Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 3ST Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Samstarfsfólk A-deildar, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Með söknuði og hlýhug minn- umst við vinkonu okkar, Jöru. Jara eins og hún var kölluð hét Jarþrúð- ur eftir móður sinni sem lést þegar Jara fæddist. Jara ólst upp við mik- ið ástríki hjá föður sínum, Júlíusi, og systrum hans, Ágústu, sem hún kallaði alltaf mömmu, og Ósk, sem nú í hárri elli syrgir frænku sína, en milli hennar og Jöru var sér- stakt samband umhyggju og virð- ingar. Mestan hluta starfsævi sinnar var Jara á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja. Hún er öllum eftirminnileg sem henni kynntust hvort sem var á stuttri vegferð eða um langan veg. Hún geislaði af lífskrafti og gleði. Sá léttleika tilverunnar og kunni þá frásagnarlist sem hvergi er kennd og fáum er gefín. Iðulega var Jara hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. En lífíð var ekki bara léttleiki hjá vinkonu okkar, Jöru. Hún axl- aði sína ábyrgð og gerði það með sóma. Full ábyrgðar og umhyggju annaðist hún fólkið sitt á Hlíðar- enda - og um velferð þessa trausta og góða fólks, sem hún ólst upp hjá, snerist Iíf hennar og tilvera. Jara hefði orðið fimmtug í haust og hlakkaði til ferðar sem hún var að undirbúa af því tilefni. En óvænt og allt of fljótt var hún kölluð til þeirrar ferðar sem okkar allra bíð- ur. Við kveðjum Jöru með þakklæti fyrir trausta vináttu og ógleyman- lega samfylgd sem hefur gert líf okkar auðugra. Ég veit, að þig dreymir í vöggunni þinni, að nóttin sé harpa og Heimir hræri auðmjúka strengi. Dreymi þig dreymi þig lengi. (Kristinn Reyr) Anna Óskarsdóttir, Katrín Þórlindsdóttir. Elsku Jara, með fátæklegum orð- um okkar kveðjum við þig að sinni. Þú varst í lífí okkar eins og veðrátt- an í Eyjum. Hress og þróttmikil sem austanáttin, hlý eins og sumarnótt- in og geislandi sem sólardagur. Þú fórst á sama hátt. Eftir stórviðri kom lognið og tómið. Við horfum hvert á annað og spyrjum hvers vegna. Lífið heldur áfram og árstíð- ir koma og fara. Nú er dimm vetrar- nótt í hugum okkar, en einhvem tímann vorar á ný og minningin um þig verður hlý og fögur sem bjartur sumardagur í Eyjum. Við þökkum þér fyrir allar gleðilegu móttökumar í Eyjum. Við biðjum Almættið að varðveita sálu þína sem nú_ hefur vitjað feðra sinna. Ásbjörg og fjölskyldan í Fagrahjalla. Elsku frænka mín, nú ertu farin frá mér, sem hendi væri veifað. Þú varst alltaf svo glaðlynd og skemmtileg. Hvenær ætlar þú að koma til Eyja? Viltu ekki ganga í skóla hér? spurðir þú oft. Við rædd- um um lífíð og tilveruna, um kisuna sem þú áttir að fá frá okkur í vik- unni, sem þú fórst að heiman í síð- asta sinn. Ég beið í ofvæni eftir heimsókn þinni, en í staðinn kom þessi ógnarfrétt sem ég mun aldrei gleyma. Þú fórst á afmælisdaginn hennar Gústu, sem var þér svo kær. Það verður erfítt að koma til Eyja næst, engin Jara til þess að taka á móti mér. Ég bið góðan Guð að varðveita þig. Ásta. ÞORSTEINN EYFJÖRÐ JÓNSSON + Þorsteinn Ey- fjörð Jónsson fæddist á Litla- Svæði á Grenivík 4. október 1916 en ólst upp á Finna- stöðum á Látra- strönd. Hann lést 23. ágúst síðastlið- inn á Ólafsfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson frá Finnastöðum á Látraströnd, f. 20.7. 