Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Land- græðsluvél hlekktist á í flugtaki Fjárfestingar norskra stóriðjufyrirtækja Island er ekki endilega fyrsti kosturinn Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bíll valt og féll 5 metra NORSKU stóriðjufyrirtækin, El- kem, Hydro Aluminium og Norsk Hydro hafa ekki tímasettar áætl- anir um íjárfestingar í stóriðju á íslandi en blaðafulltrúar þeirra sem Morgunblaðið ræddi við segja stöðugt til skoðunar hvar og hvernig megi auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn eftir áli. Segja þeir ísland einn mögu- leikann en ekki endilega fyrsta kostinn. Fram kom í frétt breska blaðs- ins Financial Times í vikunni að um næstu aldamót vanti um 900 þúsund tonn á til að eftirspurn eftir áli sé fullnægt jafnvel þótt reiknað sé með auknum útflutn- ingi frá fyrrum Sovétríkjum. ísland eitt þeirra landa sem koma til greina „Enn er of snemmt að segja hvei-t verður næsta skref í því að auka framleiðslugetuna en Island er eitt þeirra landa sem koma til greina,“ segir Thomas Knutzen upplýsingafulltrúi Hydro-Alum- iunum aðspurður um áætlanir fyr- irtækisins. Hann segir heldur ekki liggja fyrir af hvaða stærð hugsan- legt álver yrði hérlendis en fulltrú- ar fyrirtækisins hafi verið hér til viðræðna, síðast snemma á þessu ári. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir að geta séð Evrópu fyrir áli og ísland er mögulegt sem fram- leiðsluland fyrir það. Það er skort- ur á áli í dag og fyrirsjáanlegur fram á næstu öld og því nauðsyn- legt að reisa eitt álver á ári fram að aldamótum," segir upplýsinga- fulltrúinn einnig en taldi óvíst að ísland yrði næsti kostur fyrirtæk- isins í þessum efnum. Tor Steinum upplýsingafulltrúi hjá Norsk Hydro segir fulltrúa fyrirtækisins hafa rætt við íslend- inga en engar ákvarðanir hafi ver- ið teknar um nýjar fjárfestingar en ljóst sé að Norsk Hydro vilji stuðla að aukinni orkuframleiðslu til að auka megi álframleiðslu. Slíkar ákvarðanir verði þó ekki teknar í ár. Erfiðleikum bundið að fá orku „Norsk Hydro hefur lagt fram áætlanir um aukna málmbræðslu í Noregi sem krefst aukinnar orku en það er erfiðleikum bundið að fá orkuna nú þegar,“ segir Tor Steinum og segir umræðuna snú- ast um að auka gasnotkun við raforkuframleiðslu þar sem langt sé komið í virkjun vatnsorku í Noregi. „Aukin álframleiðsla verður að fara fram annars staðar en í Nor- egi og Hydro hefur þegar nokkra staði til skoðunar, svo sem Slóvak- íu og Slóveníu og hefur leigt verk- smiðju í Bandaríkjunum. Þá er einnig til umræðu að taka þátt í einkavæðingu í Venesúela og mér fínnst því líklegt að fyrst yrði fjár- fest í einhveijum þessara^ landa áður en til þess kæmi á Islandi. Þannig er staðan í dag,“ sagði Tor Steinum ennfremur. Þá kom fram í samtali við Paul Nordenberger hjá Elkem að fyrir- tækið hefur ekki áætlanir um frek- ari fjárfestingar hérlendis en þeg- ar hafa verið ákveðnar í sambandi við Grundartanga. BIFREIÐ valt í fyrrakvöld á gatnamótum Álfhólsvegar og Túnbrekku. Kastaðist bifreiðin yfir vegrið og féll fimm metra niður í húsagarð. Snerist hún í hálfan hring og endaði á þak- inu. Þrír menn voru í bílnum og voru tveir þeirra fluttir á slysa- deild. Reyndust meiðsl þeirra HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sendi Ciller, varafor- sætisráðherra og utanríkisráð- herra Tyrklands, persónulegt bréf fyrir síðustu helgi vegna forræðis- máls Sophiu Hansen og ísaks Halim Al. Samkvæmt hæstarétt- ardómi í