Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eldfimt ástand á meðal Bosníu-Serba VALDABARÁTTAN á meðal Bos- níu-Serba hefur tekið á sig blóð- uga mynd og virðist lausnin verða sífellt fjarlægari með harðnandi átökum. Vesturlönd hafa skipað sér í lið með öðrum deiluaðilanum, Biljönu Plavsic, forseta Bosníu- Serba, sem hefur orðið til þess að ímynd hennar hefur gjörbreyst í augum Vesturlandabúa en þeir líta nú á hana sem bandamann. Og vissulega er hún það í samanburði við harðlínumennina á meðal Bos- níu-Serba, sem takast á við hana um völdin. En því má ekki gleyma að hún var í flokki þeirra, sagði sig ekki sjálfviljug úr honum, og er ekki fylgjandi Dayton-friðar- samkomulaginu, þrátt fyrir að hún hafi kosið að framfylgja því. Serbneski lýðræðisflokkurinn, SDS, er stærsti stjórnmálaflokkur Bosníu-Serba og höfðar mjög til þjóðernishyggju þeirra. Flokkur- inn naut um 52% fylgis í síðustu kosningum og voru nær allir áhrifamenn Bosníu-Serba úr hans röðum, m.a. Radovan Karadzic, sem var neyddur til að láta af for- setaembætti fyrir ári og er eftir- lýstur af stríðsglæpadómstólnum í Haag. Varaforseti hans, 65 ára líffræðiprófessor, Biljana Plavsic, tók þá við embættinu og áttu fáir von á því að hún yrði til stórræð- anna. Fyrstu mánuðir hennar í emb- ætti voru tíðindalitlir. í byijun júlí réðst hún hins vegar harkalega á ýmsa stjórnarmenn í SDS, sér í íagi Karadzic og nánustu sam- starfsmenn hans, og sakaði þá um svartamarkaðsbrask og smygl. Leysti hún þing Bosníu-Serba upp og boðaði til kosninga í október en með þessu skapaði hún sér mikla reiði flokksmannanna. Þeir boðuðu til fundar í trássi við tilskipanir hennar og ráku hana úr flokknum. Skipting í austur og vestur Plavsic hefur haft aðsetur sitt í Banja Luka, sem er í vesturhluta svæðis Bosníu-Serba, en Karadzic hefur ævinlega haldið sig í bænum Pale, sem er í austurhluta Bosníu, skammt frá Sarajevo. Plavsic hefur lengi átt erfítt uppdráttar þar sem Karadzic hafði töglin og hagldirnar í her og hjá lögreglu Bosníu-Serba, auk þess sem hann drottnaði yfir stjómlagadómstól þeirra. Einræð- istilburðir hans hafa hins vegar grafið undan honum á meðal flokksmanna hans, og hafa æ fleiri yfírgefíð Serbneska lýðræðisflokk- inn vegna skorts á lýðræði og sann- girni. Einn þeirra var Dragoljub Miij- anic, varaforseti Bosníu-Serba og einn af æðstu mönnum SDS, sem gekk yfir í raðir Plavsic í vikunni. Kvaðst hann ekki lengur geta þolað framferði Karadzic, sem hafi látið leynilögregluna beita dómara stjórnlagadómstólsins ofbeldi til að neyða þá til að úrskurða þingrof Plavsic ólöglegt. Biljana Plavsic hefur reynt að ná stjórn lögreglu og hers í sínar hendur. Bosníu-Serbar em um 900.000 og stór hluti 40.000 manna lögregluliðs fylgir Karadzic að málum. Þá eru um 50.000 manns í her Bosníu-Serba en skipt- ar skoðanir eru á meðal fréttaský- renda um hvort Plavsic hafi tekist að vinna herinn á sitt band. Á þriðjudag boðaði hún yfirmenn hersins á sinn fund og mætti hluti herforingjanna en yfírmaður herr- áðsins, Pero Colic, neitaði að koma. Þrátt fyrir þetta ganga æ fleiri harðlínumenn i lið með Plavsic, sem stofnaði eigin stjórnmálaflokk á fímmtudag, Serbneska þjóðar- bandalagið. Hét hún því að brúa bilið á milli þjóðarbrotanna og draga úr spillingu er hún tilkynnti um stofnun flokksins. Fullyrða heimildir úr röðum Bosníu-Serba að allt að fjörutíu núverandi og fyrrverandi SDS-flokksmenn hygg- ist ganga í lið með Plavsic, auk Qölda andstæðinga SDS. Milosevic dregur lappirnar Enn er þó óljóst hver staða for- setans er og tilraunir Vesturveld- anna til að fá Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, til að hafa af- skipti af málinu hafa litlu skilað. Milosevic hefur lagt til að Bosníu- Serbar gangi til forsetakosninga að nýju og að kosið verði um forset- ann, þrátt fyrir að aðeins sé ár frá því að Plavsic var kjörin. Telja ýmsir stjórnmálaskýrendur þetta kunna