Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matargerð Brauð, tómatbaka og fróðleiks- molar um te Nokkrir hafa haft samband við mig og beðið um meiri upplýsingar um te, segir Kristín Gestsdóttir sem kemur hér með smáfróðleik um það. MEÐAL þeirra sem báðu um frek- ari upplýsingar um te, er kona, sem sendi mér mjög elskulegt bréf og bað Iíka um uppskiftir að mat fyrir einn. Því miður fylgdi hvorki nafn konunnar né heimilis- fang og ekki símanúmer heldur, en ég hefði viljað hafa samband við hana og senda henni nokkrar uppskriftir. Það er svolítið erfitt að gera þessu almennileg skil í þætti sem þessum. Mér þætti vænt _um ef konan vildi hringja í mig. Ég læt þó uppskrift af hollu og góðu brauði fylgja þessum þætti. En þá er það teið. Sú te- planta sem ræktuð er, er mjög lík um allan heim, mismunur tesins er fólginn í verkun og að ein- hveiju leyti í jarðvegi, loftslagi og hæð yfir sjávarmáli. Það eru um 1.500 ræktunarstaðir þekktir og 2.000 mismunandi blöndur. Grænt te er upprunnið í Kína og aðallega ræktað þar. Eftir tínslu er gufa látin leika um teið í eins konar hólkum og síðan er það þurrkað fljótt án þess að það nái að geijast, þannig helst hinn græni litur. Þetta te er meira „barkandi“ en annað te. Brúnt te er látið geijast að hluta. Þetta te er fölbrúnt og hefur sérstakan keim. Oolong te er af þeirri gerð. Svart te er vinsælasta og algeng- asta teið hér hjá okkur. Teið er látið gerjast áður en það er þurrk- að. Þetta te er „barkandi" en þó ekki eins mikið og grænt te. Kín- verskt te er oftast blanda af þessu þrennu þótt það sé ekki algild regla. Daijelingte er talið Ijúf- fengast alls indverks tes, það er ræktað umhverfis bæinn Daijel- ing í hlíðum Himalayaíjalla. Þess- ar þrjár tegundir breytast síðan í meðförum og er stundum bragð- efnum bætt í, t.d. í Earl Grey te. Því miður leyfist mér ekki að geta um hvar hinar einstöku tegundir tes fást, en mest úrval er í búðum sem sérhæfa sig í sölu á tei og kaffi, þótt hinar ýmsu tegundir fáist víðar. Nú hafa tómatar lækkað mikið íverði, svo mikið að ég man ekki eftir öðru eins, það skulum við nýta okkur og búa til alls konar rétti úr þeim. Tómatbaka Botninn: _________2 dl haframjöl____ 3 dl hveiti 1 tsk. þurrger '/■i tsk. salt 2 msk. matarolía 1 '/• dl fingurvolgt vatn Setjið allt í skál og búið til deig, smyijið bökumót um 25 sm í þver- mál. Þrýstið deiginu á botninn og upp með börmunum. Fyllingin: 1 lítil dós kotasæla _____________2 epli___________ 5 meðalstórir tómatar 5 stórar sneiðar beikon 150 - 200 g rifinn mjólkurostur, sú tegund sem hentar 1. Setjið kotasæluna á bökubotn- inn. 2. Afhýðið eplin, skerið í sneiðar og raðið ofan á, skerið tómatana í sneiðar og raðið þar á. Setjið ostinn yfir 3. Skerið beikonið í litla bita og setjið ofan á. 4. Hitið bakaraofn í 190° C, blástursofn í 180° C, setjið neðar- lega í ofninn og bakið í um 30 mínút- ur. Hollt brauð fyrir 4-6 __________1 dl heilhveiti_______ __________2 dl haframjöl________ ___________2 ’/z dl hveiti______ __________1 tsk. þurrger________ ____________'/■• tsk. salt______ _________1 msk. mataroh'a_______ __________1 msk. hunang_________ ____________1 dl mjólk__________ /• dl vel heitt vatn úr krananum 1. Setjið heilhveiti, haframjöl, hveiti, þurrger og salt í skál. Setjið hunang og matarolíu út í. 2. Blandið saman mjólk og vatni, svo að blandan verði fingurvolg, alls ekki heitari. Mjög áríðandi er að blanda þessu saman áður en það er sett út í. Hnoðið deig. Leggið stykki yfir og látið lyfta sér í minnst 4 klst. Brauðið verður betra er það lyftir sér lengi. 3. Mótið brauðið, skerið rifur í það, penslið með mjólk eða eggja- rauðu. Látið lyfta sér meðan ofninn er að hitna. 