Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 29 Eru Norðurlönd ein heild? BÓKMENNTIR F r æ ð i r i t NORDENS HISTORIA. EN EUROPEISK REGION UNDER 1200 FR eftir Harald Gustafsson. Studentlitt- eratur, 1997,297 bls. NORÐURLÖND hafa átt margt saman að sælda í gegnum aldirnar. Þótt það sé ekki augljóst í daglegri önn að ótalmargir þættir í sögu og samtíð binda Norðurlönd traustum böndum, þá sést það þegar saga þeirra er skoðuð í lengri tíma. Har- ald Gustafsson, sem er sænskur sagnfræðingur, skoðar sögu Norð- urlanda í 1200 ár í þessari nýju bók og dregur fram hve margt er sam- eiginlegt í þeirri sögulegu atburða- rás sem átt hefur sér stað á þessu svæði. Það er ekki nóg með að hann skoði sameiginlega þætti í þessari sögu heldur lítur hann til þess að það er margt sem skilur að. Það er einnig mikilvægt í þessari bók að svæðið er hluti af Evrópu og verður fyrir stöðugum áhrifum frá atburð- um annars staðar í álfunni. Þetta sjónarhorn er vandmeðfarið og óvenjulegt, en höfundinum hefur tekizt að skila af sér mjög góðu verki. Höfundurinn er afburða vel að sér í sögu Norðurlanda og velur mjög vel úr þeim sæg staðreynda sem er honum tiltækur. Það skiptir máli fyrir íslendinga að Harald Gu- stafsson er sérfræðingur í íslands- sögu og tekst ótrúlega vel að tengja íslandssögu við sögu Norðurlanda. Harald Gustafsson hefur haft áhrif á sjónarhorn okkar á íslands- sögu með doktorsritgerð sinni Mell- an kung og allmoge eða Milli kóngs og almúga þar sem hann fjallar um embættismenn á Islandi. Hann hefur átt sinn þátt í því að fá okkur til að sjá þá merkilegu staðreynd að íslendingar réðu sér sjálfir í mun ríkara mæli en ætla mætti. Og þeir stóðu sjálfir gegn rétt- indabaráttu og framför- um en ekki Danir. Yngri menn og konur i hópi íslenskra sagnfræðinga hafa síðan unnið úr þessari sýn á íslands- söguna. Bókin skiptist í 10 kafla sem flalla í tíma- röð um sögu Norður- landa frá því um 800 til nútíðar. Fyrsti kaflinn er eins og við er að bú- ast styztur enda heim- ildir um atburði og upp- byggingu samfélags rýrastar. En Harald er ekki reiðubúinn að taka íslendingasögur sem sögulegar heimildir og er yfirleitt kröfuharður á heimildir. Síðan ræðir hann um samfélag miðalda, sam- félagið og tengsl á milli einstaklinga og yfirvalda. A fjórtándu öld verður kreppa í landbúnaði á öllum Norður- löndum líkt og víðar í Evrópu. Norð- urlönd vinna sig með ólíkum hætti út úr þeim vanda og samtímis vex veldi konungs og þegar komið er fram á sextándu öld bætist lúterstrú- in við og gefur konungsvaldinu auk- in tækifæri á að stýra samfélaginu. Siðbótin gekk ekki átakalaust á Norðurlöndum en átökin voru ólík eftir löndum. Á sautjándu öld taka bændasamfélögin á Norðurlöndum að breytast, konungar taka sér ein- vald og endurskipuleggja embættis- mannakerfi sitt. Valdakerfi Norður- landa tengdist valdakerfi Evrópu. Efnahagsmál _ tóku umtalsverðum breytingum. Á átjándu öld tekur fólksfjöldi að aukast fyrir alvöru, vöxtur er í efnahagslífi og fram- kvæmdar eru breytingar í landbún- aði sem hafa langvarandi afleiðing- ar. Á þessari öld kemur upplýsingin fram og á eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir sýn fólks á sjálft sig og samfélagið. Nítjánda öldin er öld frekari breytinga í landbúnaði, borgara- legt samfélag þróast á Norðurlöndum eins og annars staðar í Evr- ópu, vald konunga minnkar verulega, þjóðernisstefna nær fastri fótfestu. í lok nítjándu aldar kemst iðnbyltingin á flug og breytir þessum sam- félögum enn frekar og er enn að hafa áhrif í samtímanum. Á þessari öld hefur lýðræði fest sig í sessi í öllum þessum löndum. Á árunum miili stríða takast á