Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1997 47 KRISTIN G. ÍSFELD Guð- ísfeld + Kristín mundína fæddist í Grjótár- gerði í Fnjóskadal 28. júlí 1909. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Andrés G. ís- feld og Sigurbjörg Indriðadóttir, lengst af búsett á Akureyri. Þau eign- uðust þijú börn. Sigríður ísfeld, elsta barnið, lést á fyrsta aldursári. Yngri bróðir Kristínar er Indriði Isfeld, f. 30. april 1913 á Veturliðastöð- um í Hálshreppi. Kristín eignaðist einn son, Krislján ísfeld, f. 21. júní 1941. Kona hans er Hólmfríður Hjör- dís Sigurðardóttir, f. 24. febr- úar 1936. Börn þeirra eru þrjú. Kristín, f. 18. júní 1970, gift Nú ert þú búin að kveðja okkur, elsku amma mín. Fréttin um andlát þitt var mér þungbær þótt ég vissi sem var að heilsu þinni hafðj hrak- að mikið á liðnum vikum. Ég veit að nú ert þú búin að finna frið og þannig verður það ávallt. Það er svo margs að minnast, elsku amma. Góðu stundirnar voru svo margar. Frá því að ég var krakki man ég svo vel eftir gleðinni og eftirvæntingunni þegar amma var væntanleg frá Akureyri í heim- sókn til okkar í Hrútafjörðinn. Til okkar var nefnilega að koma kona sem vildi allt fyrir okkur gera. Hún taldi ekki eftir sér að labba með okkur út um tún og móa til að sjá allt það sem við höfðum að sýna henni. Hún var alltaf til í að taka þátt í öllu sem við báðum hana um og alltaf fann hún eitthvað til að gera til að stytta okkur stundir. Heimsóknir okkar til Akureyrar eru mér líka mjög minnisstæðar. Þá var okkur tekið opnum örmum og boðið upp á það besta og þær voru margar gönguferðirnar sem þú fórst með mér um Akureyri til þess að sýna mér bæinn sem þér þótti svo vænt um. Fyrir þessar sakir verður Akureyri ávallt sér- stakur staður í mínum augum. Umhyggja ömmu var mikil, hún Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Skilafrest- ur minn- ingar greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Einari Bjarka Sig- urjónssyni. Sigurð- ur Óli, f. 2. nóvem- ber 1973, og Guð- mundur Hjörtur, f. 28. júlí 1976. Kristín átti tvo langömmu- drengi og eru þeir synir Kristínar og Einars. Kristín starfaði lengst af við hjúkr- unarstörf. Fyrst á Kleppsspítala en síðar á Sjúkrahúsi Akureyrar. Síðustu starfsárin vann hún á Elliheimili Akureyrar þar til hún lét af störfum sökum ald- urs. Kristín flutti frá Akureyri 1979 að Jaðri til sonar síns en hafði aðsetur í þjónustuíbúðum aldraðra í Nestúni 6 á Hvamms- tanga til æviloka. Jarðarför Kristínar fer fram frá Staðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. vildi öllum vel og hún var alltaf til- búin að gefa af sjálfri sér. Enda vann hún alla sína ævi við að hjúkra og hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi. Hún var réttsýn kona og ekki síst mikil bjartsýnismanneskja. Það var alveg sama á hveiju gekk, alltaf voru bjartari tímar fram und- an. Þegar eitthvað bjátaði á hjá mér voru bjartsýnisorð ömmu mik- ils virði vegna þess að hún talaði af sannfæringu og ég trúði á orð hennar. Ég get ekki annað en minnst á áhugamál ömmu, handavinnuna og frímerkjasöfnun. í öllum sínum frí- stundum var hún ýmist að vinna með frímerkjasafn sitt, sem er stórt í sniðum, eða handavinnuna og ekki er umfang hennar minna. Hún hafði mikið yndi af handavinnu og bar þar hæst útsaum og taumálun. Fallegt handbragð hennar prýðir nú ófá heimilin. Amma var falleg kona sem ávallt var vel klædd og alltaf vel til höfð. Það var reisn yfir henni og hún hélt þessari reisn þar til undir það síðasta. Þrátt fyrir veikindi sem ágerðust lét hún sem ekkert væri og við mættum brosi hennar sem áður fyrr. Ég kveð þig nú, elsku amma, og þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Ljúfa minningin um þig mun fylgja mér alla ævi. Ég bið góðan Guð að taka á móti þér og gefa þér þann frið sem þú átt skilið. Kristín. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem studdu okkur og hjálpuðu í veikindum og við andlát og útför okkar ástkæru KRISTJÖNU KRISTINSDÓTTUR, Asparlundi 13, Garðabæ. Randver Ármannsson, Steinunn Ýr Randversdóttir, Erla Hrönn Randversdóttir, Pálmi Freyr Randversson, Guðbjörg Björnsdóttir, Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. t Kæru ættingjar og vinir! Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Njálsgötu 10a, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Lundi á Hellu fyrir hlýhug og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Guðjónsdóttir, Steinarr Guðjónsson, Elsa Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofa Kennarasambands íslands verður lokuð e.h. þriðju- daginn 1. júlí vegna jarðarfarar HAFÞÓRS V. SIGURÐSSONAR Lokað Verslunin Dux og Gegnum glerið verður lokuð í dag frá kl. 13 vegna jarðarfarar ÓLAFS E. ÞORSTEINSSONAR. Dux og Gegnum glerið. Lokað Málflutningsskrifstofa mín verður lokuð í dag vegna útfarar EYVARAR INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐNADÓTTIR, áður Sandgerði, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2. júlí kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði, Kristinn Júníusson, Vilhelmína Valdimarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Vilborg Fríða Kristinsdóttir, Erlendur Óli Ólafsson, Hallberg Kristinsson, Kristinn Erlendsson, Heiðrún Ólafsdóttir og aðrir aðstandendur, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR ÞORGEIRSSON, Reykjum, Laugarvatni, sem lést miðvikudaginn 25. júní, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudaginn 4. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður að Laugarvatni. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Esther Matthildur Kristinsdóttir Rósa Þórisdóttir, Kjartan Þorkelsson, Hrönn/Þórisdóttir, Hrafn Arnarson, Gerður Þórisdóttir, Lars Hansen, Þórir Þórisson, Hörður Þórisson, Matthildur, Inga Hrund, Þórhildur, Sara og Aron. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÓLAFÍA BERGÞÓRA GUÐNADÓTTIR, Miðtúni 6, Keflavík, sem lést 25. júní sl., verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 13.30. Friðrik Friðriksson, Gylfi Þór Markússon, Friðrik Friðriksson, Brynjar Emil Friðriksson, Aldís Ósk Gylfadóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HEIÐRÚN HELGADÓTTIR, Stangarholti 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 2. júlí kl. 13.30. Anna Einarsdóttir, Ragnar J. Jónsson, Reynir Einarsson, Laufey Jensdóttir, Ólafía G. Einarsdóttir, Valgerður H. Einarsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtu- daginn 3. júil kl. 13.30. Skúli Jónsson, Sigurjón Skúlason, Arnþrúður Ingvadóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Eðvarð ingólfsson, Skúli Heimir Sigurjónsson, Ingi Arnar Sigurjónsson og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.