Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir EYSTANKÓRINN frá Runavík flutti nokkur lög. FRÁ opnun Lómatjarnargarðs. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ásamt Sigrúnu Theodórsdóttur, garðyrkjustjóra Egilsstaðabæjar. VÍÐA sáust konur uppáklæddar í íslenskum þjóðbúningi í tilefni forsetaheimsóknarinnar og eins og sjá má á myndinni voru það jafnt háir sem lágir. I II.KV \ \ I \ (; UiVI A I.M I.NN I Skl I.DAIJItr. I AÚTBOI) HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Byggingarsjóður verkamanna, kt. 460169-2329 Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Útboðsfjárhæð: 1.000.000.000 kr. Útgáfudagur 1. janúar 1996 Fyrsti söludagur 1. júlí 1997 Flokkur______Lánstími___Fyrsti gjalddagi_Uppliæð nú* 1. fl. 1996 24 ár 01.01.1999 500.000.000 2. fl. 1996 42 ár 01.01.1999 500.000.000 *Heildarútgáfa flokkanna er óákveðin. Skuldabréfin bera fasta vexti 2,7% Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala 174,2 stig. Frekari upplýsingar um útgefanda má nálgast hjá söluaðilum. Ávöxtun: 1. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að frádregnum 0,02%. 2. fl. 1996. Ávöxtunarkrafa verður á hverjum tíma miðuð við meðaltal kaupávöxtunarkröfu í nýjasta 25 ára húsbréfaflokk inn í hús hjá öðrum verðbréfafyrirtækjum en Kaupþingi hf. og Kaupþingi Norðurlands hf., að frádregnum 0,30%. KAUPÞING HF Alhliða verðbréfaþjónwita NORÐURLANDS HF Lómatjörn - nýr skrúðgarður opnaður á Egilsstöðum Egilsstaðir - Laugardagur þeirra forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur á Egilstöðum hófst með heim- sókn á elliheimili og sjúkrahús að loknum morgunverði. Þá var Félagsmiðstöð aldraðra að Mið- vangi heimsótt, en þar stendur yfir handverkssýning frá tóm- stundastarfi aldraðra. Því næst opnaði forsetinn formlega nýjan skrúðgarð á Egilsstöðum er hlotið hefur nafnið Lómatjarnargarður. Á svæði því sem sá garður er nú, óx hér áður fyrr villtur gróður og þar var Lómatjörn sem mikið var notuð sem skautasvell á vetrum. Fyrir 10 árum var efnt til samkeppni um skipulag þessa svæðis og bar Þóra Guðmunds- dóttir arkitekt á Seyðisfirði sig- ur úr bítum. Fyrir tveimur árum var síðan það skipulag endur- skoðað og vinna eftir því nýja hafin af krafti með það fyrir augum að opna garðinn form- lega á 50 ára afmæli bæjarins. Hefur svæðið umhverfis tjörn- ina verið lagfært og villtur gróð- urinn fengið að njóta sín sem mest. Veg og vanda af allri þeirri framkvæmd hefur garð- yrkjustjóri Egilsstaðabæjar Sig- rún Theodórsdóttir haft. Þar næst var haldið til félags- miðstöðvar unga fólksins Nýj- ungar, en þar var skoðuð sýn- ing nokkurra unglinga í Egils- staðabæ sem hafa notað frí- stundir sínar vel í vetur við gerð ýmissa muna úr ýmsum efnum. Hefur Lára Vilbergs- dóttir verið leiðbeinandi ungl- inganna við þessi verkefni. Því næst var Golfvöllur Fljótsdals- héraðs í Fellahreppi heimsótt- ur, en þar hófst kl. 10 um morg- uninn golfmót í boði Kaupþings í tilefni 50 ára afmælis Egils- staðabæjar. í hádeginu snæddu forseta- hjónin með for- manni bæjarráðs, Einari Ragnari Haraldssyni og konu hans Guð- laugu Ólafsdóttur. Kl. 14 hófst síðan hátíðarsamkoma á íþróttavellinum. Hófust þau hátíðar- höld með ávörpum Helga Halldórsson- ar bæjarstjóra, Þuríðar Bachmann forseta bæjar- stjórnar og forseta íslands Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Einnig undirrituðu þeir Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra og Helgi Halldórsson afsal vegna kaupa Egilsstaða- bæjar á landi rikisins sem bær- inn stendur á. Flutt voru margvísleg skemmtiatriði sem stóðu til dag- skrárloka um kl. 16. Hátíðar- kvöldverður með bæjarstjórn, afmælisnefnd, þingmönnum og ráðherrum hófst síðan í Vala- skjálf kl. 18.30 og að lionum loknum voru forsetahjónin gest- ir á Jasshátíð Egilsstaða, en þetta laugardagskvöld var jafn- framt síðasta jasskvöld þeirrar hátíðar að þessu sinni. Forseta- hjónin flugu síðan aftur til síns heima á sunnudagsmorgun kl. 10. Lauk þar með þessari fyrstu heimsókn forsetahjónanna til Egilsstaða. W. KEITH Reed söngkennari á Egilsstöð- um flutti lagið „I got plenty of nothin“ úr Porgy og Bess, ásamt syni sínum Jó- hanni Keith Schram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.