Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 37 RANNSÓKN SJÓSLYSA MIKIL umræða varð þegar skel- fiskveiðibáturinn Æsa fórst 25. júlí 1996 í ágætu veðri skammt undan landi á Arnarfirði og aftur um ári seinna þegar Öðufell, skelfiskveiði- bátur af svipaðri stærð, fórst í góðu veðri við Langanes. Æsa var sam- kvæmt skipaskrá 145 brl. smíðuð í Hollandi 1987 úr stáli, hét áður Villi Magg. Æsa hefur því verið 9 ára gamalt skip þegar það fórst. Öðufell var samkvæmt sömu skipaskrá smíð- að úr stáli í Bandaríkjunum 1972 svo það hefur verið 25 ára. Skipið hét áður Westem Ocean og var 148 bri. að stærð. Um margt er líkt með þessum tveimur skipsköðum hvað varðar aðdraganda að slysunum. Skipin bæði með veiðarfæri og ein- hvem afla um borð og bæði með fullgild haffæriskírteini, veður var gott og ekkert sjáanlegt að þar til þeim hvolfdi skyndilega. Skipstjóri Öðufells, Þorsteinn Þor- bergsson, segir meðal annars um þennan atburð í blaðaviðtali við DV 3. júlí sl. „Ég stend algjörlega á gati yfir þessum atburði. Ég bind miklar vonir við að Æsumálið upplýs- ist og það varpi ljósi á hvað varð til þess að okkar skip fórst.“ Skipstjór- inn segir að næg olía hafí verið í bátnum og ballest (Iqölfesta) átt að vera í fullkomnu lagi. Hann kvaðst hafa verið niðri en fundið að hreyf- ingar skipsins breyttust og það fór að velta lengra í stjómborða. Hann hljóp strax upp og gerði eðlilegar ráðstafanir en allt kom fyrir ekki, skipið sökk mjög skyndilega. Ég sé ekki fyrir mér að það þurfi að vera tengsl milli þessara tveggja sjóslysa nema að farmi og veiðarfærum sé þannig komið fyrir um borð í skel- fiskveiðibátum að það eitt valdi hættu og þá er það mál sem sérstak- lega þarf að athuga. Það vita allir að skip á ferð leggst ekki skyndilega á hliðina og sekkur nema einhver utanaðkomandi öfl komi til, þ.e. stöðugleiki skipsins breytist skyndi- lega. Skipið var á landleið og var búið að sigla í einhvem tíma þegar þetta gerðist. í þessu tilfelli er nær- tækast að setja fram þá tilgátu að leki hafi komist að Öðufellinu og sjór komist inn sem smátt og smátt rýrði stöðugleikann. Skipið var orðið 25 ára. Hvernig hafði viðhaldi skipsins verið háttað? Hafði Siglingamála- stofnun fylgst með því í gegnum árin? Það sem einkennir skrif um Æsu- málið er hörð barátta ættingja þeirra sem fórust, þó sérstaklega ekkju skipstjórans, sem einnig er dóttir stýrimannsins sem fórust með skip- inu, Kolbrúnar Harðardóttur. Um leið og ég votta henni og öðrum ættingjum, sem eiga um sárt að binda, samúð, vil ég lýsa aðdáun minni á henni og stuðningi mínum við málstaðinn. Hún hefur háð harða baráttu við skilningssljótt kerfi um að fullnægjandi rannsókn á orsökum slyssins fari fram. Gagnrýni á rann- sókn málsins hefur einkum beinst að stjórnvöldum. Ekki fékkst fjár- veiting til að kafa niður að skipinu fyrr en nú í sumar, níu mánuðum eftir slysið, og þá með semingi. Þetta staðfestir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður í grein í DV 11. júlí sl. Til þess að þeir sem þetta lesa átti sig betur á því hvað ég er að tala um, ætla ég að rifja upp nokkur atriði úr fréttum og nokkur blaða- viðtöl við menn sem tengdust málinu. Æsa sökk á Arnarfirði 25. júli 1996 eins og áður segir. í frétt í DV 26. júli segir m.a. að samkvæmt öruggum heimildum