Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ ~T JltagmiÞIiifetfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRGÐ KÍNA í HONG KONG ÞAÐ VAR söguleg stund er Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong, síðustu stóru nýlendu sína, í gær. Með sameiningu Kína og Hong Kong er endi bundinn á nýlendu- sögu Evrópuríkja í Asíu. Jafnframt sameinast þarna hrein- ræktaðasta markaðskerfi og fjölmennasta kommúnistaríki veraldar í eina heild. Saga breskra afskipta í Hong Kong hefur á sér margar hliðar, sumar miður fallegar. Bretar lögðu landsvæði þetta undir sig eftir að hafa háð styrjöld til að koma á ópíumvið- skiptum við Kínveija í andstöðu við kínversk stjórnvöld. Undir þeirra stjórn hefur hins vegar á þessari öld byggst upp auðugt og frjálst ríki í Hong Kong, sem er einn af miðpunktum viðskipta í heiminum. Grunnurinn að auðlegð Hong Kong var ekki síst lagður er kínverskir kaupsýslumenn flúðu meginlandið í kjölfar byltingar kommúnista. Eftir að Bretar og Kínveijar sömdu um framtíð ríkisins árið 1984 veltu margir kaupsýslumenn því fyrir sér hvort ástæða væri til að hugsa sér til hreyf- ings á ný. Grannt verður fylgst með því hvernig Kínveijar munu taka á málum við stjórn borgarinnar. Efnahagslega er það þeim í hag að viðhalda óbreyttu ástandi. Auðlegð og efnahagslegt afl Hong Kong getur orðið gífurleg lyfti- stöng fyrir kínverskt efnahagslíf ef rétt er haldið á mál- um. Efnahagslegur uppgangur í Kína hefur verið mestur á svæðunum í grennd við borgina undanfarin ár og stór hluti erlendra fjárfestinga í Kína kemur frá Hong Kong. Meiri ástæða er hins vegar til að hafa áhyggjur af hinni pólitísku þróun í Hong Kong. Ein fyrsta aðgerð kín- verskra stjórnvalda var að leysa upp þingmannasamkundu borgarinnar og skipa nýja fulltrúa í stað þeirra er kjörnir höfðu verið af íbúum borgarinnar í lýðræðislegum kosning- um. Þá hefur þótt bera á því nú þegar að fjölmiðlar í Hong Kong hiki við að fjalla um kínversk stjórnvöld á gagnrýninn hátt af ótta við refsiaðgerðir. Þótt Kínveijar hafi skuldbundið sig til að halda óbreyttu kerfi í hálfa öld má gera ráð fyrir að breytinga fari að gæta strax frá upphafi. Stjórn Hong Kong er mikil prófraun fyrir Kína. Takist vel til styrkir það stöðu Kína á flestum sviðum, efnahags- lega jafnt sem pólitískt. KIRKJAN OG MÓÐURMÁLIÐ PRESTASTEFNA, sem háð var á Akureyri á dögunum, hvatti presta Þjóðkirkjunnar til að vanda málfar sitt og framburð í predikunarstóli. Þessi hvatning á ríkulegt erindi við okkur öll, en ekki hvað sízt við þá, sem ná eyrum þorra landsmanna í skólum og kirkjum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Menningarlegt sjálfstæði er forsenda stjórnarfarslegs fullveldis. Fátt er því mikilvægara en að standa trúan vörð um menningararfleifð okkar, tungu og bókmenntir. Það fer vel á því að kirkjan beiti áhrifum sínum á þess- um vettvangi. Fornar bókmenntir okkar voru ekki sízt skráðar á skinn í skjóli biskupssetra og klaustra, sem voru nánast einu fræðslu- og menningarsetur þjóðarinnar í kaþólskum sið. Nýja testamentið í þýðingu Odds Gott- skálkssonar um 1540 var fyrsta bókin prentuð á íslenzku. Talið er að sú útgáfa og biblía Guðbrands biskups Þorláks- sonar, sem prentuð var árið 1584, eigi hvað drýgstan þátt í þvi að íslenzk tunga hefur varðveitzt lítt breytt gegnum aldirnar og fram á okkar daga. Og þá ekki síður sú stað- reynd að hér hefur ávallt verið predikað á íslenzku. Við stöndum í ævarandi þakkarskuld við kaþólsk bisk- upssetur og klaustur fyrir þeirra hlut í skráningu fornra bókmennta okkar. Við stöndum ekki síður í ævarandi þakkarskuld við siðbótarmennina Odd Gottskálksson og Guðbrand biskup Þorláksson, sem eiga dijúgan þátt í því að íslenzk tunga hélt velli á erfiðum öldum í þjóðarsög- unni. Það fer vel á því að Þjóðkirkjan brýni þjóna sína og þjóðina alla að vanda mál sitt og framburð á tímum vaxandi utanaðkomandi máláhrifa. Mikið um dýrðir þegar SVEITIR kínverskra hermanna hlýða