Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson STÍGANDI frá Sauðárkróki hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þykir vel að þeim kominn. Afkvæmin þykja frekar stór og framfalieg, töltið gott og skeiðið ekkert að flækjast fyrir þeim sem neinu nemur, hafa góðan vilja og fara vel í reið. Nánast lýsing á hvernig hið ákjósanlega söluhross á að vera enda gengur vel að selja af- kvæmi Stíganda sem virðist vera úrvals hestur fyrir þá sem vilja selja hesta úr ræktun sinni. Kynbótahross- in efst meðal HESTAR Kaldármclar FJÓRÐUNGSMÓT Fjórðungsmót vestlenskra hesta- mannafélaga, haldið á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi 26.-29. júní. ÞRÁTT fyrir að boðið væri upp á sérstaka gæðingakeppni stóð- hesta voru stóðhestar skráðir til leiks í aðalgæðingakeppni mótsins og einn þeirra, Brynjar frá Ár- gerði og Sveinn Ragnarsson sem kepptu fyrir hönd Faxa í Borgar- firði, tók strax afgerandi forystu í A-flokki í forkeppninni. Örlítið dró saman í fullnaðardómi sextán efstu hesta en í úrslitunum voru yfirburðir Brynjars ótvíræðir. Nasi frá Bjarnarhöfn, sem keppti fyrir Snæfelling, vann sig úr 11. sæti í forkeppni í annað sæti og hélt því í úrslitum. Athygli vakti hversu miklar breytingar urðu á röð og einkunnum hrossa í forkeppni og svo í fullnaðardómi. Sem dæmi má nefna að einn hestur var í 13. sæti í forkeppni, 4. sæti í fullnað- ardómi og svo 7. sæti í úrslitum. Þetta virðist eiga við um alla flokka og kann að vera að veður- breytingar frá fimmtudegi, þegar forkeppnin fór fram til föstudags, hafí lagst misjafnlega í hrossin. Hryssur í öndvegi Dagrún frá Skjólbrekku og Olil Amble sem kepptu fyrir Faxa höfðu góða yfirburði í forkeppn- inni líkt pg Brynjar og Sveinn í A-flokki. I fullnaðardómi dró held- ur saman og í úrslitum virtist sig- ursætið vera orðið tæpt hjá þeim en dómararnir voru ekki í neinum vafa um hveijum bæri sigurinn. Voru þær stöllur vel að sigrinum komnar en næst á eftir urðu hryss- an Maístjarna frá Svignaskarði og Einar Óder Magnússon sem kepptu einnig fyrir Faxa. Er það sjálfsagt einsdæmi að tvær kyn- bótahryssur skuli standa efstar í B-flokki gæðinga á svo sterku móti sem hér um ræðir. Skipst á um forystu í ungmennaflokki skiptust tvær stúlkur á um að hafa forystuna. Katrín Ólafsdóttir, Faxa, á Hrafni frá Hrafnagili var efst eftir for- keppni en íris H. Grettisdóttir, Glað, á Erni Orrasyni frá Ásmund- arstöðum tók yfir eftir fullnaðar- dóm en í úrslitum lék ekki vafi á hveijum bæri sigurinn. Katrín og Hrafn höfðu þar frumkvæðið allan tímann. Athygli vekur að strák- arnir sem þátt tóku í fullnaðardómi ungmennaflokks voru einum fleiri en stelpurnar en aðeins tveimur þeirra tókst að komast í úrslit og náði annar þeirra, Benedikt Þ. Kristjánsson, Dreyra, á Þór frá Höfðabrekku, þriðja sætinu. Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá Vestri-Leir- árgörðum var hinn öruggi sigur- vegari í unglingaflokki sem hefur reyndar verið hlutskipti hennar frá því hún fór að keppa á Manna. I barnaflokki var keppnin hinsv egar mjög spennandi og virtist sem sigurinn gæti fallið nokkrum keppenda í skaut. Dómarar voru hinsvegar nokkuð sammála um að Sigríður H. Sigurðardóttir, Dreyra, á Þætti frá Vallanesi skyldi hljóta sigurinn. Stelpurnar réðu einnig ríkjum í barnaflokki en tveir strákar voru í úrslitum. Þetta virðist styðja þá þekktu þró- un að hestamennskan sé að verða stelpuíþrótt hér álandi þ.e. að hestamennskan virðist höfða mun meira til stúlkna en stráka svipað og er erlendis. Framfarir í reiðmennsku FuII ástæða er til að minnast á reiðmennsku krakkanna sem virð- ist mun betri nú en áður á fjórð- ungsmótum á Kaldármelum. Vera kann að krakkarnir hafi úr betri hestum að spila nú en áður en ekki er neinum vafa undirorpið að þeim er betur stjórnað nú. Sér í Iagi á þetta við börnin og er það sannarlega