Tyrklandi í forræðismáli Sophiu Hansen á hendur ísak Halim A1 vegna dætra þeirra er kveðið á um að mæðgurnar megi hittast mánuðina júlí og ágúst ár hvert. Að sögn Ólafs Egilssonar sendi- herra snýst málið um það núna ekki alvarleg. Sá sem slapp ómeiddur var sá eini í ökutæk- inu sem var í bílbelti. Að öllum líkindum var um of mikinn hraða að ræða miðað við aðstæður, að sögn lögreglu. Má ætla að ökumaður hafi ekki náð beygjunni, sem er kröpp á þessum gatnamótum. Bifreiðin er talin mikið skemmd. að þessi umgengnisréttur komist í framkvæmd. „Til þess að styðja aðgerðir til framkvæmdar á um- gengnisréttinum sendi ráðuneytið ítarlega greinargerð til tyrkneskra stjórnvalda hinn 19. júní síðastlið- inn þar sem gerð er grein fyrir stöðu málsins og lögð mikil áhersla á hve brýnt sé að umgengnisrétt- urinn verði virtur núna í sumar. Til þess að hnykkja enn fremur á þessu sendi Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra frú Tansu Ciller varaforsætisráðherra og utanrík- isráðherra Tyrklands persónulegt LANDGRÆÐSLUVÉLINNI Páli Sveinssyni, sem er af gerðinni Dou- glas DC-3, hlekktist á í flugtaki á Sandárvelli við Blöndulón á Auð- kúluheiði síðastliðinn laugardag. Talið er að sprungið hafi á hægra hjóli vélarinnar og við það hafi vél- in farið út af brautinni. Hún fór svo aftur inn á brautina, þvert yfir og út af hinu megin. Þar rakst vinstri vængur vélarinnar niður í brautina. Við lauslegt mat Landgræðslunnar eru afleiðingarnar þær að væng- endi er skemmdur og hallastýri skaddað. „Ekki er um stórtjón að ræða og þetta er í raun smávægilegt miðað við það sem hefði getað gerst ef flugmennirnir hefðu ekki sýnt snarræði," segir Stefán H. Sigfús- son, fulltrúi hjá Landgræðslustjóra, sem séð hefur um flug Páls Sveins- sonar siðan það hófst fyrir 25 árum. Hann segir jafnframt að þetta sé fyrsta óhappið sem Landgræðsla ríkisins verði fyrir með þessa vél. Búist er við að vélin verði komin aftur í loftið eftir hálfan mánuð. bréf fyrir síðustu helgi, en þau hittust sem kunnugt er hinn 18. febrúar síðastliðinn í Brussel þar sem ráðherra okkar leitaði stuðn- ings hennar við framgang máls- ins,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að utanríkis- ráðuneytið hefði gert ráðstafanir til að fá ráðherralista hinnar nýju ríkisstjórnar Tyrklands og mundi að honum fengnum taka afstöðu til þess hvort kynna þyrfti málið nýjum mönnum, en ráðuneytið hygðist eins og áður fylgja þessu máli fast eftir. Sendi utanríkisráðherra Tyrklands bréf vegna forræðismálsins Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands hafa aukist stórlega á fyrri hluta ársins Hlutabréfavelta rúmum 5 milljörðum meiri en í fyrra Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi fsl. fyrstu sex mánuði áranna 1996 og 1997 Milljónir króna 2.500 2.000 1.500 1.000 500 Markaðsverð bréfa -Fjöldi verðbr.viðskipta I 0%/ í Samtals: 7.211 milljónir 1996 Fyrstu sex mánuðina samtals: 2.117 milljónir m bj ui J F M A M J cos nSoEíoBnScm 'sf2ogir>5cr>5c\j5c\j CDBœlNltolT-lN J F M A M J VELTA í viðskiptum með verðbréf á Verðbréfaþingi íslands jókst stórlega á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heildarviðskipti sem skráð eru á þinginu námu alls rúmum 70 millj- örðum króna frá áramótum til loka júnímánaðar og urðu um 25 millj- örðum kr. meiri en á sama tíma í fyrra en þá var heildarveltan 54.496 milljónir kr. Velta hluta- bréfaviðskipta jókst verulega á fyrstu sex mánuðum ársins eða um rúmlega 5 milljarða kr., úr 