Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ I- Morgunblaðið/Björn Gíslason ÞAÐ þótti vel við hæfi að skála í kampavíni eftir að heimsmetið frá 1991 hafði verið slegið á Jaðar- svelli í gær. F.v. James Male, Tom Priday, Simon Gard, Bruce Hopkins og Tom Hawkings. Enskir kylfingar settu heimsmet á Jaðarsvelli í gær Léku sautján hringi á tæpum sólarhring ENSKIR kylfingar, sem til Akur- eyrar komu til að reyna við nokk- uð sérstakt heimsmet, náðu tak- marki sínu kl. 17.45 í gær. Þá höfðu þeir spilað golf á Jaðar- svelli á Akureyri í rétt tæpar 24 klukkustundir og spilað sautján 18 holu hringi, eða samtals 306 holur. Auk þess að slá heimsmetið, sem sett var á Jaðarsvelli árið 1991 og var 16 hringir á einum sólarhring, söfnuðu Englendingarnir 20.000 pundum, rúmlega 2,3 milljónum króna fyrir krabbameinssamtök í heimalandi sínu. Fimm kylfingar lögðu af stað í mettilraunina á sunnudag, fjórir spilarar og einn varamaður, auk þess sem þeim fylgdu aðstoðar- menn er skráðu niður högga- og holufjölda og fylgdust með að far- ið væri að leikreglum. Gamli methafinn hætti Eftir sex hringi varð einn spilar- ana að hætta vegna meiðsla og tók þá varamaðurinn við og lék síðustu 11 hringina. Sá er meiddist er Sim- on Gard en hann var eimitt í hópi þeirra sem settu gamla metið árið 1991. Spilað var með tvær kúlur og slógu tveir kylfinganna upphafs- höggin en hinir tveir biðu úti á vellinum, tilbúnir að slá næstu högg í átt að holunum. Tom Hawk- ings og James Male léku alla 17 hringina saman en Bruce Hopkins lék fyrstu sex hringina með Simon Gard og síðustu 11 hringina með Tom Priday. Gífurleg lífsreynsla Þeir voru að vonum glaðir ensku kylfingarnir er þeir höfðu sett nið- ur á 18. flöt á 17. hring en þreytt- ir og aumir í fótunum. „Þetta var gífurleg lífreynsla en ég treysti mér ekki til að gera þetta aftur,“ sagði Tom Hawkings í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að veðr- ið hafi leikið við þá félaga, fyrir 'Utan að það var heldur hvasst er þeir hófu leik seinni part á sunnu- dag. Fyrstu hringina iéku þeir félagar á um einni klukkustund en eftir því sem hringjunum fjölgaði lengd- ist tíminn og fór alveg upp í 1 klst. og 50 mínútur. Bruce Hopkins, sagði að erfið- asta tímabilið hafi verið eftir 10-12 klukkustundir en menn hafi með harðfylgi náð að komast yfir þann hjalla og halda út til loka. Talið er að hver þeirra hafi lagt að baki um 75 mílur, eða um 120 km. Léku vel allan tímann Kylfingarnir léku mjög vel allan tímann, þrátt fyrir að vera í kapp- hlaupi við tímann og sem dæmi lék annað liðið á 43 höggum seinni 9 holurnar á 17. hring. Golfvöllurinn á Akureyri varð fyrir valinu fyrir heimsmetstilraunina þar sem hann er nyrsti 18 holu völlur heims og þar er dagsbirta allan sólarhring- inn í júnímánuði. Minnisvarði um Jónas afhjúpaður HALLDÓR Blöndal, samgöngu- ráðherra afhjúpaði minnis- varða um þjóðskáldið og náttúrfræðinginn Jónas Hallgrímsson í Jónasarlundi í Oxnadal sl. laugardag . Það voru sljórn Jónasar- lundar og vinir Jónasar sem létu gera minnisvarða um þetta mikla ljóðskáld, sem fæddist að Hrauni í Öxnadal fyrir um 190 árum síðan, 16. nóvember 1807. Við athöfnina á laugardag flutti Hannes Pétursson skáld ræðu um Jónas og Mánakórinn söng nokkur lög undir stjórn Michaels Jóns Clark. Eftir at- höfnina var gestum boðið til Morgunblaðið/Björn Gíslason kaffisamsætis í Gistiheimilinu Engimýri. A myndinni stendur Halldór Blöndal, samgönguráðherra við minnisvarðann i Jónasarlundi. Veitingastaðurinn Við Pollinn Sjallinn tekur yfir reksturinn REKSTRARAÐILAR Sjallans á Akureyri taka yfir rekstur veit- ingastaðarins Við Pollinn í dag, 1. júlí. Þórhallur