Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 13 AKUREYRI Tollvörugeymslan-Zimsen hf. selur húsnæði sitt Starfsemin í Oddeyrarskála UM mánaðamótin september/okt- óbfer nk. flytur Tollvörugeymslan- Zimsen hf. úr Hjalteyrargötu 10 á Akureyri í Oddeyrarskála, húsnæði Eimskips við Oddeyrarbryggju. Öl- gerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur keypt Hjalteyrargötu 10 und- ir starfsemi fyrirtækisins á Akur- eyri og fær húsnæðið afhent um 20. október. Húsið er um 1.150 fermetrar að stærð og því fylgir um 10.000 fermetra lóð. Tollvörugeymslan-Zimsen hf. rekur tollvörugeymslu og flutnings- miðluri og hefur auk þess haft með höndum afgreiðslu fyrir millilanda- flugfrakt Flugleiða og innanlands- flugfrakt Flugfélags Islands. Einar Hjartarson, deildarstjóri á Akur- eyri, segir að viðræður standi nú yfir við Flugleiðir og Flugfélag ís- lands um að fyrirtækið sjái áfram Kirkjugarðar Akureyrar Bæjarráð veitir ábyrgð BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fimmtudag að veita Kirkjugörðum Akureyrar ábyrgð til tryggingar á láni að upphæð 8 milljónir króna sem tekið verður vegna stofnkostn- aðar við útfararþjónustu og lausa- skulda. Meirihluti bæjarráðs sam- þykkti að veita einfalda bæjar- ábyrgð gegn baktryggingu í tekjum garðsins af kirkjugarðsgjöldum. Bæjarráð samþykkti á sama fundi að veita Kirkjugörðum Akur- eyrar viðbótarland við kirkjugarð- inn, til suðurs meðfram Þórunnar- stræti að Skammagili. Hestamannafélagið Léttir hefur farið þess á leit við Akureyrarbæ að félaginu verði veitt bæjarábyrgð til tryggingar á væntanlegu láni vegna framkvæmda á Melgerðis- melum en þar verður haldið lands- mót á næsta ári. Áætlað er að taka 8 milljóna króna lán og hefur einn- ig verið leitað eftir því að Eyjaijarð- arsveit veiti ábyrgð fyrir hluta af lánsupphæðinni. Bæjarráð frestaði afgreiðslu þessa erindis. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20. Allir hjartan- lega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, ræðumaður Valdimar Júlíusson kl. 20 á morgun, sunnudag. Samkoma á miðvikudag kl. 20.30, sam- koma í umsjá ungs fólks á föstudag kl. 20.30. Bænastund eru mánudags-, þriðjudags- og föstudagsmorgna kl. 6-7 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14. Allir hjartaniega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morg- un, sunnudag, kl. 11. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudaginn 31 ágúst kl. 14. kjarnimalsins! um afgreiðslu á flugfrakt félaganna eftir flutninginn. Eimskip er stærsti eignaraðili Tollvörugeymslunnar-Zimsen, með um 80% eignarhlut og segir Einar að fyrirtækið fari með starfsemi sína í Oddeyrarskála á svipuðum forsend- um og flutningafyrirtækið Dreki og leigi þar aðstöðu. Einar segir að þótt nýja húsnæðið sé minna en núverandi húsnæði nýtist það mun betur vegna mikillar lofthæðar. Hjá Tollvörugeymslunni-Zimsen vinna 4 starfsmenn en Einar gerir ráð fyrir að starfsmönnum fækki um einn við fiutninginn, m.a. vegna samvinnu við Eimskip um af- greiðslu. Mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði Einar segir að margir aðilar hafi haft áhuga á húsnæði fyrirtækisins við Hjalteyrargötu er það var aug- lýst til sölu enda mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði í bænum. Öl- gerðin er nú til húsa að Hjalteyrar- götu 2 en Límmiðar Norðurlands hafa keypt það húsnæði undir starf- semi sína. Morgunblaðið/Kristján ÖLGERÐIN Egill Skailagrímsson hefur keypt húsnæði Tollvöru- geymslunnar-Zimsen hf. að Hjalteyrargötu 10 og flytur starf- semi sína þangað með haustinu. Tollvörugeymslan flytur í Odd- eyrarskála húsnæði Eimskips við Oddeyrarbryggju um mánaða- mótin september/október. m M pottaplöntur ð eigin vali . 999,- Uppskeruhátíð á Græna Torginu Drekakústur '/ / /f 'X.. Jukkur Kr. 199/kg Stofuaskur Króton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.