Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ Vináttubönd og frændrækni voru Þórði heilagt mál. Væri hið allra minnsta hallað á vini hans í máli manna, trúði hann engu slíku eða þóttist ekki heyra. Fáir urðu raunar til að hefja slíkt tal í viðurvist hans. Allt er nú þetta sem hér hefur verið tæpt á komið í sjóð minning- anna og það eitt eftir að þakka hálfrar aldar samfylgd við hinn látna hæfileika- og heiðursmann, sem svo mörgum varð að liði á lífs- leiðinni og sem reyndist eins og besti faðir þess sem hér stýrir penna. Þakkarskuldin er stór. Einlæga samúð votta ég öllum ættingjum Þórðar, en víst megum við öll þakka fyrir að hafa mátt njóta ástúðar hans og vináttu eins lengi og raun varð á. Benedikt Sigvaldason. Er Þórður var að alast upp biðu ekki unglinganna námsbrautimar, tylftum saman, að hellast yfir menn. Alþýðumenn eins og Þórður urðu að bijótast til mennta, ef þannig stóð um hug þeirra. Þetta gerði hann og lagði stund á tónlistar- og tungu- málanám í Reykjavík, Kaupmanna- höfn, Dresden, Milano, Berlín. Lengst af starfsævi sinnar kenndi hann við skólana á Laugarvatni, fyrstur manna gegndi hann embætti þýskukennara við Menntaskólann að Laugarvatni. Er hann hafði látið af því embætti fyrir aldurs sakir, fyrir hér um bil mannsaldri, kenndi hann allmörg ár þýsku við Menntaskólann í Reykjavík. Á Laugarvatni kenndi hann mér, nokkrum árum síðar hlotnaðist mér að feta í fótspor hans í embætti, því fæ ég ekki orða bund- ist í dag. Við fráfall Þórðar finnst sumum að eik sé fallin, öðrum þykir horfíð fjall af sjóndeildarhring. Slíkur var styrkur hans. Ég sá unga mjög málhressa menn fallast í sæti sínu og missa máls, þegar þeir sáu Þórð í fyrsta sinni, svo ægði hann þeim, svo var hann magnþrunginn, og var hann þó þá að hefja sína seinni öld. Um leið var hann siðfágaður svo að af bar og allra manna alúðlegastur. Þar fór vel taminn eldur. Við búum við það, flestir kennarar, að við gleymumst nemendum okkar er árin líða. Ef um stóra skóla er að ræða, þar sem nokkrir kennarar eru í hverri grein, muna brottgengnir nemendur ekki að nokkrum árum liðnum hvort þessi eða hinn kenndi þeim þetta árið eða hitt, eða yfirhöfuð hver kenndi greinina. En Þórður var eftir- minnilegur. Marga hef ég hitt úr Menntaskólanum í Reykjavík, sem muna vel að Þórður kenndi þeim fyrsta árið í þýsku, en síðan muna þeir ekki hver kenndi þeim þá góðu grein. Voru það þó vissulega hinir bestu menn. Einn af skólafélögum mínum á Laugarvatni, vel gefínn maður sem vildi þó hafa hóf á náms- iðkan sinni, lét svo um mælt, að hann hefði ætlað að taka þýsku eins og hvert annað fag og læra hana ekki allt of vel. Að viku liðinni hefði sér verið ljóst, að það var vonlaus fyrirætlan, hann komst ekki hjá því að læra hana til ágætiseinkunnar. Vel má þess minnast á þessum dög- um árangursrannsókna, að Þórði tókst að innprenta það nemendum sínum að eingöngu hin fullkomna lausn var samboðin hinu göfuga við- fangsefni, að mannsins duft nær að fljúga í hæðir, ef það lætur ekki af um æfíngu og viðleitni, og nær því þá að verða manns andi. Nú mun andi Þórðar Kristleifssonar fljúga hömlulaus. Hafí hann þökk fyrir við- kynninguna. Þór Vigfússon. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1997 41 MINNINGAR KELD GALL J0RGENSEN + Keld Gall Jorg- ensen fæddist í Kaupmannahöfn l.febrúar 1955. Hann lést 26. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin Anne-Lise Themstrup, sjúkr- aliði í Kaupmanna- höfn, og Ib Jorgens- en, leigubílsljóri og síðar húsvörður í Kaupmannahöfn. Systur Keld eru tvær, Kathe og Sus- anne. Keld var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Ragnheiður Þóra Ragnarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Nýlista- safnsins, f. 12.9. 