1892, d. 30.7. 1962, og Elísa Stef- ánsdóttir frá Miðgörðum á Grenivík, f. 12.12.1893, d. 12.9. 1944. Systkini hans voru: Bára Eyfjörð, húsmóðir á Grenivík, f. 20.7. 1915, gift Ingólfi Jó- hannssyni sem er látinn, Elín Eyfjörð, húsmóðir á Grenivík, f. 9.8. 1918, d. 4.10. 1987, gjft Stefáni Árnasyni sem er látinn, Stefán Eyfjörð, bifreiðavið- gerðamaður í Reykjavík, f. 16.1. 1921, kvæntur Þóreyju Gísladóttur, Þórgunnur Ey- fjörð, húsmóðir á Grenivík, f. 16.12. 1922, Pétur Eyfjörð, verslunarmaður í Reykjavík, f. 23.4.1925, d. 25.3.1990, kvænt- ur Sigríði Soffíu Ásgeirsdóttur sem er látin, Hildigunnur Ey- fjörð, húsmóðir á Grepivík, f. 11.5. 1929, gift Karli Ásmundi Hólm, Friðrik Eyfjörð, sjómað- ur á Finnastöðum á Látra- strönd, f. 8.8. 1931, kvæntur Önnu Lísbetu Axelsdóttur, og Jakob Eyfjörð, bifreiðarsljóri í Grindavik, f. 25.7. 1934, kvænt- ur Guðrúnu Gam- alíelsdóttur. Á jóladag 1940 kvæntist Þorsteinn Sveinlaugu Frið- riksdóttur frá Vall- holti á Grenivík, f. 25.3. 1920. Foreldr- ar hennar voru Friðrik Kristinsson og Anna Margrét Vigfúsdóttir. Þor- steinn og Sveinlaug áttu þessi börn: Jón, f. 14.9.1943, kvænt- ur Sigríði Arnþórs- dóttur og eiga þau fjögur börn og sex barnabörn, Friðrik Kristján.f. 29.12. 1947, kvæntur Kristjönu Björgu Hall- grímsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn, Þor- stein f. 21.7. 1955, hann á fjög- ur börn, og Víði, f. 30.6. 1961, kvæntur Sigríði Sóleyju Frið- jónsdóttur og þau eiga eitt bam. Þorsteinn og Sveinlaug bjuggu alla sína hjúskapartíð í Vallholti á Grenivík. Þorsteinn byrjaði snemma að vinna og var aðeins 10 ára þegar hann fór fyrst til sjós og þá sem létta- drengur. Ari síðar var hann orðinn fullgildur sjómaður og stundaði sjómennsku alla sína starfsævi og var kominn fram- yfir sjötugt þegar hann hætti á sjónum. Eftir það vann hann við útgerð sona sinna til dauða- dags. Utför Þorsteins verður gerð frá Grenivíkurkirkju laugar- daginn 30. ágúst og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar bróðir minn hringdi og til- kynnti lát pabba okkar, trúði ég ekki mínum eigin eyrum. Fyrir hug- skotssjónum birtust ótal fallegar minningar um þennan góða, trausta og hlýja föður. Pabbi byraði sem ungur drengur að stunda sjóinn á árabátum frá Finnastöðum með föður sínum, móður og frændum og var það upphafíð að farsælum sjómannsferli hans. Hann kynntist mömmu síðan upp úr tvítugu þar sem hann var háseti á bát hjá móð- urbróður sínum sem gerði út frá Miðgörðum á Grenivík, en mamma var þar línustúlka. Löngu síðar eignaðist hann sinn eigin bát, Víði, sem ég er skírður eftir, og var sá bátur mikið happa- fley, sem pabba þótti vænt um. Ég og allir bræður mínir vorum ekki háir í loftinu þegar við fórum að fara með pabba á sjóinn. Sá tími mun ylja mér um hjartarætur það sem eftir er minnar ævi. Betri læri- föður var ekki hægt að hugsa sér heldur en hann pabba og mér fínnst það hafa verið foiréttindi að hafa alist upp hjá honum og mömmu. Hjónaband þeirra hefur ætíð ein- kennst af gagnkvæmri virðingu og ást sem endurspeglaðist í heimilinu að Vallholti. Oft var hlegið að hnitmiðuðum og skondnum tilsvör- um frá pabba