Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Engar reglur um mat sem skólar selja börnum og ung-ling-um 4 Snúðar og gosdrykkir til solu í sumum unglingaskólum Það er ekki lengur algílt að unglingar borði hollt nesti að heiman og farí svo út í frímín- útur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að nemendur geta jafnvel keypt sér gosdrykki og vínarbrauð í skólanum. „ENGAR samræmdar reglur eru í gangi milli skóla varðandi mat og drykki sem boðið er upp á,“ segir Arthur Mortens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. „Hver skóli hefur í samráði við foreldra viðkomandi skóla mótað sér sjálfstæðar reglur þar að lútandi. Nánast allir skólar bjóða upp á brauð, ávaxtadrykki, mjólk ogjafn- vel jógúrt. Nokkrir skólar bjóða upp á heita máltíð og í heilsdagsskólum er það víða gert.“ Verðlagning segir Arthur að sé mismunandi eftir skólum. „Matar- bakkar sem keyptir eru utan úr bæ eru dýrir og forráðamenn skólanna hafa verið að velta fyrir sér hvernig hægt er að koma á ódýrari lausnum. í mörgum tilfellum smyr starfsfólk skólanna og næringarfræðingar hafa lagt áherslu á fjölbreytni bæði í vali á áleggi, mjólkurvörum og úrvali ávaxta. Næðisstund og hollur matur „í vetur erum við með tilraun um lengdan skóladag hjá yngri börnun- um sem eru í 1.-4. bekk,“ segir Hild- ur Hafstað, skólastjóri Engjaskóla. „Þau eru þrisvar í viku til klukkan 14.20 og tvisvar í viku til 13.40 í skólanum og það löng viðvera kallar á holla næringu í hádegi. Við höfum ráðið til skólans matartækni sem mun sjá til þess að bömin fái léttan hádegisverð, brauð, ávexti, skyr eða jógúrt og hreinan appelsínusafa. Brauðið verður smurt á staðnum og borið fram á bökkum og skyrið hrært á staðnum. Skólaliðar dreifa matnum í stofumar. Við leggjum uppúr því að útrýma einnota drykkjarílátum og pakkningum. Börnin verða með merktar krúsir svo þau geti líka drukkið vatn eins og þau vilja,“ seg- ir Hildur. Hádegisverður mun kallast næðisstund og fyrstu 15 mínútumar er borðað og næstu fímmtán mínút- umar sér kennari um að gera eitt- hvað rólegt með börnunum, les með þeim til dæmis. Eftir þennan hálf- tíma em tuttugu mínútna frímínútur þar sem skólaliðarnir gæta barna á meðan kennararnir em í mat. „Foreldrar kaupa áskrift að há- degisverðunum fyrir börnin sín og borga fyrirfram. Við vonumst til að máltíðin verði seld á hámark 150 krónur. Þegar eldhúsið okkar verður komið í lag er stefnt að því að hafa heitan mat fyrir einn árgang í einu og þá til skiptis. Þá erum við að tala um gijónagraut, físk í ofni, og svo framvegis. Þetta er semsagt til- raun af okkar hálfu sem við eigum eftir að sjá hvernig þróast." Sætindi bönnuð Hildur segir að skólinn verði með nemendur upp í tíunda bekk en í vetur er elsti árgangurinn 8. bekk- ur. Allir nemendur frá 5. bekk og upp í 8. bekk eiga kost á að kaupa sér í nemendasölu samlokur, lang- lokur og aðra hollustu og til hátíðar- brigða verður hægt að kaupa annað eins og pítsusneiðar á föstudögum. Öll sætindi eru bönnuð. „Unglingarnir eru í sinni setu- stofu í hádeginu og geta keypt sér mat ef þeir koma ekki með nesti. Aðstaða verður fyrir þá til að hita samlokur eða annað nesti að heim- an. Ef foreldarnir gefa þeim peninga til að fara út í sjoppu get ég ekki stoppað það. En vonandi leggjast foreldrarnir á eitt með okkur um að halda sætindum utan skólans," segir Hildur. Snúðar og kók í unglingaskólum - En hvað er almennt selt í „sjoppum" unglingaskólanna? „Sumir skólar á unglingastigi eru með „sjoppu“ þar sem boðið er upp á samlokur, jógúrt, ávaxtadrykki og í nokkrum tilvikum gosdrykki. Umræða hefur verið