1949 í Reykja- vík. Dætur þeirra eru Marta og Nína Gall Jorgensen, f. 22. 10. 1982. Síðari kona Keld er Annette Gall Jorgensen, f. 1955 og eiga þau eina dóttur, Nönnu Gall Jorgensen, f. 1993. Keld var doktor í dönskum fræðum frá Kaupmannahafn- arháskóla, lektor í dönsku við Háskóla Islands á tímabilinu 1984-1990. Lektor í dönsku við háskólann í Hróars- keldu frá 1991 og Kaupmannahafn- arháskóla frá 1993-94. Sérsvið hans var táknfræði og liggur eftir hann fjöldi verka á því sviði, greinar og bækur. Hann var afkastamikill þýð- andi íslenskra bók- mennta á dönsku, þýddi m.a. Gísla sögu Súrssonar og Egils sögu, var auk þess mikilvirkur brautryðjandi íslenskra nú- tímabókmennta, þýddi m.a. skáldsögurnar Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Falsarann eftir Björn Th. Björnsson. Hann skrifaði fjölda greina um bókmenntir, bæði í íslensk blöð og dönsk, annaðist útvarpsþætti og var virkur liðs- maður íslenskrar menningar í Danmörku. Útför Keld fer fram frá Kirkegárdskapelle í Óðinsvéum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Fám mönnum er Kári líkur“ seg- ir í Njálu og svo var um Keld Gall Jorgensen sem í dag er til moldar borinn í Danmörku. Kynni okkar stóðu í nítján ár og hófust með því að „við áttum systur tvær“. Strax frá fyrsta fundi minnist ég hve ljúf- ur hann var í viðmóti og auðveldur í kynningu, en iíka nokkur ráðgáta. Hann var hár og grannur og vask- legur í framgöngu, en þótt hann færi yfirmáta létt með margar þær þrautir sem til karlmennsku heyra, var framkoman sérlega blíð og hæ- versk. Hann var Danmerkurmeistari í biljarð, þessari íþrótt sem á íslandi telst vís vegur til glötunar, sjálfur stakur reglumaður. Hann var nem- andi í dönsku með íslensku sem aukagrein og bar saman þær frænk- ur: önnur frjálslynd og frí af sér, hin regluföst og ögn hátíðleg. Önnur alltaf að segja hvað hún er ekki, hin bara er... Fyrstu árin hafði ég af þessum svila mínum meiri afspurn en kynni, en á því varð róttæk breyting þegar þau Ranka fluttu búferlum til ís- lands síðsumars 1981, hún nýút- skrifaður arkitekt, hann með sitt dönskupróf, en þó aðallega óskrifað blað. Það var sjónhverfíngu líkast að verða vitni að landnámi Keld á ís- landi. Hann kom sjóveg á undan eiginkonu sinni og strax á fyrstu dögum hérvistarinnar hafði hann mállaus leyst allar helstu formþraut- ir búferlaskiptanna; sigrað skrif- finnskudrekann, lagt að velli papp- írsljónið og þegar Ranka kom til landsins einhverjum dögum síðar var allt til reiðu - og Keld búinn að læra íslensku! Þá þraut leysti hann svo bragð var að og náði sjaldgæfum tökum á málinu. Hann lyfti grettistökum eins og þau væru hol að innan, leikmunir. Og hetjusaga hans hélt áfram undir brosmildum formerkjum. Haustið 1982 fæddust þeim Rönku stúlkur tvær, fyrirburar sem voru svo smáir að þeir rúmuðust hvpr í sínum lófa föðurins. Mér er Keld minnisstæður með aðra dótturina í annarri hendi og Nafn rósarinnar í hinni - en um þessar mundir tók hann að feta í fótspor ítalans Um- berto Eco inn á lendur táknfræðinn- ar þar sem ekkert er sem sýnist og sýndin jafn rétthá og veran. Hann var þá byrjaður að kenna íslending- um dönsku, fyrst sem stundakennari við Kennaraháskólann og síðan sendikennari við Háskóla íslands. Hvar sem hann fór var hann hug- ljúfi hvers manns, dáður af nemend- um, virtur af samverkafólki, elskað- ur af ástvinum. Þau hjónakorn festu kaup á íbúð hér í næstu hlíð, tún okkar lágu saman og tíðir samfundir. Við áttum okkur sameiginlega ástmær sem var