blaðsins hafi verið nýbúið að gera skipið klárt til heimferðar (búa skipið til heimferð- ar), engin veiðarfæri í sjó, aðstæður góðar, veður milt og sjólítið. Sama dag er viðtal í blaðinu við Sigurjón Hallgrímsson skipaskoðunarmann á ísafirði. Hann segir m.a.: „Skipið var í mjög góðu standi og með bolskoðun fram til 1997. Skipið átti að þola að fyllast af sjó og því er þetta með ólíkindum dularfullt." Enn fremur segir í sömu grein að sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað og að einn skipveija hafi þurft að kafa niður eftir að skipinu hvolfdi til að losa um björgunarbátinn. Æsa var með haffæriskírteini út þennan mán- uð, það var búið að framlengja það og því var þetta nokkurs konar bráðabirgðaskírteini er haft eftir skipaskoðunarmanninum. Bráða- birgðaskírteini, hvað er nú það? Fengi flugvél t.d. bráðabirgðaskír- teini ef eitthvað væri að búnaði henn- ar? Ég efast um það. Af hveiju erum við alltaf að skjóta á frest viðgerðum á skipum og gefa frest á úrbótum? Ef farið (skipið) uppfyllir ekki örygg- iskröfurnar, en öryggiskröfumar eru settar vegna áhafnarinnar, ekki vegna útgerðarmannsins, á að stöðva skipið þar til bætt hefur verið úr því sem ábótavant er. Hertar aðgerðir í öryggismálum kosta peninga og við eigum eftir að sjá og heyra mótmæla- raddir en ég vona að það hindri okkur ekki í að skoða þessi mál og koma þeim í viðunandi horf. Eftir að Æsumálið komst aftur á dagskrá á þessu ári þegar farið var að kafa við skipið er enn frétt í DV þann 9. maí 1997. Þar er vitn- að í Rúnar Garðarsson sem hafði verið lengi skipstjóri á Æsu og þekkti skipið vel. Hann kvaðst alltaf hafa gætt þess að næg brennsluol- ía væri í skipinu til að tryggja stöðugleikann sem hafi verið afar lé- legur. Þetta er á þeim dögum sem breskur björgunarleiðangur er að kafa við skipið. í blaðinu sama dag er frétt með nokkrum myndum sem teknar eru um borð í varðskipinu Óðni af björgunarleiðangrinum. í fréttinni segir að mikil leynd hvili yfir aðgerð- um um borð í Óðni og einungis sé haft samráð við örfáa um fram- kvæmd aðgerða á hinum ýmsu stig- um. Þegar köfun hófst í gær voru allir beðnir að víkja af þilfari og strangar reglur giltu um það hveijir mættu koma þar nærri. Hveiju var verið að leyna? Mér er spum. Það segir ennfremur í fréttinni að alls séu á fimmta tug manna við aðgerð- ina sem gagnrýnd hefur verið af ís- lenskum köfurum sem segjast geta náð skipinu á þurrt fyrir svipaða upphæð og lögð er í yfirstandandi aðgerð. Var þá aldrei meiningin að ná skipinu upp til frekari rannsókna og af hveiju ekki ef svo var? 16. maí sl. er smáfrétt í DV og segir að búið sé að ná skelplógnum af hafsbotni og telja rannsóknarað- ilar að plógurinn geti verið mikilvæg- ur hlekkur í rannsókninni. Hvað nú? Höfðu menn grunsemdir um að stöð- ugleika skipsins væri ábótavant? Hvenær vöknuðu þær grunsemdir? Getur framleiðandi plógsins ekki gefið upp gerð hans og þyngd, var plógurinn á dekki þegar skipið fórst, eða í gálga og var búið að losa afl- ann úr plógnum? Hafði skipið verið stöðugleikaprófað við allar hugsan- legar aðstæður? Hefur Siglingamála- stofnun staðið sig í gegnum árin eða þarf hún að taka til hjá sér? Þessar Mér er kunnugt um það að skip hafa siglt mán- uðum saman með und- anþágu frá þvi að upp- fylla ýtrustu kröfur, segir