á ræður í borginni Shenzhen i Suður-Kína þar sem haldin var 1 héldu yfir landamærin tii Hong Kong. „Ef við glöt- um frelsinu, giatar perlan ljóma sínum“ Hong Kong. Reuter. ÚRHELLISRIGNING var í gærkvöld þegar yfirráðum Breta í Hong Kong í 156 ár lauk með því, að þeir skiluðu krúnunýlendunni aftur í hendur Kín- veija. Tók Jiang Zemin, forseti Kína, við lyklavöldunum við hátíðlega at- höfn þar sem skoskir sekkjapípuleik- arar og kínverskir drekadansarar lögðu sitt af mörkum. Karl Breta- prins, Chris Patten, fráfarandi land- stjóri, Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og fjöldinn allur af fyrir- mönnum víðs vegar að úr heimi sátu lokaveisluna en henni lauk með stór- kostlegri flugeldasýningu yfir höfn- inni. Jiang Zemin er fyrsti kínverski þjóðarleiðtoginn, sem kemur til Hong Kong en með í för voru þau Li Peng forsætisráðherra og Zhuo Lin, ekkja Deng Xiaopings, en hann lést fyrir fjórum mánuðum og lifði því ekki að sjá þennan draum sinn rætast, sam- einingu Hong Kong og Kína. Tung Chee-hwa, sextugur skipa- kóngur, verður hinn nýi leiðtogi eða héraðsstjóri Kínverja í Hong Kong og tók hann ásamt miklum barnaskara með kínverska fána á móti kínversku leiðtogunum við komuna. Gamall draumur hefur ræst Karl prins og ríkisarfi afhenti krún- unýlenduna þegar klukkan sló 12 á miðnætti (16.00 að fsl. tíma) og þar með hafði „meira en 100 ára gamall draumur ræst“ eins og sagði í Dag- blaði alþýðunnar, málgagni kínversku stjórnarinnar. Kínveijar líta líka svo á, að með afhendingunni hafi verið bætt fyrir þá skömm og niðurlæg- ingu, sem þeir urðu að sætta sig við af hálfu gömlu nýlenduveldanna. Til að sýna í verki hveijir færu nú með völdin í Hong Kong, sendu Kín- veijar þangað bílalest með rúmlega 500 léttvopnuðum hermönnum en fyr- I irmælin, sém þeir fengu frá yfirmanni sínum, voru þau, að þeir skyldu bera hag Hong Kong-búa fyrir bijósti og gera allt til að ávinna sér virðingu þeirra. Nú í dögun áttu síðan um 4.000 hermenn að koma til Hong Kong með þyrlum, herskipum og á brynvörðum bílum. Hefur það vakið nokkurn ugg meðal lýðræðissinna, sem eru í fersku minni fjöldamorðin á Tiananmen-torgi í Peking 1989. Hálfri klukkustund áður en Jiang Zemin kom til borgarinnar yfirgaf Chris Patten, landstjóri Breta, stjórn- arráðshúsið. Við saknaðarfulla tónana í „Auld Lang Syne“ var breski fáninn dreginn niður, brotinn saman og af- hentur Patten, sem tók við honum klökkur og voteygur. Verða að standa við loforðin Patten, 28. og síðasti Iandstjóri Breta í Hong Kong, hefur beitt sér fyrir ýmsum lýðræðisumbótum á síð- ustu árum kínversku stjórninni til mikiliar gremju. Hefur hún kallað hann ýmsum ónefnum, til dæmis „skækjuna" og „þorparann", en í gær var reynt að setja þessar deilur niður. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær, að Bretar vildu hafa góð samskipti við Kína en Pek- ingstjórnin yrði á hinn bóginn að standa við gefin loforð um frelsi íbú- anna í Hong Kong. Blair og Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, verða ekki viðstaddir setningu nýja þingsins en kínverska stjórnin tilnefn- ir sjálf þingmennina. Blair sagði, að afhending Hong Kong væri „erfiður" en „merkilegur atburður". „Það, sem mestu máli skiptir nú, er að horfa fram á veginn og tryggja, að Hong Kong verði brú á milli Kína og Bretlands," sagði Bla- ir en óbreyttir borgarar í krúnu- nýlendunni fyrrverandi fögnuðu hon- um mjög innilega hvar sem hann fór. Margaret Thatcher, fyrrverandi BRESKI fáninn og fáni nýlendun fyrir miðn forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að hún væri í senn döpur og stolt yfir afhendingu krúnunýlend- unnar. Sagði hún, að velgengni íbú- anna væri tvennu að þakka, kín- verskri iðjusemi og breskum stjórn- arháttum. „Eitt land, tvö kerfi“ Við höfnina var 10.000 manna veisla og þar flutti Karl prins kveðju frá móður sinni, Elísabetu drottningu, þar sem hún lagði áherslu á, að fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.