Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Að þekkja mann ... á Alþingi? BJARNI Hafþór Helgason fram- kvæmdastjóri Útvegs- mannafélags Norður- lands, hefur farið mik- inn á síðum Morgun- blaðsins undanfarið gegn greiðslu veiði- leigu og til vamar kvótakerfinu. Mál- flutningur hans er svipaður margra ára málflutningi kollega hans, Kristjáns Ragn- arssonar formanns LIÚ. Umræðu um veiðileigu telur hann óskir um eyðingarskatt Kristján Þ. Davíðsson á landsbyggðina og sýnist síst skilja að til skuli vera svo fáfróðir landar að þeir séu ekki sáttir við ríkjandi fyrirkomulag. í ljósi starfs hans er ekki ástæða til að vera hissa á slíkri afstöðu og ljóst að útgerðarmenn norðan heiða hafa í honum fengið skeleggan starfsmann til liðs við sig. Hitt vekur meiri athygli ef það vefst fyrir honum að ekki ríkir sátt um kvótakerfíð. Má vera að honum þyki það réttlátt enda segir hann að það sé nánast beiskur kaleikur að þiggja ókeypis kvóta að gjöf og að ekkert sé tekið frá þjóðinni af sameign hennar þótt völdum einka- aðilum hafi verið falið að veiða físk þjóðarinnar. Stjómvöld sjái til þess að jafnmikið sé í sjónum við Iok árs og í upphafí þess og „enginn hafi því tekið neitt frá neinum“. Þetta er gróf einföldun. Það sem vekur andúð á kvóta- kerfinu og býr til uppnefni eins og kvótaaðall, sægreifar og kvóta- kóngar er sú staðreynd að þorra fólks þykir misrétti felast í kvóta- kerfinu. Kvótalögin misbjóða rétt- lætiskennd almennings og þetta er hvati þeirrar miklu gagnrýni á kvótakerf- ið sem fram hefur komið. Veiðileyfagjald er ekkert nýtt. Veiðileyfagjald eða leiga er löngu innleidd hér, það var gert strax með framseljanlegum kvótum. Leigan er hins vegar ekki greidd til eigenda auðlindar- innar heldur til kvóta- eigendanna. Það er vel mögulegt að leigja á hundruð þúsunda króna fyrir hvert tonn veiðileyfi af útgerðar- manni sem aldrei var á sjó viðmið- unarárin. Sá útgerðarmaður þarf ekki einu sinni að kunna að veiða öðruvísi en í „smugum" laganeta og leigja frá sér heimildir í stað þess að skapa sér lífsviðurværi með fiskveiðum. Og það er hægt að selja kvóta af báti og láta svo skipshöfnina seinna taka þátt í að kaupa hann til baka. Er furða að talað sé um leiguliða og lénsherra? Það er ekki lengur hægt að kaupa bát og koma undir sig fótun- um með vinnu við fiskveiðar, eins og forfeður okkar gerðu mann fram af manni og eins og fjölmargir duglegir útgerðarmenn hafa gert í gegnum tíðina. Þetta er nú bannað og ekki hægt án þess að borga fyrst veiðileigu. Veiðileyfið er í mörgum tilfellum dýrara en fleyið og það er ekki hægt að fá keypt af þjóðinni, sem samkvæmt fyrstu grein laga um fiskveiðistjómun á fiskinn, heldur einungis af einum eftirtalinna: Manni sem var svo lán- samur að vera byrjaður að veiða fisk einhver viðmiðunaráranna, erf- ingjum slíks manns, eða fjárfestum sem fjárfest hafa í kvóta slíks Sparifj áreigandinn (þjóðin) má eiga höfuð- stólinn á bankareikn- ingnum (fiskinn í sjón- um) ef hún lætur hann alveg í friði, segir Kristján Þ. Davíðs- son, og ef hún skiptir sér ekki af því hver fær vextina ókeypis til manns. Kvótalögin bjuggu til stétt manna sem er uppnefnd kvótaaðall og allir aðrir sem vilja veiða físk skulu samkvæmt lögunum borga veiðileigu til „aðalsins“. Afskriftir eru í fyrirtækjarekstri til þess hafð- ar að hægt sé að telja til útgjalda slit og úreldingu tælqa, húsa, skipa og annars sem tilheyrir tekjusköp- uninni. En það að hægt sé að af- skrifa keyptan kvóta, sem er end- umýjaður