Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 27 Morgunblaðið/Jón Svavarson í heildina áhugaverð sýning, en undarlega ójöfn segir m.a. í umsögninni. Ahugavert ójafnvægi LEIKLIST Lcikhópurinn Augna- b I i k á s 16 r a s v i ð i Borgarlcikhússins TRISTAN OG ÍSÓL Höfundar verks: Leikhópurinn sem styðst einnig við texta eftir Femando Arrabal og ljóó eftir Heimi Pálsson. Höfundur handrits og leikstjón: Harpa Amardóttir. Leikmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir. Búningar: Sonný Þorbjömsdóttir. Hárgreiðsla og förðun: Sigríður Rósa Bjaraadóttir. Ljós: Jóhann Pálmason. Tónlist: Einar Kristján Einarsson, Daníel Þorsteinsson og Kjartan Guðnason. Hljóð: Jakob Tryggvason og Ólafur Jónsson. Leikarar: Anna Elísabet Borg, Bjöm Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Olafur Guðmundsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Sigrún Gylfa- dóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Sunnudagur 29. júni. LEIKHÓPURINN Augnablik hef- ur spunnið verk um hinn eilífa ástarþríhyrning, Ísól hina björtu og vinina Mark og Tristan. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að skapa nýstárlegt verk þar sem kennir ýmissa grasa. Þarna má annars vegar finna hugmynda- auðgi í uppsetningu og útliti sýn- ingarinnar og leikgleði í fyrirrúmi enda helsti kostur verksins hve allur sá þáttur er áhugaverður. Hins vegar vantar auðsjáanlega sterkari leik- og ritstjórn til að verkið verði að samhæfðu lista- verki. Eftir að áhorfendur eru látnir bíða í hliðarrými er efnt tii kapp- hlaups um sæti á stóra sviðinu. Var skemmtilegt að sjá hve marg- ir í menningargeiranum eru fráir á fæti. í sviðsrýminu standa per- sónurnar Mark og Isól mjallhönd, hinir kokkáluðu makar Tristans og ísólar hinnar björtu. Kynning verksins er ísmeygilega vel útfærð og þessi nálgun goðsagnarinnar færir persónurnar nær áhorfand- anum í tíma og rúmi. Ókosturinn er hins vegar sá að kersknismál þessi og meðfylgjandi nútímaleg orðnotkun dregur úr áhrifamætti verksins og er dragbítur á allri sýningunni. Orðfærið í hátíðlegu köflunum sem eru megininntakið er upphafið og ljóðrænt, en nær ekki að vera nógu skáldlegt og áhrifamikið. Textinn hefur þannig ekki sannfærandi heildarstíl. Besti kafli verksins eru þættirn- ir um löngunina og ástina. Þar eru leiktjöldin og lýsingin notuð af hugkvæmni og dirfsku auk þess sem hreyfingar leikaranna eru þaulunnar. Eftir því sem líður á verkið verður vægi hins sjónræna sífellt minna uns endað er á vand- ræðalegum lokaþætti um dauðann þar sem leikurinn, textinn og leik- munir minna á vandræðalega skólasýningu. Þetta er nokkuð sem einkennir sýninguna alla; það skiptast á vel útfærðar hugmyndir og klénar klisjur. Þetta ójafnvægi er nokkuð sem er einnig ríkjandi í leiknum. Stein- unn Ólafsdóttir er aðsópsmikil sem ísól mjallhönd og Birni Inga Hilm- arssyni tekst að skapa sannfær- andi nútímaútgáfu af Mark kon- ungi. Erling Jóhannesson sýnir áberandi sterkari takta í kórník en dramatík sem Tristan og Ásta Arnardóttir, sem annars gerir marga góða hluti sem ísól, tekur í heildina of djúpt í árinni. Anna Elísabet Borg sýnir vandaðan og hófstiíltan leik en aðrir leikarar ná ekki að leika af sannfæringar- krafti. Mörg góð tilsvör eru and- vana fædd þar sem tóninum, fram- burðinum eða látbragði er áfátt. Allur umbúnaður sýningarinnar er hins vegar einstaklega vel heppnaður, jafnt tónlist, hljóð, ljós, sviðsmynd, búningar sem förðun. Þessi atriði ásamt góðri grunnhug- mynd sköpuðu í heildina áhuga- verða en undarlega ójafna sýningu. Sveinn Haraldsson. Wé í l ■ $ j 4 m - fPP-m MMmÉá ?A' '4; ? fc : __ h . SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa. Dönsk skólahljómsveit með tónleika SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin er hér á landi í boði Skólahljómsveitar Kópavogs og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað en áður hefur Skóla- hljómsveit Kópavogs heimsótt Óð- insvé í þrígang. í hljómsveitinni, sem var stofnuð árið 1950, eru 55 hljóðfæraleikarar á aldrinum 10—23 ára auk þess sem 10 ungir drengir mynda sérstaka trommu- sveit sem leikur stórt hlutverk í skrúðgöngum. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Carsten Rungs- trom. Heimsóknin hófst sl. föstudag og stendur í eina viku og á þeim tíma verða haldnir 7 tónleikar og heimsækir hljómsveitin helstu staði í grennd við höfuðborgar- svæðið. Tónleikarnir í kvöld eru sam- vinnuverkefni þriggja hljómsveita því auk dönsku sveitarinnar koma fram Skólahljómsveit Grafan'ogs og Skólahljómsveit Kópavogs. Listasafn Signijóns Olafssonar Elísabet Waage og Wout Oosterkamp ELÍSABET Waage hörpuleikari og Wout Oosterkamp bassa-baritón söngvari halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleikaröð sumars- ins í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir C. Huyg- ens, F. Schubert, M. Flothuis, R. Schumann, G. Fauré, Jón Þórarins- son og M. Ravel. Elísabet Waage hefur starfað á íslandi og í Hollandi auk margra annarra Evrópulanda og leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur, Is- lensku hljómsveitinni, Autunno En- semble í Hollandi, Avanti í Finnlandi og Árhus Sinfonietta í Danmörku. Hollenski bassa-baritóp söngv- arinn Wout Oosterkamþ hefur haldið tónleika í nær öllum löndum Evrópu og í Ameríku. Nútímatón- skáld hafa skrifað mörg óperuhlut- verk fyrir hann, segir í kynningu. Frá 1986 hefur Wout Oosterkamp verið söngkennari við Konunglega Elísabet Waage hörpuleikari Wout Oosterkamp bassa- baritón tónlistarháskólann í Haag. Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofa safnsins verður opin að tónleikum loknum. Tónleikar í Skálholti og Vík Elísabet Waage og Wout Ooster- kamp halda tónleika í Skálholti mið- vikudaginn 2. júlí og í Vík í Mýrdal fimmtudaginn 3. júlí. Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir Svend Asmussen og hljómsveit hans leika fyrir troðfullu húsi. Djasshátíð Egilsstaða - lOáraafmæli Egilsstaðir. Morgunblaðið Djasshátíð Egilsstaða hefur sl. 10 ár verið árlegur viðburður og ætíð til- hlökkunarefni djassunnendum á Austurlandi og víðan Djasshátíðin hans Árna ísleifs eins og hún er gjarnan kölluð hér fyrir austan hófst í Valaskjálf miðvikudag- inn 25. júní. Það var hinn 81 árs unglingur og fíðlusnillingur Svend Asmussen ásamt þeim Jacob Fisher á gítar, Jesper Lundgaard á bassa og Aage Tanggard á trommum sem riðu á vaðið fyrir troðfullu húsi. Heið- ursgestir hátíðarinnar voru þeir Vernharður Linnet og Friðrik Theod- órsson sem jafnframt var kynnir. Á fimmtudagskvöld lék Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og einnig sýndu dansarar úr Djassballettskóla Báru listir sínar. Á föstudag var svo Slag- bít með trommurunum Guðmundi Steingrímssyni, Þorsteini Eiríkssyni og Skapta Ólafssyni. Einnig kom fram Stórsveit Austurlands undir stjórn Einars Braga Bragasonar. Á laugardaginn spilaði Léttsveit Ólafs Gauks með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur og frumfluttu þau djassverk Ólafs Gauks Ormur í lygn- um Legi. Lauk þar með þessari tí- undu djasshátíð Egilsstaða. Um lýs- ingu og hljóð sá Guðmundur Stein- grímsson og sviðsmynd á Sigurgeir Baldursson Ólafur Gaukur; djassverk hans Ormur í lygnum Legi var frumflutt á hátíðinni. Árni ísleifsson og Svend Asmussen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.