knattspyrnan, þ.e.a.s. fótboltinn, þessi leikur þar sem mörkin eru búin til úr yfirhöfnum og enginn áhorfandi af því aðvífandi eru jafn- óðum virkjaðir í liðin. Og nú verður að segja frá því að Keld var auk alls annars fótboltaengill - áður en við var litið var hann farinn að æfa með meistaraflokki hér í bæ. Honum var fleygt á hvað sem er. Ég hef engum manni kynnst sem var eins ókvalráður og laus við verkkvíðni. Hann þýddi, hann samdi, hann pijónaði peysur, eldaði mat, bakaði kökur, lagði parket... Þó stóð mest- ur ljómi af honum í föðurhlutverkinu og aðdáunarvert hvernig þeim Rönku tókst að ala dæturnar upp í tveimur tungumálum í senn. Fyrir utan vettvang íjölskyldunn- ar og fótboltans áttum við samleið í Félagi áhugamanna um bókmennt- ir, sátum þar saman í stjómum. Hvar sem Keld fór lyftist brúnin á viðstöddum, einhver léttir að sam- neyta manni sem sameinaði á sjald- gæfan hátt yfirburði og meinleysi - karlmennsku og bernsku. En þrátt fyrir opið viðmót var hann iíka vandlega lokaður og við náin kynni fannst á að hann átti bernsku sem var ekki barnaleikur, að hann hafði bæði farið um dimma dali og kynnst eyðimörkum angistar. Eftir er að rekja síðustu hetjusögu Keld Gall Jorgensen - baráttu hans við erfið veikindi um fjögurra ára skeið án þess að hann sleppti stíl- vopni úr hendi fyrr en yfir lauk. Sú saga verður ekki rakin hér. Á bana- beði talar hann um fyrirhuguð verk sín, m.a. nýja þýðingu á Njálu, þess- um ótæmandi sjóði norrænnar menningar. Þar eru svila Kára lögð þessi orð í munn: „ég ætlaði ekki að þessir dagar mundu verða sem nú eru orðnir." Eitt af því allra síðasta sem Keld lagði lokahönd á var þýðing á úr- vali úr Hávamálum. Þar kemur fyrir setningin um fallvaltleika fjár og frænda - og svo þetta eina sem aldr- ei deyr. Orðstír Keld Gall Jorgensen mun lengi uppi á íslandi. Pétur Gunnarsson. Góður vinur okkar, Keld Gall Jorgensen, bókmenntafræðingur og háskólakennari, verður í dag borinn til grafar í Óðinsvéum, þar sem hann lést aðeins fjörutíu og tveggja ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við kynntumst Keld fyrst sem starfsbróður en þau kynni urðu skjótt að vináttu. Sú vin- átta hélst óskert þótt hann flyttist aftur til Danmerkur þar sem hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Annette, og eignaðist með henni dóttur og stjúpsyni. Það er sárt að horfa á eftir slíkum sómadreng, sem var fullur af lífsvilja og metnaðar- fullum áformum. Keld kom til íslands snemma á níunda áratugnum með þáverandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Ragnars- dóttur, en með henni eignaðist hann tvær dætur. Hann lét fljótlega að sér kveða í íslensku menningarlífí með greinaskrifum, fyrirlestrahaldi og dagskrárgerð í útvarpi. Einnig kenndi hann dönsku og danskar bókmenntir og var um sex ára skeið sendilektor í dönsku við Háskóla íslands. Keld var sannkallaður völ- undur á þeim starfsvettvangi sem hann vaidi sér. Snar þáttur í ævi- starfi hans var að byggja brýr skiln- ings milli þeirra menningarheima sem_ hann þekkti best, Danmerkur og íslands. Hér á landi var hann óþreytandi við að kynna í ræðu og riti það sem hæst bar í dönskum bókmenntum og menningarumræðu. í heimalandi sínu ritaði hann greinar um ísland og ísienskar bókmenntir, en e.t.v. ber hæst að hann þýddi á dönsku nokkur nýleg íslensk bók- menntaverk, m.a. skáldsögurnar Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugs- dóttur og Falsarann eftir Björn Th. Björnsson, sem og tvær íslendinga- sögur, Gísla sögu Súrssonar og Eg- ils sögu. Hann þýddi einnig skáld- sagnabálk Péturs Gunnarssonar um Andra, en sú þýðing hefur enn ekki verið prentuð. Þegar