Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 45 traust. Orð hans stóðu. Að Oddi stóðu traustar ættir merkra gáfu- og athafnamanna. Fundum Eyvarar og Odds bar fyrst saman um sumarsólstöður, 21. júní, er þau heitbundust á björtum sumardegi á aðdraganda Jóns- messu. Sumarhátíð þessi var því ætíð sveipuð rómantískum ljóma hjá þessum glæsilegu hjónum og er ekki að efa, að endurfundir þeirra nú á Jónsmessu hafa verið ljúfir. Heimili Eyvarar og Odds var hlý- legt og glæsilegt menningarheimili. Bar það glögg merki smekkvísi og listfengi húsráðenda. Þar ríkti frá- bær gestrisni og ljúfmennska. Inn- an fjölskyldunnar var ástúðleg sam- heldni og engin hátíð þar á bæ var með öðrum hætti en að börnin væru þar þátttakendur. Æskuheimili Eyvarar var í Garð- húsum við Bakkastíg í Reykjavík. Að henni stóðu listfengar og dug- miklar ættir, þar sem tónlistin skip- aði öndvegi. Móðir frú Eyvarar varð ung ekkja. Faðir hennar dó úr spönsku veikinni 1918, er hann vann að hjálparstörfum í Reykjavík á fátækum heimilum er illa höfðu orðið úti af völdum hennar. Þor- steinn skipstjóri, faðir Eyvarar, hafði m.a. starfað sem leiðsögu- maður á íslands Falk og var einn helstu hvatamanna um stofnun slysavarnarfélaga hér á landi. Með óhemjudugnaði stóð Kristín móðir Eyvarar eftir með sinn stóra barna- hóp. Kom hún öllum börnum sínum til mennta og jafnhliða heimilishaldi stóð hún fyrir ýmsum atvinnu- rekstri s.s. fiskverkun á lóðinni við Garðhús. Sögu Kristínar svipar þannig að mörgu leyti til sögu móður hennar, Kristrúnar á Bjargi á Akranesi, sem er þjóðkunn. Eftir fráfall Odds Jónssonar bjó Eyvör áfram á heimili sínu þar til hún veiktist skyndilega 18. júní 1996. Gekk hún óskipt og af áhuga til allra verka. Síðustu árin stund- aði hún m.a. saumaskap á heimili sínu. Á yngri árum starfaði Eyvör sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um ísland og hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð landsins og kunni vel að meta ljóðl- ínur Klettafjallaskáldsins, Stephans G. Stephanssonar, úr íslendinga- dagsræðu hans, sem henni þótti fegurst vísna, þar segir; Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Pjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín; nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Við Lúlú þökkum frú Eyvöru að leiðarlokum frábærlega góð kynni og vináttu í rúmlega fjóra áratugi. Börnum hennar, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra vottum við inni- lega samúð. Blessuð sé minning frú Eyvarar Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Barði Friðriksson. í dag kveðjum við hjónin Eyvöru Þorsteinsdóttur, sem við kynntumst fyrir tveimur áratugum. Um leið og við þökkum henni samfylgdina rifjast upp minningabrot og atvik frá þessu tímaskeiði, sem við geym- um í hjörtum okkar. Það voru okk- ur ákveðin forréttindi að fá að ganga þennan spöl með Eyvöru og kynnast mannkostum hennar. Kveðjustundin er sár, en við trúum því að hún gangi nú til fagnaðar- fundar við þá sem á undan fóru, og jafnframt að hún taki á móti okkur jafn fagnandi og hún gerði alltaf, þegar þar að kemur. Kveðjustund, er sála mætir sál, menn sjá það best, að sætin auð þau eiga skýrra mál, en annað flest. Og börn og vinir blessa minning þá, sem brosa við þeim arni þeirra þá. (Kristín Sigfúsdóttir.) Elsku Jón og systur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þess- ari sorgarstund. Bonnie Laufey Dupuis og Guðmundur Baldursson. Við viljum minnast hér með fá- einum