Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 13

Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 13 AKUREYRI Tollvörugeymslan-Zimsen hf. selur húsnæði sitt Starfsemin í Oddeyrarskála UM mánaðamótin september/okt- óbfer nk. flytur Tollvörugeymslan- Zimsen hf. úr Hjalteyrargötu 10 á Akureyri í Oddeyrarskála, húsnæði Eimskips við Oddeyrarbryggju. Öl- gerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur keypt Hjalteyrargötu 10 und- ir starfsemi fyrirtækisins á Akur- eyri og fær húsnæðið afhent um 20. október. Húsið er um 1.150 fermetrar að stærð og því fylgir um 10.000 fermetra lóð. Tollvörugeymslan-Zimsen hf. rekur tollvörugeymslu og flutnings- miðluri og hefur auk þess haft með höndum afgreiðslu fyrir millilanda- flugfrakt Flugleiða og innanlands- flugfrakt Flugfélags Islands. Einar Hjartarson, deildarstjóri á Akur- eyri, segir að viðræður standi nú yfir við Flugleiðir og Flugfélag ís- lands um að fyrirtækið sjái áfram Kirkjugarðar Akureyrar Bæjarráð veitir ábyrgð BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti á fimmtudag að veita Kirkjugörðum Akureyrar ábyrgð til tryggingar á láni að upphæð 8 milljónir króna sem tekið verður vegna stofnkostn- aðar við útfararþjónustu og lausa- skulda. Meirihluti bæjarráðs sam- þykkti að veita einfalda bæjar- ábyrgð gegn baktryggingu í tekjum garðsins af kirkjugarðsgjöldum. Bæjarráð samþykkti á sama fundi að veita Kirkjugörðum Akur- eyrar viðbótarland við kirkjugarð- inn, til suðurs meðfram Þórunnar- stræti að Skammagili. Hestamannafélagið Léttir hefur farið þess á leit við Akureyrarbæ að félaginu verði veitt bæjarábyrgð til tryggingar á væntanlegu láni vegna framkvæmda á Melgerðis- melum en þar verður haldið lands- mót á næsta ári. Áætlað er að taka 8 milljóna króna lán og hefur einn- ig verið leitað eftir því að Eyjaijarð- arsveit veiti ábyrgð fyrir hluta af lánsupphæðinni. Bæjarráð frestaði afgreiðslu þessa erindis. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20. Allir hjartan- lega velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Almenn samkoma, ræðumaður Valdimar Júlíusson kl. 20 á morgun, sunnudag. Samkoma á miðvikudag kl. 20.30, sam- koma í umsjá ungs fólks á föstudag kl. 20.30. Bænastund eru mánudags-, þriðjudags- og föstudagsmorgna kl. 6-7 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14. Allir hjartaniega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og á morg- un, sunnudag, kl. 11. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa á morgun, sunnudaginn 31 ágúst kl. 14. kjarnimalsins! um afgreiðslu á flugfrakt félaganna eftir flutninginn. Eimskip er stærsti eignaraðili Tollvörugeymslunnar-Zimsen, með um 80% eignarhlut og segir Einar að fyrirtækið fari með starfsemi sína í Oddeyrarskála á svipuðum forsend- um og flutningafyrirtækið Dreki og leigi þar aðstöðu. Einar segir að þótt nýja húsnæðið sé minna en núverandi húsnæði nýtist það mun betur vegna mikillar lofthæðar. Hjá Tollvörugeymslunni-Zimsen vinna 4 starfsmenn en Einar gerir ráð fyrir að starfsmönnum fækki um einn við fiutninginn, m.a. vegna samvinnu við Eimskip um af- greiðslu. Mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði Einar segir að margir aðilar hafi haft áhuga á húsnæði fyrirtækisins við Hjalteyrargötu er það var aug- lýst til sölu enda mikil eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði í bænum. Öl- gerðin er nú til húsa að Hjalteyrar- götu 2 en Límmiðar Norðurlands hafa keypt það húsnæði undir starf- semi sína. Morgunblaðið/Kristján ÖLGERÐIN Egill Skailagrímsson hefur keypt húsnæði Tollvöru- geymslunnar-Zimsen hf. að Hjalteyrargötu 10 og flytur starf- semi sína þangað með haustinu. Tollvörugeymslan flytur í Odd- eyrarskála húsnæði Eimskips við Oddeyrarbryggju um mánaða- mótin september/október. m M pottaplöntur ð eigin vali . 999,- Uppskeruhátíð á Græna Torginu Drekakústur '/ / /f 'X.. Jukkur Kr. 199/kg Stofuaskur Króton

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.