öfga- stefnur en lýðræðinu tekst að halda sínu. Á áratugunum eftir stríð hefur kalda stríðið áhrif á utanríkisstefnu þessara ríkja, einstaklingshyggja mótar hversdagslífið enn frekar en áður og samféiögin öll verða að glíma við spurningar sem fylgja fjöl- hyggju sem fylgir auknum áhrifum minnihlutahópa eins og Sama og áhrif kvenna aukast. Fyrir íslenzka lesendur þessarar bókar hygg ég að sé skemmtilegast að sjá hvernig íslandssagan er flétt- uð saman við sögu annarra Norður- ianda. Það er á köflum alveg ótrú- lega vel gert. En bókin ýtir ekki undir neinn heimóttarskap heldur fær mann til að sjá söguna í sam- hengi, horfa á breytingar undir víð- ara sjónarhorni en maður er vanur. Harald Gustafsson notar ekki ein- falda atburðafrásögn í þessari sögu heldur beitir hann aðferðum úr fé- lagsvísindum til að varpa ljósi á ein- staklinga og samfélög á hveijum tíma. Þannig skoðar hann efnahags- líf hvers tíma, hann lítur á samfé- lagsþróun, hvernig samband yfir- valda og almennings breytist í tímans rás, hvernig aðalsstétt mynd- ast á sumum Norðurlanda. Að baki þessu öllu er svo það sjónarmið að skoða þetta svæði í samhengi við aðra hluta Evrópu. Það hófst á vík- ingatímanum með áhrifum kristn- innar og nú á tímum koma áhrifin fram í þróun Evrópubandalagsins og tengslum þess við Norðurlöndin. Það er ekki ofmælt að segja þetta afbragðsbók. Hún er ekki sérstak- lega lipurlega stíluð en stíllinn vinn- ur á. Það er hvergi verið að láta aukaatriði flækjast fyrir frásögninni en þó er staldrað við einstaka at- burði eða frásagnir sem varpa ljósi á samtíma sinn. Höfundurinn er vel að sér í sögu Grænlendinga, Finna, Færeyinga og Álandseyinga ekki síður en Svía, Norðmanna, Dana eða íslendinga. Honum tekst að draga fram aðalatriði í sögu ólíkra tíma- skeiða og hann vekur athygli á því að sagnfræðingar hafa túlkað at- burði með ólíkum hætti frá einum tíma til annars. Þetta má sjá tii dæmis í því sem hann segir um stofn- un Kalmarsambandsins sem minnst er á þessu ári enda 500 ár frá til- komu þess. Það er ástæða til að hvetja alla áhugamenn um sögu til að lesa þessa bók vel. Guðmundur Heiðar Frímannsson Harald Gustafsson Reuter Borghese-safnið opnað HIÐ glæsilega Borghese-safn, sem lokað hefur verið í fjórtán ár vegna viðgerða og endurnýj- unar, var opnað að nýju í Róm um helgina. Auk viðgerðanna var bætt við sýningarrými í kjallara hússins. Safnið er til húsa í Villa Borg- hese. Húsið var byggt á árunum 1613-1616 og er aðal safnsins málverk frá barrok-tímanum og fornar höggmyndir en stór hluti verkanna var í eigu Páls II páfa og Borghese-fjölskyldunnar, sem hann var skyldur. Húsið komst í eigu ítalska ríkisins árið 1902. Á myndunum sést yfir einn af sölum safnsins, svo og styttan af Paolinu eftir Canova, sem sýn- ingargestur dáist að. •EVRÓPURÁÐIÐ hefur veitt rúmlega 30 milljóna króna styrk til gerðar norrænnar kvikmyndar um morðið á Olof Palme. Vinnu- heiti inyndarinn- ar er „Samning- urinn“ og leik- stjóri er Kjell Sundvall, sem gerði kvikmynd- ina „Jágarna" (Veiðimennirnir). Framleiðendur eru sænskir, norskir og finnskir og munu tökur hefjast í lok ágúst. Myndin mun ekki fjalla um manninn Palme, heldur morðið og aðdraganda þess. Enn hefur ekki verið ákveð- ið hver fer með hlutverk Palmes. •FRAMKVÆMDIR hefjast í byij- un júlí við endurreisn óperuhússins í Feneyjum, sem eyðilagðist í elds- voða í janúar á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að endurbygging þess taki um tvö ár og að kostnaður við hana nemi um 90 milljörðum líra, 3,7 milljörðum ísl. kr. Fullyrða borgaryfirvöld í Feneyjum að allt verði gert til þess að tímamörkin standist. Verkinu stýrir hinn