hann féll frá var hann að hefjast handa við að þýða Brennu-Njáls sögu. Fáir voru jafn ötulir og hann að fjalla um og kynna íslenska menningu á Norður- löndunum, þannig að Island hefur nú misst atkvæðamikinn sendiherra í menningarmálum. Og áhugi hans var ekki einskorðaður við bókmenn- inguna, eins og glöggt kom í ljós sumarið 1995 þegar þau Annette komu hingað, ferðuðust með börnin vítt og breitt um ísland og enduðu ferðalagið með því að kaupa sér tvo íslenska hesta sem fluttir voru til Óðinsvéa. Keld náði aðdáunarverðum tökum á íslensku, ritaði skýrt og fagurt mál og talaði rétt og nánast hreim- laust, þótt danskur sjarmi litaði málfar hans alla tíð. Sem dæmi um vald hans á máli okkar og menningu má nefna að hann er einn fárra út- lendinga sem skrifað hafa ritdóma um nýjar íslenskar bækur í dagblöð hér á landi. En Keld lét sér ekki nægja að smíða skilningsbrýr milli þjóða. Hann var einnig hugkvæmur fræðimaður og kenningasmiður. Hérlendis var hann ötull við að kynna nýja strauma í bókmenntafræði sem og tengsl hennar við málvísindi og sálgrein- ingu. Auk fjölmargra greina sem birt- ust í tímaritum, samdi hann fjórar bækur á dönsku um bókmenntagrein- ingu, táknfræði, stílfræði og þýðinga- fræði, sem allar komu út hjá viður- kenndum forlögum, m.a. komu tvær þeirra út hjá hinu virta útgáfufyrir- tæki Gyldendal. Þegar veikindi hans ágerðust á síðasta ári var hann stadd- ur í Bandaríkjunum þar sem hann var að leggja drög að því sem átti að verða hans stærsta framlag til fræðanna, en það var hagnýting kenninga bandaríska heimspekings- ins C.S. Peirce í þágu málvísinda. Því miður entist Keld ekki aldur til að ljúka við þær rannsóknir, en grein hans um þetta viðfangsefni birtist í bók um hagnýta táknfræði sem hann ritstýrði og kom út í Kaupmannahöfn fyrir örfáum vikum. Keld lagði sérstaka rækt við ís- lendingasögurnar. Auk fyrrnefndra þýðinga fjaliar ein bóka hans um viðtökur Islendingasagna í Dan- mörku og er það verk byggt á dokt- orsritgerð hans. Einnig ritaði hann nokkrar fræðilegar greinar um ein- stakar sögur, m.a. um táknfræði og Egils sögu, í samvinnu við Árna Sig- uijónsson, og um tímann í Gísla sögu Súrssonar og Vopnfírðinga- sögu. Greinar þessar eru merkilegt framlag til rannsókna á menningar- arfí Islendinga. Keld var hæfileikamaður á mörg- um sviðum. Sem dæmi má nefna að á unglingsárunum vann hann til fjöl- margra verðlauna sem knattborðs- leikari. Það er freistandi að tengja það við þann árangur sem hann náði síðar í rannsóknum sínum. Hæfileiki hans til að skynja og skilja flókið samspil afls, tíma og rúms á knattleiksborðinu nýttist honum síð- ar í vinnu með erfíð hugtök og gerði honum kleift að koma auga á reglu þar sem aðrir greindu óreiðu eina. I þessu sem öðru komu fram skap- festa hans og þolgæði, eiginleikar sem hann þurfti mjög á að halda síðustu ævimisseri sín í baráttu við sjúkdóminn sem varð honum að ald- urtila. Keld var einstaklega ljúfur maður og hjartahlýr, fágaður í framkomu og skýr í hugsun. Hann var skemmtilegur félagi, hafði hárfínt skopskyn og næmt auga fyrir fjöl- breytileika mannlegrar tilveru. Við hugsum með söknuði til góðra stunda sem við áttum saman, oftar en ekki yfír góðum mat og drykk. Það er heldur kuldalegra um að lit- ast í heiminum nú þegar Keld er allur. Eiginkonu Keids, börnum og öðr- um vandamönnum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Ástráður Eysteinsson, Friðrik Rafnsson. Torfi H. Tulinius. GOÐU VERÐI 10% staðgreiðslu- afsláttur Stuttur af g reiðsluf restu r Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði anít Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.