4. Hitið bakaraofninn í 190^ C, blástursofn í 170- C, setjið í miðjan ofninn og bakið i 25-30 mínútur. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Okur í Viðey VIÐ FÓRUM með barna- barnið okkar, 10 ára telpu, út í Viðey um daginn. Þar er starfandi hestaleiga og okkur blöskraði alveg verð- ið á þessari leigu, en klukkutíminr, er seldur á 2.000 krónur. Þar var ekki um nein „nótuviðskipti" að ræða þannig að leigan hef- ur runnið beint í vasa þess sem leigir. Afi „Kringlukast“ KONA í austurbænum, sem sagðist hafa verið við- skiptavinur í norðurkringl- unni í gær, hringdi í Vel- vakanda og hafði þetta að segja: „Eg fór í norðurkringl- una sl. fimmtudag og þar voru miklar auglýsingar um öll loft. „Kringlukast." stóð á þeim en heim í hvert hús var búið að bera blað, mjög áberandi. Það blað er mjög stórt og í því stend- ur: „Kringlukast - nýjar vörur með 20-50% af- slætti, gerðu ævintýraleg kaup.“ í einu horninu við úti- dyrnar á móti Hard Rock er upphækkaður pallur þar sem selt er kaffi og hugð- ist ég bjóða vinkonu mini upp á kaffi og kökur. Við fengum okkur „kaldar" vöfflur með ijóma. Ég borgaði og við settumst og biðum eftir kaffinu. Þá sáum við, að á hveiju borði var gulur fáni, sem á stóð „Kringlukast". Allar stúlk- urnar voru með sérstakt merki í barminum sem á stóð „Kringlukast". Maður skyldi ætla að þetta væri mjög merkilegt framtak. Ég segi mjög, vegna þess að maður sá ekkert fyrir öllu þessu gula dóti. Þegar við fórum spurði ég hvað þetta Kringlukast þýddi. Ég hafði ekki fengið eyri í af- slátt af kaffinu. Þá sagði stúlkan: Það er bara af- sláttur af kaffi og einni köku, sem hún tilnefndi, ekki ef maður keypti annað með. Þá vissi maður það. Okkur fannst þetta síður en svo merkilegt.. Það hlýt- ur að hafa kostað staðinn tugþúsundir króna, þessar auglýsingar allar.“ Gallajakki tapaðist LJÓSBLÁR gallajakki tap- aðist á Eiðistorgi á þjóðhá- tíðardaginn 17. júní sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í s. 551-3774. Fjórar læður þurfa hcimili FJÓRAR átta vikna gaml- ar yndislegar læður, kassa- vanar, þurfa að eignast góð heimili. Þijár eru svartar og hvítar, sú fjórða svört, hvít og brún. Ahugasamir dýravinir eru beðnir um að hringja í síma 551-0689. Kisustrákur þarf heimili AFAR fallegur og blíður tólf vikna gamall kettling- ur þarf að eignast gott heimili. Hann er kassavan- ur og eru áhugasamir dýravinir beðnir að hafa samband í síma 565-8509. Kettlingar KASSAVANIR og blíðir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 587-6166. SKÁK llmsjón Mnrgrir l’rliirssnn Staðan kom upp á al- þjóðamóti Skolernes Skak- klub í Arósum í Danmörku. Daninn Lars Schandorff (2.510) var með hvítt, en Litháinn Eduardas Rosen- talis (2.650) hafði svart og átti leik. ÞÝSKUR 59 ára karlmað- ur með áhuga á útivist, menningu annarra þjóða, tónlist, alþjóðamálum og íþróttum: Manfred Felkel, Neue Strasse 3, 09212 Limbach- Oberfrohna, Germany. 28. - Db7! 29. h4 (Eða 29. Hxe4 - Db2 og vinnur. Eina leiðin til að lengja skákina var að leika 29. Hb4, þótt sVartur vinni eftir 29. - Dxd5) 29. - Db2 30. Dxe4 - c2 31. Bxd6 - cl=D+ 32. Kh2 og hvít- ur gafst upp án þess að bíða eftir svari andstæð- ingsins, enda er hann drottningu undir. Úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Khalifman, Rússlandi 6 v. af 9 mögulegum, 2.-3. Ad- ams, Englandi og Rosen- talis 5 '/z v., 4. Hellers, Svíþjóð 5 v., 5.-6. Keng- is, Lettlandi og Curt Hansen 4 'A v., 7. Peter Heine Nielsen 4 v., 8.