þekkti ítalski arkitekt, Gae Au- lenti. Húsið var talið eitt helsta stolt ítalskrar byggingarlistar en það var opnað árið 1792 og hefur einu sinni áður verið endurbyggt, eftir bruna sem varð árið 1836. •HARÐAR deilur standa nú yfir í Oklahoma í Bandaríkjunum eftir að dómari þar úrskurðaði að i þýsku kvikmyndinni „Tintromm- unni“ sem gerð var árið 1979, væri að finna atriði með barna- klámi og að hún bryti í bága við lög ríkisins. Hefur myndin verið bönnuð og lögregla farið á milli myndbandaieiga til að gera eintök af henni upptæk. Þá bankaði lög- reglan upp á lyá þremur húsráð- endum sem höfðu leigt myndina, og kröfðust þess að fá eintökin afhent. Aðgerðir þessar þykja afar harkalegar, ekki síst í ljósi þess að myndin hlaut Óskarsverð- launin árið 1979 sem besta erlenda myndin. Hún er byggð á sögu GUnther Grass. Afmælis- uppboð á verkum Cobra NÚ LÍÐUR að 50 ára afmæli Co- bra hópsins og af því tilefni verður haldið sérstakt uppboð á verkum meðlima Cobra í mars á næsta ári á vegum Sotheby’s uppboðsfyrir- tækis. Sotheby’s sendi einn sér- fræðing sinn, Rob Sneep, til íslands fyrir skemmstu til að leita að verkum eftir Svavar Guðnason og aðra úr Cobra hópnum. ___________ „Þó að Svavar RobSneep ~ væri einangraður gegndi hann samt sem áður lykilstöðu innan Cobra hópsins“, sagði Rob. Hann segir verk Svavars ekki vísa út fyrir sig eins og verk ýmissa annarra málara heldur séu þau frekar innhverf og full af náttúru. Rob kynntist verkum Svavars hjá safnara í Hollandi sem leggur sig fram um að safna verkum málara úr Cobra hópnum. „Ég sá fyrst myndir eftir Svavar árið 1988 á þessu stóra safni og setti mig fljót- lega upp úr því í samband við safn- arann sem er vel þekktur. Fyrir fáeinum árum var svo stofnað sér- stakt Cobra safn í Amsterdam, sem hefur að láni allar Cobra myndir þessa safnara, sem jafnframt er viðskiptavinur Sotheby’s." Rob segir að ekki fylgi nein fjár- hagsleg áhætta fyrir eigendur mál- verka Svavars er sett verða á upp- boðið í mars. „Sotheby’s greiðir aíl- an flutningskostnað og fari svo að einhver mynd seljist ekki mun eig- andinn ekki líða neitt tap við flutn- inga.“ Francois Scheefer og kona hans Caroline. Islenskar myndir sýndar í Frakklandi STÆRSTI atburðurinn á dag- skrá „íslandsvinanna" í Frakklandi í sumar er þátttaka íslendinga í evrópsku kvik- myndahátíðinni, sem nú stend- ur í La Baule, skammt fyrir utan Saint-Nazaire. Þijár myndir eru sýndar; Agnes eft- ir Egil Eðvarðsson, Djöflaeyj- an og Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson. „Islandsvinirnir", eru sam- tök sem vinna að menningar- og vinatengslum íslands og Frakklands. Síðustu tólf árin hefur Francois Scheefer, sem nú er forseti samtakanna, unn- ið að menningar- og vina- tengslum milli Frakklands og íslands. í byijun þessa mánað- ar var opnuð farandljósmynda- sýning í Norður-Bretagne, sem hefur það að markmiði að kynna ísland, náttúru landsins og sögu þjóðarinnar. Að tengslunum stóðu upp- haflega skólar landanna tveggja, af hálfu íslands frá sjö kaupstöðum; Keflavík, Garðabæ, Fáskrúðsfirði, Pat- reksfirði, Reykjavík, Selfossi og Borgarnesi, en af hálfu Frakklands skólar í héruðum Norður-Frakklands, í Ölpun- um og Bretagne-Normandy auk Atlantshafsstrandarinnar. Hópur frá Patreksfirði var við- staddur opnun sýningarinnar, í Norður-Bretagnísem fram fór. Önnur sýning mun svo standa yfir í Nantes í allt sum- ar, sem byggir á bók Jules Vernes, Leyndardómum Snæ- fellsjökuls. Þar er markmiðið að kynna Snæfellsnes og nán- asta umhverfi fyrir íbúum Suður-Bretagne, en svo vill til að Jules Verne fæddist í Nant- es.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.