Arnórsson, fram- kvæmdastjóri Sjallans segir að Pollurinii njóti vinsælda og hafi gott orð á sér og því sé stefnt að því að reka staðinn áfram á sömu nótum. Þórhallur segir að unga fólkið sæki frekar Sjallann en aftur eldra fólk Við Pollinn. Hann segir mögu- Iegt að samnýta staðina að ein- hverju leyti, t.d. varðandi starfs- fólk og skemmtikrafta. Grand ehf. heitir fyrirtækið sem rekur Sjallann og er það í eigu Þórhalls og Elís Árnasonar. Þór- hallur segir að rekstur Sjallans hafi gengið vel og hann segir það leggjast vel í sig að takast einnig á við rekstur Pollsins. Veitingastaðurinn Við Pollinn er til húsa að Strandgötu 49 og hefur verið rekinn af Gránufélag- inu, sem einnig á húsnæðið. Gránu- félagið er í eigu hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og Auðar Dúadóttur og Alfreðs Gíslasonar og Köru Guðrúnar Melstað. Olöglegir hnífar í höndum barna LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af tveimur 10 ára drengj- um sem sáust með stóra hnífa undir höndum. Hnífarnir voru báð- ir ólöglegir vegna stærðar sinnar og sögðust drengirnir hafa keypt hnífana í verslun í bænum. Áð mati lögreglu verður að teljast vítavert að selja ungum börnum slíka hnífa. Nokkuð hefur verið um að rúður hafi verið brotnar í biðskýlum SVA. Tvær rúður voru brotnar í síðustu viku, í biðskýli við Þing- vallastræti og Miðsíðu. Lögreglan hafði hendur í hári manns sem braut rúðuna við Miðsíðu, sá var ölvaður og sagðist hafa hent bjór- flösku í rúðuna sem brotnaði. Þá var bifreið sem stóð á bíla- stæði við Furulund rispuð með ein- hveiju oddhvössu og rúða í Lund- arskóla var brotin. i í » [ [ í t I I l I € I Qí fffff Hótel ki)Harpa Akureyri Gisting við allra hæfi. Pú velnri Fjörið í miðbænum. Friðsældina í Kjarnaskógi eða lága verðið á gistiheimilinu Gulu villunni gegnt siindlauginni. Sími 461 1400. Starfsemi Islandsflugs kynnt á Akureyrarflugvelli Bæjarstjór- inn kaupir 100 farseðla FYRSTA vél íslandsflugs í áætl- unarflugi til Akureyrar, lendir á Akureyrarflugveíli kl. 8.45 í dag. Sérleyfi í innanlandsflugi heyra nú sögunni til og af því tilefni efndi íslandsflug til flug- dags á Akureyrarflugvelli á laugardag, þar sem starfsemi félagsins var kynnt. Að sögn Arnfinns Heinesen, stöðvarsljóra Islandsflugs á Ak- ureyri, komu rúmlega 2000 manns til að kynna sér starfsem- ina. Á meðal gesta var Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akur- eyri og tilkynnti hann að bærinn myndi kaupa 100 farseðla af íslandsflugi, fyrir starfsfólk sitt. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason FLUGVÉLAR Islandsflugs voru til sýnis á laugardag og hún Ilerdís Lind Jónsdóttir hafði komið sér vel fyrir í Dornier vél félagsins tilbúin fyrir flugtak. Islandsflug hyggst nota ATR gær höfðu um 30 manns bókað vélar sínar á flugleiðinni til far með vélinni í þessari fyrstu Akureyrar og um miðjan dag í ferð. Ráðist á manní miðbænum RÁÐIST var á ungan mann í miðbæ Akureyrar um helgina og honum veittir áverkar í andliti. Maðurinn kom sér sjálfur slysadeild en sam- kvæmt læknisráði þurfti að hafa eftirlit með honum þar sem talið var að hafi fengið þungt höfuðhögg. Sá sem talinn er hafa ráðist á unga manninn er einnig mjög ung- ur og hefur komið við sögu lögregl- unnar áður. Fjórir menn þurftu að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunarástands. Einn þeirra hafði skemmt stól á kaffihúsi og verið starfsfólki og kaffihúsagest- um til mikilla leiðinda. Helgin fór annars nokkuð rólega fram þrátt fyrir að mikill fjöldi væri í miðbænum bæði kvöldin. Mjög gott veður var á Akureyri um helgina og naut fólk þess að vera úti. < I I i i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.