Hrafnkell Guð- jónsson, sem hvetur al- þingismenn til að skapa viðunandi skilyrði fyrir sjóslysarannsóknir til slysavama. og álíka spumingar vakna þegar við veltum þessu máli fýrir okkur. Ég tel víst að næsta skrefíð verði að endurskoða stöðugleikaútreikninga skipsins, því ekki er hægt að halla- prófa skipið meðan það liggur á hafs- botni. Mér þætti eðlilegt að það yrði fenginn óháður þriðji aðili til að vinna það verk. Ekki Siglingamálastofnun sem á að samþykkja útreikningana. Það er nóg af skipaverkfræðingum sem geta annast svona verk. Markmið með rann- sóknum slysa er fyrst og fremst að finna ástæðu slyssins til þess að geta gert fyrirbyggj- andi ráðstafanir. Dett- ur einhveijum í hug að öryggi í flugi væri eins gott og það er í dag ef flugslysarannsókna- nefndir um allan heim hefðu ekki haft fijálsar hendur um frumkvæði að rannsóknum flug- slysa, óháðar pólitísk- um ákvörðunum og til- lögurétt um úrbætur sem flugmálayfirvöld fylgdu síðan eftir að framkvæmdar væru ef ástæða var til? Það er greinilegur munur á vinnu- brögðum við rannsóknir sjóslysa og flugslysa og ég held að sá munur liggi einfaldlega í því hvernig búið er að þessum nefndum lagalega. Lítum aðeins á þá hlið málsins. í lögum um rannsókn flugslysa frá 3. janúar 1996 segir í 3. gr. Formaður rannsóknarnefndar flugslysa er jafn- framt rannsóknarstjóri hennar. Varaformaður er staðgengill hans. Formaður og varafonnaður skulu hafa sérmenntun, þjálfun og starfs- reynslu á sviði flugslysarannsókna. Aðrir nefndarmenn skulu hafa menntun og starfsreynslu á þeim sviðum sem sérstaklega nýtast við flugslysarannsóknir. Og ennfremur segir í 6. gr. Rann- sóknamefnd flugslysa starfar sjálf- stætt og óháð stjómvöldum og öðram rannsóknaraðilum, ákæravaldi og dómstólum. Hún ákveður sjálf hve- nær efni era til rannsóknar flugslyss. 10. gr. Rannsóknarnefnd flugslysa og starfsmenn hennar skulu hafa óhindraðan aðgang að vettvangi flugslyss, eins þótt um staði í einka- eign sé að ræða. Nefndin og starfsmenn hennar hafa sjálfstæðan rétt til að kveðja sér til aðstoðar lögreglu, svo og ann- að björgunar- og hjálparlið. Er lög- reglu skylt að veita nefndinni þessa rannsóknaraðstoð. Nefndin og starfsmenn hennar hafa rétt til skýrslutöku og gagna- söfnunar á vettvangi eftir eigin mati, sbr. 11. gr. 11. gr. Rannsóknarnefnd flugslysa og starfsmönnum hennar er heimilt að krefjast framlagningar á bókum, öðram skjölum og upptökum er varða loftfarið og áhöfn þess, taka skýrslur af eiganda, notanda eða umráðanda loftfarsins, áhöfn þess og hveijum öðram sem ætla má að kunni að geta veitt vitneskju er stuðli að því að leiða í Ijós orsök slyssins. Nefndin getur leitað aðstoðar rannsóknastofnana, innlendra eða erlendra, eftir því sem nauðsynlegt er við rannsókn flugslyss. Innlendum aðilum er skylt að veita nefndinni þessa aðstoð. Rannsóknanefnd flugslysa er heimilt að kalla til starfa með nefnd- inni sérfræðinga á tilteknum sviðum telji hún það nauðsynlegt. í 14. gr. segir m.a. (gr. ekki öll prentuð hér). Skýrslum rannsókna- nefndar flugslysa skal ekki beitt sem sönnunargögnum í opinberum mál- um, sbr. 4. mgr. 1. gr., enda er markmið flugslysarannsókna sam- kvæmt lögum þessum að greina or- sakir flugslysa í því skyni einu að koma í vég fyrir frekari flugslys. Tilgangurinn er