Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞORÐUR KRISTLEIFSSON + Þórður Krist- leifsson var fæddur á Uppsölum í Hálsasveit 31. mars 1893. Hann lést á Droplaugar- stöðum í Reykjavík 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans, Andrína Guðrún ' Einardóttir, f. 31.8. 1859 á Urriðafossi í Villingaholts- ► hreppi, d. 25.1. 1899 á Stórakroppi, og Kristleifur Þor- steinsson, f. 5.4. 1861 á Húsafelli í Hálsasveit, d. 1.10. 1952 á Stórakroppi. Systkini Þórðar voru: Katrín, f. 20.4. 1889, d. 7.12. 1890; Þor- steinn, f. 4.10.1890, d. 7.9.1990; Ingibjörg, f. 28.11. 1891, d. 8.9. 1930; Katrín, f. 16.9. 1894, d. 10.4. 1991; Einar, f. 7.6. 1896 , d. 14.10. 1982: Jórunn, f. 5.10. 1897, d. 27.5. 1972; Andrina Guðrún, f. 4.1. 1899, d. 18.12. 1985; systir samfeðra Guðný, f. 14.5. 1900, d. 2.11. 1932, og stjúpsystir Kristín Jónatans- * dóttir, f. 19.8. 1883, d. 28.11. 1967. Þórður kvæntist 11.9. 1931 Guðrúnu Hólmfríði Eyþórs- dóttur, f. 12.3. 1897 á Tindum í Svínavatnshreppi, d. 25.5. 1983 í Reykjavík. Þau eignuð- ust dóttur 3. okt 1936 sem and- aðist skömmu eftir fæðingu. Foreldrar Þórðar fluttu að Stórakroppi 1897 og þar ólst Þórður upp. Eftir að móðir hans dó kom Snjáfríður Péturs- •“ dóttir að Stórakroppi og hún varð stjúpmóðir Þórðar. Þórð- ur fór í skólann í Hjarðarholti í Dölum 1913-1914 og 1915- 1916. Hann starfaði við plæg- ingar í Borgarfirði, var í Reykjavík 1919-1920 við nám í þýsku, dönsku og píanóleik. Árið 1920 fór hann til Sjálands í Danmörku og vann þar við jarðræktarstörf, 1921-1925 við tónlistarnám í Dresden og Mílanó á árunum 1925- 1927. Hann kenndi í Reykjavík 1928- 1930 í einkaskóla söng, þýsku og ítölsku. Hann var ráðinn söngkennari við Menntaskól- ann á Akureyri 1930 og fór í v námsför til útlanda og kynnti sér tónlistar- kennslu í skólum, einkum söng- kennslu. Þegar hann kom heim úr þessari för var ráð- herra búinn að ráða annan í starf hans. Hann gerðist kenn- ari við Héraðsskól- ann á Laugarvatni 1931. Þegar skólan- um hafði verið sagt upp á vorin fór Þórður að þjálfa kóra á Akureyri og Reykjavík. Tók hann söngmenn kóranna í tíma og kenndi þeim söng. Ef til vill voru Jóhann Konráðsson og Friðrik Eyfjörð meðal þekkt- ustu nemenda Þórðar frá þess- um tíma. Þegar Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður réðst hann yfirkennari við hann og starfaði þar til 1963. Eftir það kenndi hann nokkuð við Menntaskólann í Reykjavík. Þórður kenndi aðallega söng, þýsku og íslensku. Þórður var mikill frömuður á sviði söng- mála. Hann þýddi ljóð og orti talsvert. Hann hvatti föður sinn við ritstörf, bjó verk hans til prentunar og gaf út ritsafn hans, Ur byggðum Borgar- fjarðar og Fréttabréf úr byggð- um Borgarfjarðar. Þórður gaf út bækurnar: Skólasöngva 1931 (í samvinnu við félaga á tónlist- arsviði), Ljóð og lög á árunum 1939-1949, íslenskuð söngljóð 1957, Baugabrot 1973, Hrak- hólamenn 1979 (í Borgfirskri blöndu), Bugumst ekki bræður góðir (í Andvara), Prestsdóttir- in frá Reykholti og hagyrðing- urinn frá Jörfa (í Andvara). Hann var ritstjóri Viðars, árs- rits héraðsskólanna 1939-1942. Áður en hann fór til náms er- lendis var hann einn aðalhvata- maður að stofnun Bræðrakórs- ins en það var söngfélag sem stofnað var 1915 og starfaði lengi í Borgarfirði undir stjórn Bjarna Bjarnasonar á Skáney. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Reykdæla og sá yngsti. Utför Þórðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þórður er í þægum blund þrekinn Kristleifs niður, yfir þessum laufa lund ljómar ást og friður. Þannig kom Þórður Símoni Dala- skáldi fyrir sjónir þegar hann var ungur drengur. Fyrstu minningar mínar um Þórð föðurbróður minn voru þær að ég vaknaði að morgni og þá svaf maður í rúminu hjá mér sem mér sýndist vera pabbi minn, en mér fannst hann þó eitthvað öðruvísi en ég átti að venjast. Ég vakti hann ekki heldur fór fram í eldhús og þá var pabbi þar. Skýring- in á þessu var sú að Þórður hafði komið um nóttina eftir að ég var sofnaður og lagt sig í rúmið hjá mér. Þórður og bræður hans voru svo líkir á yngri árum að margir þekktu þá ekki að. Flest sumur sem ég man sem unglingur kom Þórður í heimsókn til foreldra minna og gekk þá stund- um að heyskap og var þá stórvirk- ur, en hann dró aldrei af sér við það sem hann var að gera. Guðrún kona hans kom oftast með honum en geislum rósemdar og góðvildar staf- aði frá henni. Engum sem kynntist þeim gat dulist að ást þeirra var mikil og gagnkvæm. Guðrún var lærður handavinnukennari og kenndi við Laugarvatnsskólann. Guðrún átti við mikið heilsuleysi að stríða mörg seinustu ár ævi sinn- ar, en þá var umhyggja Þórðar tak- markalaus. Hann vann þá öll heimil- isverk sjálfur og blessaði hvern morgun sem hann fékk að hafa hana hjá sér. Þýskukennarar kusu hann heið- ursfélaga í félagsskap sínum þegar hann var 98 ára en margir af nem- endum hans höfðu orðið framúr- skarandi þýsku- og málamenn. Þórður hafði þó aldrei lært þýsku í skóla. Um hann sagði Þór Vigfússon í afmælisgrein: „Margur kennarinn er sterkur, margur hefur hátt og beitir hörku, jafnvel sanngjarnri, og nær þó ekki hug og hjarta sinna ungu skjólstæðinga. En það gerði Þórður svo sannarlega. Er nokkur dýpri skýring á ógleymanleik Þórð- ar, á óafmáanleik hans? Fyrir tveim- ur árum hitti ég hann ásamt fleiri þýskukennurum og talið barst að nemendum, sem komu í þýskunám til hans á síðari stigum og höfðu misst af hreinsunareldi fyrsta árs- ins. Um þá sagði Þórður: „Það reyndist stundum þungt fyrir að fá þá til að taka flugið.“ Það var nefnilega flugið. Þórður var og er haldinn þeirri logandi ástríðu listamannsins að duftið skuli fljúga til hæða og geti það, ef skap- gerð er nægilega sterk til þess að æfa þrotlaust og gefast ekki upp. Honum dugði ekkert minna, fyrir hönd okkar nemenda. Þetta skynj- uðum við, óvitarnir, og vildum eftir hinum óljósa og hvikandi hætti æsk- unnar, auðvitað, samsamast þessari kröfu: En ekkert er eins upphefj- andi og að gefa sig listinni á vald. Þess vegna elskuðum við Þórð. Mér fínnst að kennslufræðingar nútím- ans ættu að draga ályktanir af þessu. Nátengt þessu er eitt orð enn, sem ég vil nota til að reyna að lýsa Þórði Kristleifssyni. Það er orðið auðmýkt, það er hin algera lotning hans fyrir viðfangsefninu, fyrir þýskri tungu og menningu, fyrir íslenskri tungu og menningu, fyrir hnitmiðaðri tungu, allri göfgandi menningu. Viðfangsefnið var heil- agleikinn sjálfur, það eina sem heil- agleikanum er bjóðandi er hin full- komna lausn. Þar kom engin mála- miðlun til greina, þar var ekkert hér um bil. í þessu ljósi sé ég skýring- una á því að sólarupprásin í L’Arrabiata varð að helgistund í meðförum Þórðar. Það er einmitt það sem sólarupprásin er í eðli sínu.“ Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1989 fyrir störf að söng- og kennslumálum. Þórður bar mikla umhyggju fyrir ættmennum sínum og nemendum. Hann gladdist mjög ef hann frétti um velgengni fólks. Hann sagði um nemanda sinn sem hafði lært mikið: „Hann víkkaði sí og æ landnám sitt á víðáttu menntagyðjanna." Bene- dikt Sigvaldason sagði: „Þórður Kristleifsson var dáðasti og áhrifa- mesti kennari sem ég hef kynnst fyrr og síðar að öðrum ólöstuðum og hafði ótrúleg áhrif á unga nem- endur, sem hann ávallt hvatti til dáða.“ Ég á Þórði margskonar góðvild að þakka, en þó sérstaklega fyrir aðstoð sem hann veitti elstu dóttur minni, þegar hún hugðist taka utan- skólapróf í MR en það var leyfilegt að taka slík próf en svo margar hindranir í vegi til þess að styrk góðra mann þurfti til að það væri framkvæmanlegt. Á aldarafmæli Þórðar sendi vinur hans honum þessa vísu. Vígi úr tónlist vaskur hlóð, vegg er trauðla hrynur. Hefur verið þarfur þjóð Þórður söngvahlynur. Starfsfólki á Droplaugarstöðum hældi hann jafnan fyrir hjálpfýsi og þægilegheit. I okt._1996 skrifaði Þórður sendi- bréf til Ástu systur minnar og sagði þá: „Þorsteinn Þorsteinsson liðsinnir mér af aðdáunarverðri alúðar rækt- arsemi og Ásta systir hans er á sömu bylgjulend." í bréfi til sömu í apríl 1997 sagði Þórður: „Þorsteinn lífefnafræðingur er mín hægri hönd og allt hans lið leggst á eina ár að liðsinna mér. Er það göfugt starf og stundað af frábærri fjölhæfni og vizku". Ef annað tilverustig er til þá mun Þórður hafa fundið konu sína og dóttur á ný. Móðir mín og við systk- inin frá Runnum hugsum með þakklátum hugum til þeirra Þórðar og Guðrúnar og óskum þessu fólki alls hins besta á hinni ókunnu braut. Brandur Fróði Einarsson. Þegar Menntaskólinn að Laugar- vatni var stofnaður 12. apríl 1953 var Þórður Kristleifsson einn þeirra sem skipaðir voru fastir kennarar hans. Kennslugreinar hans voru þýska og söngur. Þórður stóð þá á sextugu, hafði kennt við skólana á Laugarvatni frá 1930 en þar áður, frá 1927, starfað við söng- og tungumálakennslu í Reykjavík. Frá 1920-27 hafði hann dvalist erlendis við söng- og tónlistarnám. Auk kennslu hafði hann haldið söngnám- skeið víða um land, gefið út bækur, þ_. á m. hið stórmerka rit föður síns Úr byggðum Borgarfjarðar í þremur bindum og safnið Ljóð og lög í sjö heftum. Þess utan hafði hann þýtt, eða íslenskað, erlend ljóð til söngs, þekktast af því mun vera Vetrar- ferðin eftir W. Múller, auk þess sem hann orti sjálfur ljóð til söngs, eins og bók hans, íslenskuð söngljóð, frá 1957, o.fl. ber vitni um. Það hefði því mátt ætla að Þórð- ur hefði viljað fara að rifa seglin um það leyti er hann komst á sjö- tugsaldurinn. En slíkt hvarflaði áreiðanlega ekki að honum. Um það munum við öll geta vitnað sem vor- um nemendur hans á þeim árum. Það er varla ofmælt að hver kennslustund í þýsku hjá Þórði hafi verið sérstök lífsreynsla, svo ótrú- legum árangri náði hann í því