Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 VIÐSKIPTI MORGUNFiLAÐIÐ mtimJARÐSORANIR HF 8BBB Úr milliuppgjöri 1. janúar til 30. júní 1997 Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 216,8 186.3 117,8 107.0 +31,4% +33.0% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Haqnaður fyrir skatta 30,5 2,2 32.7 10,8 (2,2) 8,6 +22,6% +28.7% Hagnaður ársins 30,6 7,2 +23,1% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12'97 31/12 '96 Breyting I Eignír: \ Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 295.6 347.7 221.7 322.7 +19,3% +3,1% 643,3 544,4 +9,7% I Skuldir oo eÍQið fé: \ Skammtímaskuldir Langtímaskuldir Eigið fé Þar af hlutafé 109,7 10,1 523,5 236,0 61,1 16,6 480,5 236.0 +47,0% -3,6% +6,0% Skuldir og eigið fé samtals 643,3 558,2 +9,7% Sjóðstrevmi 1997 1996 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 49,3 23,9 +17,1 Góð afkoma hjá Jarðborunum vegna aukinna verkefna Hagnaður nam rúmum 30 millj- ónum króna JARÐBORANIR hf. skiluðu 30,6 milljóna króna hagnaði á fyrri árs- helmingi, samanborið við 7,2 millj- óna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Heildarvelta fyrirtækisins fyrstu sex mánuði ársins nam 216,7 milljónum króna og jókst um 84% frá sama tíma í fyrra. Þessa góðu afkomu má einkdm rekja til vaxandi verkefna innanlands. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun ársins en þar var gert ráð fyrir 20 milljóna króna hagnaði á tímabilinu. Eigið fé félagsins var 523,5 milljónir króna í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 81,4% og veltufjárhlutfall 2,7% Veltufé frá rekstri á fyrstu sex mánuðum ársins var 49,3 milljónir, samanborið við 23,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Batnandi afkomu má aðallega rekja til vaxandi verkefna innan lands en áætlanir í framkvæmdum hafa gengið upp og öll ytri skilyrði verið félaginu hagstæð að sögn Bents S. Einarssonar, framkvæmda- stjóra Jarðborana. „Þessa niðurstöðu má vel við una og ég vil ekki síst þakka hana frumkvæði og metnaði starfsmanna fyrirtækisins sem hafa staðið sig vel í auknum umsvifum. Mikil uppsveifla er nú í orkuvinnslu og félagið hefur notið góðs af henni með auknum verkefnum. Vaxandi raforkuþörf krefst frekari fram- kvæmda á jarðhitasviðinu því að jarðgufuvirkjanir eru hagstæður virkjunarkostur ef raforkuþörfin vex jöfnum skrefum." Góð verkefnastaða Verkefnastaða fyrirtækisins er góð og er útlit fyrir verulega veltuaukn- ingu á árinu. „Veltan gæti stefnt í 450 milljónir króna á árinu eins og dæmið lítur út nú. Boranir við Kröflu- virkjun eru nú stærsta einstaka verk- efni fyrirtækisins en boranir tengdar margvíslegri mannvirkjagerð eru einnig stór þáttur í rekstrinum að ógleymdum hefðbundnum verkefnum fyrir hitaveitur, vatnsveitur og aðra opinbera aðila.“ Jarðboranir hf. hafa unnið að verkefnum á Azoreyjum í samstarfí við fyrirtækið Intertec Azores en þeim lauk í maí síðastliðnum. Tekjur af þessum verkefnum nema liðlega 7% af veltu fyrirtækisins en verk- kaupar voru sveitarfélög á eyjunum auk bandarískrar herstöðvar á eyj- unni Terceira. Að sögn Bents leita Jarðboranir nú verkefna á fleiri mörkuðum erlendis, t.d. á Spáni og í Bretlandi. „Þótt verkefnastaða fyr- irtækisins hér innanlands sé vissu- lega góð munum við sækja fram af krafti á erlendum mörkuðum þar til tryggt er að tiltekinn hluti af tekju- öflun fyrirtækisins komi þaðan. Svigrúmið til verkefnaöflunar er- lendis þrengist auðvitað þegar upp- sveiflan er svo mikil hér innanlands. Það er þó ótvíræður kostur að við- halda ætíð einhverri starfsemi er- lendis því þá erum við betur í stakk búin til að auka við okkur þar þegar dregur úr verkefnum hér heirna," segir Bent. Alumax fær viðurkenningu BANDARÍSKA álfyrirtækið Alum- ax fékk nýlega viðurkenningu frá tímaritinu