sem var gott krydd í tilveruna. Eftir að pabbi hætti sjómennsk- unni naut hann þess að gera að netum fyrir syni sína, fara í göngu- ferðir, njóta náttúrunnar og stjana við mömmu. Ógleymanleg er ferð með pabba og mömmu í Hljóðakletta í júlí sl., þar sem pabbi naut sín vel í fal- legri náttúru og er notalegt til þess að hugsa hversu þakklátur hann var. Við hjónin höfum komið í Vall- holt á hveiju ári síðan ég flutti til Reykjavíkur 1980 og átt þar yndis- legar stundir með pabba og mömmu. Elsku pabbi minn, við vitum að allar dyr að hinu góða eru þér opn- ar þar sem þú ert núna og þér tek- ið með opnum örmum eins og þú tókst öllum sem leituðu til þín. Þakklæti og væntumþykja er mér efst í huga þegar komið er að kveðjustund og ráðleggingar þínar munu ætíð hafðar í heiðri. Elsku mamma mín, megi guð styrkja þig í sorgum þínum og minningar um góðan mann lifa. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Faðir í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Víðir og Sigríður Sóley. Að morgni laugardagsins 23. ágúst fór ég með vinafólki mínu í göngutúr um Grenivík og á göngunni mættum við afa og Venna á sinni daglegu göngu. Við buðum hvert öðru góðan daginn og afi leit glettnislega á 7 ára drenginn sem var með okkur um leið og hann gekk hjá. Ég hefði aldeilis sagt fleira ef ég hefði vitað að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hann, því seinna um daginn hringdi pabbi í mig og sagði mér að afí hefði orðið bráðkvaddur. Afí fæddist 4. október 1916 og var annað barnið í 9 systkina hópi. Hann byijaði snemma að vinna og fór aðeins 10 ára fyrst á sjóinn. Þetta fyrsta sumar á sjónum var hann aðallega í að blóðga og slægja fískinn en næsta ár fór hann sem fullgildur háseti á fjóræringi. Hann sagðist oft hafa verið þreyttur við róðurinn en stundum voru þeir heppnir og fengu að hanga aftan í einhveijum vélbátnum eða gátu notast við segl ef vindur var nógur. Allir í áhöfninni höfðu sitt bjóð sem þeir beittu sjáifír í landi en stundum beitti langamma fyrir afa svo hann gæti sofíð. Leiðir ömmu og afa lágu snemma saman, enda voru þau sveitungar. Einhveiju sinni þegar amma var 14 ára var hún send með hest út á Látraströnd. Þegar hún kom að Finnastöðum átti hún í einhveiju basli með hestinn en kom þá ekki þessi 18 ára töffari, ásamt móður sinni, frá bænum og hjálpaði henni. Það voru víst engir straumar í gangi þá, en: „Það var árið ’39, þegar við unnum bæði við útgerðina á Mið- görðum, sem neistaði fyrst á milli okkar,“ sagði afí mér í fyrrasumar. Afi og amma gengu í farsælt hjóna- band á jóladag 1940 og eignuðust þau fjóra syni sem allir eiga böm og eru afkomendur þeirra nú 24 að tölu. Ég hef alltaf dáðst að hjóna- bandi þeirra, því ég tók strax eftir því sem lítil stúlka að afí kyssti ömmu alltaf fyrir matinn og líka þegar hann fór út. Það héldu eflaust mörg hjónaböndin betur ef fólk temdi sér slíkan hlýleika og virðingu strax í upphafí. Afí var alltaf með hugann við sjóinn, enda eyddi hann allri sinni starfsævi þar. Eins og fram hefur komið var hann fyrst á línuveiðum en var seinna mikið á síld. Árið 1950 eignaðist hann sinn fyrsta og eina bát, Víði ÞH 210, og gerði út á honum í u.