ókeypis á hveiju ári um ófyrirséða framtíð, er að margra mati lýsandi dæmi um siðleysi lög- gjafans og þess „aðals“ sem stend- ur að slíkri lagasetningu. Afskrifta- heimild á kvóta er illa dulbúin niður- greiðsla til kvótaeigenda, ávísun á peninga úr vösum skattgreiðenda til kvótaeigenda, enda lögleg kvóta- viðskipti oft uppnefnd „kvóta- brask“. Afskriftimar lækka skatt- bærar tekjur kvótaeigandans og til að bæta sér upp tekjutapið hækkar ríkið skatta annarra skattgreið- enda, launþega og fyrirtækja. Þjóðarhagur? Það er í ljósi þessa að fólk, ekki síst á landsbyggðinni, hvers hag forsvarsmenn samtaka útgerðar- manna bera svo mjög fyrir bijósti, á bágt með að líta á fyrstu máls- grein kvótalaganna sem haldbær- an sannleika. Að óbreyttum kvóta- lögum hæðast stjórnvöld að þeim íbúum landsins sem í dag búa við að hafa fiskinn „fyrir utan stofu- gluggann“ en mega ekki veiða hann nema borga veiðileigu til kvótaeigendanna og borga auk þess niðurgreiðslur í formi af- skrifta til þ^irra sem eiga kvótann. Lög um fiskveiðistjórnun eru móðgun við það fólk sem nú er boðið að horfa á þá nágranna sína sem enn eiga trillu veiða heila 19 daga á ári, ef það vill ekki sjálft taka þátt í leiknum gegn greiðslu veiðileigu til kvótaeigendanna. Það sem kvótalögin í reynd segja er að spariíjáreigandinn (þjóðin) má eiga höfuðstólinn á banka- reikningum (fiskinn í sjónum) ef hún lætur hann alveg í friði, tekur aldrei neitt út, krefst ekki vaxt- anna, hvorki að hluta né í heild og skiptir sér ekki af því hver fær vextina (veiðina) ókeypis til ávöxt- unar og eignar. Auk þess skal sá sem vill taka þátt í að hámarka vextina núna (veiða) borga leigu og niðurgreiðslu til þeirra sem fengu vaxtaúthlutun (kvóta) á sín- um tíma. Það þætti saga til næsta bæjar ef bankarnir byðu spariíjár- eigendum svona kjör. Það er eng- um láandi að beijast fyrir óbreyttu ástandi ef viðkomandi nýtur vax- taúthlutunar á slíkum kjörum, nokkuð sem umbjóðendur Kristj- áns og Bjama Hafþórs gera. Og gerðin - og ábyrgðin - er fyrst og fremst bankastjóranna sem bjóða okkur þessi kjör, þingmeiri- hluta og ríkisstjóma undanfarins áratugar. Lénsveldi kvótalaganna Þetta kerfi er alls ekki nýtt, það var víða reynt á miðöldum og af sögunni dæmt ónothæft. Það er kallað lénsveldi og þeir fáu sem nutu þess vom kóngar, greifar og Sjálfvirku veðurstöðv- arnar aftur á alnetið Á HEIMASÍÐU Veðurstofu ís- lands 29. maí birtist valdálkur und- ir heitinu „Nýjustu veðurathuganir frá sjálfvirkum stöðvum". Þær vom 42 en reyndar vom tvær óvirkar. Stöðvarnar gáfu upp veðurat- huganir á hverri heilli klukkustund allan sólarhringinn; vindhraða í metrum á sekúndu, vindstefnu í áttavitagráðum, lofthita í einum tíunda úr gráðu og sumar stöðvarn- ar birtu daggarmark og loftþrýst- ing. Allt var þetta auðskilið og ekkert mas. En viti menn! Hinn 4. júní vom þessar upplýsingar horfn- ar skýringarlaust, sem er hófleg kurteisi, því mjög margir heim- sækja netsíðu Veðurstofunnar dag- lega. Hvaða dularfullu atburðir ollu því að upplýsingarnar voru dregnar til baka? Varla voru það mistök. Slíkt gerist ekki fyrir slysni. Það þýðir heldur ekkert að segja að upplýsingarnar hafí verið birtar til reynslu því það er ekkert sem þarf að reyna. Það eina sem til þarf er að opna, galopna. Allt hitt gerist bara af sjálfu sér. En var það kannski eins konar innanhúss- valdabarátta sem oft er á stofnun- um og bitnar svo mest á almenn- ingi? Gildi þessara upplýsinga fólst ekki síst í því að hægt var að sjá á einni og