að halda öllum við efnið, virkum og kappsömum, þótt misvel upplagðir væru að öðru leyti. Eftir á að hyggja giska ég á að þjálfun söngstjórans kunni að skýra að hluta hve vel honum tókst að knýja menn til að neyta allrar orku til einbeitingar. Hitt er löngu alþekkt og viðurkennt að þýskukennsla Þórðar var eitt af þyngstu lóðunum á þeirri vogarskál sem fyrst tryggði menntaskóladeild- um héraðsskólans viðurkenningu sem fullburða menntaskóli - og síð- ar tilveru hans á frumbýlingsárum með góðri aðsókn. Sjötugur árið 1963 lét Þórður af kennslu við skólann og fluttist til Reykjavíkur. En ekkert var honum fjær en að setjast í helgan stein. Næstu fimm árin, 1963-68, var hann stundakennari við Mennta- skólann í Reykjavík, við vorum þár samkennarar og ég skynjaði fljótt að sömu einkenni fylgdu kennslu hans sem áður, árangur í fremstu röð en ellimörk engin. Næstu fimm ár, til 1973, var Þórður svo stjórn- skipaður prófdómari í þýsku við MR og sýnir það eitt með öðru hvern orðstír hann hafði getið sér. Aldrei féll honum verk úr hendi. Hann hélt áfram að taka saman og birta ýmsan fróðleik úr Borgarfirði, gaf út að nýju Úr byggðum Borgarfjarð- ar, Vetrarferðina endurskoðaða 1982 o.fl. o.fl. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ævistarfi Þórðar Kristleifs- sonar. Þess er þó enn ógetið að um áratuga skeið var einn af megin- dráttunum í mynd fólks af skóla- setrinu á Laugarvatni sönglíf og þróttmiklir kórar undir stjórn Þórð- ar. Einhvern tíma á fimmta ára- tugnum sungu nemendur hans inn á hljómplötur hjá Ríkisútvarpinu, slíkt þótti tíðindum sæta á þeim tíma og þau lög hljóma áreiðanlega enn í hlustum margra. Frá því er Þórður fór frá Laugarvatni 1963 og til árs- ins 1991 tókst ekki til lengdar að fá söngkennara að Laugarvatni. Það var því stór stund þegar skólakórinn okkar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar í Skálholti, sem hefur myndað hann og stjórnað frá 1991, heimsótti Droplaugarstaði árið 1993 í tilefni af 100 ára afmæli Þórðar. Þar dvaldist hann mörg síðustu æviárin, og þar fékk kórinn að syngja fyrir vistmenn, með Þórð sjálfan í heiðurssæti. Og nú vill svo til að einmitt þessa dagana er að koma út geisladiskur með söng kórsins, sá diskur er sérstaklega helgaður Þórði og minningunni um söngstarf hans. Þórður kvæntist 1931 Guðrúnu H. Eyþórsdóttur kennara, gáfaðri mannkostakonu. Hún lést 1983. Þórður lifði lengst af við góða heilsu, fylgdist af miklum áhuga með öllu er snerti skólann okkar, ekki síst fréttum af kórstarfmu síðustu árin. í september 1996 birtist nýskrifuð heilsíðugrein eftir Þórð í Lesbók Morgunblaðsins. Mér fínnst það óneitanlega í samræmi við afl hans og elju að hann skyldi verða elstur allra íslendinga - og halda þó and- legum kröftum. Menntaskólinn að Laugarvatni þakkar Þórði Kristleifssyni og heiðr- ar minningu hans. Persónulega þakka ég honum kennsluna forðum, kynnin öll og samstarf síðar og tryggðavináttu til æviloka. Kristinn Kristmundsson. Fallinn er að velli aldurhniginn höfðingi, Þórður Kristleifsson menntaskólakennari - 104 ára - elstur íslenskra karla. Með honum er horfínn gagnmerkur frömuður í íslensku menningarlífi, einn úr hinni sterku og bjartsýnu sveit afreks- manna frá