagötu 12, Reyðarfirði, lést á Sjúkrahúsi Neskaupstaðar föstudaginn 27. júní. Einar Guðmundur Stefánsson, Birna María Gfsladóttir, Stefán Þórir Stefánsson, Kristfn Guðjónsdóttir, Guttormur Örn Stefánsson, Helga Ósk Jónsdóttir, Sigfús Arnar Stefánsson, Smári Stefánsson, barnabörn og barnabarnaböm. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRÍMUR PÉTURSSON, frá Hjöllum, lést á heimili sínu laugardaginn 28. júní. Jarðarförin fer fram frá Ögurkirkju laugardaginn 5. júlí kl. 14.00. Vilborg Ólafsdóttir, Guðrún Dagný Steingrímsdóttir, Jóhann Snorri Arnarson, Þorbjöm Steingrímsson, Guðfinna Birna Guðmundsdóttir, Pétur Steingrímsson og barnabörn. * t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma og langamma, INGA HAFDfS HANNESDÓTTIR, Aragerði 7, Vogum, lést á Sjúkrahúsi Reykjavaíkur 28. júní síðast- liöinn. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Axel Davfðsson. H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H u Sími 562 0200 u rxnxxxixxxrl t SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Karlsskála, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópa- vogi, föstudaginn 27. júní siðastliðinn. Fyrir hönd afkomenda, synir og tengdadætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.