Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter UNGUR Albani situr á öxlum fööur síns þar sem stuðningsmenn Sósíalistaflokksins fögnuðu i Tirana í gær. Eftirlitsfulltrúar sáttir við fram- kvæmd kosninganna í Albaníu Berisha játar ósigiir Tirana. Reuter. FORSETI Albaníu, Sali Berisha, við- urkenndi síðdegis í gær að flokkur hans, Demókrataflokkurinn, hefði beðið ósigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Bashkim Fino, sitjandi forsætisráð- herra SóSíalistaflokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur sinn hefði unn- ið sigur í kosningunum, og að þær hefðu farið vel fram. Úrslit í kosningunum hafa ekki verið formlega tilkynnt. Berisha sagði í gær að svo virtist sem al- banskir kjósendur hefðu ákveðið að Demókrataflokkurinn yrði í stjórn- arandstöðu. Flokkurinn var við völd frá 1992 þar til í mars sl. er Fino tók við. Þá hafði verið mynduð 10 flokka stjórn til þess að hefta rísandi óöld í landinu. Enn hefur ekki tekist að koma á lögum og reglu í suður- hlutanum. Berisha kvaðst myndu standa við öll loforð sem hann hafði gefið í kosningabaráttunni, en ekki var ljóst í gær hvort hann ætlaði að láta af embætti. Hann hefur gefið í skyn nokkrum sinnum að hann myndi hætta ef vinstrimenn bæru sigur úr býtum í kosningunum. Leiðtogi sósíalista, Fatos Nano, sem látinn var laus úr fangelsi í mars sl, sagði á sunnudagskvöld að flokkur hans hefði unnið 60 sæti af þeim 115 sem kosið var um. Sagði Nano, að ásamt samstarfsflokkum á vinstri vængnum hefðu sósíalistar náð tveim af hverjum þrem sætum á þingi, og myndi það duga til þess að úthýsa Berisha forseta með at- kvæðagreiðslu. Kosningar fóru fram í landinu í fyrra, en ollu deilum og voru gagn- rýndar af fulltrúum Óryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem höfðu eftirlit með þeim. Fulltrú- ar ÖSE, Evrópuráðsins og Banda- ríkjanna fylgdust með kosningunum á sunnudag og voru að flestu leyti sáttir við framkvæmd þeirra. Lögreglan vinnur gegn umbótum Plavsic Belgrad. Reuter. FORSETI Bosníu-Serba, Biljana Plavsic var í haldi í fyrrinótt hjá andstæðingum stjórnarinnar, sem reyndu að hindra aðgerðir hennar gegn spillingu meðal háttsettra emb- ættismanna, að sögn heimildamanna úr röðum Bosníu-Serba í gær. Að sögn heimildarmanna var Plavsic haldið af lögreglu nærri Bij- eljina í norðausturhluta Serbneska lýðveldisins í Bosníu. Var henni sleppt í gærmorgun og leyft að fara til skrifstofu sinnar í Banja Luka, undir verndarhendi friðargæsluliða Atlantshafsbandalagsins. Heimildarmenn Reuters segja að harðlínumenn, sem séu andvígir Plavsic, hafi virst vera að reyna að bola henni frá eftir að henni mis- tókst um helgina að koma innanrík- isráðherranum, Dragan Kijac, úr embætti. Kijac er hliðhollur fyrrum forseta og dæmdum stríðsglæpa- manni, Radovan Karadzic, sem enn hefur umtalsverð völd í stjórn Bos- níu-Serba, þrátt fyrir að hafa verið neyddur til að láta af embætti í fyrra. Kijae er einnig fylgismaður Momci- los Krajiznik, fulltrúa í forsætis- nefnd Bosníu. Plavsic mun hafa viljað víkja Kijac frá vegna þess að hann neitaði að gangast fyrir rannsókn á rekstri tveggja stórra fyrirtækja í eigu Bos- níu-Serba, sem Karadzic og Krajizn- ik stýra. Plavsic var kjörin forseti bosníu-serbneska hlutans í Bosníu í september í fyrra, en stjórnmálaský- rendur segja að raunveruleg, pólitísk völd og forráð í lögreglunni í þessum landshluta séu enn í höndum Karadzics og Krajiznik, sem voru meðal forsprakka í her Bosníu-Serba á meðan stríðið í Bosníu stóð. LISTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur KARLAKORINN Hreimur ásamt stjórnanda, Róbert Faulkner, og undirleikara, Juliet Faulknar. Kraftmikill Hreimur í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Hreimur úr Þingeyjarsýslu hélt nýlega tónleika í Stykkishólmskirkju. Þarna var kominn yfir 40 manna karlakór langa leið og með þessari ferð lauk starfsári kórsins. Dagskrá tónleikanna var fjöl- breytt og söngurinn mjög góður. Kórinn er kraftmikill og vel agað- ur. Er gaman til þess að vita að enn eru til öflugir karlakórar á landsbyggðinni. Stjórnandi kórs- ins er Róbert Faulkner. Hann hefur stjórnað kórnum í 10 ár. Undirleikari á tónleikunum var Juliet Faulknar; Með kórnum sungu einsöng Asmundur Krist- jánsson, Baldur Baldvinsson, Ein- ar Hermannsson og Sigurður Þórarinsson. Málverk/Flóki/ Handíð MYNPLIST H o r n i ð MÁLVERK TOLLI Opið alla daga frá 14-18. Til 8. júlí . Aðgangur ókeypis. NÝ SPOR nefnir Þorlákur Krist- inssson með listamannsnafnið Tolli sýningu sína í listhúsinu Horninu við Hafnarstræti. Tolli