aldamótatímabilinu, sem mest og best unnu að því að gera ísland að þvi menningarlandi sem við þekkjum í dag. Þórður braust á fullorðinsárum til mennta af eigin rammleik. Hann stundaði langt nám heima og eink- um þó erlendis - 7 ár samtals - lengst af í Þýskalandi og Ítalíu. í ljósi sögunnar virðist ekki hafa ver- ið áhættulaust fyrir ungan mann að leggja allt undir við að heija nám í stríðshijáðu Þýskalandi skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar með allri þeirri ókyrrð og óvissu sem fylgdi í kjölfarið. Um skipuleg náms- lán var ekki að ræða í þá daga. Þórður Kristleifsson var viljasterk- ur, atorkusamur og sparneytinn og lauk ætlunarverki sínu með sæmd einn síns liðs. Þegar Þórður sneri heim frá námi, helgaði hann líf sitt kennslu, en einnig vann hann við bókaútgáfu (Ljóð og lög), ljóðaþýðingar o.fl. Úm árabil þjálfaði hann og leið- beindi kórum víða um land. Þórður var lengst af (33 ár) kennari við Héraðsskólann og síðar Mennta- skólann að Laugarvatni. Nemendur voru hvaðanæva af landinu, og báru þeir hróður Þórðar víða. Þórður var svo vinsæll og ár- angursríkur kennari, að undrum sætti. Hann var orðinn að „goð- sögn“ (legende) löngu áður en kennsluferli hans lauk. Margir mæt- ir menn hafa reynt að skýra og skilgreina hvað það helst var við Þórð sem gerði hann að slíkum yfir- burðakennara. Sumt lá í augum uppi: Þórður var hið mesta glæsi- menni, prúðbúinn dag hvern, hann var hámenntaður, mjög vinnusamur og agaður í öllu sínu starfi, og hann geislaði af starfsorku og einbeitni. Um þetta voru menn sífellt sam- mála, en samt hefur mér jafnan fundist, að herslumuninn vanti í skilgreininguna, því að hér voru í raun á ferðinni persónutöfrar sem enginn nær að skýra eða skilgreina, en urðu til þess, að nemendur lögðu sig undantekningarlítið alla fram við að læra það sem Þórður kenndi og létu ósjaldan sitthvað annað sitja á hakanum. Ekkf virtist nemendum vera þetta áþján, það sýndist vera sjálfsagður hlutur, nánast náttúru- lögmál. Töfrarnir hrifu og árangur- inn var eftir því. Fundum okkar Þórðar bar fyrst sman 1944, þegar undirritaður kom nemandi í Héraðsskólann á Laugar- vatni. Þegar frá leið, kom í Ijós, að Þórður var óþreytandi við að hvetja nemendur til að halda áfram að mennta sig. Hann hafði úrslitaáhrif á skólagöngu og þar með starfsval fjölda nemenda fyrr og síðar og studdi þá allt hvað hann mátti, m.a. við að afla þeim skólavistar, sem á þessum árum var oft torsótt vegna þrengsla, og getur sá sem hér held- ur á penna trútt um talað. Síðar meir áttum við Þórður eftir að vera í áratug næstu nágrannar og samkennarar við skólana á Laug- arvatni. Sem næsti nágranni Þórðar kynntist ég honum enn betur, sem og hinni yndislegu og gáfuðu eigin- konu hans, Guðrúnu Eyþórsdóttur, en hún lést 1983. Heimili þeirra hjóna var einstaklega menningar- legt og í senn aðlaðandi, ljúfur griðastaður í dagsins önn. Undirrit- aður naut í ríkum mæli fágætrar gestrisni hjónanna. Allt umhverfis þau var slíkt, að líkja mátti við að- fangadagskvöld. Á þessum árum treystist enn frekar vinátta okkar, sem áður var til stofnað, og hélst heil og óhagganleg eins og jarðfast bjarg, meðan öll lifðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.