þ.b. 40 ár. Stundum komst hann í hann krappan en aldr- ei eins og í mannskaðaveðrinu ’63. Hann sagði mér frá því síðast tveimur dögum áður en hann dó, þegar blindbylur skall á eins og hendi væri veifað og hann þurfti að standa við stýrið úti á dekki þangað til strandferðaskipið Esjan kom og fylgdi honum til Hríseyjar. Sagan af þessari svaðilför var þó aldrei fullkomnuð fyrr en amma var líka búin að segja frá angistinni heimafyrir, þegar hún heyrði þá kalla í bátabylgjuna og segjast vera villtir og svo frá feginleikanum þeg- ar fréttist að þeir væru hólpnir í Hrísey, að ógleymdum draumnum sem hana hafði dreymt nóttina áð- ur. Afi minn var ekki bara góður maður, hann var líka spaugsamur og skemmtilegur. Oft ataðist hann í ömmu eða okkur krökkunum. Ég man þegar ég kom í Vallholt sem lítil stelpa og hann sagði: „Hvað segir Bima brúsaskeggur í dag?“ Og þegar Bjarni bróðir minn var fjögurra ára, var hann eitt sinn í nýrri, heldur fyrirferðarmikilli úlpu og sagði afí að hann væri eins og lundi í henni. Eftir þetta kallaði Bjami hann afa lunda um tíma. Já, það var svo sannarlega gott að koma í Vallholt og sitja yfír eggja- kökum og kleinum og heyra óþijót- andi sögur frá gömlum dögum. Ævi afa var þó enginn dans á rós- um, því áföll og erfíðleikar knúðu oft dyra hjá honum. Móðir hans lést aðeins 51 árs, frá hópi af hálf- stálpuðum bömum, hann varð magaveikur mjög snemma og síðar hjartveikur en einnig þurfti hann að glíma við erfíða tíma með sonum sínum og hefur þá reynst betri en enginn. Afí fór til Englands í hjarta- aðgerð í byijun árs 1991 og hlaut góðan bata. Eftir hana var hann mjög samviskusamur að fara út að ganga á hveijum degi og var ótrú- lega léttur á sér miðað við aldur. Það er tvímælalaust þessari sam- viskusemi hans að þakka að við fengum að hafa hann svona lengi, svona eldsprækan og íþróttamanns- legan, enda vom íþróttir hans helsta áhugamál. Það var því engin tilvilj- un að afi var staddur á knattspymu- velli á Ólafsfírði, þegar hann yfír- gaf þennan heim, en þar ætlaði hann að horfa á sonarson sinn og alnafna spila með KR gegn heima- mönnum. Elsku amma, það verður áfram gaman að koma í heimsóknir í Vallholt, þótt húsbóndans verði sárt saknað. Eg veit að guð styrkir þig í sorg þinni. Birna. Hann afí, nafni minn í Vallholti, dó laugardaginn 23. ágúst síðastlið- inn. Að morgni þess dags byijaði hann einu sinni sem oftar á því að fara í morgungönguna sína. Þann dag stóð einnig til hjá honum að horfa á mig spila knattspyrnu á Ólafsfirði sem hann gerði oft þegar ég spilaði norðan heiða. I þetta sinn komst hann ekki alla leið, þau tíð- indi bárust mér skömmu fyrir leik að afi hefði hnigið niður á leið sinni á völlinn, að leik loknum frétti ég um lát hans. Elsku afí, vonandi sástu mig spila, ég gerði mitt besta í leiknum hugsandi um þig. Þá festu, rósemi og óbilandi starfsorku sem ein- kenndi þig hef ég reynt að taka mér til fyrirmyndar. Margar stund- ir okkar saman tengdust útgerð- inni, saman greiddum við úr neife og línuflækjum og verklagið læroi ég af þér. Það var því einkennandi að við síðustu kveðjustund okkar fann ég þig snemma morguns að greiða úr grásleppunetum á íjöru- bakkanum við Vallholt og þú spurð- ir mig frétta að sunnan. Afí minn, þegar þreytan sagði til sín á erilsömum