orðum elskulegrar ömmu okkar, Eyvarar, sem jarðsungin verður frá Dómkirkjunni í dag. Er við hugsum til baka sjáum við fyrir okkur ömmu geislandi af ánægju vegna heimsóknar frá barnabörnum á fallegt heimili þeirra afa Odds á Grenimel 25 og síðar á heimili ömmu á Hjarðarhaga 46, eftir að afi var fallinn frá. Hana varðaði miklu að fylgjast sem allra best með því sem við barnabörnin hefðum fyrir stafni, í námi, starfi og leik. Hún var ávallt góður vinur okkar sem gaf okkur ráð og velti vöngum yfir hlútunum með okkur. Þegar hún amma fann stunda- glasið sitt brátt vera að tæmast, nú fyrir skemmstu, skrifaði hún tveimur langömmubörnum sínum, þeim Margréti Erlu og Gunnari Jóni, sendibréf vegna þess að þetta árið komst hún ekki í afmælin þeirra, en örugg vildi hún vera um að afmælisgjafir frá henni kæmust til skila á réttum tíma. Hún hafði alltaf getað samglaðst þeim við slík tækifæri og þótti þetta því afar leitt. Þessi umhyggja hennar fyrir langömmubörnunum, á sama tíma og hún lá sjálf mikið veik á hjúkrun- ardeildinni á Hrafnistu í Hafnar- firði, sýnir vel hverjum amma vildi helga starfskrafta sína og líf. Fram til þess dags er hún veikt- ist, fyrir rúmu ári, var hún fær um að sjá um sig sjálf og sinna störfum sínum. Þessi snögga breyting skap- aði henni því mikil viðbrigði og okkur hinum reyndist erfitt að upp- lifa það að geta ekkert gert til að endurheimta heilsu hennar. Amma Eyvör var okkur þó áfram góð fyrir- mynd, því hún varðveitti lífsgieði sína og þrótt allt til loka. Við systkinin erum þakklát henni fyrir allt sem hún gerði fyrir okk- ur. Eftir stendur minningin um góða og fallega ömmu og lang- ömmu sem hafði vakandi auga með velferð sinna barnabarna og langömmubarna. Amma var mikill unnandi ljóðlistar Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi og viljum við því enda þessi skrif okkar með kvæði úr ljóðasafninu hans: Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð um sönginn, sem aldrei þagnar. Blessuð sé minning hennar. Kristín Anna og Björgvin. Svo djúp er þögnin við þina sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elskuleg Eyja amma hefur nú kvatt. Hún hefur alla tíð staðið okkur bræðrunum mjög nærri. Amma var svo lánsöm að eiga langa og góða ævi, hún var heilsuhraust allt fram á síðustu daga. Það var ætíð mjög bjart yfir ömmu. Hún var brosmild, hlý og endalaus væntumþykja streymdi frá henni. Við vorum svo heppnir að njóta samvista við hana lengi og brunnur dásamlegra minninga er óþrjótandi. Nær daglega hittum við Eyju ömmu og á skólaárum okkar fórum við til hennar í hverju hádegi. Amma bar kræsingarnar fram á dúkalagt borð. Hún sá til þess að ætíð væri nóg á diskum. Ekkert var til sparað, ekkert var of gott fyrir „strákana hennar“. Eyja amma vildi að við borðuðum vel. Oft vildi teygj- ast úr þessum hádegisheimsóknum hjá ömmu, enda margt sem bar á góma. Amma var mikill vinur og fylgdist vel með öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alltaf jafn gaman að tala við Eyju ömmu enda var hún mjög fróð og vel les- in. Hún var ung í anda og ótrúlega nálæg okkur yngra fólkinu í hugsun og hugðarefnum. Eyja amma var sérstaklega vel að sér um mál líð- andi stundar, gilti þar einu hvort um var að ræða fréttir úr atvinnulíf- inu, menningu eða léttari dægur- málum eins og popptónlist og íþrótt- um. Eyja amma var mikil brids- manneskja og spilaði yfirleitt tvisv- ar í viku. Við nutum góðs af spila- áhuga hennar því ósjaldan tókum við í spil með ömmu. Þær