Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 15 Rauð áskriftarröð 6 tónleikar Vinsælustu einleikskonsertar tónlistarsögunnar. Gul áskriftarröð 6 tónleikar Voldug hljómsveitarverk. Græn áskriftarröð 4 tónleikarar Aðgengileg og sígild tónlist fyrir alla. Jónas Ingimundarson kynnir hljómsveitina og tónverk þessara tónleika. Skemmtun - fræðsla - upplifun Frikir kj.Hi i Reykj.nuk Guðsþjónusta kl. 14.00. Skráning í safnaðarferð 6. september stendur yfir á skrifstofu safnaðarins. Góður árangur hjá Skógrækt- arfélagi Stykkishólms Stykkishólmi - Skógræktarfélag Stykkishólms var stofnað fyrir 50 árum. Undanfarin ár hefur mikið verið starfað á vegum félagsins und- ir stjórn Sigurðar Ágústssonar frá Vík. Sigurður hefur umsjón með skógræktarfélaginu í 24 ár en á undan honum var Guðmundur Bjarnason í forystusveit félagsins. Skógræktarsvæði félagsins eru 5 þ.e. í Grensási í Stykkishólmslandi, Tíðás, Laugás og Setberg í Saura- landi pg í Vatnsdal í Drápuhlíðar- íjalli. í Vatnsdal var hinn forni Sel- skógur sem sagt er frá í Eyr- byggju. Innan skógræktargirðinga eru um 100 ha og er helmingur af því svæði í Vatnsdal. Árlega eru gróðursettar frá 2.500 upp í 17.000 plöntur. Mest var gróðursett árið 1990 þegar skógræktarátakið Landgræðsluskógar hófst. Trén á elstu svæðunum hafa dafnað vel og eru stærstu trén um 10 metra há. I sumar hefur verið unnið m.a. við að lagfæra aðstöðuna í skóg- ræktinni í Grensási. Kurlað hefur verið mikið af tijám sem falla til við grisjun og kurlið notað í göngustíga. Aðstaðan í Grensási er orðin mjög skemmtileg. Þar er hægt að grilla og setjast við borð í skógarlundum og er tilvalið fyrir Hólmara að ganga þangað með nestið sitt á góðum sumardögum og njóta þess að vera í fallegu umhverfi. Frá árinu 1988 hefur Skógrækt- arfélagið tekið á móti erlendum ferðamönnum sem hafa komið hér við í skipulögðum ferðum og gróð- ursett tré í landi félagsins. Að með- altali hafa komið árlega um 500 erlendir gestir. Laugardaginn 23. ágúst var bæj- arbúum boðið að skoða skógræktar- svæðið í Grensási. Þar tók á móti gestum Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Is- lands, ásamt forystufólki Skógrækt- arfélags Stykkishólms. Þar var gest- um kynnt starfsemi félagsins og sá árangur sem félagið hefur náð í skógrækt. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SIGURÐUR Ágústsson frá Vík hefur sljórnað starfi Skógræktar- félagsins í 24 ár. Hér er hann á myndinni í skógarreit félagsins í Grensási við Stykkishólm ásamt Guðmundi Þór Guðþórssyni sem unnið hefur með honum undanfarin ár. S/oná&fr ó ö/áim/ Ný þjónusta fyrir skotveiðimenn á Austurlandi Skipuleggur veiðidaga í samráði við landeigendur NÝR eigandi sem tók við Hótel Blá- felli á Breiðdalsvík fyrr í sumar býð- ur nú í haust nýja þjónustu fyrir skotveiðimenn: Að skipuleggja fyrir þá veiðidaga í samráði við bændur jafnframt því sem hann býður gist- ingu. Vilhjálmur H. Waltersson, hót- elstjóri, segir mikilvægt að skipu- leggja sókn í gæs og ijúpu og því hafi hann ákveðið að bjóða þessa þjónustu. Segir hann að stjórna þurfi skotveiðum á sama hátt og laxveið- um. „Þá vita menn hvað búið er að veiðast, hvort veitt hefur verið á iandinu deginum áður og þar fram eftir götunum því nauðsynlegt er að hvi'la landið öðru hveiju," segir Vil- hjálmur. Hann fær úthlutað leyfum hjá bændum þegar menn hafa samband við hann og skipuleggur veiðiskap- inn. Hann segir hægt að stunda gæsa- o g ijúpnaveiðar bæði í Breiðd- al og Berufirði en íjúpnaveiðitíminn byijar 15. október. Vilhjálmur er nú að skipuleggja fyrir menn sem hafa óskað eftir veiði í lok september. Eru það íslend- ingar en á næsta ári á hann von á erlendum veiðimönnum sem stund- uðu laxveiðar í Breiðdalnum í sumar og sýndu líka áhuga á skotveiði. Viihjálmur hefur stundað skot- veiði í nærri tvo áratugi og segir að menn séu að koma auga á að ekki borgi sig að ofhlaða veiðilöndin. Áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands er skipt í fjórar raðir eftir litum regnbogans, til að minna á að hljómsveitin leitast við að flytja tónlist sem spannar ailt litasvið tónbókmenntannna. SinfóníuKljómsveion \of« óðu1" Skrifstofa Sinfónfuhljómsveitar íslands Háskólabíói við Hagatorg Sími 562 2255, fax 562 4475 Veffang: www.sinfonia.is Ofeíáf c/cuf Al. 70-74/ Áskrifendur fá allt að 25% afslátt af miðaverði,sem jafngildir því að fá fjórðu hverja tónleika frítt. í dag er síðasta tækifærið fyrir áskrifendur að endurnýja áskrift að sætunum sínum. Almenn sala áskriftarskírteina hefst á mánudaginn. Þú getur notað símann Handhöfum greiðslukorta er gefinn kostur á að hringja í síma 562 2255, gefa upp númer á kortinu og vitja skírteinanna síðar eða fá þau send í pósti. Einnig er boðið upp á léttgreiðslur og greiðslukortasamning um mánaðarlegar greiðslur fyrir þá sem þess óska. Upphafstónleikar Hinir sívinsælu upphafstónleikar verða í Háskólabíói 11. 12. og 13. september. Hljómsveitarstjóri: Keri Lynn Wilson. Einsöngvari: Hanna Dóra Sturludóttir. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Mozart, Puccini, RachmaninofF, Lehar og Ravel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.