dögum lagðist þú á sófann þinn í eldhúsinu í Vall- holti og safnaðir orku. Þar fann ég þig líka oft og ömmu skammt und- an skoppandi í kringum þig með kræsingar og sitt ævinlega létta fas. Þegar stundir gefast fyrir anlP ríki hér fyrir sunnan kem ég norð- ur, rölti yfír í Vallholt og safna orku á sófanum þínum þar sem við amma munum spjalla saman og eiga góðar stundir. Elsku amma, þú átt stóra fjölskyldu sem styður þig og dáir, þitt einstaka lundarfar er styrkur okkar allra. Þorsteinn Eyfjörð Jónsson. Þorsteinn E. Jónsson í Vallholti hefur kvatt. Hann var að ganga inn á völlinn sl. laugardag þar sem son- arsonur og alnafni, leikmaður með KR, var að keppa í fótbolta. Það er ekki nokkur vafí á því að þ9f- hefur farið stoltur afí sem var full- ur tilhlökkunar. Áhugi á fótbolta hefur alltaf verið mikill á Grenivík, ekki síst í ætt Þorsteins. Hann naut þess að fylgjast með sonum sínum og síðar sonarsonum leika og var því tíður gestur á vellinum. Átti það bæði við um Grenivík og nágranna- byggðir. En Þorsteinn sá ekki þenn- an leik. Hann hné niður, missti meðvitund og lést stuttu síðar. Hugur minn dvelur hjá ekkjunni Sveinlaugu, sonunum fjórum 'SjÞ fjölskyldum þeirra. Við hjónin vott- um þeim dýpstu samúð. Þar sem við erum stödd erlendis getum við því miður ekki fylgt Þorsteini síð- asta spölinn eins og við hefðum svo gjarnan viljað gera. Ýmsar myndir koma upp í hug- ann. Ég minnist Þorsteins frá því að ég var barn. Ekki síst fyrir það hve svipmót þessa manns var fal- legt. Hann var nokkuð stórskorinn en þó svo fríður. Stríðnisglampi í augum þegar svo bar við og viðmót- ið hlýlegt. Einhveiju sinni var ég í girðingarvinnu með föður mínum uppi við þjóðveginn þegar Þorsteinn . vindur sér snaggaralega út úr bíl,. snýr sér að pabba og segir: „En’ftj orðinn gráskeggjaður, félagi?" Síð- an hlógu báðir innilega enda var þeim vel til vina. Þorsteinn ólst upp í stórum systk- inahópi á Finnastöðum á Látra- strönd. Hjónin á Finnastöðum, þau Jón og Elísa, komu upp myndarleg- um hópi bama og var Þorsteinn næstelstur. Hin átta náðu öll full- orðinsárum en tvö þeirra eru nú látin. Finnastaðir em nú eini bærinn á Látraströnd sem enn er í byggð. Bróðir Þorsteins heitins, Friðrik, býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Áður var nokkuð þétt byggð norður frá Grenivík, allt að Svínárnesi sem fór í eyði um 1960. Utar á Látraströnd fóru bæir í eyði fyrr á öldinni er Látur þekktastur þeirra. Finnastaðaheimilið var annálað fyrir natni, fyrirhyggju, snyrti- mennsku og nægjusemi. Það var eftir því tekið í sveitinni að þegar rafmagnið kom á 6. áratugnum þá afþakkaði Jón á Finnastöðum raf- magn. Einhveiju sinni kom faðir minn heim úr yfirferð um sveitina við að rukka útsvarið. Hann hafði orð á því að það hefði verið nota- legt að koma í Finnastaði, þar log- aði á steinolíulömpunum og fólkið hafði það svo reglulega huggulegt. Þeirri hugsun hefur áreiðanlega skotið upp í hugann að rafmagnið væri óttalegur óþarfi. Á þessari kveðjustund vil ég þakka Þorsteini fyrir vinsemd í, minn garð og stuðning sem hann hefur veitt mér í pólitísku starfí. Guð blessi minninguna um Þor _ stein í Vallholti. Valgerður Sverrisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.