2.117 milljónum kr. á fyrri árs- helmingi árið 1996 í 7.211 millj. kr. frá áramótum til loka júní á þessu ári. Hér eru ekki meðtalin viðskipti utan þingsins, s.s. hlutabréfavið- skipti á Opna tilboðsmarkaðnum, en Verðbréfaþingið hefur ekki eft- irlit með viðskiptum á honum. Sl. föstudag voru heildarviðskipti með hlutabréf á OTM frá áramótum orðin 2.340 milljónir kr. Saman- lögð heildarvelta hlutabréfa á Verðbréfaþingi og OTM frá ára- mótum er því rúmlega 9,5 milljarð- ar kr. Skv. upplýsingum um veltu ein- stakra tegunda verðbréfa, sem fengust á Verðbréfaþingi íslands í gær, kemur fram að velta hús- bréfa hefur margfaldast miðað við sama tíma í fyrra og var rúmir 3,8 milljarðar á fyrstu sex mánuð- um ársins samanborið við um 637 milljónir kr. á fyrri árshelmingi í fyrra. Kaup og sala húsnæðisbréfa var 859 millj. kr. á fyrri árshelm- ingi 1996 en 186 millj. kr. það sem af er þessu ári. Velta ríkisbréfa var um 5,3 milljarðar á fyrri árs- helmingi í fyrra en 4,8 milljarðar á sama tíma í ár og velta ríkis- víxla var svipuð og í fyrra eða rúmir 35 milljarðar. Nýjar tegund- ir skammtímabréfa hafa verið skráðar á þinginu, s.s. bankabréf og bankavíxlar, en velta þeirra frá áramótum var um 8,5 milljarðar í júní dró nokkuð úr veltuaukn- ingunni á Verðbréfaþingi en í ný- liðnum mánuði var heildarvelta á Verðbréfaþingi um 11,5 milljarðar samanborið við 10,3 í sama mán- uði 1996. Hlutabréfaviðskipti tæpir 2,2 milljarðar í apríl Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi drógust verulega sam- an í júni miðað við mánuðina á undan en hlutabréfaviðskipti voru þrátt fyrir það nærfellt tvöfalt meiri í nýliðnum mánuði en í júní- mánuði í fyrra eða rúmlega 663 milljónir samanborið við 384 millj. í fyrra. Mest urðu viðskipti með hluta- bréf í mánuðunum frá febrúar og út maímánuð eða um 1,2 milljarð- ar í febrúar, rúmlega einn milljarð- ur í mars og hámarki náðu við- skiptin í apríl en þá voru skráð viðskipti með hlutabréf fyrir 2.171 milljónir króna samanborið við 242 milljóna kr. skráð hlutabréfavið- skipti á Verðbréfaþingi í aprílmán- uði 'í fyrra. Samfara stóraukinni veltu í hlutabréfaviðskiptum á fyrstu sex mánuðum þessa árs er fjöldi skráðra viðskipta með hlutabréf þrefalt meiri en í fyrra en saman- lagður fjöldi viðskipta með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands var 5.837 á fyrra helmingi ársins sam- anborið við 1.680 skráð viðskipti á sama tímabili í fyrra. Samfelldar verðhækkanir fjórða árið í röð Eiríkur Guðnason, stjórnarfor- maður Verðbréfaþings íslands, segir að á síðustu tveimur árum hafi peningamarkaðurinn staðið undir aukinni veltu á Verðbréfa- þingi, fyrst og fremst vegna ríkis- víxla og svo bankavíxla sem komu á markaðinn undir lok seinasta árs og má rekja stærstu fjárhæð- irnar í veltu þingsins til viðskipta með slík skammtímabréf. Hins vegar hafi orðið greinileg aukning í hlutabréfaviðskiptum sem stafí af gífurlegum áhuga á hlutabréfum. Á því séu ýmsar skýr- ingar, ekki síst mikil verðhækkun hlutabréfa á undanförnum árum. Eiríkur segir þetta fjórða árið í röð þar sem hefur orðið stöðug verð- hækkun á hlutabréfum, sem hafi hækkað um 25% árið 1994, um 35% árið 1995, um 60% í fyrra og það sem af er þessu ári er verð- hækkunin rúm 28%. „Þetta hvetur fólk til að eiga viðskipti og fyrir- tækin sem eru á þessum markaði og geta selt bréf á góðu verði njóta góðs af,“ segir Eiríkur. f f I í L t f i i k i ■ < i ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.