sömu síðunni þróun veð- ursins síðasta sólarhringinn. Þann- ig var hæsti og lægsti hiti sem lesa mátti til dæmis ekki langt frá því að vera raunverulegur hámarks- og lágmarkshiti sólarhringsins á stöðvunum en slíkar upplýsingar era sann- arlega sjaldséðar frá Veðurstofunni. Lögum samkvæmt á Veðurstofan að miðla veðurupplýsingum til þjóðarinnar sem hefur borgað þá þjónustu með sköttunum sínum. En af hveiju er ekki enn búið að semja regl- ur um birtingu upplýs- inga sem stofnunin miðlar eins og 11. gr. reglugerðar um starf- semi hennar kveður þó á um að skuli gera? Fyrir vikið hefur al- menningur ekkert við að styðjast til að veita stofnuninni aðhald svo hún standi við skyldur sínar á okk- ar miklu upplýsingaöld. Hún getur því gert það sem henni sýnist án þess að gagnrýni verði fyllilega við komið. En það nær blátt áfram engri átt að halda upplýsingum frá sjálfvirku stöðvunum frá almenn- ingi. Þær eru til dæmis á Dalvík, Grindavík, Patreksfirði, Seyðisfírði, Siglufirði, Súðavík og Þorlákshöfn. Á þessum stöðum búa nokkrar þúsundir manna og þaðan koma ekki veðurskeyti sem lesin eru í útvarp og veðursímann eða sjást í sjónvarpi. Hvers eiga íbúarnir að gjalda úr því þessar athuganir eru til á annað borð og einfaldasta mál í heimi að gera þær aðgengilegar? Einnig eru sjálfvirkar stöðvar við Mývatn, á Þingvöllum, Skafta- felli og Hallormsstað. Þaðan berast heldur engar opinberar veð- urlýsingar, nema stundum frá Skafta- felli, en tugir þúsunda ferðamanna koma á þessa staði á sumri hveiju og jafnvel einn- ig á öðram árstímum. Er að furða þó ég spyiji: Hvað er eigin- lega að þessum mönn- um á Veðurstofunni? Hvers vegna era þess- ar upplýsingar faldar fyrir fólki eins og þær séu hernað- arleyndarmál? Verst væri þó ef þær kæmu aftur síðar á heimasíðu Veð- urstofunnar alla vega útþynntar og einungis á einhveijum föstum tímum, til dæmis þriðju hveija klukkustund og þá jafnvel aðeins frá völdum stöðvum. Það væri arg- asta forsjárhyggja og myndi rýra gildi upplýsinganna að miklum mun. Veðurstofan ætti-ekki aðeins að birta athuganir sjálfvirku stöðv- anna á alnetinu alveg hráar eins og þær „koma af skepnunni", af því að einmitt þannig eru þær nota- drýgstar, heldur ætti hún einnig að birta reglulega veðurathuganir allra venjulegra skeytastöðva í að- gengilegu formi. Enn sem komið Sigurður Þór Guðjónsson Lögum samkvæmt á Veðurstofan að miðla veðurupplýsingnm til þjóðarinnar, segir Sig- urður Þór Guðjóns- son, sem hefur borgað þá þjónustu með skött- um sínum. er nýtir Veðurstofan netið ekki sérlega vel þó heimasíða hennar sé reyndar sú besta á Norðurlönd- um. En það segir reyndar fremur lítið. Á netinu er hægt að fá frá Evrópu og Ameríku ýmsar upplýs- ingar frá íslenskum veðurathugun- arstöðvum sem ekki eru fáanlegar hér innanlands nema hringja upp á Veðurstofu! Frá háskólanum í Karlsruhe er hægt að sjá veðurat- huganir merktar inn á kort á sex klukkustunda fresti frá Reykjavík, Keflavíkurflugvelli, Bolungarvík, Akureyri, Raufarhöfn, Dalatanga, Akurnesi og Stórhöfða. Frá háskól- anum í Köln koma svipaðar upplýs- ingar en einnig hámarkshiti, skráð- ur kl. 18 dag hvern. Austuríska veðurstofan birtir á þriggja tíma fresti, um það bil fimmtán mínútum eftir athugunartíma, nákvæmari athuganir frá Reykjavík heldur en Veðurstofan gefur nokkurs staðar upp. Bandaríska veðurstofan sýnir hámarks- og lágmarkshita sólar- hringsins á 19 íslenskum veðurat- hugunarstöðvum. Auk þess mánað- aryfirlit nokkrum dögum eftir hver mánaðamót. Er