að vera til marks um að staða Milosevic hafi veikst. Bosníu-Serbar voru frá upphafí andsnúnir Dayton-friðarsamkomu- laginu. Tilraunir SFOR, fjölþjóða- liðs Atlantshafsbandalagsins (NATO) og fleiri þjóða til að hafa hendur í hári eftirlýstra stríðs- glæpamanna hafa kynt undir reiði margra Bcsníu-Serba, sem hafa hvað eftir annað gert aðsúg að hermönnum SFOR. Þá hafa hermenn fjölþjóðaliðsins neyðst til að grípa til aðgerða vegna átaka fylgismanna Plavsic og Karadzic, sem hafa tekist á um völd í her, lögreglu og fjölmiðlum. Var sú raunin m.a. í Brcko, Bijelina og Doboj, eftir að þeir höfðu veður af því að menn hliðhollir Plavsic hygðust reyna að ná lögreglustöðv- um og fjölmiðlum á svæðinu. Kosningar eina lýðræðislega lausnin Ástandið á svæðum Bosníu- Serba verður æ eldfímara, eins og atburðir síðustu daga eru til marks um. Vesturveldin og ýmis alþjóða- samtök hafa lýst því yfir að kosn- ingar séu eina lýðræðislega leiðin til að binda enda á valdabaráttuna en því miður bendir margt til þess að það sé með öllu óraunsætt. Og þá horfa margir til þess með ótta hvað gerist þegar fjölþjóðaliðið heldur á brott frá Bosníu, en Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að bandarískir hermenn verði farnir á braut í júní á næsta ári. Byggt á: The Daily Telegraph, Was- hington Post og Reuter. E1 Nino býr sig undir að losna úr læðingi E1 Nino nefnist hafstraumur, sem með vissu millibili setur veðrakerfíð yfír Kyrrahafi á annan endann. Nú virðist fyrirbærið ætla að verða óvenju kröft- ugt og má búast við að það hafí áhrif á veðurfar á allri hnattkúlunni. HAFSTRAUMURINN E1 Nino hefur áhrif um allan heim. Hans gætir á tveggja til sjö ára fresti og getur staðið yfír í allt að 22 mánuði. í þessari viku hafði hann áhrif á verð á kaffi, kakói og hveiti og í gær vöruðu vísindamenn við því að hann gæti haft alvarleg veðurfarsleg áhrif um allan heim á næstu mánuðum. Bændur, sjómenn, tryggingafyrir- tæki og fjárfestar ættu að leggja eyrun við. Hafi vísindamenn rétt fyrir sér má búast við þurrkum í suður- og austurhluta Áfríku, langvinnum þurrki í Ástralíu og Indónesíu og flóðum í Suður-Ameríku. Sérfræð- ingar á loftslagsráðstefnu, sem nú er haldin í Genf, sögðu að nú væri einnig rétti tíminn til að taka malar- íutöflur í Kenýa, búa sig undir vinda- saman vetur í Kaliforníu og þrálátar rigningar í Evrópu. „E1 Nino hefur hrikaleg áhrif,“ sagði Jagadish Shukla, yfírmaður bandarískrar stofnunar, sem rann- sakar umhverfís- og þjóðfélagsmál. „Okkar módel sýna mjög greinileg merki, sérstaklega í Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku.“ Nær hámarki um jólaleytíð E1 Nino er spænska og merkir „barnið“. Veiðimenn í Perú gáfu straumnum þetta nafn vegna þess að hann nær hámarki um jólaleytið. Allajafna streymir Humboldt- straumurinn fram hjá ströndum Perú og flytur kalt vatn frá Suður- heimskautinu allt að miðbaug. Hum- boldt-straumurinn er kaldur og meg- inástæðan fyrir því að undirlendi Perú er gróðurlaust. Þessi straumur er grundvöllur einna af gjöfulustu fiskimiðum heims, sem enn veita vel þrátt fyrir mikla rányrkju. Straum- urinn skapar góð skilyrði fyrir svif og endalausar torfur af ansjósum og makríl. Það er engin furða að Perú er helsti útflytjandi fískimjöls I heimi. Tekjur Perú af útflutningi sjávarafurða námu árið 1996 72 milljörðum króna. E1 Nino setur loftslagið í Perú á annan endann. Það sem gerist þegar E1 Nino skellur á þykir ljóst. Þegar allt er með felldu blása staðvindar frá austri til vesturs um Kyrrahafið. Þeir ýta volgu yfírborðsvatni frá ströndum Perú og Chile við austur- enda hafsins og hleypa köldum sjó upp á yfirborðið. Heita yfirborðs- vatnið safnast saman í vestri, um- hverfís Ástralíu og Filippseyjar, og gerir að verkum að þar er sjórinn nokkrum gráðum hlýrri og yfírborð- ið um einum metra hærra en í aust- urhlutanum. Þegar dregur úr stað- vindunum, þótt ekki sé nema í stutt- an tíma, leiðir