Industry Week fyrir fyr- ir framúrskarandi stjómun og rekstur. Alumax er eitt af fyrir- tækjunum í Atlantsálshópnum. í nýjasta hefti tímaritsins er birtur listi yfir „100 best reknu fyrirtæki veraldar" og segir í fréttatilkynningu frá Alumax að fyrirtækið sé eina álfyrirtæki heims sem komst á listann. Rúm- lega 50 alþjóðlegir sérfræðingar sáu um að velja listann og fékk Alumax hæstu einkunn fyrir fjár- málastjórnun og stefnumörkun fyrir heimsmarkaðinn. Allen Bom, forstjóri Alumax, segir þetta vera viðurkenningu á þeirri stefnu er fyrirtækið hefur fylgt á undanförnum árum. Alumax er stærsta álfyrirtæki heims. Alls starfa 14 þúsund manns hjá fyrirtækinu í rúmlega 70 verksmiðjum í 22 ríkjum Bandaríkjanna, Kanada, Evrópu, Mexíkó, Ástralíu og Kína. Höfuð- stöðvar Alumax eru í Georgíu. Þormóður rammi - Sæberghf. skilaði 186 milljóna króna hagnaði á fyrri árshelmingi Kaupir 45% hlutísænsku markaðsfyrirtæki HAGNAÐUR Þormóðs ramma - Sæbergs hf. nam 186 milljónum króna á fyrri árshelmingi og námu rekstrartekjur 1.850 milljónum. Fyrirtækið hefur keypt 45% hlut í sænska fyrirtækinu Frysvaru- gruppen til að styrkja stöðu sína á rækjumarkaðnum í Evrópu. Frysvarugruppen er markaðs- fyrirtæki með ellefu starfsmönn- um í Stokkhólmi í Svíþjóð og hef- ur það pakkað rækju í neytend- aumbúðir. Sex starfsmenn vinna við sölu og markaðsmál en fimm við pökkun á rækju. Áformað er að hætta rækjupökkun hjá Frys- varugruppen og flytja hana í hina nýju pökkunarverksmiðju Þor- móðs ramma - Sæbergs hf. á Siglufirði en efla markaðsdeild Frysvarugruppen. Olafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma - Sæbergs hf., segir að markmiðið með kaupunum á hlut í hinu sænska fyrirtæki sé að bæta stöðu fyrirtækisins á sænska markaðn- um. „Markaðurinn fyrir soðna rækju í skel er mjög stór í Svíþjóð og við ætlum okkur að stækka okkar hlut á honum. Fram að þessu hafa neytendur sjávaraf- urða í Svíþjóð fengið pakkavöru frá Danmörku, oft úr íslensku hráefni. Við teljum það vera væn- legustu leiðina á þennan markað að kaupa okkur inn í fyrirtæki sem hefur nú þegar fótfestu þar.“ Á þessu ári voru Þormóður rammi hf., á Siglufirði, Sæberg hf. og Magnús Gamalíelsson hf., í Ólafsfirði sameinuð undir nafn- inu Þormóður rammi - Sæberg og eru því ekki fyrir hendi sam- bærilegar rekstrartölur frá fyrra ári. Eigið fé hins sameinaða félags var 2.371 milljón króna hinn 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlut- fall var 43,9%. Veltufé frá rekstri nam 315 milljónum og veltufjár- hlutfall var 1,6. Lágt rækjuverð en mikill afli Rekstur hins sameinaða félags gekk samkvæmt áætlun fyrstu sex mánuði ársins að sögn Ólafs. „Rækjuverð hefur verið lágt en á móti kemur að rækjuafli hefur verið með besta móti. Þá var afli frystiskipa einnig nokkuð góður. I lok maí var landfrystingu bolfisks hætt og frystihúsi félagsins á Siglufirði breytt í öfluga pökkunar- verksmiðju fyrir rækjuafurðir. Bol- fiskveiðum ísfisktogara hefur einn- ig verið hætt.“ Þormóður rammi - Sæberg hf. gerir út tíu skip, rekur rækjuverk- smiðju, rækjupökkunarstöð og reykhús. Fjórir togarar félagsins eru nú gerðir út á ísrækjuveiðar, tveir á rækjufrystingu og þrír frystitogarar eru á bolfiskveiðum. Einnig gerir félagið út einn drag- nótarbát og á togarann Jöfur, sem tekinn hefur verið úr rekstri og settur á söluskrá. Starfsmenn eru um 300 talsins. Þormóður rammi - Sæberg hf. Úr milliuppgjöri 1997 1. janúar til 30. júní Rekstrarreikningur 1997 Rekstrartekjur Miiijónir kr. Rekstrarqjöld 1.850 1.453 Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir 397 (154) Fjármaqnsgjöld (nettó) (57) Hagnaður af regl. starfsem 186 Aðrar tekjur 34 Hagnaður tímabiisins 186 Efnahagsreikningur 30/6 '97 I Eionir: \ Milljónir kr. Veltufjármunir Fastafiármunir 1.323 4.075 