Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉV5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞÉIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK ■\'i> Morgunblaðið/Guðni Einarsson Þverun Gilsfjarðar miðar vel ÞVERUN Gilsfjarðar miðar vel og er stefnt að því að henni ljúki um miðjan júlí, viku á undan áætlun, að sögn Einars Erlingssonar, verk- fræðings hjá Vegagerðinni, sem hef- ur umsjún með framkvæmdinni. Bú- ist er við að almennri umferð verði hleypt á veginn 1. desember nk. Fyrstu framkvæmdir hófust í fyrrasumar. Unnið er allan sólar- hringinn á tvískiptum vöktum, að sögn Einars. „Fyrstu vikurnar fór- um við 20 metra á dag og seinustu daga höfum við farið 30 metra, þannig að þetta gengur hratt og ör- ugglega," segir Einar. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að vegagerðin yfir fjörðinn ásamt einni brú sem búið er að smíða, kosti 500 milljónir króna, og er þá miðað við fúllfrágenginn veg með bundnu slitlagi. Þverunin styttir leiðina um fjörðinn um 17 kíló- metra, auk þess sem búist er við að nýi vegurinn verði opinn mestallt árið. Hlutabréfaveltan orðin 9,5 milljarðar VELTA hlutabréfa á Verðbréfa- þingi Islands jókst verulega á fyrstu sex mánuðum ársins eða um rúmlega 5 milljarða króna saman- borið við fyrri árshelming í fyrra. Nema skráð viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi frá áramótum til loka júnímánaðar 7.211 milljónum kr. en velta hlutabréfa á fyrstu sex mánuðum seinasta árs var 2.117 milljónir kr. Síðast liðinn föstudag námu heildarviðskipti með hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðinum frá ára- mótum 2.340 milljónum kr. Saman- lögð heildarvelta hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands og á Opna tilboðsmarkaðinum frá áramótum er því orðin rúmlega 9,5 milljarðar kr. Hlutabréfaviðskipti 633 millj. kr. í júní Hlutabréfaviðskipti á Verðbréfa- þingi drógust verulega saman í júní miðað við mánuðina á undan en hlutabréfaviðskipti voru þrátt fyrir það nærfellt tvöfalt meiri í nýliðn- um mánuði en í júnímánuði í fyrra eða rúmlega 663 milljónir saman- borið við 384 millj. í fyrra. Mest urðu viðskipti með hlutabréf frá febrúar og út maímánuð eða fyr- ir um 1,2 milljarða kr. í febrúar, rúmlega einn milljarð kr. í mars og hámarki náðu viðskiptin í apríl en þá voru alls skráð viðskipti með hlutabréf fyrir 2.171 milljónir króna samanborið við 242 milljóna kr. við- skipti á Verðbréfaþingi í aprílmán- uði í íyrra. Fjöldi viðskipta með hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands var 5.837 á fyrra helmingi ársins samanborið við 1.680 skráð viðskipti á sama tímabih í fyrra. Heildarvelta á Verðbréfaþingi um 70 milljarðar frá áramótum Mikil veltuaukning varð með verðbréf á Verðbréfaþingi á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heildarviðskipti námu samtals rúmum 70 milljörð- um króna frá áramótum til loka júnímánaðar og er veltan um 25 milljörðum kr. meiri en á sama tíma í fyrra en þá var heildarveltan á þinginu 54.496 milljónir kr. ■ HIutabréfavelta/12 Yfírbyggður knattspyrnu- völlur til at- hugunar TILLAGA um skipun þriggja manna vinnuhóps til að fjalla um byggingu yfir íþrótta- og sýningar- svæði sem á að rúma knattspymu- völl í fullri stærð og frjálsíþróttaað- stöðu þar í kring var samþykkt í Iþrótta- og tómstundaráði í gær. Tillagan var lögð fram á fundi ráðsins fyrir tveimur vikum en af- greiðslu hennar var þá frestað að beiðni minnihlutans í nefndinni. Fulltrúar í vinnuhópnum verða frá Iþróttabandalagi Reykjavíkur, Knattspyrnusambandi íslands og Iþrótta- og tómstundaráði. Vinnu- hópurinn á að skoða fjármögnun, framkvæmdir og rekstur á íþrótta-, knattspyrnu- og sýningarhúsi í Laugardal. Steinunn V. Óskarsdóttir, for- maður Iþrótta- og tómstundaráðs, segir að til greina komi að nýta við- byggingu Laugardalshallarinnar, sem byggð var í tengslum við heimsmeistaramótið í handknatt- leik, sem fram fór árið 1995. Við- byggingin yrði þá nýtt sem tengi- bygging við nýtt hús austan Laug- ardalshallar. Steinunn segir að þeg- ar viðbyggingin var byggð