Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 21 Nýr veitingastaður Heimilis- matur í hádeginu NÝLEGA var opnað veitingahúsið Fantasía við Laugaveg 103. Þar er í hádeginu boðið upp á snögga af- greiðslu og hægt að fá heimilismat, samlokur, súpu _og salat svo eitt- hvað sé nefnt. Á kvöldin eru borð dúkuð, þjónað til borðs og valið af matseðli. Það eru hjónin Ingólfur Karl Sig- urðsson og María Guðnadóttir sem reka staðinn en fyrir eru þau með veitingahúsið Kabyssuna í Kópa- vogi. Þá er einnig rekin veisluþjón- usta á staðnum. „Við verðum með nokkurskonar kaffiteríuform á þessu í hádeginu, viðskiptavinir velja sér rétti úr langborði og borga svo við kassann. Þjónustan verður hröð því oft er vinnandi fólk með takmarkaðan tíma í hádegi. Á kvöldin ætlum við að leggja meira uppúr þjónustu og notalegu and- rúmslofti", segir Ingólfur Karl. Við báðum hann að gefa lesend- um uppskrift að einhveiju léttu í góða veðrinu og ýsa að frönskum hætti varð fyrir valinu. Ýsa á franska vísu INGÓLFUR Karl og María Guðnadóttir eigendur staðarins. Morgunblaðið/Jim lSmart VEITINGAHÚSIÐ Fantasía 2 ýsuflök graslaukur 1 e99 Sósa: 'úbolli heilhveiti 1 dós sýrður rjómi 1 bolli hveiti 1 msk sætt sinnep 1 -2 msk sesomfræ dill 1 laukur edik salt, pipar sprite Ýsunni er velt uppúr egginu. Ýsan sett í blöndu af heilhveiti, hveiti og sesamfræi. Steikt í smjöri á pönnu. Kryddað. Laukur er saxað- ur niður og léttsteiktur. Ýsan er borin fram með lauk, kartöflum, sítrónu og ferskum agúrkum og tómötum. Morgunblaðið/Rax Flúða- sveppir hækka um 3-5% NÝLEGA hækkuðu Flúða- sveppir um 3-5%. Að sögn Ragnars Kristins Kristjáns- sonar hjá Flúðasveppum var þetta erfið ákvörðun en sama verð hefur verið á sveppum frá fyrirtækinu síðastliðin íjögur til fimm ár. „Mér var ekki stætt á öðru en hækka svepp- ina vegna hækkana sem hafa orðið undanfarin ár á ýmsum liðum sem koma nærri rekstri mínum. Hækkunin nemur 3-5% en síðan veit ég lítið hvernig sú hækkun skilar sér í verðlagi til neytandans. IMýtt Blóðþrýst- ingsmælir á úlnlið ► FYRIRTÆK- IÐ i&d ehf. hef- ur hafið inn- flutning á blóð- þrýstingsmæl- um frá Medisana í Þýskalandi. Mælir inn er festur með ól á úlnlið og tekur blóð- þrýsting og púls á skömmum tíma. í fréttatilkynningu frá i&d segir að með mælinum fylgi ýtarleg- • leið- beiningar á íslensku, auk dagbókar þar sem hægt er að skrá blóðþrýsting frá degi til dags. Mælir- i er aðallega seldur í lyfjaverslunum og er leið- beinandi smásöluverð 6.900 krónur. Samkvæmt upplýsing- um frá i&d er tækið samþykkt og viðurkennt af þýskum yfir- völdum. Ýmiskonar sundvörur ► NORCO sf. hefur hafið inn- flutning á Floaties-sundvörum sem fyrir um þrjátíu árum komu fyrst á markað í Ástralíu. Þær eru hannaðar fyrir börn. Um er að ræða sundsæti, sundfatnað, sund- vesti, gleraugu, sundhettur og leikföng af ýmsum gerðum sem ungviðið hefur gaman af að nota í sundi. Nýjung fyrirtækisins eru sérstakar sundbleyjubuxur sem ætlaðar eru ungbörnum í sundi. Sundbleyjubuxurnar eru jafn- framt sundföt. Floaties vörurnar eru fáanlegar í Liverpool, í Barna- heimi og í