jákvæð þróun sem ber vott um meiri og betri reiðkennslu. Vestlendingar buðu upp á sér- staka gæðingakeppni stóðhesta í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eignabreytingar á þekktum stóð- hestum til þess eins að gera þá gjaldgenga í gæðingakeppninni. Umræða hefur verið um það hvort leyfa eigi stóðhestum almennt þátttöku í gæðingakeppnum og sýnist sitt hveijum. Keppnin nú mæltist vel fyrir en spurning hvort framhald verði á þessu fyrirkomu- lagi. Hins vegar má segja að þessi keppni hafi á vissan hátt undir- strikað þá staðreynd að eignar- BRYNJAR tekur aukavigtinni á framfótum vel og kynnir sig sem gæðing í fremstu röð í gæðingakeppni. Góð sýning hjá Sveini Ragn- arssyni og vaskleg framganga Brynjars tryggði öruggan sigur. ÞETTA var nágrannaslagur segir Einar Öder og brosir að lokinni úrslitakeppni þar sem hann var með Maístjörnu í öðru sæti en ná- granni hans á Selfossi, Olil Amble, sat hinsvegar Dagrúnu sem sigraði. SIGUR er ekki nýtt hlutskipti hjá Karen Líndal og Manna, að sjálf- sögðu voru þau með gullið að lokinni keppni unglinga. SÁ EINSTAKI viðburður átti sér stað að tvær hryssur úr sömu ræktun hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og er hér átt við Sveinatunguhryssurnar Maddónu og Fúgu en formaðurinn í brúnni, Þorvaldur Jósefsson, stendur hér hjá afkvæmum þeirrar síðar- nefndu. Vöktu þessir afkvæmahópar og sömuleiðis ræktunarhópur- inn frá Sveinatungu mikla athygli á þessu móti. haldsákvæði gæðingakeppninnar er löngu orðið úrelt og tímabært að fara að opna keppni gæðinga meira en gert er. En stóðhesta- keppnin var skemmtileg og mælt- ist vel fyrir. Seimur hinn víðförli frá Víðivöllum fremri sannaði enn og aftur ágæti sitt og yfirburði og sigraði örugglega í A-flokki en Þokki frá Bjarnanesi var efstur í B-flokki. Dramatískt í töltinu Töltkeppnin var opin að þessu sinni og hleypti það aukinni spennu í keppnina. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki, kom nú fram með Odd frá Blönduósi í fyrsta sinn á þessu ári. Þrátt fyrir að Oddur hafi oft verið betri stóðu þeir efstir eftir forkeppnina. Ein- kunnir voru mjög háar og fóru margir keppendur yfir 80 stiga múrinn. Nokkur forföll voru meðal þeirra hesta sem áttu rétt á að mæta í B-úrslit og varð því að fara alveg niður í 13. sæti til að fylla hópinn. Sem dæmi um það hvað keppendur voru jafnir að styrkleika þá sigraði í B-úrslitum keppandi í 13. sæti, Sigurður Sig- urðarson á Kringlu frá Kringlu- mýri. Og þau létu ekki þar við sitja því aðeins munaði hársbreidd að þeim tækist að skáka Sigur- birni og Oddi úr efsta sætinu í A-úrslitum. Þurfti að leita aftur í átján aukastafi til fá niðurstöðu. Skrautlegar kappreiðar Talsverður sveitabragur var á kappreiðum mótsins. Færa þurfti skeiðbrautina til vegna misheppn- aðra holufyllinga á henni. Var brautin því komin alveg að hring- vellinum þar sem hækkar upp um góðan metra. Ef hestarnir skeið- uðu vinstra megin þurftu þeir að fara upp aflíðandi halla sem að sjálfsögðu sparar ekki tíma. Landsliðsfélagarnir nýbökuðu Logi Laxdal og Sprengju-Hvellur frá Efstadal sigruðu örugglega í 250 metrunum á 22,6 sek. En Auðunn Kristjánsson og Askur frá Djúpadal sigruðu með dramatísk- um hætti í 150 metrunum. Þórður Þorgeirsson knapi á Lútu frá Ytra- Dalsgerði kærði Auðun fyrir að hleypa fyrir sig í seinni spretti. Þá var staðan sú að Sigurbjörn og Snarfari frá Kjalarlandi voru með besta tímann og hefðu sigrað ef ekki hefði verið kært. Kapp- reiðadómnefndin tók kæruna fyrir og afgreiddi með þeim hætti að spretturinn skyldi endurtekinn og gáfu þar með meintum sökudólgi annað tækifæri. Þá urðu lyktir þær að Askur og Auðunn sigruðu, Lúta og Þórður urðu í öðru sæti og Sigurbjörn og Snarfari urðu að gera sér þriðja sætið að góðu og þar með þótti réttlætinu full- nægt. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.