Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 26

Morgunblaðið - 01.07.1997, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter UNGUR Albani situr á öxlum fööur síns þar sem stuðningsmenn Sósíalistaflokksins fögnuðu i Tirana í gær. Eftirlitsfulltrúar sáttir við fram- kvæmd kosninganna í Albaníu Berisha játar ósigiir Tirana. Reuter. FORSETI Albaníu, Sali Berisha, við- urkenndi síðdegis í gær að flokkur hans, Demókrataflokkurinn, hefði beðið ósigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Bashkim Fino, sitjandi forsætisráð- herra SóSíalistaflokksins, lýsti því yfir í gær að flokkur sinn hefði unn- ið sigur í kosningunum, og að þær hefðu farið vel fram. Úrslit í kosningunum hafa ekki verið formlega tilkynnt. Berisha sagði í gær að svo virtist sem al- banskir kjósendur hefðu ákveðið að Demókrataflokkurinn yrði í stjórn- arandstöðu. Flokkurinn var við völd frá 1992 þar til í mars sl. er Fino tók við. Þá hafði verið mynduð 10 flokka stjórn til þess að hefta rísandi óöld í landinu. Enn hefur ekki tekist að koma á lögum og reglu í suður- hlutanum. Berisha kvaðst myndu standa við öll loforð sem hann hafði gefið í kosningabaráttunni, en ekki var ljóst í gær hvort hann ætlaði að láta af embætti. Hann hefur gefið í skyn nokkrum sinnum að hann myndi hætta ef vinstrimenn bæru sigur úr býtum í kosningunum. Leiðtogi sósíalista, Fatos Nano, sem látinn var laus úr fangelsi í mars sl, sagði á sunnudagskvöld að flokkur hans hefði unnið 60 sæti af þeim 115 sem kosið var um. Sagði Nano, að ásamt samstarfsflokkum á vinstri vængnum hefðu sósíalistar náð tveim af hverjum þrem sætum á þingi, og myndi það duga til þess að úthýsa Berisha forseta með at- kvæðagreiðslu. Kosningar fóru fram í landinu í fyrra, en ollu deilum og voru gagn- rýndar af fulltrúum Óryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem höfðu eftirlit með þeim. Fulltrú- ar ÖSE, Evrópuráðsins og Banda- ríkjanna fylgdust með kosningunum á sunnudag og voru að flestu leyti sáttir við framkvæmd þeirra. Lögreglan vinnur gegn umbótum Plavsic Belgrad. Reuter. FORSETI Bosníu-Serba, Biljana Plavsic var í haldi í fyrrinótt hjá andstæðingum stjórnarinnar, sem reyndu að hindra aðgerðir hennar gegn spillingu meðal háttsettra emb- ættismanna, að sögn heimildamanna úr röðum Bosníu-Serba í gær. Að sögn heimildarmanna var Plavsic haldið af lögreglu nærri Bij- eljina í norðausturhluta Serbneska lýðveldisins í Bosníu. Var henni sleppt í gærmorgun og leyft að fara til skrifstofu sinnar í Banja Luka, undir verndarhendi friðargæsluliða Atlantshafsbandalagsins. Heimildarmenn Reuters segja að harðlínumenn, sem séu andvígir Plavsic, hafi virst vera að reyna að bola henni frá eftir að henni mis- tókst um helgina að koma innanrík- isráðherranum, Dragan Kijac, úr embætti. Kijac er hliðhollur fyrrum forseta og dæmdum stríðsglæpa- manni, Radovan Karadzic, sem enn hefur umtalsverð völd í stjórn Bos- níu-Serba, þrátt fyrir að hafa verið neyddur til að láta af embætti í fyrra. Kijae er einnig fylgismaður Momci- los Krajiznik, fulltrúa í forsætis- nefnd Bosníu. Plavsic mun hafa viljað víkja Kijac frá vegna þess að hann neitaði að gangast fyrir rannsókn á rekstri tveggja stórra fyrirtækja í eigu Bos- níu-Serba, sem Karadzic og Krajizn- ik stýra. Plavsic var kjörin forseti bosníu-serbneska hlutans í Bosníu í september í fyrra, en stjórnmálaský- rendur segja að raunveruleg, pólitísk völd og forráð í lögreglunni í þessum landshluta séu enn í höndum Karadzics og Krajiznik, sem voru meðal forsprakka í her Bosníu-Serba á meðan stríðið í Bosníu stóð. LISTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur KARLAKORINN Hreimur ásamt stjórnanda, Róbert Faulkner, og undirleikara, Juliet Faulknar. Kraftmikill Hreimur í Stykkishólmi Stykkishólmur. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Hreimur úr Þingeyjarsýslu hélt nýlega tónleika í Stykkishólmskirkju. Þarna var kominn yfir 40 manna karlakór langa leið og með þessari ferð lauk starfsári kórsins. Dagskrá tónleikanna var fjöl- breytt og söngurinn mjög góður. Kórinn er kraftmikill og vel agað- ur. Er gaman til þess að vita að enn eru til öflugir karlakórar á landsbyggðinni. Stjórnandi kórs- ins er Róbert Faulkner. Hann hefur stjórnað kórnum í 10 ár. Undirleikari á tónleikunum var Juliet Faulknar; Með kórnum sungu einsöng Asmundur Krist- jánsson, Baldur Baldvinsson, Ein- ar Hermannsson og Sigurður Þórarinsson. Málverk/Flóki/ Handíð MYNPLIST H o r n i ð MÁLVERK TOLLI Opið alla daga frá 14-18. Til 8. júlí . Aðgangur ókeypis. NÝ SPOR nefnir Þorlákur Krist- inssson með listamannsnafnið Tolli sýningu