stundir eru ógleymanlegar. Þá voru margar sögur sagðar. Amma var góður sögumaður og fátt var skemmti- legra en þegar hún sagði frá æsku- árum sínum og lífinu í Reykjavík í þá daga. Þá kom glöggt í ljós það leiftrandi skopskyn og léttleiki sem bjó með henni alla tíð. Auk þess að þykja óendanlega vænt um ömmu, bárum við mikla virðingu fyrir henni. Hún var kraft- mikil kona og dugnaður einkenndi allt sem hún tók sér fyrir hendur. Við fáum Eyju ömmu aldrei full- þakkað öll þau yndislegu ár sem við áttum með henni. Hún mótaði okkur og minningarnar um hana munu lifa að eilífu. Við vitum að Eyja amma verður okkur alltaf nálæg. Blessuð sé minning hennar. Árni Oddur Þórðarson, Magnús Geir Þórðarson. • Fleirí minningargreinar um Eyvör Ingibjörgu Þorsteinsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG DAVÍÐSDÓTTIR Aðalgötu 14, Keflavík, lést á heimili sínu að morgni mánudagsins 30. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Eyjólfsdóttir, Magnús Hvanndal Hannesson, Hafsteinn Eyjólfsson, Ingaló Hallgrímsdóttir, Bragi Eyjólfsson, Elísabet Dröfn Ástvaldsdóttir. t Faðir minn, tengdafaðir og bróðir, ÞÓRODDUR HINRIK SÍMONARSSON (Doddi) frá Grímsey, til heimilis á Kirkjubraut 21, Innri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvikurkirkju miðvikudaginn 2. júlí, kl. 11.00. Minningarathöfn verður í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Akureyrarkirkjugarði sama dag, Ragnar Þ. Þóroddsson, Joyce M. Þóroddsson, Jóntna Sfmonardóttir. t Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS GUÐMUNDSSON bóndi, Blésastöðum, Skeiðum, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 29. júni sl. Anna Bergsveinsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST KARL GUÐMUNDSSON, Leynisbraut 6, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Björgunarsveitina Þorbjörn í Grindavík. Þórdís Gunnarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Bára Karlsdóttir, Jenný Lovísa Árnadóttir, Guðmundur (varsson, Guðfinna Óskarsdóttir, Gunnar Páll Guðjónsson, Þórdís Þorbergsdóttir og systkini. t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, GUÐBJARGAR RAGNHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Furugrund 48, Kópavogi, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Heiðar Albertsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Ingibjörg Heiðarsdóttir, Guðmundur Jónasson, Lilja Björk Heiðarsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Jón Grétar Heiðarsson, Hólmfríður Björnsdóttir, barnabarn og systkini. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSGERÐUR BJARNADÓTTIR, Giljalandi 33, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 2. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Karitas eða Krabbameinsfélag (slands. Þorsteinn Jakobsson, Unnur Þorsteinsdóttir, Bjöm L. Örvar, Bjarni Þorsteinsson, Annetta A. Ingimundardóttir, Haraldur S. Þorsteinsson, Ingunn Hansdóttir, Jakob F. Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN FRIÐSTEINSSON löggiltur endurskoðandi, Faxatúni 23, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garða- bæ, miðvikudáginn 2. júli kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast Kristjáns, er bent á að láta Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins eða önnur líknarfélög njóta þess. Emilía Emilsdóttir, Lóa Kristjánsdóttir, Emil Örn Kristjánsson, Guðrún Erla Guðjónsdóttir, Lóa Steinunn Kristjánsdóttir, Baldvin Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.