um sölu gos- drykkja og deildar meiningar í því efni. Ef foreldrar og skóli hafa ver- ið sammála um að bjóða gos hafa þær reglur gilt. í nokkrum unglinga- skólum er einnig boðið upp á snúða og vínarbrauð." - Er eðlilegt að skólar selji krökkum á hraðvaxtarskeiði snúða og kók? „Þetta er álitamál og rök skól- anna þau að skynsamlegra sé að selja þetta innan veggja skólans og halda krökkunum þannig frá sjoppu þar sem þau kaupa jafnvel sælgæti líka. En um þetta eru semsagt deild- ar meiningar og sitt sýnist hveij- um,“ segir Arthur. Hita samlokur í hádegi í Hagaskóla eru hvorki gosdrykk- ir né sætabrauð á boðstólum. „Við erum með samlokur og annað brauð sem við smyijum á staðnum en það hefur verið alveg eins vinsælt að krakkarnir komi með brauð að heiman og hiti hér í samlokugrilli sem við erum með á staðnum,“ seg- ir Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla. „Bannað er að vera með gos- drykki eða sælgæti í stofu en það hefur hinsvegar verið horft í gegnum fingur ef krakkarnir eru með slíkt í sal eða á göngum skólans svo fram- arlega sem gosflöskur og sælgætis- bréf eru ekki skilin eftir á lóðinni." Sumir nemendur aldrei með nesti „Hjá okkur er umræða á hverju ári um það sem selt er í sölubúð nemenda," segir Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla. „Við bjóð- um upp á smurt brauð og langlokur sem við smyijum í skólanum svo og ávaxtadrykki og mjólk. Í hádeginu erum við síðan með pítsur og létta rétti á boðstólum. Það sem ekki snýr að hollustu og við seljum þar einnig eru snúðar. Snúðarnir standa ungl- ingunum til boða en ekki yngri krökkunum. Ástæðan fyrir því að við erum að selja snúða er sú að í nágrenninu er bakarí og krakkarnir sóttu mikið þangað í frímínútum. Við erum einungis að reyna að spoma gegn því að þau séu að fara út fyrir skólalóðina á skólatíma." - Hafa unglingar þroska til að velja um hollt nesti t.d samloku í skólanum eða ferð í sjoppuna? Er ekki eðlilegra að hafa fasta nestis- tíma eins og hjá yngri bekkjunum þar sem ekki er leyfilegt að fara út á meðan borðað er? „Staðreyndin er sú að forráða- menn skóla kysu það. Hinsvegar var það aflagt að hafa fasta nestistíma því það gekk ekki. Viss hluti nem- enda kom ekki með nesti með sér að heiman og þess vegna settum við upp sölu í skólanum til að sjá til þess að þau neyttu matar á skóla- tíma. Stór hluti unglinga í þessum skóla_ kemur alltaf með nesti með sér. Ákveðinn hópur nemenda labb- ar útaf skóialóð og við viljum ekki fara í stríð við þessa nemendur held- ur reynum við að halda áróðri á lofti innan skólans um að nemendur hafi með sér hollt og gott nesti að heiman en kaupa það annars hér innan veggja skólans." BRYNHILDUR Briem, lektor við Kennaraháskólann, segir að nestið þurfi að vera lystugt, hollt og fjöl- breytt. Auðvitað þarf líka að miða það við lengd skóladagsins. „Gróft brauð með fjölbreyttu áleggi, osti, skinku, lifrarkæfu, sard- ínum, kotasælu, ávöxtum og græn- meti er til dæmis hentugt," segir hún. Heimabakaðar bollur eru einnig tilvaldar og þær má smyija frosnar ef þær eru skomar áður en þær fara í frysti. Brauðið bragðast nefni- lega oft betur úr nestisboxinu ef það er smurt á meðan það er frosið. Þá er það eins og nýbakað nokkrum klukkustundum síðar. Ef foreldrar eru á síðasta snúningi og kaupa nestið í bakaríi eru víða til heilhveiti- kringlur, fýllt hom og pizzustykki. „Það er lítil næring í snúðum og vínarbrauðum hins vegar.