er afar iðinn við kolann á sýningarvettvangi enda ekki einhamur í pataldri sínum við grunnmál myndflatarins. Sem fyrri daginn er vettvangurinn afsprengi nýja málverksins á níunda áratugn- um með óheftum kraftbirtingi út- hverfs innsæis. Að undanfömu hafa hér og þar verið að sjást myndir léttra og artis- tískra vinnubragða, sem að mati rýn- isins er það jarðbundnasta og upp- runalegasta sem komið hefur frá hendi Tolla um langt skeið. Eru þetta ýmiss konar landslagsstemmur í sér- tækri útfærslu, en einnig sást skyldum vinnubrögðum bregða við í blóma- myndum þeim sem hann sýndi á Akur- eyri fyrr á árinu, og rýnirinn sá að hluta er verið var að taka þær niður. En það kveður við giska annan tón í þeim stóru litsterku flekum sem Tolli sýnir núna og útfærslan er mun einhæfari og jafnframt lausari í byggingu, þó sjálf pensiiförin og vinnubrögðin séu af sama toga, hröð og vafningalaus. Hér sleppir hann af sér beislinu í nokkrum rauðum myndheildum, sem fyrir sumt leiða hugann að norska málaranum Frans Widerberg, sem er einn af meginás- um norskrar myndlistar í dag (f. 1934). Munurinn á þeim er þó sá að Widerberg virkjar á öllu áhrifaríkari hátt innri lífæðar myndflatarins og hefur mun meiri menntunarlegan Stöðlakot TEXTÍLVERK PHILLIPPE RICHART Opið alla daga frá 14-18. Til 7. júlí. Aðgangur ókeypis. Phillippe Richart, sem er nafnið á bæjarlistamanni Akraness í ár, er veflistamaður, að öllum líkindum sá virkasti á íslandi um þessar mundir, ef tekið er mið af kynferðinu. Raunar vinnur hann í blandaðri tækni og notar jafnvel gaddavír, gijót og stein- gerðar leyfar í myndir sínar, en það eru ný efni á tæknisviði textíla eins og margur veit, en allir sætta sig ekki við sem betur fer. Richart vann við almennan vefnað á ísafirði 1980-84 og hefur þar að auki sótt námskeið í öðrum greinum, en lengst- um helst unnið við spjald- og mynd- bakgrunn, er til að mynda ólíkt þjálf- aðri teiknari. Tolli er hrár og um- búðalaus sem er í senn styrkur hans og veikleiki, - styrkurinn felst í viss- um ferskleika sem slíkir hafa en veikleikinn í takmarkaðri yfirsýn og einhæfum ávanakenndum vinnu- brögðum. Þannig er vinnumáti Tolla jafnan hinn sami hvað sem hann tekur sér fyrir hendur í málverkinu, þótt yfirborð myndanna taki ýmsum umskiptum. Þá tekur háglansað yfir- borð rauðu myndanna svo í að jaðrar við glingurlist, sem er ein þýðing á hugtakinu Kitsch. Þá fer Tolli ham- förum í myndum á endavegg, en form myndanna er afar krampakennt vefnað, þar til á síðustu árum að flóki er jafnframt uppistaða í verkum hans. Flóki er svo einmitt uppistaðan í flestum verkunum á sýningunni, og bera samsetningar þeirra þess merki að gerandinn er í ýmsum þreifíngum til margra átta, en einnig að mennt- unarlegi grunnurinn sé nokkuð á reiki. Hugmyndir hefur Richart nógar og tæknisviðið er vítt, en hins vegar er dijúgur svipur af hreinum íðum í útfærslu verkanna. Þó er mikið spunn- ið í hina einföldu gerð mynda eins og „Landvemd" (7), „Steinborgari" (12) og „Það sjá þeir sem ekki sjá“ (14). Þá kveður við allt annan og hreinni tón í verkinu „Á ferð“ (11) og hefði verið fengur að meiru af slíku. Nátt- úrustefín á efri hæð koma helst til réttar síns er listamaðurinn er næstur upprunanum svo sem í Mosastefunum (21-25), en minni lífsmögn eru í hlut- vöktum tilburðum ... og losaralegt í útfærslu allri. það er helst í bláa litnum að rofar til og þá einkum í myndinni „Maður með bláma“ sem ber í sér sannverðugt heildarsamræmi... Listakot SAMSÝNING TÓLF LISTAKONUR Opið virka daga frá 10-18, laugar- daga 10-16. Til 5. júlí. Aðgangur ókeypis. Rétt er að minna á, að í Listakoti, Laugavegi 70, er á boðstólnum fjöl- þætt úrval listmuna og myndverka. Að auki er um þessar mundir sérstök áhersla lögð á sýningu minjagripa með menningu landsins og nánasta um- hverfi sem viðvarandi þema. Sjálfa náttúruna, sem slípar eltir, litar og mótar eins og það heitir í kynningu. Kennir þar fjölþættra grasa og að- ferða, en um er að ræða leirlist, skúlpt- úr, grafík, textíl og myndlist. Eins og gefur að skilja í ljósi fjölda sýnenda er um smáhluti að ræða bæði til nytja og skrauts sem skulu ekki taldir upp né tíundaðir, en það sem veit að iðkun handíða á landi hér á síðustu árum er afar eftirtekt- arverð þróun sem þarfnast stuðnings til að blómstra og auka iðkendum metnað og áræði. Enn sem komið er er að mestu um afar snotra hand- gerða hluti að ræða pn mjór er mik- ils vísir eins og oft er sagt, og þetta telst víða afar mikilvægur og virtur iðnaður erlendis ... Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.