það til þess að þessi hlýi sjór tekur að renna til baka samfara því að þrýstingurinn frá austri minnkar. Samspil andrúmslofts og sjávar Þegar þessi þróun hefst leiðir samspil andrúmsloftsins og sjávarins til þess að ekki verður snúið við. Eftir því sem sjórinn verður hlýrri í austurhluta Kyrrahafsins, þeim mun hlýrra verður ioftið fyrir ofan það. Um leið verður hitastig loftsins svip- aðra því, sem gerist yfír vestanverðu Kyrrahafi. Þetta dregur úr þrýst- ingsmun yfír úthafínu öllu. Það er hins vegar þessi þrýstingsmunur, sem gerir það að verkum að stað- vindarnir blása. Staðvindarnir yfir austurhluta Kyrrahafsins halda því áfram að veikjast og hlýi sjórinn heldur áfram að renna í austur. í raun má segja að vesturhluti Kyrra- hafsins og loftslagið, sem þar ríkir, flytjist eftir hafinu endilöngu í aust- ur. Afleiðingin er sú að hitabeltisúr- hellin, sem venjulega eiga sér stað í Indónesíu, á Filippseyjum og norð- urhluta Ástralíu, flytjast yfír á vest- urströnd Suður-Ameríku, þar sem sjórinn er undir venjulegum kring- umstæðum of kaldur til að uppgufun sé nægileg til að framkalla rigningu. Þessi uppstokkun í veðrakerfinu hefur ýmsar aðrar breytingar í för með sér. Óveður, sem myndast í Kyrrahafínu, skella nú sunnar á ströndum Norður-Ameríku en ella. Fyrir vikið rignir meira í Kaliforníu en í meðalári. Þá má búast við meiri rigningu en ella í Mið-Austurlöndum vegna E1 Nino. Hastarleg áhrif fyrir 15 árum Áhrifín af E1 Nino eru mismikil. Síðast þegar straumurinn skall á af fullum þunga var veturinn 1982 til 1983. Þegar heita vatnið berst að ströndum Perú drepst svifið og físk- urinn í sjónum drepst úr hungri. Veturinn 1982/83 dróst sjávarút- vegur í Perú saman um 40%. Land- búnaðarframleiðsla minnkaði um 8,5%. í eyðimörkunum upp af ströndunum var rigningin slík að víða flæddi og aurskriður rifu með sér heilu þorpin. Á hásléttunni við Titicaca-vatn brustu hins vegar á þurrkar. Uppskerur eyðilögðust og mæður reyndu að gefa sveltandi börn sín til að bjarga þeim. Talið er að þá hafi E1 Nino kostað 2000 manns lífið og valdið tjóni að and- virði 936 milljarða króna um allan heim. Breytingar byrjaðar að koma fram Nú hafa menn verið að spá því að E1 Nino skelli á með offorsi um nokkurt skeið og hafa bændur því haft tækifæri til að undirbúa sig undir breyttar aðstæður. Fyrir 15 árum var engin viðvörun. Ljóst er að breytingamar, sem E1 Nino fýlgja, eru þegar byijaðar að koma fram. Á ráðstefnunni í Genf var því haldið fram að flóðin í Póllandi, Þýskalandi og Tékklandi í sumar tengdust E1 Nino. Sjórinn við strendur Perú hefur þegar hlýnað um fimm gráður við miðbaug. Hann er nú þegar orðinn jafnhlýr og hann varð hlýjastur vetur- inn 1982/83. Telja sérfræðingar að búast megi við að E1 Nino fari meiri hamförum nú en þá. Heimildir: Reuter, The New York Times og The EconomisL El Nino að verki El Nino er nafn á hafstraumi í Kyrrahafi, sem veldur miklum veöurfarsbreytingum. Nú virðist El Nifio vera að losna úr læðingi og gæti haft áhrif víða um heim. Hér sést hvernig El Nino verður til. Venjulegt ástand Staðvindar ýta hlýjum sjó frá austri til vesturs þannig að yfirborð sjávarins hækkar í vesturhluta Kyrrahafsins. Þrumuveður leysa úr læðingi hita og steypiregn. Þetta eykur hitamuninn milli austur- og vesturhluta Kyrra- hafsins og viðheldur hringrásinni. I um 10 km hæð blása síðan hraðir vestan- vindar, svokallaðir skotvindar, frá Norður- Asíu til vesturstrandar Norður-Ameríku með allt að 300 km hraða. El Nifío N-Am’erika\ Kyrrahaf Skotvindar Miðbaugur Staðvindar veikjast þannig að hlýr sjór færist í austur. Þetta dregur úr hitamismun milli austurs og vesturs. Skotvindarnir færast sunnar og taka með sér óveður, |N . sem venjulega yrðu . N ekki á leið þeir, og bera þau til Kanada eða Kaliforníu. Hlýi sjórinn berst að lokum til Suður- Ameríku. -WMUI HDUiT \ "tu> Hlýr s or
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.