apótekum. Útiskilti Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð Jb?Ofnasmið]an Verslun Háteigsvegi 7 • Sfmi 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Spurt og svarað um neytendamál Stutt Disney- myndbönd HVERS VEGNA er sýningartími nýlegra Disney-teiknimynda ein- ungis rúmlega fjörutíu mínútur á meðan eldri myndbönd eins og Konungur ljónanna eru með næst- um helmingi lengri sýningartíma? Verðmunurinn er lltill. Hver er skýringin? Svar: Eyþór Guðjónsson, markaðs- stjóri hjá Sam- myndböndum, segir að ástæðan sé sú að Disney geri bæði myndir í fullri lengd fyrir kvikmyndahús eins og Konung Ijónanna og síðan styttri þætti sem fara beint á mynd- band eins og t.d. Sögur úr Andabæ. „Við förum eftir stöðlum sem ber- ast frá Disney-fyr- irtækinu og svipað fyrirkomulag er í flestum löndum sem selja Disney- spólur," segir Ey- þór. Hann bendir á að þessar styttri myndbandsspólur séu ódýrari en þær sem eru í fullri lengd eða 300 krónum munar í verði frá Sarn- myndböndum. „Á hinn bóginn ráðum við ekki útsölu- verði búðanna. Við erum undir afar ströngu eftirliti frá Disney-fyrirtækinu en forsvarsmenn ytra fara fram á að fá send eintök af öllum hulstrum, veggspjöldum, auglýsingum og svo framvegis. Meðal skilyrða sem þeir setja er að allar spólur séu merkt- ar með sýningartíma svo viðskipta- vinir geti áttað sig á því hvað þeir eru að kaupa.“ - Hvaða teiknimynd kemur næst? „Næsta stóra útgáfa er teikni- myndin Dúmbó í ágúst sem um þessar mundir er verið að talsetja." - Hvað á til bragðs að taka þegar arfi er orðinn hvimleiður í trjábeði og blönduðu beði? Svar:„Björn Gunnlaugsson garðyrkjukandidat og ráðunautur hjá Gróðurvörum segir að ef um tijábeð sé að ræða geti fólk tekið til bragðs að hreinsa þau einu sinni nokkuð gróflega. Eftir það er eitur- efninu Casaron stráð yfir. „Það er líka hægt að nota sáldur, möl eða tijákurl. Árang- ursríkast er að út- vega börk því í honum eru vaxtar- tregðuefni sem hindra vöxt illgr- esis.“ Arfaeyðirinn Topgun hefur ver- ið nokkuð notaður. í honum eru nátt- úruleg lífræn efni og hann er milli- stig eiturs og líf- rænna aðferða. „Ef um blönduð beð er að ræða má ekki nota Casaron en Topgun arfa- eyðir kemur til greina. Honum má þó alls ekki úða á skrautplöntur en svæði í beðinu eru úðuð þar sem gróður þekur ekki. Sáldur má nota á sama hátt og í tijábeðum.“ Ef erfitt er að verða sér úti um tijákurl geta garðeigendur sjálfir búið það til. Ef tijákurlari er ekki til á heimilinu er hægt að leigja slíka vél á ýmsum stöðum og seg- ir Björn að hjá þeim kosti hálfsdag- sleiga á tækinu frá 1.200 krónum. Tijágreinar úr garðinum eru settar í kurlarann og kurlið síðan sett í beðin. Að sögn Björns eru önnur eitur- efni til á arfa en greint er frá hér að ofan en í þeim tilfelium þurfa garðeigendur að leita sérstaklega til ráðgjafa á sölustöðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg IRKURW Garpur er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpur er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. ...vft'líí'U, FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.