ekki helvíti hart að við þurfum að sækja þessar aðrir aðalsmenn, samanber upp- nefnin kvótakóngur, sægreifi og kvótaaðall. Á miðöldum safnaðist þjóðarauður, með siðlausum laga- setningum spillts ríkisvalds og sið- lausum gerðum spillts aðals, á fárra manna hendur uns upp úr sauð. Það er rangt að verið sé að þjóf- kenna þá sem stunda sjávarútveg þegar fyrirkomulag fiskveiði- stjórnunar er rætt opinberlega á gagnrýninn hátt. Það skilur lýð- ræðisþjóðfélag frá öðram tegund- um þjóðskipulags, til dæmis léns- veldi, að menn mega láta opinber- lega í ljósi mismunandi skoðanir á málefninu. Það er vitlaust að skammast út í þá umræðu með offorsi og rökleysum um Gullfoss og morgunkorn og halda því fram að eyðing landsbyggðarinnar verði afleiðing kvótaleigu til ríkisins, hún hefur þegar gengið nokkuð á veg í „skjóli" kvótakerfisins. Að veifa grýlu kommúnisma og ríkis- forsjár þegar rætt er um veiðileigu til ríkisins er moðreykur rökþrota manna því það sem lagt er til er einfaldlega markaðsvæðing léns- veldisins. Reynslan sýnir að afturhvarf til fortíðar er ekki rétta leiðin, en það sjá flestir sem vilja að það verður fyrr en seinna að sníða af kvóta- kerfinu verstu gallana ef sátt á nokkurn tíma að nást um það. Og hver veit nema veiðileiga til eig- endanna myndi einfaldlega lækka markaðsverð kvótans og þannig verka eins og kvótakerfið, sem, að sögn framkvæmdastjóra Útvegs- mannafélags Norðurlands, „ekki tekur neitt frá neinum“, heldur einungis millifæra fé frá „kvóta- aðlinum" til „eigendanna“. Er slík millifærsla kannski það sem and- stæðingar veiðileigu eru að beijast gegn? í ljósi málsmeðferðar Al- þingis hingað til má ef til vill vænta þess að það telji sér sæmst að láta duga að fella niður fyrstu greinina í kvótalögunum, virðing þess af málsmeðferðinni hingað til er hvort eð er orðin lítil sem engin. Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og er hluti af sjávarútvegsfyrirtæki. upplýsingar til útlanda? Reyndar gæti Veðurstofan almennt lært margt af amerísku veðurstofunni um dreifingu veðurapplýsinga á netinu. Á síðum hennar, sem ég held að enginn viti hvað eru eigin- lega margar, er til dæmis hægt að sjá veðurkort af Bandaríkjunum á klukkustundar fresti marga daga aftur í tímann. Og allar eru þessar veðurfregnir ókeypis í henni Amer- íku eins og vera ber. Maður á ekki að þurfa að vera ríkur til að fá veðurfréttir. Allra síst hér á landi þar sem alltaf er vitlaust veður. Hver vill borga fyrir rok og rign- ingu? Alnetið er besti hugsanlegi mið- ill fyrir veðurfréttir. Þar er hægt að birta nokkurra minútna gamlar upplýsingar, sem blíva á sínum stað þangað til aðrar nýjar taka við, en hverfa ekki strax út í tómið eins og útvarps- og sjónvarpsefni. Fólk getur flett upp á þeim þegar það vill. Veðurstofustjóri hefur sagt opinberlega að langar veðurfregna- þulur í útvarpi séu eki við hæfi nútímans. Ef Veðurstofan vill ná til unga fólksins og þar með þjóðar- innar allrar er tímar líða ætti hún einmitt að stórauka upplýsinga- miðlun á alnetinu, því það er mið- ill sem unga fólkið kann virkilega að meta. Fyrsta skrefið er auðvitað það að koma undireins aftur með sjálfvirku veðurstöðvarnar á sólar- hringsgrundvelli. Það er einfalt og hægt að gera það strax. Næsta skref væri að útbúa hagkvæmt form fyrir birtingu veðurlýsinga frá venjulegum skeytastöðvum Veður- stofunnar. Og svo alltaf meira og meira og ennþá meira. Þá mun koma betri tíð með blóm í haga. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.