Eignir samtals 5.398 I Skuldir oo eiQid fé: \ 856 Skammtímaskuldir Langtímaskuldir 2.171 Eiqið fé 2.371 Skuldir og eigið fé samtals 5.398 Kennitölur 1997 Veltufé frá rekstri 315 A þessu ári voru Þormóður rammi hf., Sæberg hf. og Magnús Gamaiíelsson hf. sameinuð undir nafninu Þorðmóður rammi - Sæberg hf. og eru því ekki fyrir hendi sambærilegar rekstrartölur frá fyrra ári. Hlutafjáraukning samþykkt hjá Softis Morgunblaðið/Júlíus PAMELA Coker, forsljóri Acucobol Inc., og Sigurður Björns- son, framkvæmdastjóri Softis. AÐALFUNDUR hugbúnaðarfyrir- tækisins Softis hf. hefur heimilað stjórn fyrirtækisins að auka hlutafé þess í allt að 200 milljónir króna. Hlutafé fyrirtækisins nemur nú um 46 milljónum króna. Tekjur fyrir- tækisins námu um eilefu milljónum króna á síðastliðnu ári en rekstrar- gjöld rúmlega 50 milljónum. Stjórn félagsins hyggst freista þess að fá nýja hluthafa til liðs við félagið og styrkja markaðssetningu Louis-for- ritsins eriendis. Tekjur Softis hf. hafa verið óverulegar þau sjö ár sem helsta afurð þess, Louis-hugbúnaðurinn, hefur verið í þróun, og hefur því ekki verið færður sérstakur rekstr- arreikningur hjá fyrirtækinu und- anfarin ár. Þess í stað hafa rekstrar- gjöld ársins verið færð til hækkunar á veltufjármunum á efnahagsreikn- ingi undir liðnum hugbúnaður. Tekjur fyrirtækisins námu um ellefu milljónum króna á síðastliðnu ári og stendur fyrirtækið því aðeins undir um fimmtungi af rekstrar- kostnaði. Tekjurnar hækkuðu þó verulega ef miðað er við árið 1995 en þá námu þær aðeins tæpum 700 þúsund krónum. Skuldir fyrirtækis- ins nema nú 122 milljónum króna en eigið fé 151 milljón. Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri Softis, segir að rekst- urinn hafi að mestu verið fjármagn- aður með hlutafjáraukningu og lán- um fram til þessa en rekstrará- ætlanir geri ráð fyrir að félagið verði sjálfbært á seinni hluta næsta árs. Markvisst hafi verið unnið að markaðssetningu þrátt fyrir þrönga fjárhagsstöðu. Markaðssetning á Louis erlendis hefur einkum byggst á samstarfi Softis hf. við bandarísku fyrirtækin Acucobol Inc. og Liant Inc. í skýrslu stjórnar Softis segir að árangur þessa starfs hafi skilað sér með því að tvö fyrirtæki, bandarískt og sænskt, hafi tekið Louis í notkun og enn fleiri hafi ákveðið að kaupa það. Þótt sýnilegur árangur hafi náðst hafi félagið þó ekki öðlast tiltrú nýrra fjárfesta og það hafi tafið verulega fyrir árangri. „Stað- an er því erfið og vinnur stjórnin að því hörðum höndum að afla fé- laginu fjár til að komast úr þeirri úlfakreppu sem það nú er í,“ segir í skýrslunni. Louis á urdan sinni samtíð Pameia Coker, forstjóri Acuco- bd, umboðsaðila og helsta sam- r „arfsfyrirtækis Softis, er nú stödd hérlendis. Höfuðstöðvar fyrirtækis- ;ns eru í San Diego, velta síðastlið- ins árs nam 700 milljónum króna og hjá því vinna um 100 manns að hennar sögn. Coker hefur kynnt sér starfsemi Softis í vikunni og sat hún m.a. aðalfund fyrirtækisins, sem haldinn var á fimmtudag. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist hún telja að Louis-hugbúnaður- inn væri enn á undan sinni samtíð í tölvuheiminum og í Bandaríkjun- um væri sambærilegur búnaður a.m.k. tveimur árum á eftir. „Louis virkar vel til að tengja saman ólík vinnslukerfi og vegna þess hve tölvubúnaður verður sífellt Qöl- breytilegri er þetta atriði sem t.d. bandarísk fyrirtæki þurfa að gefa æ meiri gaum. Að mínum dómi hefur Louis-hug- búnaðurinn yfirburði í að tengja saman Unix, Windows NT og PC betur en nokkur annar og því teljum við Louis eiga mikla möguleika á markaðnum. Acucobol hefur því mikinn áhuga á að efla tengslin við Softis og leggja áherslu á frekari markaðssetningu búnaðarins í Bandaríkjunum," segir Coker.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.