Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 01.07.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 27 Morgunblaðið/Jón Svavarson í heildina áhugaverð sýning, en undarlega ójöfn segir m.a. í umsögninni. Ahugavert ójafnvægi LEIKLIST Lcikhópurinn Augna- b I i k á s 16 r a s v i ð i Borgarlcikhússins TRISTAN OG ÍSÓL Höfundar verks: Leikhópurinn sem styðst einnig við texta eftir Femando Arrabal og ljóó eftir Heimi Pálsson. Höfundur handrits og leikstjón: Harpa Amardóttir. Leikmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir. Búningar: Sonný Þorbjömsdóttir. Hárgreiðsla og förðun: Sigríður Rósa Bjaraadóttir. Ljós: Jóhann Pálmason. Tónlist: Einar Kristján Einarsson, Daníel Þorsteinsson og Kjartan Guðnason. Hljóð: Jakob Tryggvason og Ólafur Jónsson. Leikarar: Anna Elísabet Borg, Bjöm Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Olafur Guðmundsson, Ólöf Ingólfsdóttir, Sigrún Gylfa- dóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Sunnudagur 29. júni. LEIKHÓPURINN Augnablik hef- ur spunnið verk um hinn eilífa ástarþríhyrning, Ísól hina björtu og vinina Mark og Tristan. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að skapa nýstárlegt verk þar sem kennir ýmissa grasa. Þarna má annars vegar finna hugmynda- auðgi í uppsetningu og útliti sýn- ingarinnar og leikgleði í fyrirrúmi enda helsti kostur verksins hve allur sá þáttur er áhugaverður. Hins vegar vantar auðsjáanlega sterkari leik- og ritstjórn til að verkið verði að samhæfðu lista- verki. Eftir að áhorfendur eru látnir bíða í hliðarrými er efnt tii kapp- hlaups um sæti á stóra sviðinu. Var skemmtilegt að sjá hve marg- ir í menningargeiranum eru fráir á fæti. í sviðsrýminu standa per- sónurnar Mark og Isól mjallhönd, hinir kokkáluðu makar Tristans og ísólar hinnar björtu. Kynning verksins er ísmeygilega vel útfærð og þessi nálgun goðsagnarinnar færir persónurnar nær áhorfand- anum í tíma og rúmi. Ókosturinn er hins vegar sá að kersknismál þessi og meðfylgjandi nútímaleg orðnotkun dregur úr áhrifamætti verksins og er dragbítur á allri sýningunni. Orðfærið í hátíðlegu köflunum sem eru megininntakið er upphafið og ljóðrænt, en nær ekki að vera nógu skáldlegt og áhrifamikið. Textinn hefur þannig ekki sannfærandi heildarstíl. Besti kafli verksins eru þættirn- ir um löngunina og ástina. Þar eru leiktjöldin og lýsingin notuð af hugkvæmni og dirfsku auk þess sem hreyfingar leikaranna eru þaulunnar. Eftir því sem líður á verkið verður vægi hins sjónræna sífellt minna uns endað er á vand- ræðalegum lokaþætti um dauðann þar sem leikurinn, textinn og leik- munir minna á vandræðalega skólasýningu. Þetta er nokkuð sem einkennir sýninguna alla; það skiptast á vel útfærðar hugmyndir og klénar klisjur. Þetta ójafnvægi er nokkuð sem er einnig ríkjandi í leiknum. Stein- unn Ólafsdóttir er aðsópsmikil sem ísól mjallhönd og Birni Inga Hilm- arssyni tekst að skapa sannfær- andi nútímaútgáfu af Mark kon- ungi. Erling Jóhannesson sýnir áberandi sterkari takta í kórník en dramatík sem Tristan og Ásta Arnardóttir, sem annars gerir marga góða hluti sem ísól, tekur í heildina of djúpt í árinni. Anna Elísabet Borg sýnir vandaðan og hófstiíltan leik en aðrir leikarar ná ekki að leika af sannfæringar- krafti. Mörg góð tilsvör eru and- vana fædd þar sem tóninum, fram- burðinum eða látbragði er áfátt. Allur umbúnaður sýningarinnar er hins vegar einstaklega vel heppnaður, jafnt tónlist, hljóð, ljós, sviðsmynd, búningar sem förðun. Þessi atriði ásamt góðri grunnhug- mynd sköpuðu í heildina áhuga- verða en undarlega ójafna sýningu. Sveinn Haraldsson. Wé í l ■ $ j 4 m - fPP-m MMmÉá ?A' '4; ? fc : __ h . SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa. Dönsk skólahljómsveit með tónleika SKÓLAHLJÓMSVEIT Óðinsvéa heldur í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitin er hér á landi í boði Skólahljómsveitar Kópavogs og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur hingað en áður hefur Skóla- hljómsveit Kópavogs heimsótt Óð- insvé í þrígang. í hljómsveitinni, sem var stofnuð árið 1950, eru 55 hljóðfæraleikarar á aldrinum 10—23 ára auk þess sem 10 ungir drengir mynda sérstaka trommu- sveit sem leikur stórt hlutverk í skrúðgöngum. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er Carsten Rungs- trom. Heimsóknin hófst sl. föstudag og stendur í eina viku og á þeim tíma verða haldnir 7 tónleikar og heimsækir hljómsveitin helstu staði í grennd við höfuðborgar- svæðið. Tónleikarnir í kvöld eru sam- vinnuverkefni þriggja hljómsveita því auk dönsku sveitarinnar koma fram Skólahljómsveit Grafan'ogs og Skólahljómsveit Kópavogs. Listasafn Signijóns Olafssonar Elísabet Waage og Wout Oosterkamp ELÍSABET Waage hörpuleikari og Wout Oosterkamp bassa-baritón söngvari halda tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld, tónleikaröð sumars- ins í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir C. Huyg- ens, F. Schubert, M. Flothuis, R. Schumann, G. Fauré, Jón Þórarins- son og M. Ravel. Elísabet Waage hefur starfað á íslandi og í Hollandi auk margra annarra Evrópulanda og leikið einleik með Kammersveit Reykjavíkur, Is- lensku hljómsveitinni, Autunno En- semble í Hollandi, Avanti í Finnlandi og Árhus Sinfonietta í Danmörku. Hollenski bassa-baritóp söngv- arinn Wout Oosterkamþ hefur haldið tónleika í nær öllum löndum Evrópu og í Ameríku. Nútímatón- skáld hafa skrifað mörg óperuhlut- verk fyrir hann, segir í kynningu. Frá 1986 hefur Wout Oosterkamp verið söngkennari við Konunglega Elísabet Waage hörpuleikari Wout Oosterkamp bassa- baritón tónlistarháskólann í Haag. Tónleikarnir standa í um það bil eina klukkustund. Kaffistofa safnsins verður opin að tónleikum loknum. Tónleikar í Skálholti og Vík Elísabet Waage og Wout Ooster- kamp halda tónleika í Skálholti mið- vikudaginn 2. júlí og í Vík í Mýrdal fimmtudaginn 3. júlí. Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir Svend Asmussen og hljómsveit hans leika fyrir troðfullu húsi. Djasshátíð Egilsstaða - lOáraafmæli Egilsstaðir. Morgunblaðið Djasshátíð Egilsstaða hefur sl. 10 ár verið árlegur viðburður og ætíð til- hlökkunarefni djassunnendum á Austurlandi og víðan Djasshátíðin hans Árna ísleifs eins og hún er gjarnan kölluð hér fyrir austan hófst í Valaskjálf miðvikudag- inn 25. júní. Það var hinn 81 árs unglingur og fíðlusnillingur Svend Asmussen ásamt þeim Jacob Fisher á gítar, Jesper Lundgaard á bassa og Aage Tanggard á trommum sem riðu á vaðið fyrir troðfullu húsi. Heið- ursgestir hátíðarinnar voru þeir Vernharður Linnet og Friðrik Theod- órsson sem jafnframt var kynnir. Á fimmtudagskvöld lék Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur og einnig sýndu dansarar úr Djassballettskóla Báru listir sínar. Á föstudag var svo Slag- bít með trommurunum Guðmundi Steingrímssyni, Þorsteini Eiríkssyni og Skapta Ólafssyni. Einnig kom fram Stórsveit Austurlands undir stjórn Einars Braga Bragasonar. Á laugardaginn spilaði Léttsveit Ólafs Gauks með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur og frumfluttu þau djassverk Ólafs Gauks Ormur í lygn- um Legi. Lauk þar með þessari tí- undu djasshátíð Egilsstaða. Um lýs- ingu og hljóð sá Guðmundur Stein- grímsson og sviðsmynd á Sigurgeir Baldursson Ólafur Gaukur; djassverk hans Ormur í lygnum Legi var frumflutt á hátíðinni. Árni ísleifsson og Svend Asmussen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.