“ Léttmjólk o g vatn - Hvað með drykki? „Ég tel æskilegt að léttmjólk og vatni sé haldið að bömum og ungl- ingum. Margir skólar eru famir að bjóða börnum að koma með glös og fá vatn með nestinu sínu og það er hollt og til eftirbreytni. Sykraðir ávaxtasafar eins og Svali og HiCi teljast ekki til hollustu frekar en gosdrykkir. Hreinir safar innihalda ekki viðbættan sykur en þeir em súrir eins og gosdrykkir og skemma glerung tanna. Skólastjórnendur gætu tekið upp á því að bjóða hreina ávaxtasafa og kókómjólk á föstu- dögum svona til hátíðarbrigða. Það er skemmtileg tilbreyting að hafa Hollt nesti mikilvægt fyrir börn og unglinga Briem segir að hægt sé að frysta með góðum árangri. Bollurnar eru samt skornar áður en þær eru fryst- ar þannig að hægt sé að smyija þær beint úr frysti. 40 bollur 5 dl vatn 1 dl hveitiklíó einn dag í viku þar sem slíkir drykk- ir em á boðstólum til hátíðarbrigða." Jógúrt með litlum viðbættum sykri Hvað með annan mjólkurmat eins og jógúrt sem víða er boðið upp á í skólum? „Ef böm em með fleiri en einn nestistíma getur brauðið orðið of einhæft nesti með tilliti til fjöl- breytni. Þá getur verið gott að bjóða upp á annað, eins og jógúrt. Skóla- stjómendur þurfa hins vegar að velja þennan mjólkurmat af kostgæfni og bjóða nemendum upp á jógúrt eða annan mjólkurmat sem inniheldur lítið magn af viðbættum sykri. Þeg- ar börn em stutt í skólanum eins og þau yngstu dugar oft að senda þau með einn ávöxt.“ Unglingar þurfa hollt nesti Nesti bama og unglinga er mikil- vægt því oft er um að ræða hádegis- verð og jafnvel annan nestistíma líka. Stundum era böm og unglingar að borða helming þess sem þau borða yfír daginn í skólanum. Ungl- ingum veitir ekki síst af hollri nær- ingu bendir Brynhildur á enda á hröðu vaxtarskeiði. „Gosdrykki og sætabrauð ættu foreldrar því að varast að láta unglingana sína koma með eða kaupa sér í skólanum. „Þegar börn em í yngri bekkjum gmnnskólans er sérstakur nestistími þar sem börnin borða og kennarinn les fyrir þau á meðan. Þeg- ar í unglingaskóla kemur virðist los færast á þessa hluti, sums staðar en enginn fastur nestistími og mjög misjafnt hvað ungling- hvort börnin koma með nesti eða fá mat í skólanum." - Er eitthvað sem forráðamenn barna ættu að forðast að setja í nestisbox barna sinna? „Kökur og kex og það þarf varla að taka það fram að gos og sæl- gæti er óæskilegt nesti.“ Sesambollur Hér kemur svo ein uppskrift að hollum bollum sem Brynhildur um er hodið upp a í um. í raun þyrfti að koma á föstum nestistíma þar sem ekki gefst tæki- færi til að skreppa út í staðinn og koma við í sjoppunni eða bakarí- inu.“ - Hvernig er algengt nesti í ná- grannalöndum okkar? „í Svíþjóð er börnum boðinn heit- ur matur í hádegi, Norðmenn eru með matarpakka sem þeir útbúa heima og þar hefur verið gert átak í að hafa nestið hollt og gott. í Danmörku er það mismunandi 2 msk olía 1 tsk salt 1 dl sesamfræ, ristuð 8-10 dl hveiti 5 tsk þurrger (1 bréf) Setjið vatn í skál ásamt hveitiklíði, olíu, salti og sesamfræjum sem búið er að rista aðeins á þurri pönnu. Blandið vel saman. Setjið síðan hluta af hveitinu og þurrgerið út í og hrærið vel. Bætið við hveiti þangað til deigið er orðið hæfilega þykkt. Látið deigið hefast í skálinni á hlýjum stað í eina klukkustund. Hnoðið deigið vel á hveitistráðu borði, bætið við hveiti ef þarf. Skipt- ið deiginu í fjóra parta og mótið úr þeim lengju sem síðan er skipt í 10 bita. Mótið bollur úr bitunum og raðið á bökunarplötu. Látið hef- ast að nýju á hlýjum stað í 15-20 mínútur. Bakið í miðjum ofni við 225°C í um 1'5 mínútur. Gott er að úða vatni á bollurnar þegar þær eru komnar í ofninn. Næringargildi: í einni bollu eru 70 hitaeiningar, fíta 1,8 g þar af 0,2 g mettuð fíta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.