ekki að skipta sök eða ábyrgð. Ég skil lögin þannig að nefndin sjálf ákveði hvort ástæða sé til rann- sókna ef slys verður og hvemig stað- ið verði að rannsókninni og ákvörðun nefndarinnar sé hafin yfir pólitíska duttlunga og afskipti. Sjóslysanefnd starfar eftir XIII kafla Siglingalaga. í grein 219 til 229 era ákvæði um sjópróf, hvenær skuli halda sjópróf, hveijir geti farið fram á sjópróf o.s.frv. 230. gr. Samgönguráðherra skal skipa sérstaka fimm manna nefnd kunnáttumanna til fjögurra ára í senn. Nefndin skal kanna orsakir allra sjóslysa er íslensk skip farast. Nefndin rannsakar einnig öll slys þar sem manntjón verða, svo og önnur þau sjóslys sem hún telur ríkar ástæður til rannsókna. Nefndin skal starfa sjálfstætt og óháð. Samgönguráðherra ræður, að fenginni umsögn nefndarinnar, starfsmann með sérþekkingu á þeim málum sem hún fjallar um. Nefndin skal í starfi sínu fylgja meginreglum laga þessara um sjó- próf eftir því sem við verður komið. Um skyldur manna til skýrslugjafar fyrir nefndinni og um öflun sönnun- argagna almennt, svo og um vett- vangskönnun, gilda sömu reglur og í opinberam dómsmálum eftir því sem við getur átt. Nefndin ákveður sjálf hvort fundir hennar era opnir eða lokaðir og hveijar upplýsingar era veittar um framvindu rannsókn- ar. Nefndin getur leitað til Siglinga- málastofnunar ríkisins við rannsókn máls eftir því sem tilefni er til. Emb- ættisdómuram eða lögreglustjórum á hveijum stað er skylt að aðstoða nefndina við skýrslutöku og aðra þætti málsrannsóknar. Einnig getur nefndin kallað til sérfræðinga eða leitað aðstoðar rannsóknastofnana í þágu rannsóknar máls, svo og allra þeirra aðila sem að öryggis- og björg- unarmálum vinna. Er þeim aðilum skylt að aðstoða nefndina við rann- sókn í heild eða einstaka þætti henn- ar. Nú óskar einhver framangreindra aðila eftir að koma á framfæri upp- lýsingum í þágu rannsóknar máls og er nefndinni þá skylt að taka slíkar upplýsingar til athugunar. Um starfshætti nefndarinnar skal nánar kveðið á í reglugerð sem sam- gönguráðherra setur. Þar skal m.a. getið um vinnuskyldu starfsmanna og önnur störf, svo sem fræðslustörf í skólum og á námskeiðum. Kostnaður vegna starfsemi nefnd- arinnar og rannsóknar máls skv. þessari grein skal greiðast úr ríkis- sjóði. Nú er ég ekki lögfróður og get ekki komið með faglegar útskýringar og samanburð á þessum lögum, en ég skil mælt íslenskt mál og leyfi mér að velta þessu fyrir mér á þeim forsendum. Við samanburð á þessum lögum sýnist mér að rannsóknanefnd sjóslysa sé ekki veitt sama frum- kvæði og sjálfstæði í lögunum eins og flugslysarannsóknanefnd, sem hlýtur að hindra rannsókn sjóslysa. Hrafnkell Guðjónsson Það segir að vísu í 230. gr. laganna m.a. Nefndin skal starfa sjálfstætt og óháð. Og síðar í sömu gr. Um starfshætti nefndarinnar skal nán^r kveðið á í reglugerð sem samgöngu- ráðherra setur. Af hveiju höfum við lögin ekki nægilega skýr, eins og lögin um flugslysarannsóknir, þannig að ekki þurfi að blanda ráðherra og reglugerð í málið. Hvaða hlutverk á ráðherra að leika í svona málum? Hann skipar væntan- lega hæfustu sérfræðinga í nefndina, sem era færir um að vinna þetta verk án daglegra afskipta ráðherra en það virtist einmitt reyndin þegar breski köfunarleiðangurinn var hér fyrr í sumar. Það leit út