á sínum tíma hefðu slík áform um framtíð- arnýtingu einmitt verið uppi. Með því væri hægt að samnýta Laugar- dalshöllina, tengibygginguna og nýtt hús til sýninga, íþróttaiðkana og fleiri nota. Annar staður en Laugar- dalur inögulegur í greinargerð sem fylgir tillög- unni er vinnuhópnum gefin heimild til þess að kanna aðra staðsetningu en í Laugardal. Húsið á að rúma knattspyrnuvöll í fullri stærð og frjálsíþróttaaðstöðu þar í kring. „Gert er ráð fyrir að vinnuhópur- inn starfi í nánu samstarfi við Frjálsíþróttasamband Islands enda verður að huga að hagsmun- um frjálsíþróttafólks í þessu sam- bandi sem og knattspyrnumanna,“ segir Steinunn. Ekki er ákveðið hvenær vinnu- hópurinn skilar tillögum en ráðgert er að það verði með haustinu. Hóp- urinn verður skipaður á næstu dög- um. Loðnuvertíðin hafin Horfur á mörkuðum sjaldan betri HORFUR á mörkuðum fyrir loðnuafurðir hafa sjaldan eða aldrei verið betri að sögn Sólveigar Samúelsdóttur, markaðsstjóra SR- mjöls. Hefur verð á lýsi hækkað um 100 dollara og fást nú um 38.500 krónur fyrir tonnið. Verð á mjöli er svipað og í fyrra, um 47.400 krónur fyrir tonnið, en Sól- veig segir að á móti komi mikil gengishækkun á pundinu. Loðnuvertíðin hófst á miðnætti og voru 34 íslensk loðnuskip komin á miðin í gærkvöldi. Flest þeirra leituðu að loðnunni á stóru svæði langt norðvestur af Kolbeinsey. Lítið hafði sést af loðnu þegar síð- ast fréttist. Segja skipstjómar- menn sjó vera mjög kaldan á því svæði þar sem veiði hófst í fyrra. Um 25 norsk loðnuskip voru í gær saman komin á athugunar- punkti A, sem er um 180 sjómílur norður af landinu, og biðu þess að taka þátt í loðnuleitinni. Fiskistofa gaf í gærmorgun út veiðileyfi fyrir 30 norsk loðnuskip í íslensku land- helginni. ■ Lítið fundist/20 Lánsfjárþörf ríkissjóðs fer minnkandi vegna bættrar stöðu Erlendar skammtímaskuldir lækka um 2,8 milljarða ALLT útlit er fyrir að hrein innlend lánsfjárþörf ríkisins verði um 5,2 milljarðar kr. á öðrum ársþriðjungi þessa árs sem er veruleg lækkun miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins eða sem nemur 3,1 milljarði kr. A tímabilinu maí-ágúst í fyrra var hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs tæpir sjö millj- arðar kr. Þá hafa skammtímaskuldir ríkissjóðs lækkað erlendis um 2,8 milljarða króna frá áramótum. Meginskýringin á þessari minnk- andi lánsfjárþörf ríkissjóðs er sú að í stað hallareksturs gera fjárlög ráð fyrir að ríkissjóður verði rekinn með afgangi á yfirstandandi ári. Á tímabilinu maí-ágúst er gert ráð fyrir að verg innlend lánsfjárþörf verði um 6,9 milljarðar og henni verði mætt með sölu ríkisverðbréfa til lengri tíma, að fjárhæð 2,8 millj- arðar. Mismunurinn, 4 milljarðar, er aðallega til kominn vegna hárra endurgreiðslna vaxta og barnabóta. Ríkissjóður umsvifa- minni á markaði Ríkissjóður hefur orðið umsvifa- minni á innlendum lánamarkaði að undanfórnu og hefur bætt staða rík- issjóðs m.a. gefið tilefni til að lækka erlendar skuldir. Gert er ráð fyrir að erlendar lántökur á öðrum árs- þriðjungi verði 2,2 milljarðar en til samanburðar voru erlendar lántök- ur ríkissjóðs á sama tímabili í fyrra 12,2 milljarðar. Að sögn Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, hefur ríkissjóður á þessu ári m.a. greitt upp japanskt lán að fjárhæð rúmir tveir milljarðar kr. Unnið hefur verið að því að greiða niður skammtímalán ríkissjóðs er- lendis. Frá áramótum hafa skamm- tímaskuldir ríkissjóðs erlendis lækkað um 40 milljónir dollara eða sem svarar um 2,8 milljörðum kr. Morgunblaðið/Arnaldur Leifur heppni fluttur TIL stendur að flytja styttuna af Leifi heppna Eiríkssyni á Skólavörðuholti meðan undir- lagið er lagað. Jón A. Jónsson, framkvæmdastjóri Víkurverks, sem annast framkvæmdir á Skólavörðuholtinu, segir að ver- ið sé að skipta um jarðveg á svæðinu og sfðan eigi að hellu- leggja þar. Styttan verði flutt á meðan. Jón segir að hún verði færð til um hálfan metra miðað við núverandi staðsetningu. Settur verði nýr og lægri stallur undir styttuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.