sína í listhúsinu Horninu við Hafnarstræti. Tolli er afar iðinn við kolann á sýningarvettvangi enda ekki einhamur í pataldri sínum við grunnmál myndflatarins. Sem fyrri daginn er vettvangurinn afsprengi nýja málverksins á níunda áratugn- um með óheftum kraftbirtingi út- hverfs innsæis. Að undanfömu hafa hér og þar verið að sjást myndir léttra og artis- tískra vinnubragða, sem að mati rýn- isins er það jarðbundnasta og upp- runalegasta sem komið hefur frá hendi Tolla um langt skeið. Eru þetta ýmiss konar landslagsstemmur í sér- tækri útfærslu, en einnig sást skyldum vinnubrögðum bregða við í blóma- myndum þeim sem hann sýndi á Akur- eyri fyrr á árinu, og rýnirinn sá að hluta er verið var að taka þær niður. En það kveður við giska annan tón í þeim stóru litsterku flekum sem Tolli sýnir núna og útfærslan er mun einhæfari og jafnframt lausari í byggingu, þó sjálf pensiiförin og vinnubrögðin séu af sama toga, hröð og vafningalaus. Hér sleppir hann af sér beislinu í nokkrum rauðum myndheildum, sem fyrir sumt leiða hugann að norska málaranum Frans Widerberg, sem er einn af meginás- um norskrar myndlistar í dag (f. 1934). Munurinn á þeim er þó sá að Widerberg virkjar á öllu áhrifaríkari hátt innri lífæðar myndflatarins og hefur mun meiri menntunarlegan Stöðlakot TEXTÍLVERK PHILLIPPE RICHART Opið alla daga frá 14-18. Til 7. júlí. Aðgangur ókeypis. Phillippe Richart, sem er nafnið á bæjarlistamanni Akraness í ár, er veflistamaður, að öllum líkindum sá virkasti á íslandi um þessar mundir, ef tekið er mið af kynferðinu. Raunar vinnur hann í blandaðri tækni og notar jafnvel gaddavír, gijót og stein- gerðar leyfar í myndir sínar, en það eru ný efni á tæknisviði textíla eins og margur veit, en allir sætta sig ekki við sem betur fer. Richart vann við almennan vefnað á ísafirði 1980-84 og hefur þar að auki sótt námskeið í öðrum greinum, en lengst- um helst unnið við spjald- og mynd- bakgrunn, er til að mynda ólíkt þjálf- aðri teiknari. Tolli er hrár og um- búðalaus sem er í senn styrkur hans og veikleiki, - styrkurinn felst í viss- um ferskleika sem slíkir hafa en veikleikinn í takmarkaðri yfirsýn og einhæfum ávanakenndum vinnu- brögðum. Þannig er vinnumáti Tolla jafnan hinn sami hvað sem hann tekur sér fyrir hendur í málverkinu, þótt yfirborð myndanna taki ýmsum umskiptum. Þá tekur háglansað yfir- borð rauðu myndanna svo í að jaðrar við glingurlist, sem er ein þýðing á hugtakinu Kitsch. Þá fer Tolli ham- förum í myndum á endavegg, en form myndanna er afar krampakennt vefnað, þar til á síðustu árum að flóki er jafnframt uppistaða í verkum hans. Flóki er svo einmitt uppistaðan í flestum verkunum á sýningunni, og bera samsetningar þeirra þess merki að gerandinn er í ýmsum þreifíngum til margra átta, en einnig að mennt- unarlegi grunnurinn sé nokkuð á reiki. Hugmyndir hefur Richart nógar og tæknisviðið er vítt, en hins vegar er dijúgur svipur af hreinum íðum í útfærslu verkanna. Þó er mikið spunn- ið í hina einföldu gerð mynda eins og „Landvemd" (7), „Steinborgari" (12) og „Það sjá þeir sem ekki sjá“ (14). Þá kveður við allt annan og hreinni tón í verkinu „Á ferð“ (11) og hefði verið fengur að meiru af slíku. Nátt- úrustefín á efri hæð koma helst til réttar síns er listamaðurinn er næstur upprunanum svo sem í Mosastefunum (21-25), en minni lífsmögn eru í hlut- vöktum tilburðum ... og losaralegt í útfærslu allri. það er helst í bláa litnum að rofar til og þá einkum í myndinni „Maður með bláma“ sem ber í sér sannverðugt heildarsamræmi... Listakot SAMSÝNING TÓLF LISTAKONUR Opið virka daga frá 10-18, laugar- daga 10-16. Til 5. júlí. Aðgangur ókeypis. Rétt er að minna á, að í Listakoti, Laugavegi 70, er á boðstólnum fjöl- þætt úrval listmuna og myndverka. Að auki er um þessar mundir sérstök áhersla lögð á sýningu minjagripa með menningu landsins og nánasta um- hverfi sem viðvarandi þema. Sjálfa náttúruna, sem slípar eltir, litar og mótar eins og það heitir í kynningu. Kennir þar fjölþættra grasa og að- ferða, en um er að ræða leirlist, skúlpt- úr, grafík, textíl og myndlist. Eins og gefur að skilja í ljósi fjölda sýnenda er um smáhluti að ræða bæði til nytja og skrauts sem skulu ekki taldir upp né tíundaðir, en það sem veit að iðkun handíða á landi hér á síðustu árum er afar eftirtekt- arverð þróun sem þarfnast stuðnings til að blómstra og auka iðkendum metnað og áræði. Enn sem komið er er að mestu um afar snotra hand- gerða hluti að ræða pn mjór er mik- ils vísir eins og oft er sagt, og þetta telst víða afar mikilvægur og virtur iðnaður erlendis ... Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.