-9. Hannes Hlífar Stefánsson og Lars Schandorff 3 /t v. 10. Bent Larsen 3 v. Hannes Hlífar vann Ros- entalis, tapaði fyrir þeim Kengis, Heine-Nielsen og Khalifman og gerði aðrar skákir sínar jafntefli. TÓLF ára Ghanapiltur með áhuga á íþróttum og dansi: Samuel Appiah- Frimpong, Okoman Hotel, P.O.Box 400, Knawkan, E/R, Ghana. BRIDS llmsjón (■ ti<1 niiiii<1 ur l’áll Arnarson SUÐUR á tíu örugga slagi í fjórum spöðum. Sá ellefti kemur með svíningu og sá tólfti á sjálfgæfri þvingun. Keppnisformið er tvímenn- ingur, svo það munar um hvern slag: Suður gefur; NS á hættu. Tvímenningur. Norður ♦ G5 ¥ G1098 ♦ ÁKG5 ♦ 972 Vestur Austur ♦6 ♦ 987 ¥ KD7643 IIU ¥ 52 ♦ D983 111111 ♦ 764 ♦ K3 ♦ ÁG865 Suður ♦ ÁKD10432 ♦ Á ♦ 102 ♦ D104 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 2 hjörtu Pass Pass Dobl Pass 3 grcnd Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Hjartakóngur. Spilamennskan rekur sig nokkuð fyrstu slagina. Sagnhafi notar innkomuna á spaðagosa til að trompa hjarta, aftrompar austur og spilar síðan tígultíu. Láti vestur lítinn tígul, þarf kjark til að láta tíuna rúlla yfir, en segjum að vestur leggi á, eins og flestir niyndu gera. Sagnhafi tek- ur á ás, trompar hjarta og spilar spöðunum til enda: Norður ♦ - ¥ G ♦ KG5 ♦ 9 Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ D ♦ 983 II ¥ - ♦ 76 ♦ K ♦ ÁG8 Suður ♦ 10 ¥ - ♦ 2 ♦ D104 í síðasta trompið neyðist vestur til að henda lauf- kóng. Sagnhafi kastar þá hjarta úr borði, tekur tvo slagi á tígul og spilar síðan laufi að drottningunni. Vörnin fær aðeins einn slag á laufás. ■Mmi! 11: w m k m Wk. •|| 'g #J| M m." æ a 'm " m,'' ■A: áv.Q _ m.. .. ÍV* (SA» 5 M K> a» SVARTUR leikur og vinnur Pennavinir Víkveiji skrifar... KILJUÚTGÁFA Máls og menn- ingar er til mikillar fyrir- myndar, bæði vegna vals á útgáfu- bókum og ekki síður vegna verðs, að ekki sé talað um það verð, sem boðið er upp á um þessar mundir. Kiljur forlagsins má nú fá fyrir 480 krónur hveija bók og eru það reyf- arakaup. Kiljuútgáfa átti_ lengi vel erfitt uppdráttar hér á Islandi. Svo virð- ist, sem fólk hafi ekki viljað kaupa aðrar bækur en þær, sem voru vel innbundnar en um leið urðu þær náttúrlega mun dýrari. Sú var líka tíðin, að hér var ekki til bókbands- tækni til að gefa kiljur út í viðun- andi bandi. Allt er þetta liðin tíð. Víkveiji heyrði á mál tveggja ungmenna í bókaverzlun forlagsins, sem tóku andköf yfír því, hvers kon- ar bækur væri hægt að kaupa á 480 krónur og ekki að ástæðulausu. ILÉSBÓK Morgunblaðsins sl. laugardag var afar athyglisveit yfirlit yfir þijár stórar myndlistar- sýningar, sem nú standa yfir í Evr- ópu. Ein þeirra, Dokumenta í Kass- el í Þýzkalandi, er að jafnaði haldin á fímm ára fresti og er ætlað að sýna stöðu samtímalistar hveiju sinni. Sú spurning vaknar við lestur Lesbókargreinanna, hvort ekki sé kominn tími til að koma upp eins konar íslenzkri Dokumentasýningu á svipuðu árabili. Fjöldi ungra myndlistarmanna er orðinn mjög mikill og erfítt fyrir hvern sem er að hafa yfirsýn yfir það, sem er að .gerast í myndlist hér. Með slíkum reglulegum yfirlits- sýningum mundi hins vegar fást góð yfirsýn yfir stöðu íslenzkrar myndlistar hveiju sinni. Er ekki ástæða til að skoða þetta mál? EGAR Víkartindur strandaði k.viknuðu umræður um það, hvers konar völd skipstjóri um borð í skipi hefði til þess að taka ákvarð- anir, sem í því tilviki reyndust vera kolrangar. I frétt í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram, að flugslys í Færeyjum á síðasta ári varð þrátt fyrir það að flugmennirnir hefðu verið varaðir við að nánast ólend- andi væri í Færeyjum. Svo virðist, sem þeii hafi ákveðið að fljúga að áeggjan dansks aðmíráls. I báðum tilvikum er of mikil ábyrgð lögð á stjórnendur skips og flugvélar og tímabæit að breyta lögum um þetta efni hér sem ann- ars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.