fyrir að búið væri að ákveða fyrirfram hvg miklu fé yrði varið í verkið og aldrei heyrðist orð um það að það ætti að ná skipinu upp, aðeins að mynda það. Einhveijir, ekki endilega ráð- herra eða rannsóknarnefnd sjóslysa, töluðu um að kostnaður við að ná skipinu upp væri of mikill, það borg- aði sig ekki. En málið snýst ekki um hvort aðgerðin borgi sig fjárhagslega eða ekki heldur um það að komast að orsökum slyssins og gera viðeigandi ráðstafanir til að sams konar slys verði ekki. Þama held ég að sé brota- löm sem við þurfum að skoða. Við stöndum frammi fyrir þeirri grandvallarspurningu hvort nægi- lega vel sé staðið að sjóslysaragjk sóknum með það markmið að fækka slysum. Sennilega geta allir verið ' sammála um að við rannsókn flug- , slysa sé ekkert til sparað til að upp- lýsa málin og markmið flugslysa- rannsókna er skýrt afmarkað í lög- um, 14. gr. laganna. Skip hafa farist við þannig aðstæður að enginn hefur getað gert sér grein fyrir ástæð- unni. Samt sem áður megum við einskis láta ófreistað við sjóslysa- rannsóknir. Þessar rannsóknir era forvarnarstarf, en besta slysavömin er einmitt að koma í veg fyrir Skip sem er í rekstri með aila hluti í lagi sekkur ekki bara „sísvona" það er einhver ástæða fyrir því að það gerist, sem við verðum að finna út hver er, ef mögulegt er. Við megum ekkert til spara í slysarannsóknum með það markmið að fækka slysum. Við megum ekki horfa í kostnað við sjóslysarannsóknir. Við metum ekki mannslíf til peninga en við verðum að meta líf sjómanna á sama mæli- kvarða og annarra þegna þessa lands. Um skip gilda þær reglur, líkt og um bíla, að löggiltir skoðunarmenn eiga að skoða skipin og búnað þeirra árlega. En það gerist alltof oft að það eru veittar undanþágur ef eitt- hvað er að. Við þurfum að endiír; skoða þessa framkvæmd. Aðstæður geta verið þannig að sjálfsögðu að réttlætanlegt sé að veita tímabundna undanþágu ef eitthvað smávægilegt er að en við þurfum samt að taka þessi mál til athugunar. Mér er kunn- ugt um að skip hafa siglt mánuðum saman með undanþágu frá því að uppfylla ýtrastu kröfur um öryggi. Af hveiju komast útgerðarmenn upp með það í mörgum tilfellum að slá á frest að uppfylla öryggiskröfur? Skútuöldin er að baki, nýir tímar með auknum kröfum um mannrétt- indi og öryggi sjómanna eru gengnir í garð. Sem betur fer eru menn þó að vakna svolítið til vitundar um þessi mál og inni á Alþingi ísléAvv inga hafa öryggismál sjómanna borið á góma og mér er kunnugt um að þar eru menn sem þekkja sjó- mennsku af eigin raun. Ég brýni þá til að beina orku sinni að þessum málum. Var ekki einn af þessum al- þingismönnum að vekja athygli á þvi nú nýverið að fjöldi skipa við strend- ur landsins hefðu ekki verið halla- prófuð, en það er ein af öryggisráð- stöfunum sem hægt er að gera og ef ég man rétt var ástæðan fyrir því sú að ekki er til nægilegt fé til að framkvæma verkið. Óryggismál manna eru ekkert einkamál útgerð- armanna eða annara einstaklinga. Það er mál allrar þjóðarinnar. Þessir alþingismenn og aðrir verða að taka til hendinni og skapa viðunandi starfsskilyrði fyrir sjóslysarannsókn- ir til slysavama. Sjómennimir okkar eiga það inni hjá þessari þjóð. :-------- Höfundur er kennari í Stýrimannaskólanum í Revkjavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.